Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 26. mars 1987' Æfingar í barlóms- fræði. Svartsýnisraus sveitamanna. Ákall um ölmusu og fleiri slík lýsingarorð nota stjórnarsinnar, margir hverjir, samanber for- mann S.U.S., þegar rætt er um byggða- röskun og vanda landsbyggðarinnar. — Stuðningsmenn ríkis- Að fortíð stjórnar Steingríms Hermannssonar virð- ast ekki skilja að nauðsynlegt er að viðurkenna að ástand mála er að miklu leyti pólitískum mistökum að kenna. Og til að unnt sé að koma við úrbótum þarf að skoða málin í því Ijósi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Byggðastofnun gaf fyrir skömmu út skýrslu, sem heitir „Byggð og atvinnulíf 1985“. Þar koma fram margar athyglisverðar staðreyndir um stjórnarstefnu síð- ustu ára. í inngangi þessarar skýrslu segir m.a.: „Örar og afdrifaríkar breytingar eru að gerast í undirstöðuatvinnu- vegum iandsbyggðarinnar, land- búnaði og sjávarútvegi. í skýrslu byggðanefndar þingflokkanna, „Þróun byggðar, atvinnulífs og stjórnkerfis“, sem út kom í júlí 1986, er dregin upp sú mynd að þáttaskil séu að verða í byggðaþró- un hér á landi. Niðurstaða nefndar- innar er að misvægi á milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins verði varanlegt ef ekki veröur brugðist við þeirri þróun sem hag- tölur undanfarinna ára sýna. Þær upplýsingar sem koma fram hér í þessu riti styðja það álit“. Þetta eru staðreyndir sem menn verða að viðurkenna. Þetta er dap- urlegur dómur um kolvitlausa byggðastefnu íhalds og Framsókn- ar. Hvort sem flokkar eru að huga að byggðastefnu fyrir vissa aldurs- hópa (Sbr. Byggðastefna unga fólksins hjá S.U.S. Ætli það verði ekki næst t.d. byggðastefna rauð- hærðra eða eitthvað svoleiðis) eða fyrir þjóðina alla eins og við jafn- aðarmenn stefnum að, verðum við að skoða þróun mála undanfarin ár. Læra af mistökunum mörgu. 1 Nú þegar þessu kjörtímabili lýk- ur hefur Framsóknarflokkurinn farið með völd í þessu landi svo til óslitið sl. 16 ár. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur setið með honum í stjórn, heill eða að hluta (ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen) mestan part þess tíma. Alþýðubandalagið einn- ig um nokkurra ára skeið (einnig ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen). Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Það verða allir þeir sem í pólitík ætla sér að starfa að vita. Kjósendur verða að geta gert sér grein fyrir því hverjir séu líklegir til að standa við kosningaloforðin. Ef fortíðin er skoðuð virðast það ekki vera fráfarandi stjórnarflokkar. Því vilja þeir ekki ræða fortíðina, ekki skoða staðreyndir. Alþýðuflokkurinn vill snúa við á þessari óheillabraut. Ég vil hér nefna nokkra þætti úr stefnu flokksins, sem stuðlað gætu að gjörbyltingu hvað byggð í landinu varðar. • Hann vill endurskoða hlutverk ríkisins og færa það í nútímalegra horf. Hann vill jafnframt endurskoða allan ríkisbúskapinn og stöðva hallarekstur ríkissjóðs. • Hann vill endurskipulagningu banka- og sjóðakerfisins, ekkert Útvegsbankakák. • Hann vill sveigjanlegt veiðileyfa- kerfi í fiskveiðum — í stað kvóta á hvert skip. • Hann vill svæðaskipulag um landbúnaðarframleiðsluna — í stað kvóta á hvert býli. • Hann vill að ríkisvaldið veiti að- stoð við erlenda markaðssetn- ingu og vöruþróun. • Hann vill stórefla rannsóknir í þágu atvinnuveganna, sérstak- lega i þágu nýrra útflutnins- greina. • Hann vill stuðning við uppbygg- ingu smáfyrirtækja, sérstaklega á landsbyggðinni. • Hann vill endurskoða verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, með það að Ieiðarljósi að saman fari ábyrgð og ákvarðanataka. • Hann vill að jafnhliða lækkun skal hyggja ... skulda ríkissjóðs lækki vextir á almennum markaði. Og að tekju- öflun ríkissjóðs verði ekki til að lánskjaravísitalan hækki. • Hann vill einn sameiginlegan líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn verði deildarskiptur eftir landshlutum, stjórn og ávöxtun verði á heimaslóðum sjóðsfélaga. • Hann vill að allt skattkerfið verði endurskoðað með það að megin- markmiði að allir greiði réttláta skatta til samfélagsins og að skattsvik verði upprætt. Hér að framan hef ég rakið í stuttu máli nokkra málaflokka sem Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir endurbótum á. Þetta eru allt grundvallarþættir í uppbyggingu réttláts þjóðfélags, sem hafi það að meginmarkmiði að hér ríki réttlæti og velmegun í landinu öllu. Kjósendur góðir, berið saman þessar tillögur okkar Alþýðu- flokksmanna annars vegar og hins vegar afrekaskrá fráfarandi stjórn- arflokka. Ég er þess fullviss, að þið verðið mér sammála um að hægt er að snúa við á þessari braut og að með bjartsýni og jákvæðri ríkis- stjórn, með þátttöku Alþýðu- flokksins verður þessari þróun snú- ið við. Sveinn G. Hálfdánarson Þetta er dapurlegur dómur um kol- vitlausa byggðastefnu íhalds og Framsóknar. Kjósendur verða að geta gert sér grein fyrir því hverjir séu líklegir til að standa við kosningaloforðin. . . . berið saman þessar tillögur okkar Alþýðuflokksmanna annars vegar og hins vegar afrekaskrá frá- farandi flokka. Atvinna Óskum eftirað ráða járniðnaðarmenn, plötusmiði, vélvirkja, rafvirkja og verkamenn til skipaviðgerða. Nánari upplýsingar veittar í síma 93—8400 SKIRASMÍÐASTÖÐIN SKIPAVÍK HF. AKRANESKAUPSTADUR KIRKJUBRAUTJ8 - SÍMI 121 t OG 1320 Frá innheimtu Akraneskaupstaðar Þeir síöustu geta oröið fyrstir. Dráttar- vextir reiknast 15. hvers mánaðar. Innheimta Akraneskaupstaðar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.