Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 23. aprfl 1987 Ingi Hafliði Gunnarsson: Hvaða flokk kýst þú? Það fer víst ekki framhjá neinum að kosningar eru í nánd. Aliir fjöl- miðlar eru uppfullir af hinum og þessum slagorðum um ágæti hinna ýmsu flokka og manna. Aldrei áður hefur vöruúrvalið i ísienskri pólitík verið eins mikið og aldrei áður hafa verið eins miklar breytingar á íslenskri pólitík á jafn skömmum tíma. En hvað stendur uppúr? Eru það stjórnarflokkarnir sem með sinni stefnu síðastliðin fjögur ár: Hafa aukið bilið milli ríkra og fá- tækra. Hafa lýst yfir miklu góðæri öll- um til handa en samt logar allt í kjaradeilum. Segjast hafa bjargað húsnæðis- málakerfinu en samt getur húsnæð- ismálastjórn ekki staðið við Ioforð um lánveitingu vegna þess að ríkið stóð ekki við sín loforð um fjár- magn eins og gert var ráð fyrir. Hafa búið svo um hnútana að fólk sem að greiðir sín lífeyrisjóðs- gjöld í litla vanmegnuga lífeyris- sjóði hefur engin lánsréttindi vegna þess að þeirra sjóðir geta ekki greitt umsamdar prósentur til húsnæðis- málastjórnar eins og febrúarsamn- ingarnir gerðu ráð fyrir. Hafa náð niður verðbólgunni sem að vissu leyti er rétt en þeir gleyma því að það voru verkalýðs- félögin og fólkið í landinu sem herti sultarólina meðan milliliðir og verslunareigendur sátu að kjötkötl- unum og gera enn. Er það A Iþýðubandalagið? Sem spilar sömu plötuna kosn- ingar eftir kosningar um stóreigna- skatt og hækkandi laun en sýndi það eftirminnilega 1979—1983 að kjarkinn vantaði til að breyta hlut- unum þegar á hólminn var komið. Sem bauð uppá kosningabanda- lag við jafnaðarmenn löngu áður en hin eiginlega kosningabarátta byrjaði en gengur nú fram með friðarpostulann í broddi fylkingar í Reykjanesi með eintómt skítkast og róg útí þá menn sem eru að stjórna bæjarfélögum í anda jafnaðar- mennsku og félagshyggju. Ekki eru svona vinnubrögð vel til þess fallin að mynda gagnkvæmt traust uppá samstarf í framtíðinni. Er það Kvennalistinn? Sem segist ekki vilja spurning- ar um húsnæðismál. Sbr. útvarps- þátturinn Hringiðan sem sendur var út 14. apríl síðastliðinn. Hefur Kvennalistinn ekkert fram að færa þar eða telja þær þetta ekki vera kvenmannsverk? Eru þær ekki að setja mörkin um það sem konur eiga að gera? Sem tala mikið um jafnrétti kynj- anna en myndu ekki leyfa þeim karlmönnum sem að vilja berjast fyrir þeirra málefnum að taka sér sæti á þeirra framboðslistum. Er þetta jafnrétti? Er það Borgaraflokkurinn? Sem er hugarfóstur nokkurra manna sem eru eingöngu að hugsa um sína eigin hagsmuni til þess að geta matað krókinn enn frekar. Sem samdi sína stefnuskrá á 2—3 tímum og lofar þar öllu fögru en ekki eitt orð um hvernig gera eigi hlutina heldur sýnir sig að er bara sparðatíningur úr hinum og þessum áttum. Þar sem menn hafa Iýst því yfir að þeir séu og munu vera „fyrirgreiðslupólitíkusar". Þá spyr ég. Fyrir hvern? Á kostnað hverra? Verður fólk virkilega að komast í kunningsskap við þessa menn til að geta fengið lán eða lóðaveitingar og þess háttar hluti. En' hvað stendur þá uppúr þessu öllu saman? Lítum á nokkrar staðreyndir áð- ur en við svörum þessari spurningu. Hvaða flokkur hefur lagt fram ítarlega lausn á húsnæðismálum unga fólksins með tiilögum um kaupleiguíbúðir sem fela í sér að í stað hárra afborgana og hárra vaxta komi hóflegar mánaöargreiðslur sem allir ráða við án óhóflegrar vinnu fram á rauða nótt? Hvaða flokkur hefur lagt fram itarlegar tillögur um sameiginlegan lífeyrissjóð allra landsmanna þar sem að allir landsmenn munu fá sinn réttláta lífeyri? Hvaða flokkur hefur sagt að þingmenn eigi ekki að gegna hinum og þessum störfum í kerfinu svo sem að sitja í bankaráðum? Hvaða flokkur hefur sagt að dreifa skuli fjármagns- og fram- kvæmdavaldi til landsbyggðarinn- ar? Hvaða flokkur hefur sett fram stefnu í því marki að stokka upp ríkisbúskapinn og uppræta spill- ingu í stjórnkerfinu þar sem „fyrir- greiðslupóiitíkusar“ stjórna sér og sínum til handa? Hvaða flokkur hefur sagt ár eftir ár að skattiausa þjóðin þ.e.a.s. stór- eignamenn og fjármagnseigendur eigi loks að borga sinn skerf til sam- eiginlegra þarfa? Hver fékk samþykkt lög um framkvæmdasjóð fatlaðra sem rík- ið hefur síðan svo gróflega svikist um að greiða til umsamdar upp- hæðir? Veist þú svarið kjósandi góður? Má ég heyra?... Og það var rétt. Það er Alþýðuflokkurinn. Kjósandi góður. Þú veist það einnig jafnvel og ég að Alþýðu- flokkurinn er: Eini flokkurinn sem að hefur sýnt samstöðu um stefnumál og markmið fyrir komandi kosningar. Eini flokkurinn þar sem eigin hagsmunasjónarmið ráða ekki ríkj- um. Eini flokkurinn sem stendur af sér umrót pólitískra slagsmála sem mjög er í tísku um þessar mundir. Eini flokkurinn sem þorir að breyta hlutunum. I kjörklefanurn kjósandi góður hugsaðu málið, í hvað er atkvæðið þitt að fara? Fer það íeinskisnýt flokksbrot? Fer það í flokka þar sem eiginhagsmunir ráða ríkjum? Eða fer það til flokks sem vill breyt- ingar landsmönnum öllum til góða? GERÐU EINS OG ÉG OG ALL- IR HINIR. KJÓSTU A-LISTANN. ,lanosvegub HESTHÁLS KRÓKHAí-S YMGHAsV-S HÖFUM OPNAD AÐRA VERSLUN Veriö velkomin AUKIN ÞJÓNUSTA - YKKAR HAGUR Sérverslun með pípulagningarefni VATNSVIRKINN HF. Lynghálsi 3 Símar 673415 - 673416

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.