Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 26. mars 1987 Ólafsvík á 300 ára verslunarafmæli í dag. í tilefni þessara merku tímamóta verður mikið um að vera í bænum í dag og Al- þýðublaðið vill ekki láta sitt eftir liggja. Söguágrip það um Ólafsvík, sem hér birt- ist er eftir Svein Elinbergsson og er tekið úr lokaritgerð hans við Kennaraháskóla íslands, en Sveinn lauk þaðan prófi vorið 1981. Ritgerðin fjallar um aðdraganda að stofnun skóla í Ólafsvík og fyrstu skóla árin, en á þessu ári eru einmitt liðin 100 ár frá þeim atburði. Hér birtast, með góðfús- legu leyfi höfundarins fyrstu tveir kaflar ritgerðarinnar, þar sem fjallað er um sögu staðarins fram undir síðustu aldamót og vitnað í ýmsar heimildir um þá sögu. Al- þýðublaðið árnar Ólafsvíkingum allra heilla á afmælinu og í framtíðinni. Óskar Clausen (1968), lýsir um- hverfi Ólafsvíkur svo í bók sinni Sögur og sagnir af Snæfellsnesi (s.b.): „A norðanverðu Snæfellsnesi ganga tvö fjöll þverhnípt í sjó fram. Það ytra heitir Enni eða Ólafsvikurenni, sem er skammt fyrir innan Rif á tákmörkum Neshrepps og Ólafsvíkur- hrepps, en hið innra er Búlands- höfði, sem greinir Fróðárhrepp frá Eyrarsveit, sem liggur um- hverfis Grundarfjörðinn. — Fyrir Ólafsvíkurenni er ekki hægt að komast, nema þegar lágt er sjávað — og þá aðeins eftir fjörunni i sjávarmáli, en fyrir Búlandshöfða er að sumr- inu farinn vegur, sem liggur nokkur hundruð fet yfir sjávar- máli eftir snarbröttum skriðum og á hamrabrúnum. Á milli þessara þverhníptu fjalla eru tvær sveitir, Ólafsvíkurhreppur og Fróðárhreppur. — í krikan- um innan við Ólafsvíkurenni er Ólafsvikurkaupstaður..:* (Óskar Clausen: 1968, 133-134) Ólafsvíkur er fyrst getið í Land- námu og þar er sagt frá því að Ólaf- ur belgur hafi numið land fyrir inn- an Enni til Fróðár og búið í Ólafs- vík. Víkin er þvi við hann kennd þótt ekki nyti hann landnámsins lengi, því að nokkru síðar kom þar annar landnámsmaður, Ormur hinn mjóvi. Ekki urðu þeir Ólafur belgur og Ormur hinn mjóvi góðir grannar, enda lauk nábýli þeirra svo, að Ormur hrakti Ólaf í burtu og nam allt landið milli Ennis og Höfða. (Ólafur Lárusson: 1945, 86- 87). Fyrstu 7-800 árin sem landið er byggt fara engar sögur af Ólafsvík, enda mun þar aðeins hafa verið lít- ilfjörlegur kotbúskapur með út- ræði haust og vor, eins og Óskar Clausen komst að orði. (Óskar Clausen: 1968, 134). Rétt fyrir utan Ólafsvík er út- gerðarplássið Rif. Þar var þegar á landnámsöld komin verslun. Á miðöldum var þar stærsta verslun- ar- og sjópláss á íslandi, og var Rifsós örugg lega fyrir hafskipin. Á tímum einokunarverslunarinnar tók höfnin að spillast vegna þess, að áin sem í ósinn rann breytti farvegi sínum og rann nú austar í hann. Áin bar með sér sand og aur svo að út- straumur varð minni. Var nú versl- unin í Rifi flutt til Ólafsvíkur og ár- ið 1687 er Ólafsvík, fyrst allra hafna á landinu gerð að löggildum verslunarstað. „Átti verslunarstað- urinn lengi erfitt uppdráttar, því að útgerðarmenn í Rifi vildu ekki flytj- ast þangað. Var þar og léleg höfn fyrir opnu hafi“ (Árni Óla: 1969, 258). — Þó munu aðrar hafnir í kringum Jökul ekki hafa haft betri lendingu. , „Um aldamótin 1700 voru í Ólafsvík 5 grasbýli og 15 þurra- búðir og áttu þar heima 77 sálir.. Stórabóla kom harkalega við þarna, eins og annars staðar, og þegar hún var um garð gengin, var byggðin ekki annað en 4 grasbýli og 5 þurrabúðir" (Ámi Óla: 1969, 258). Á sama tíma, þ.e. um aldamótin 1700, töldust vera í Neshreppi öllum 1027 íbúar. Þar eru talin vera 20 býli, 35 bændaheimili, 40 hjáleigu- heimili, 105 tómthúsmannaheimili og 22 heimili húsfólks. Niðursetn- ingar voru 167 og flakkarar 20. (Lýður Björnsson: 1972, 90). Árið 1787 var Neshreppi skipt í innri og ytri Neshrepp, þ.e. Nes- hrepp innan Ennis, sem náði yfir Ólafsvík og Fróðársveit í Fróðár- sókn, og Neshrepp utan Ennis, þ.