Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. apríl 1987 15 S2 rik nílekur naiii ráðstefnuna Alþjóölegi dansflokkurinn í Reykjavík: Átta dansarar af mörgum þjóðernum Alþjóðlegi dansflokkurinn, All- nations Dance Company frá New York kom til íslands 22. apríl og heldur hér eina danssýningu, á sumardaginn fyrsta. Dansflokkur- inn, sem eru átta dansarar af mörg- um þjóðernum hefir aðsetur í Inter- national House í New York, sem er alþjóðlegt stúdentaheimili þar sem m.a. margir íslendingar í fram- haldsnámi hafa dvalið. Auk lista- mannanna eru tæknimenn og stjórnandi með í förinni. Alþjóðlegi dansflokkurinn sýnir dansa frá mörgum löndum, og listamennirnir sýna margir hverjir dansa frá sínu heimalandi. Dag- skráin er fjölbreytt, þar eru m.a. dansar frá Indlandi, Mexikó, Rúss- landi og Bandaríkjunum, svo fátt eitt sé talið. Síðast á dagskránni er dans frá Filipseyjum, „Tinkling" sem Alþjóðlegi dansflokkurinn hefir gert frægan víða um heim. Stofnandi og stjórnandi Alþjóð- lega dansflokksins er Bandaríkja- maðurinn Herman Rottenberg. Hann segir dansinn, eins og tónlist- ina, hafinn yfir landamæri og tungumálaerfiðleika. Dansinn skilja allir og þar sem þessi list hefir náð að þróast er hún engu öðru lík í tjáningu. Listamenn sem koma fram á danssýningunni eru frá Kína, Fil- ipseyjum, Mexikó, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Foreldrafélag Fálkaborgar: Skrúöganga og skemmtun Foreldrafélag Fálkaborgar stend- ur fyrir skrúðgöngu og skemmtun á sumardaginn fyrsta. Gengið verður frá ÍR vellinum í Breiðholti (neðan við Alaska) klukkan 14.00 að Breið- holtsskóla. Skátafélagið Urðarkettir stjórn- ar göngunni og söng, en Skóla- lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts spilar. Að göngu lokinni stjórna skátar leikjum og söng og lúðrasveitin verður með kaffisölu og tónleika í Breiðholtsskóla. Alþýðuflokkurinn: Ný skrifstofa á Patró Alþýðuflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu að Urðargötu 17 á Patreksfirði. Síminn er (94)- 1550. Kosningastjóri er Ásthildur Ágústsdóttir. Alþjóðlegi dansflokkurinn er á leið til Norðurlanda, þar sem hann mun sýna í mörgum borgum og bæjum í fjórar vikur. Að þessu sinni verður aðeins ein sýning hér á landi, í íslensku Óperunni á sumar- daginn fyrsta kl. 17.00. Verði að- göngumiða er mjög stillt í hóf, kosta kr. 250* Miðar að danssýn- ingunni verða seldir í söluskrifstofu Flugleiða, Lækjargötu 2 þann 21. og 22. apríl og við innganginn. Listamenn sem koma fram á dans- £ sýningunni eru frá Kína, Filipseyj- W um, Mexikó, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. ^rórTk^ -—-TTfsinnum r.nrr tölvurj?^^^^ OG MARGAR AÐRAR GERÐIR Rósir á hvert heimili: Vantar sjálfboðaliða! Á sumardaginn fyrsta ganga AI- þýðuflokksmenn í hús og bjóða landsmönnum rósir. Rósadreifingin hefst klukkan 13.00 og er mikilvægt að það takist að bera sem flestar rósir í hús fyrir kvöldið. Stuðningsmenn Alþýðu- flokksins sem taka vilja þátt í skemmtilegu starfi eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Kosningamiðstöðina að Síðumúla 12 í Reykjavík, síminn er 68 93 70. NOVELL NOVELL NelWare: Nethugbúnaður og tengibúnaður. margar gerðir. Net sem virkar og ekki brotnar niður við mikið álag. Frábœr reynsla. íslenskur hugbúnaður: WordPerfect ritvinnsia, LAUN iaunabókhaid, OPUS fjárhags-, viðskiptamanna- og birgðabókhald. Sölukerfi, tollskýrslugerð og endurskoðendakerfi. Hugbúnaður og vélbúnaður fyrir hótel. Tœknilegir yfirburðir, samhcefni, hraði, gceði og óreiðanleiki. 'Wt liT fj "4 » J ^ÆwmwwmJlwmwmmwmwJBl Langholtsvegi 111, sími 686824.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.