Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. april 1987 13 Guöjón V. Guðmundsson: Fram til sigurs, jafnaðarmenn! Nú er stóra stundin að renna upp og sannarlega ekki til setunnar boð- ið. Kosningarnar 25. apríl verða ör- lagaríkar, aldrei áður hefur það ver- ið jafn augljóst um hvað verður kosið. íhaldsöflin æða áfram af miklum ofsa og sjást ekki fyrir og nú eru fylkingarnar orðnar þrjár, Sjálfstæðisflokkur, Borgaraflokk- urog Framsóknarflokkur, auðvitað er þetta allt sama andsk- íhaldið. Það kann að vera einhver stigsmun- ur en eðlismunur er alls enginn á þessum aðilum. Áróður þeirra sem látlaust dynur yfir, beinist fyrst og fremst gegn jafnaðarmönnum enda. eru þeir eina aflið sem getur hugs-" anlega stöðvað frjálshyggjuforynj- una. Það ríður því á að hver einasti maður sem telur sig eiga samleið með lífshugsjón jafnaðarstefnunn- ar geri skyldu sína og komi til liðs við Alþýðuflokkinn. Ef við störf- um saman af alefli allir sem einn, þá mun flokkurinn koma mjög vel út úr komandi kosningum og grunnur verður lagður að því varanlega vel- ferðarríki sem felst í hugsjónum jafnaðarstefnunnar. Mistakist okk- ur þá eru framundan mjög alvarleg- ir atburðir, miklir erfiðleikatímar fyrir hinn almenna vinnandi mann í þessu landi. Skoðanakannanir undanfarið gefa íhaldsöflunum mikið fylgi og er það með öllu óskiljanlegt og maður getur engan veginn trúað því að úrslit kosning- anna verði í líkingu við þessar kann- anir. Getur það virkilega verið að „Getur það virkilega verið, að launa- menn vilji halda áfram að vinna þennan langa vinnudag og það rétt til þess að komast sœmilega af?“ launamenn vilji halda áfram að vinna þennan langa vinnudag og það rétt til þess að komast sæmilega af? Vinnutími á íslandi er í dag sá lengsti í víðri veröld. Getur það ver- ið að fólk vilji að launamisréttið haldi áfram að aukast að hinir ríku verði stöðugt ríkari en greiði samt æ minna til samneyslunnar? Getur það verið að almenningur vilji að frjálshyggjupostularnir yfirtaki skólakerfið í Iandinu og hér verði eingöngu reknir einkaskólar sem aðeins börn ríkra foreldra hefðu efni á að sækja? Sama yrði upp á teningnum í heilbrigðiskerfinu. Til þess að fá notið góðrar þjónustu yrðu menn að eiga næga peninga. Bankar yrðu eign auðkýfinga sem gætu leikið sér að því að setja þá á hausinn en hefðu vitanlega allt sitt á hreinu á meðan fjöldinn tapaði al- eigunni. Sem sagt, enginn ábyrgur. Svona er vitanlega hægt að halda áfram að draga upp mynd af því hvernig hér yrði umhorfs ef frjáls- hyggjutrúboðarnir návöldum. Þeg- ar þessi skelfilega lífsstefna fær að deila og drottna þá verður viðkom- andi þjóðfélag afskræmt á stuttum tíma og endar síðan í algerri niður- lægingu og brestur að lokum. Menn þurfa ekki annað en líta til Bandaríkjanna. Þar ráða þessir Mammonsdýrkendur lofum og lög- um enda spillingin ofboðsleg á öll- um sviðum þjóðlífsins. Það er óbærileg tilhugsun að þessir hægri sinnuðu blóðhundar eigi að fá tækifæri til þess að opna leið fyrir þessa ófreskju í okkar landi. Því verður ekki trúað að íslenskir launþegar hafni bræðralagshug- sjón jafnaðarstefnunnar og kjósi yfir sig slíka firringu. Herðum nú baráttuna, jafnaðar- menn, allt hvað af tekur og stöðv- um þessar óheillakrákur í eitt skipti fyrir öll. Það skal takast. X—A 25. april n.k. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins um landið allt REYKJAVÍK: Aðalskrifstofa Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10 og Kosningamiðstöö Alþýðu- flokksins, Siðumúla 12 eru opnar daglega frá kl. 9.00—19.00. Þar er veitt öll sú aðstoð sem unnt er I sambandi við komandi alþingiskosningar, svo sem upplýsingar (þ.m.t. kjörskrárupplýsingar), gögn og leiðbeiningar. Slmar flokksskrifstofunnar eru 29244 og 29282. Simi kosningamiðstöðvarinnar er 689370. REYKJANES: Hafnarfjördur Skrifstofan er að Strandgötu 32. Opið daglega frá kl. 17—19 og 20.30—21.30 og laugardaga kl. 14—17. Sími 