Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. mars 1987 9 Segja má að stjórn- málaþróunin hér á landi hafi á undan- förnum árum snúist í einskonar vítahring, sem aftur og aftur hef- ur lokast með sam- stjórnum Sjálfstæðis- flokks og Framsókn- arflokks. Sú ríkis- stjórn, sem nú situr er hin þriðja í röðinni, samblanda frjáls- hyggju og framsóknar. Eflum Alþýðuflokkinn sem nýtt landsstjórnarafl! „AUt er, þegar þrennt er“ segir málshátturinn. Mun þetta sannast í komandi alþingiskosningum? Fær framsókn frí og verður þessi ríkis- stjórn kvödd? Ljóst er að um þetta og fleira verður kosið í komandi al- þingiskosningum. En meginmálið í þessum kosningum verður þó tví- mælalaust hvort áðurnefndur víta- hringur verður endanlega rofinn.“ Með öðrum orðum verður hinn gamalgróni valdamúr stjórnar- flokkanna brotinn svo rækilega að leiðir opnist fyrir nýtt landsstjórn- arafl Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun undan- farið og óhætt mun vera að fullyrða að nýtt landsstjórnarafl hans hafi verið að myndast. En spurningin er nú hvort kjósendur bera gæfu til að leiða jafnaðarstefnuna til öndvegis i stjórnmálunum í alþingiskosning- unum 25. apríl n.k. Ef einhver von á að vera til þess að þessar kosning- ar marki raunverulega þáttaskil verður það áreiðanlega ekki með öðrum hætti en að Alþýðuflokkur- inn komi frá þeim með meira fylgi en hann hefur áður fengið. Frá því síðustu alþingiskosningar fóru fram hefur Alþýðuflokkurinn tekið miklum stakkaskiptum og má í því efni minna á eftirfarandi: Á flokksþingi 1984 tók Jón Baldvin Hannibalsson við for- mennsku í Alþýðuflokknum og hefur hann verið mjög kraftmikill og tilþrifaríkur sem formaður. Enda var hann endurkjörinn for- maður á síðasta flokksþingi með nær einróma stuðningi. í bæjar- og sveitarstjórn- arkosningunum á síðasta vori fékk Alþýðuflokkurinn góða út- komu um allt land. í mörgum stærri bæjarfélögum er flokkurinn nú forustuafl og áhrif hans hafa ekki verið jafn mikil á þeim vett- vangi í langan tíma. Á flokksþingi hinna „sögulegu sætta“ í haust gengu liðsmenn Bandalags jafnað- armanna inn í raðir Alþýðuflokks- ins og er það nú úr sögunni sem slíkt, eins og skoðanakannanir sýna. Málefnagrundvöllur Al- þýðuflokksins hefur verið mjög skýr og hefur boðskapur flokksins náð betur til fólks en oft- ast áður. Þar á forusta flokksins og þingmenn að sjálfsögðu stærstan hlut. Meiri samstaða er í röðum Alþýðuflokksins en gerist í öðrum flokkum. Við ákvörðun framboða verða ætíð einhver átök í flokkum. í Alþýðuflokknum hefur slíkur ágreiningur verið jafnaður meðan hatramur klofningur er nú í öðrum flokkum, eins og landsmenn hafa orðið vitni að síðustu daga. í efstu sætum framboðs- lista Alþýðuflokksins er margt dugandi hæfileikafólk og ný- ir menn hafa komið til starfa fyrir flokkinn. Ber þar án efa hæst, að Jón Sigurðsson, fyrrum þjóðhags- stjóri, skipar efsta sætið á lista flokksins í Reykjavík. Hlutur kvenna hjá Al- þýðuflokknum er nú myndar- legri en áður hefur verið á fram- boðslistum flokksins. Má búast við að hlutur kvenna í þingmannahóp Alþýðuflokksins verði stærri að af- loknum kosningum en áður hefur verið. í því sambandi er vert að geta þess, að Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, nýtur mikils álits fyrir dugnað og málafylgju á Alþingi. Það sem hér hefur verið nefnt, hefur örugglega valdið því, að hver skoðanakönnunin af annarri sýnir að Alþýðuflokkurinn hefur verið að festa sig í sessi sem næststærsta stjórnmálaafl þjóðarinnar. Auðvit- að hefur andstæðingum Alþýðu- flokksins staðið mikill stuggur af þessari þróun mála og hafa þeir beint árásum sínum óspart að Al- þýðuflokknum að undanförnu og mun svo örugglega verða fram að kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir að Alþýðuflokkurinn væri „aðalkeppinauturinn" við kom- andi kosningar og var hleypt af stað sérstakri „leiftursókn“ gegn Al- þýðuflokknum kringum Iandsfund þeirra Sjálfstæðismanna á dögun- um. Hver endir ,verður á þeirri „leiftursókn“ skal ósagt Iátið. En hætt er við að Albertmálin eigi eftir að setja þar einhver strik í reikning- inn. Allt útlit er fyrir spennandi og viðburðaríkar kosningar hinn 25. apríl n.k. Margt bendir óneitanlega til þess að kjósendur hafi fullan hug á því að stokka upp hin pólitísku spil og umbreyta stjórnarfarinu og flokkaskipaninni. Framboð og flokkar verða nú fleiri í boði en áð- ur hefur verið. Þannig að ljóst er að margir kjósendur ætla sér að segja skilið við þá flokka, sem farið hafa með völdin síðustu ár, Sjálfstæðis- flokk, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokk. Enda er tími örugg- lega til þess kominn að leita sér að nýjum valkosti, sem vart getur verið annar, en að efla Alþýðuflokkinn sem nýtt landsstjórnarafl á kom- andi árum. Fœr framsókn frí og verður þessi ríkisstjórn kvödd? ...hatrammur klofningur er nú í öðrum flokkum, eins og lands- menn hafa orðið vitni að undan- farna daga. Margt bendir óneitanlega til að kjósendur hafi fullan hug á því að stokka upp hin pólitísku spil... alþýðu SKAGINN — VESTURLAND sendir öllum Ólafsvíkingum hjartanlegar hamingjuóskir á 300 ára verslunarafmœlinu og árnar þeim allra heilla í framtíðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.