Tíminn - 18.07.1967, Síða 9

Tíminn - 18.07.1967, Síða 9
l’KIÐJUDAGUR 18. júlí 1967. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrós Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasiml 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Reykjavíkur ÞaÖ er augljós staðreynd, að rekstur og fjárhags- ákvarðanir tveggja aðila í landinu hafa sakir stærðar þeirra fullkomin úrslitaáhrif a almenna dýrtíðarþróun í landinu og rekstrarhætti. Þessir aðilar eru ríkið og Reykjavíkurborg. Ríkið, rekstur þess og ákvarðanir, eru auðvitað aðaláhrifavaldurinn, en Reykjavíkurborg gengur þar næst um áhrif, einkum á þroun í rekstri og gjalda- ákvörðunum allra bæjarfélaga í landinu, þar sem hún ein er þrefalt stærri en allir aðrir bæir samanlagt. Aðrir bæir, einkum þeir sem næst henni eru, verða því nauð- ugir viljugir að fara eftir þeirri almennu reglu, sem þessi stóri áhrifaaðili myndar. Af þessum sökum er for- dæmi Reykjavíkur alveg sérstaklega ábyrgðarmikið. í samræmi við þetta var það auðvitað rétt ályktað af ríkisstjóminni og aðalmálgagni hennar, Mbl. að túlka það sem meginstuðning við .,stöðvunarstefnuna“ svo- nefndu, þegar stjómendur Reykjavíkur lýstu því yfir í fjárhagsáætlun í des. s.l. að þeir ætluðu að draga svo úr heildarhækkun útsvara, að hún yrði aðeins 17,7% á árinu 1967 í stað 23,8% árin áður. Nágrannasveitarfélögin, sem ætíð hafa gætt þess að fara ekki fram úr Reykjavík og talið sig verða að fylgja hennar reglum mjög fast, munu af þessum sökum hafa farið vægar í hækkun útsvarsupphæðar á áætlun, ekki sízt þar sem ákvörðun Reykjavíkur fylgdu dag eftir dag svardagar, hafðir eftir borgarstjóra, um að útsvarshækk- un á eftir kæmi ekki til mála. Eftir kosningar er nú komið í ljós, að stjómendur Reykjavíkur hafa i full- komnu og opinberu blekkingaskvni dregið stóra gjalda- liði út úr áætlun sinni til þess að geta sýnt lægri útsvars- f járhæð, en hækka nú útsvarsuppnæðina í fullan dýrtíðar hraða undanfarinna ára. Þar með féll þessi sterkasta stoð sem Morgunblaðið hafði lýst og fagnað svo mjög, undan stöðvunarstefnunni, og eins og hin lægri útsvarsupphæð hefði verið mikill stuðningur við stöðvun, hlýtur nú hin hærri að vera dýrtíðarvaldur i sama hlutfalli og leiða til almennrar dýrtíðarhækkunar fyrir landið allt, og þar. af leiðir einnig, að önnur bæiarfélög, einkum á sama svæði og Reykjavík, neyðist' til að hækka sínar útsvars- upphæðir frá áætlun, því að ekki hafa þau aðra vísitölu að fara eftir en Reykjavík og ríkið efna til. Það er í þessu ljósi, sem blekkingaleikur íhaldsins í Reykjavík um lækkun útsvarsupphæðar fyrir kosningar en hækkun eftir þær, er sérstakJega ámælisverður. Eins og önnur bæjarfélög komast nú ekki hjá því að taka útsvörin með sama hætti og Reykjavík, er hitt jafnvíst að þau hefðu ekki talið sig geta hækkað, ef Reykjavík hefði ekki hækkað. Einhver segir e.t.v. að hinum bæjarfélögunum sé ekki nauðsynlegt að fara að hætti Reykjavíkur. en til þess eru alveg augljósar ástæður. Þegar þessi meginstoð, minni útsvarshækkun í Reykjavík en áður, svo sem Mbl. lýsti bezt, er fallin undan stöðvunarstefnunni“ þá hlýtur að vera enn meiri hætta á því en áður. að dýrtíðar- flóð skelli yfir með stórhækkuðum útgjöldum fyrir bæjar- félögin þegar á þessu ári, og ber þá einkum að hafa í huga, að fé til mikils hluta niðurgreiðslna uppbóta og stöðvunar er í fjárlögum alls ekki til nema fram í október, og eftir hækkun Reykjavíkur er enn líklegra að skriðan falli þá. Af þessum sökum neyðast bæjarfélögin til þess að fara í slóð Reykjavíkur, vegna stóráhrifa hennar, þvi annars stofnuðu þau sér í óverjandi hættu Fyrir þetta er blekkingin og fordæmið í útsvarsmálum Reykjavíkur nú e.t.v. ároælisverðast. m&fi Veðurfarið á jöröinni mun fara kólnandi á næstu áratupm Eftir hægt hækkandi hitastig á fyrra helming þessarar aldar er nú hita- stigið farið að lækka og búast má við kólnandi veðri smátt og smátt. Veðurspáin fyrir árið 2000 gerir ráð fyrir kaldara veðri í heiminum en á þessu ári og á hitastigið að fara lækkandi ár frá ári. Virtustu vísinda- menn á sviði