50499, 51506, 51606. Kosningastjóri er Elfn Harðardóttir. Kópavogur Skrifstofan er að Hamraborg 14. Opið daglega frá kl. 13— 19 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13—17. Simi 44700. Kosningastjóri er Guðrún Emilsdóttir. Garðabær Skrifstofan er að Goðatúni 2 3. hæð. Sími 43333. Kosningastjóri er Erna Aradóttir. Kjalarnes Skrifstofan er aö Esjugrund 40. Opið daglega frá kl. 10—11. Simi 666004. Kosningastjóri er Hulda Ragnarsdóttir. Mosfellssveit Skrifstofan er I Þverholti 2. hæð. Opið daglega kl. 17.30—19 og 14—18 um heigar. Sími 666650. Keflavík Skrifstofan er að Hafnargötu 31. Opiö daglega frá kl. 14— 19. Sími 92-3030. Kosningastjóri er Haukur Guömundsson. VESTURLAND: Stykkishólmur: Freyjulundur v/Aðalgötu. Slmi: 93—8057. Opið á kvöldin frá 20.30—22.30. Einnig helgidaga á daginn. Akranes Skrifstofan er að Vesturgötu 53 Röst. Simar 93-1716, 93-3384 og 93-3385. Opið daglega frá kl. 10-22. Kosn- ingastjóri er Sigurbjörn Guðmundsson. Borgarnes Skrifstofan er að Svarfhóli v/Gunnlaugsgötu. Opið daglega frá kl. 20.30—21.30 og 14—17 um helgar. Sfmi 93-7412. Kosningastjóri erSæunn Jónsdóttir. VESTFIRÐIR: ísafjörður Skrifstofan er í Hrannargötu 2 Opiðer frá kl08X)0—22. Simi 94-4479 og 4469. Kosninga- stjóri er Árni S. Geirsson. NORÐURLAND—EYSTRA: Akureyri Skrifstofan er að Strandgötu 9. Opið er frá kl. 9—17 daglega. Sími 96-24399. Kosningastjóri er Jón Ingi Cesarsson. Dalvík Skrifstofan er í Kiwanishúsinu, Borgþórshvoli. Opiö er frá kl. 9—22 daglega. Kosningastjóri er Helga Árnadóttir. Húsavík Skrifstofan er i Félagsheimilinu Húsavík. Simi 96-42077. Opið er f rá kl. 20.30—22.30 daglega og f rá kl. 16—18 um helgar. AUSTURLAND: Egilsstaðir Skrifstofan er að Bláskógum 9. Opið er daglega frá kl. 9—24. Simi 97-1807. Kosningstjóri er Karl Th. Birgisson. Fáskrúðsfjörður. Skrifstofan er að Skrúð. Opið er daglega frá kl. 20—22. Sími 97-5445. Kosningastjóri er Rúnar Stefánsson. Neskaupstaður Skrifstofan er að Hafnarbraut 22. Opið á kvöldin og um helgar. Sími 97-7801. Seyðisfjörður Skrifstofan er að Hafnargötu 26 kjallara. Opið á kvöldin og um helgar. Eskifjörður Skrifstofan er opin öll kvöld og um helgar eftir kl. 14.00. Síminn er 97-6198. SUÐURLAND: Selfoss Skrifstofan er að Eyrarvegi 24. Opið daglega frá kl. 17—19 og 20—22. Simi 99-1055. Kosningastjóri er Sigurjón Bergsson. Hveragerði Skrifstofan er að Hveramörk 10. Opið frá kl. 20—22 daglega. Slmi 4899. Vestmannaeyjar Skrifstofan er að Heiðarvegi 6. Opið daglega frá kl. 17—19. Slmi 98-1422. Kosningastjóri er Þorbjörn Pálsson. NORÐURLAND—VESTRA: Siglufjörður Skrifstofan er I Borgarkaffi. Opið er frá kl. 16—19 daglega. Sími 96-71402. Sauðárkrókur Skrifstofan er f Sælkerahúsinu. Opiö daglega frá kl. 17—19 og 20—22 og um helgar frá kl. 14—19. HAPPDRÆTTI Alþýðuflokksfólk. Munið heimsenda happdrættismiða. Miðar fást á öllum kosningaskrifstofum flokksins. KOSNINGASJÓÐUR Alþýöuf lokksfólk Munið kosningasjóði Alþýðuflokksins. Oft er þörf en nú er nauðsyn. SJÁLFBOÐALIÐAR Við hvetjum allt Alþýðuflokksfólk til að hafa sam- band við kosningaskrifstofurnar og láta skrá sig til vinnu, bæði dagana fram að kjördegi og á kjördag. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING Utankjörstaðaskrifstofa Alþýðuflokksins ( Reykja- vlker í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10. Skrifstofan er opin frá kl. 9.30—22.00. Simar 15020—29282— 623244—623245. KJÖRSKRÁR Upplýsingar eru veittar um kjörskrár á öllum kosningaskrifstofum Alþýðuflokksins. Athygli kjósenda sem ekki verða heima á kjördag 25. aprfl n.k. er vakin á þvi að utankjörstaðakosning er hafin og fer fram hjá hreppstjórum og sýslu- mönnum utan Reykjavikur. í Reykjavlk fer kosning fram í Armúlaskóla daglega frá kl. 10.00—12.00, 14.00—18.00 og 20.00—22.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00. Lokað er á föstudaginn langa og páskadag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.