Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. mars 1987
3
alþýðu-
Umsjón: Jón Daníelsson
SKAGINN —
VESTURLAND
Akranes og Borgarfjörður:
HITAVEITAN LÆKKAR
Nefnd sú sem skipuð var í haust
til að gera úttekt á vanda dýrustu
hitaveitna landsins og gera tillögur
um úrbætur, hefur nú skilað áliti og
voru tillögur nefndarinnar ræddar
á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag-
inn. Nefndin leggur til að skuldum
að upphæð 375 milljónum króna
verði létt af Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar. Ekki eru á þessu
stigi gerðar tillögur um lausn á
vanda veitnanna í Vestmannaeyjum
og á Akureyri.
Jónas Elíasson, aðstoðarmaður
iðnaðarráðherra, sem var formaður
nefndarinnar upplýsti í samtali við
blaðið að gert væri ráð fyrir að því
í niðurstöðum nefndarinnar að
Hitaveita Akureyrar sæi um sig
sjálf, en hvað varðaði vanda Vest-
mannaeyinga hefði tillögugerð ver-
ið frestað þar til sérstök nefnd um
orkumál í Vestmannaeyjum hefði
lokið störfum.
Niðurstöður nefndarinnar á
þessu stigi varða því aðeins Hita-
veitu Akraness og Borgarfjarðar og
sagði Jónas að þar hefði nefndin
gert tillögu um að skuldabyrði hita-
veitunnar yrði létt sem næmi 375
milljónum króna og hefði nefndin
bent á þann möguleika að stærra
fyrirtæki um héraðsorkuveitu tæki
á sig þessar skuldir, eða eigendur
hitaveitunnar léttu þessum skuld-
um af henni með einhverjum öðr-
um hætti. Þess má geta að eigendur
hitaveitunnar eru viðkomandi sveit-
arfélög og ríkissjóður.
Jónas sagði ennfremur að ein af
forsendum þeim sem nefndin hefði
unnið út frá, væri sú að gjaldskrá
hitaveitunnar lækkaði um 20%.
Hann kvaðst hins vegar ekki hafa á
reiðum höndum svör við því hvað
þetta þýddi nákvæmlega í krónu-
tölu, þar sem útreikningar nefndar-
innar hefðu verið gerðir á föstu
verðlagi þess tíma er nefndin hóf
störf.
Guðmundur Vésteinsson á Akra-
nesi sem sæti á í stjórn hitaveitunn-
ar sagði þetta afar mikilvægan
áfanga. „Okkur hefur tekist að
brjóta þennan múr“, sagði hann,
„þetta er að vísu ekki nóg, en veru-
Hvers vegna
kjósum við
Alþýðuflokkinn?
— Valgeir Ingólfs-
son, Borgarnesi,
svarar:
Fyrir hverjar kosningar eru
menn spurðir þessarar spurn-
ingar: Hvers vegna kýst þú
þennan flokkinn eða hinn, —
eða þennan flokkinn frekar en
hinn. Margir virðast þeirrar
skoðunar að allir séu flokk-
arnir eins, lofi þessu eða hinu
fyrir kosningar en svíki svo
allt saman eftir kosningar.
Þetta er einmitt ein af ástœð-
unum til þess að ég kýs Al-
þýðuflokkinn.
Alþýðuflokkurinn hefur á
undanförnum árum verið i
stjórnarandstöðu og því ekki
fengið tœkifæri til að sýna
hvort hann stendur við öll lof-
orðin eða ekki. Árið 1979
fengu Alþýðuflokksþingmenn
tækifœri til að svíkja bœði
sannfæringu sína og kjósend-
ur í sambandi við efnahagsmál
og fleira. Þetta vildu þeir ekki
gera og slitu því stjórnarsam-
starfi.
Síðan höfum við íslending-
ar fengið að reyna ýmislegt,
svo sem óðaverðbólgu, kaup-
ránslög og alls konar óstjórn.
Má íþví sambandi nefna land-
búnaðarmálin, úrelt kvóta-
kerfi í sjávarútvegi, hringavit-
leysu eins og í málefnum Út-
vegsbankans og margt fleira.
Að mínu mati höfum við
hér í Vesturlandskjördœmi átt
mjöggóðan þingmann undan-
farin ár, Eið Guðnason, sem
nú skipar efsta sœtið á listaAl-
þýðuflokksins. Hann er full-
trúi fólksins og nefni ég sem
dœmi um samband hans við
fólkið að hann kemur mjög
oft á minn vinnustað og rœðir
við menn, en það er meira en
hœgt er að segja um aðra þing-
menn og suma hef ég aldrei
séð á mínum vinnustað.
íöðru sœti listans eigum við
jafnaðarmenn verðugan full-
trúa landsbyggðarinnar. Ef
Sveinn G. Hálfdanarson nœr
kjöri á þing í nœstu kosning-
um, þá mun hann vinna sínu
kjördæmi og landsbyggðinni
allri mikið gagn.
Kjósum frelsi, jafnrétti og
brœðralag!
Kjósum Alþýðuflokkinn!
