Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 14
14
Fimmtudagur 23. apríl 1987
Fjármálaóreiða hjá Evrópubandalaginu
Flók&ar reglur bandalagsins skapa tækifæri til fjársvika, sem
áætlao er að nemi kringum 3,4 milljörðum dollara á ári.
Úr sjóðuifi Evrópubandalagsins
hverfur fé svo skiptir milljörðum
dollara, aðallega gegnum landbún-
aðarkerfið sem virkar mjög hvetj-
andi til hvers konar auðgunarbrota,
eftir því sem fulltrúum Evrópu-
þingsins hcfur verið tjáð.
Heinrich Aigner, formaður fjár-
málaeftirlitsnefndar þingsins, segir
að um 3,4 milljarðar dollara eða um
lOVo af öllum fjárveitingum til
stuðnings landbúnaðinum hafi
runnið i vasa fjársvikara ár hvert.
Embættismenn segja að mis-
notkun á EF-fjárstuðningi gerist
ýmist með því að meta of hátt
skemmdir á matvælabirgðum, með
því að smygla kvikfé yfir landa-
mæri til slátrunar eða með því að
svíkja sér út fé með ýmsu móti úr
sjóðum sem ætlaðir eru til fjár-
stuðnings á einstökum svæðum.
Samt er álitið að það sé aðeins
toppurinn á ísjakanum sem kemur
í ljós, sviksemin sé mun meiri og
komist í mörgum tilfellum aldrei
upp.
John Tomlinson frá breska
Verkamannaflokknum segir að
þegar fjárlögin fyrir árið 1985 voru
til umræðu hafi einn af fulltrúun-
um lýst landbúnaðarpólitík EF sem
helsta hvata í aliri Evrópu til glæp-
samlegs atferlis. Oft hefur verið
bent á hinar flóknu reglur banda-
lagsins, erfiða aðstöðu aðildarland-
anna til að taka á brotum sem upp
komast og mismunandi reglur
hinna ýmsu landa, sem ástæður
fyrir hinum útbreiddu og útspekúl-
eruðu fjársvikum sem eiga sér stað.
Reikningarnir fyrir árið 1985
hafa vakið sérstaklega hörð við-
brögð þingfulltrúa, sem segja að
þeir beri vott um sambland af van-
hæfni, embættismannamisferli og
óskilvirkni þeirra reglna sem liggja
til grundvallar. Þingið hvetur til
sameinaðs átaks gegn óheiðarleika í
meðferð EF-fjármuna og stórauk-
ins eftirlits með því hvernig því fé
sem ætlað er til fjárstuðnings sé
varið.
Fjármálastjóri EF, Henning
Christophersen, hefur tilkynnt að í
lok mánaðarins muni hátt settir
embættismenn aðildarlandanna af-
henda nákvæma skýrslu um það
hvernig þeir telji best að taka á mál-
um síns lands.
Evrópuþingið, sem heldur mán-
aðarlega fundi í Strassbourg með
518 fulltrúum, hefur hótað því að
reikningarnir fyrir árið 1985 verði
ekki samþykktir, nema því aðeins
að þeim fylgi gögn sém útiloka alla
möguleika á því að þar hafi verið
svik í tafli.
Kristilega
útvarpsstööin ALFA:
Trúarreynsla
stjórnmála-
leiðtoganna
Húsnæði óskast
Skipulag ríkisins óskar að taka á leigu 400-450
ferm. skrifstofuhúsnæði í Reykjavík.
Aðeins kemurtil greina húsnæði sem eraðgengi-
legt fötluðum. Tilboð sendist skipulagsstjóra rík-
isins, Borgartúni 7, 105 Reykjavik.
Kjörbok Landsbankans-Góð bók
fyrir bjarta framtfð L
ALFA — hin nýja kristilega út-
varpsstöð sem sendir á FM 102,9 —
hefur fengið leiðtoga stjórnmála-
flokkanna til að tjá sig um trúarlíf
sitt og trúarlega reynslu auk þess
sem leiðtogarnir kynna viðhorf
flokka sinna til trúarlífs í landinu.
í gær, miðvikudag mættu þær
Sigríður Lillý Baldursdóttir og Sig-
rún Jónsdóttir frá Kvennalista, Jón
Baldvin Hannibalsson frá Alþýðu-
flokki og Pétur Guðjónsson frá
Flokki mannsins en hann sagði m.a.
frá því þegar hann mætti Jesú Kristi
á samkomu hjá blökkumannasöfn-
uði.
Hver stjórnmálaleiðtogi hefur 30
mínútur til umráða og hafa þætt-
irnir þegar verið teknir upp. í frétta-
tilkynningu frá útvarpsstöðinni
segir að leiðtogarnir hafi verið
mjög ófeimnir við að tjá sig um trú-
arlíf sitt allt frá bersnku og fram á
dag. í fréttatilkynningunni segir
ennfremur að við megum vænta
þess að heyra forsætisráðherrann
segja frá æskuheimili sínu og þeim
kristilegu viðhorfum sem mótuðu
hann á unga aldri. Albert Guð-
mundsson greinir frá lífi sínu og
starfi innan KFUM og áhrifum þess
félagsskapar á líf sitt og Stefán
Ágústsson varaformaður Þjóðar-
flokksins segir frá því þegar hann
upplifði afturhvarf til kristinnar
trúar fyrir áratug. Auk þess að
ræða eigin reynslu er í þáttunum
fjallað um ríki og kirkju, fóstureyð-
ingar, eyðni og smokkinn og rætt
um fjölmiðla, frelsi þeirra og sóða-
skap sumra þeirra eins og það er
orðið í fréttatilkynningunni.
Þeir hlustendur sem vilja kynna
sér trúarviðhorf og trúarlega
reynslu stjórnmálaleiðtoganna geta
stillt tæki sín á FM 102,9 í kvöld kl.
21 og aftur á morgun, föstudag á
sama tíma.
i Xf2j
Aston Vitía - W@st Matíí I
Teieesör-'Watforá #1 i
Ltverpoo!»Ev&rion .1 T ■ 1
Liiton ~ Shofiield Wed, Manchesier City ** Arsenaí .4 / í.-.J |
Newcastfe * Cheisea í
Norwlch - Coventry QPR Mnnc’ivsíe! U”ited W:-!blodor; ■ VV! n »st i
K
Crysta! Pataos - OStíham
Grlmsby»Porismoiith •: í Shetísld timted ~ Dorby S
Getraunir
Tippurum gekk vel um páskana.
Alls komu tuttugu raðir fram með
tólf réttum leikjum og gaf tólfan
20.700 krónur. Ellefur voru 346 og
gáfu 500 krónur. Potturinn var
591.640 krónur.
Um helgina hélt Alþýðublaðið
þriggja stiga forystu í viðureigninni
við Helgarpóstinn. — Bylgjan trón-
ir ein og yfirgefin á toppnum í get-
raunakeppni Iitlu fjölmiðlanna.