á m. Rif og Sand í Ingjaldssókn. (Lýður Björnsson: 1972, 150). Á 18. öld urðu litlar breytingar í Ólafsvík og er þaðan lítið að segja. „þar ríkir einokunarverzlunin danska og þar eru danskir verzlun- arstjórar, sem engar sögur fara af. — Saga Ólafsvíkur og annarra sjó- þorpa fyrr á tímum var því lítið annað en saga verzlananna. — Það sem dreif á daga almennings var lítt í sögur fært.“ (Óskar Clausen: 1968, 135). Árið 1786 var verslunin á Islandi gefin frjáls og keypti þá danskur maður að nafni Jacob Severin Plum Ólafsvíkurverslun. Á þeim tíma voru í Ólafsvík 6 verslunarhús, 6 grasbýli og 3 þurrabúðir. (Árni Óla: 1969, 161). „Fyrir honum (Plum) fór eins og flestum, sem eignuðust verzlanir konungs, að hann komst von bráð- ar í fjárþrot. — Það stoðaði ekkert, þótt verzlanirnar væru seldar vægu verði og með góðum greiðslukjör- um, — illt árferði, fiskleysi og ýmis óhöpp steðjuðu að Plum, svo að hann gafst upp á verzlun sinni.“ (Óskar Clausen: 1968, 136). Plum seldi verslun sína dönskum manni, Ernst Hedemann, en hann fórst skömmu síðar á skipi sínu. Tók þá við versluninni kona hans, Valgerður Pétursdóttir, og er hún talin vera fyrsta kaupkona á ís- landi. Valgerður giftist aftur 5 árum síðar dönskum kaupmanni, Holger Peter Clausen, og tók hann nú við Ólafsvíkurverslun. Árið 1826 lést Holger P. Clausen og tók þá sonur hans, Hans Arre- boe við versluninni. Um það leyti er talið að um 86 manns búi í Ólafs- vík. Hans A. Clausen var mikill framkvæmdamaður og hefur sett markið hátt. Hann lét smíða tvö þilskip í Ólafsvík í kringum 1830 og gerði út. í ágúst árið 1828 fór hann í frækilega ferð suður til Spánar á lítilli 70 lesta skútu, sem hlaðin var þurrkuðum saltfiski. Var þetta löng ferð og kom hann ekki aftur heim fyrr en í lok mars á næsta ári, og hafði þá fengið greitt fyrir fiskinn í gulli. (Óskar Clausen: 1968, 138). Næatu áratugi blómgaðist versl- unin, enda mikið góðæri og efnað- ist kaupmaður brátt, „Á tímabili átti Hans A. Clausen 7 verzlanir á íslandi og 31 skip í förum en eitt þeirra var „Svanurinn”, sem oftast var kallaður „Ólafsvíkur-Svanur- inn“ Hann sigldi hingað til lands samfleytt í 120 ár, án þess að nokk- urt slys yfði í ferðum hans, en loks bar hann beinin i Ólafsvík, strand- aði þar haustið 1891“ (Óskar Clausen: 1968, 140). Árið 1834 flutti Clausen til Dan- merkur. Lét hann ýmsa verslunar- stjóra stjórna fyrir sig, bæði inn- lenda og erlenda. Má þar meðal annarra hefna Frydenlund, sem ásamt Clausen kom mikið við sögu í sambaridi við stofnun skóla í Ólafsvífc..' Haris.A. Clausen var alltaf í per- sónutegum tengslum við Ólafsvík. Svo fór að lokum að samfelld 20 harðæri og fiskleysisár urðu þess valdandi að efni hans gengu til þurrðar, enda birgði hann upp hér- uðin sem hann rak verslanir í, þótt Iítið fengi hann til baka. Árið 1890 seldi Clausen verslun sína, og hefur hún gengið kaupum og sölum síðan og margir verið við hana kenndir. (Gils Guðmundsson: 1944,333. — Óskar Clausen: 1968, 139-140). Þegar hér er komið í sögu Ólafs- víkur, um 