Setjum X við A og þá mun
vel fara!
lega stórt skref í áttina. Við settum
fram þá aðalkröfu að gjaldskráin
færi niður í það verð sem gildir um
raforku til húshitunar frá RARIK.
Það myndi samsvara því að verðið á
hverjum mínútulítra af vatni frá
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð-
ar, færi niður í 1400 krónur"
Guðmundur sagði að heita vatn-
ið kostaði nú 1640 kr. hver mínútu-
lítri, en að beiðni sveitarstjórna á
hitaveitusvæðinu hefði fyrir ára-
mót verið frestað gjaldskrárhækk-
un upp í 1880 krónur.
Guðmundur kvað það ekki hafa
mátt seinna vera að nefndin skilaði
áliti, því ekki hefði verið unnt að
fresta því lengur að taka ákvörðun
um gjaldskrárhækkunina að
óbreyttu ástandi.
Ingólfur Hrólfsson, hitaveitu-
stjóri á Akranesi, sagðist ekki hafa
fengið skýrslu nefndarinnar í hend-
ur og væri hann því vanbúinn að
svara spurningum um þetta efni.
Hann sagði hins vegar um þá hug-
mynd nefndarinnar að eigendur
hitaveitunnar tækju á sig 375 mill-
jónir af skuldum veitunnar, að
hann sæi ekki verulegan mun á því
hvort fólk borgaði þessar skuldir úr
„hægri eða vinstri vasa“.
Þess má að lokum geta að skuldir
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð-
ar nema nú í heild ríflega 1400 mill-
jónum króna og mundu því áfram
nema rúmum milljarði króna, þótt
skuldirnar verði lækkaðar sam-
kvæmt tillögum nefndarinnar.
"jviuiri vaui l
af hitaveitunni.
Unnið útfrá þeirri
forsendu að gjald-
skrá lcekki um 20%.
Rétt er einnig að fram komi að
þótt nefndin hafi nú skilað áliti hef-
ur ekki verið tekin endanleg
ákvörðun í málinu, en þess má geta
að í lánsfjárlögum er fjármálaráð-
herra veitt heimild til lántöku er-
lendis í því skyni að greiða úr vanda
hitaveitunnar.
Hellissandur:
Nýtt listaverk eftir
Jón Gunnar Árnason
„Skipiö“ heitir nýtt listaverk á
Hellissandi eftir Jón Gunnar Árna-
son, myndlistamann. Þetta verk
„skipið“ er 9 metra hátt og vegur
eitt tonn á þyngd og unnið úr ryð-
fríu stáli. Listaverkið stendur við
ána gegnt félagsheimilinu Röst á
Hellissandi. Verkið sem reist var
síðastliðið sumar er fjármagnað af
varasjóði Sparisjóðs Hellissands og
nágrennis en Sparisjóðurinn var yf-
irtekinn af Landsbanka íslands fyr-
ir 10 árum eða 1976.
Sjóðurinn var þá kr. 5.000.000.00
gamlar krónur eða kr. 50.000.00 og
hefur verið ávaxtaður í útibúi
Landsbanka á Hellissandi. Fimm
manna stjórn er yfir sjóðnum og
formaður hennar er Hilrnar Vigg-
ósson.
Fólk hér í Neshreppi utan Ennis
fagnar því að verkið „skip“ er risið
hér á Hellissandi og verður lista-
verkið afhent hreppsfélaginu til
eignar og varðveislu um ókomin ár.
Jón Gunnar Árnason myndlista-
maður segir um vinnu sína við verk-
ið: „En það hefur verið ánægjulegt
fyrir margra hluta sakir að vinna að
skipinu. Ekki bara vegna þess að
viðfangsefnið er heillandi, heldur
vegna þess að það er svo gaman að
vinna fyrir þetta fólk þarna fyrir
vestan. Að finna þennan lifandi
áhuga í 600 manna sjávarplássi.
Það gefur manni orku og maður
verður kátur og glaður og fer að
trúa á fólkið og framtíðina. Hellis-
sandur er einstakt menningarpláss
og mér er sannur heiður að því að
vinna fyrir þetta ágæta fólk og
eignast listaverk í plássinu"
Kosningaskrifstofa opnuð í Borgarnesi
A-listinn á Vesturlandi hefur nú
opnað kosningaskrifstofu í Borgar-
nesi. Hún er til húsa í Svarfhóli við
Gunnlaugsgötu og kosningastjóri
er Sæunn Jónsdóttir.
Kosningaskrifstofan í Borgarnesi
verður fyrst um sinn opin kl. 20, 30
til 22.00 á kvöldin frá mánudegi til
föstudags, en um helgar verður op-
ið kl. 14—18. Síminn á skrifstof-
unni er 7412.
Áhugamenn um velgengni Al-
þýðuflokksins í kosningunum í vor
eru sérstaklega hvattir til að líta inn
á opnunartímum skrifstofunnar,
enda í mörg horn að líta í þeirri
kosningabaráttu sem nú fer í hönd.
Sœunn Jónsdóttir