veðurfræði telja að hin hægfara hækkunartil- hneiging hitastigsins á fyrra helmingi þessarar aldar hafi nú náð hámarki og nú hefjist lækkunin niður á við. Mun það hafa víðtækar efnahagsleg ar og þar af leiðandi pólitísk ar afleiðingar og álhrif. Bandaríski veðurfræðingur- inn. dr. Murrey Mitchell, sem er í vísindaráði bandarísku stjórnarinnar hefur lýst því yfir í viðtali við vikuritið US News and World Report, að jörðin hafi smám saman ver ið að kólna síðan 1940. Dr. Mitchell gerir ráð fyrir aukningu jöklanna á Norður- hveli og muni það hafa í för með sér versnandi siglingaað- stöðu um nyrztu höf. Erfiðleik- ar munu skapast í heimskauta höfnum Sovétríkjanna og Kanada og í bandarískum höfn um í Norður-Alaska. Hitastigið á jörðu hefur ætíð sveiflazt nokkuð í tímabilum. En það er fyrst á þessari öld, sem menn hafa tæki til að fylgjast með þessum hægu sveiflum og gera um þær statistíska reikninga og línu rit. Við erum því ekki á leiðinni inn í nýja ísöld, en hins vegar verðum við að gera ráð fyrir, að lækkun hitastigsins muni hafa veruleg áhrif á plöntu- og dýralíf á hinum ýmsu svæð um jarðar. T. d. er talið að þorskstofn inn við Grænland sé tímabils bundinn. Þorskur var ekki við Grænland að ráði fyrr en hita stig sjávar fór yfir 0° C og það má búast við að þorskur- inn hverfj smám saman frá Grænlandi með lækkun hita stigsins. Það er einmitt á Grænlandi, sem vísindamenn vinna nú að því að safna upplýsingum um breytingar veðurfarsins. Frá 1959 hafa vísindaleiðangrar með reglulegu millibili mælt þykkt jökulsins en það gefur bezta möguleika til að komast að þróun veðurfarsins á þessu svæði. Það eru fimm þjóðir, sem standa að þessum rannsóknum í samvinnu: Danmörk. Frakk- land, Austurríki, Sviss og Vest ur-Þýzkaland. Samvinnustofn unin heitir EGIG. Einn af for ustumönnum þessarar stofn- unar, cand mag. Börge Fristrup, háskólarektor segir: „Veðurfarið er ekki í föst um ákveðnum skorðum. Það mun ætíð taka breytingum i sífellu og nú eru þess greini leg merki að það er að kólna. Þetta fáum við staðfest bæði af ísmynduninni á Grænlandi og hitastigi sjávarins. Jöklarn ir náðu síðast hámarksstærð sinni á árunum milli 1750 og 1850- Við getum fullyrt að nú séu þeir töluvert minni. En cand. mag Börge Fristrup nú bendir margt til að þeir séu að stækka að nýju. Þótt það hafi verið staðfest vismdialega að veðurfarið og hitastigið breytast getur hver einstaklingur varla fundið það með sjálfum sér eða með til- vísun til minninga sinna. Breytingarnar eru svo hægfara að hver einstakur merkir þær varla. Það útilokar hins vegar ekki þá staðreynd að á löng um tíma hafa breytingarnar áhrif á plöntu- og dýrlíf. Að breytingamar eigi sér stað er ekki athyglisverðast nú heldur það, að við höfum nú tæki, sem gera okkur kleift að fylgjast nákvæmlega með þeim á statistískan máta. Gögn ■■■:■■■ in eru að vísu ófullnægjandi ennþá um ýmis svæði jarðar, einmitt þau svæði, þar sem búast má við mestum breyting um eins og t. d. í Afríku og Asíu, þar sem veðurmælingai hafa ekki farið reglulega fram. Samfara áhuga vísinda- manna á veðurfarsbreyting- um fér áhugi á að finna orsak irnar fyrir breytingunum. f því sambandi beinist athyglin bæði að sólinni og hitaútgeisl un jarðar. Gervihnettirnir gefa hér nýja möguleika til mælinga á orku frá sólu. Lofthjúpurinn hindraði áður slíkar mælingar. ,í Bandaríkjunum er nú unnið að því að koma út í geiminn gervilinetti sem á að mæla varmageislun sólarinnar beint. Það er afar mikilvægt að slík ur gervihnöttur verði sendur upp á næsta ári þegar sól- blettaþróunin nær hámarki. Tiltölulega ný til kominn möguleiki til að hafa áhrif á hitastigið af manna hálfu get ur að vissu marki dregið úr lækkun hitastigsins, Kolsýra loftsins bindur vanpa sólar. Hin mikla iðnþróun síðustu 50 ára hefur stóraukið kolsýru- innihald loftsins." Börge Fristrups hefur ekki trú á að mönnum muni takast að stjórna veðurlaginu á jörð inni og hann heldur að hættan Framhaid á bls. 15 SkriSiöklarnir ganga fram undan vaxandi jöklum Grænlands.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.