1890, hefur skóli verið starfræktur þar í nýbyggðu skóla- húsnæði í þrjú ár eða síðan 1887. Efni þessarar ritgerðar er aðdrag- andi að stofnun skóla í Ólafsvík, upphaf og 5 fyrstu starfsár, eða árið 1887—1892. Er það ætlun mín að reyna að varpa einhverju Ijósi á skólahald þetta og þróun þess fyrstu árin. Ennfremur mun ég reyna að draga upp mynd af þeim aðstæðum sem fyrir hendi voru í Ólafsvík um það leyti sem atburður þessi átti sér stað, — að upp rís barnaskóli í þessu sjóþorpi. En hverjar voru ástæður þess að upp rísa skólar hér á landi á seinni hluta 19. aldar? — Er hægt að draga einhverjar ályktanir í þessu sambandi, sem skýrt gætu þær for- sendur, sem voru fyrir stoínun slíkra skóla hér á landi? — Á dæm- ið um Ólafsvíkurskóla, sem hér verður reynt að gera grein fyrir, eitt- hvað sameiginlegt með slíkum til- gátum? „Á þessum árum (1872—1908) voru ekki sett önnur lög um skólamál, sem snerta sveita- stjórnir, ef fræðslulögin frá 1907 eru undanskilin, en lög nr. 2 frá 9. janúar 1880 um upp- fræðing barna í skrift og reikn- ingi. Samkvæmt þeim bar sér- hverjum presti að sjá um, að öll börn, sem hann og meðhjálpari töldu til þess hæf, lærðu að reikna og skrifa, en áður eða með tilskipunum frá árunum 1744—1746 var boðið, að börn skyldu læra lestur og kristin fræði. Lögin frá 1880 kváðu á um, að prestur skyldi, ef hann komst að raun um, að börn á einhverju heimili nutu ekki full- nægjandi fræðslu í reikningi og skrift, koma slíkum börnum fyrir í samráði við hreppsnefnd eða bæjarstjórn, þar sem þau gætu fengið nauðsynlega til- sögn. Kostnaði sem af slíku leiddi, mátti greiða til bráða- birgða úr sveitarsjóði, en þá átti sveitarfélagið endurkröfurétt á hendur aðstandendum viðkom- andi barns og heimilt að taka upphæðina lögtaki. Sveitarfé- lagið skyldi standa að öllu leyti straum af kostnaði vegna kennslu sveitarómaga. Náms- efni í reikningi skyldi a.m.k. vera hinar fjórar höfuðreikn- ingsaðferðir með heilum tölum og tugabrotum. Lög þessi voru í meginatriðum samhljóða frum- varpi, sem Sighvatur Árnason, þm. Rangæinga, flutti á Alþingi 1879 um skyldur presta og safn- aða til að kenna börnum að skrifaog reikna" (Lyður Björns- son: 1979, 237). Þegar reynt er að skýra einhverja atburði, sem mikil áhrif hafa haft á líf þjóðar, er gjarnan reynt að finna hugsanlegar forsendur í þjóðfélag- inu, sem öðrum fremur hafa valdið þessum atburðum. Var einhver meiriháttar röskun á þjóðfélagskerfinu skömmu áður en atburðurinn átti sér stað? — Tök- um stofnun almenningsskóla á ís- landi sem dæmi. Almenningsskólar voru fyrst stofnaðir hér á landi um miðja síð- ustu öld og fjölgaði þeim ört er líða tók á öldina. Hvaða aðstæður sköpuðust sem skýrt gætu þennan áhuga á að koma á fót skólum? Telja má víst að hinar miklu breytingar á 19. öld á atvinnulífi landsmanna samhliða mikilli bú- seturöskun hafi ráðið þar miklu um. Atvinnulífið við sjávarsíðuna varð fjölbreytilegra og fólk tók að sækja á mölina. „Löngum hafði fiskur verið verkaður i skreið, en á 19. öldinni opnaðist saltfiskmark- aður á Spáni, Danmörku og Eng- landi og í lok aldarinnar var salt- fiskur orðinn ein aðalútflutnings- varan. Með þilskipaútgerðinni hófst framleiðsla með allt öðrum hætti en áður þekktist hér. Vöxtur sjósóknar skapaði aukna eftirspurn eftir vinnuafli jafnt í landi og sjó“ (Gísli Pálsson: 1978, 87). Ekki er ólíklegt að stór hluti þess

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.