Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. apríl 1987 5 Minningarorð Frú Sigurjóna Jóhannesdóttir F. 28.05.1916 — D. 15.04.1987 Hinn 15. apríl sl. lézt frú Sigur- jóna Jóhannesdóttir eftir langvar- andi veikindi. Á morgun, föstudag, verður lík hennar jarðsett að lok- inni útfararathöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Með henni er gengin góð og grandvör kona, sem innti lífsstarf sitt af hendi eins og bezt varð á kosið og gengur nú til móts við það vor og sumar nýs lífs, sem við trúum að bíði okkar handan móðunnar miklu. Frú Sigurjóna fæddist að Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 28. maí 1916. Aðeins 6 ára gömul fór hún i fóstur til frænku sinnar, frú Snjólaugar Árnadóttur og manns hennar, Gunnlaugs Stefáns- sonar, kaupmanns í Hafnarfirði. Þar ólst hún upp allt til 17 ára ald- urs, að hún fluttist til Reykjavíkur. Uppvaxtarárin á hinu merka og þjóðkunna heimili fósturforeldra hennar hafa áreiðanlega verið eitt- hvert bezta veganesti, sem henni gat hlotnast í lífinu til viðbótar því góða atgervi, sem hún hlaut í vöggugjöf. Þar ólst hún upp sem eitt barn í systkinahóp og ætiö síðan voru þau tengd þeim sterku tilfinningaböndum, sem ein- kenna góð systkin. Það var henni mikill styrkur í lífinu og fyrir það var hún þakklát. Frú Sigurjóna giftist Baldri Guð- mundssyni árið 1943. Þau eignuð- ust saman fjögur börn, þar af kom- ust þrjú til fullorðinsára. Elztur þeirra er Gunnlaugur, arkitekt í Köln í Vestur-Þýzkalandi. Næst honum að aldri er Guðbjörg Þór- dís, snyrtifræðingur í Reykjavík og yngst er Jóna Margrét, sjúkraliði. Allt er þetta hið bezta fólk, sem hef- ur með fullum sóma gegnt hlut- verkum sínum í lifinu. Framan af ævi sinni hafði vinur minn. Baldur Guðmundsson, margvísleg kaupsýslustörf með höndum. Hann tók síðan við starfi framkvæmdastjóra Alþýðuflokks- ins og gegndi því um margra ára skeið við hinar erfiðustu aðstæður. Ég efast ekki um, að þeir erfiðleikar hafi oftsinnis komið niður á heimili hans, ekki sízt konunni góðu, sem kvödd er í dag. En hún var honum stoð og stytta alla tíð og til viðbótar naut hann ætíð þeirrar eindrægni og samheldni, sem jafnan ein- kenndi fjölskyldulífið. Síðustu ár sín var Baldur sárþjáður af þeim veikindum, sem síðan lögðu hann að velli. Þótt frú Sigurjóna gengi þá heldur ekki heil til skógar veitti hún honum allan sinn stuðning, meðan hún mátti. Þannig stóðu þau saman þar til yfir lauk. Þegar ég mæli nú eftir þessa látnu öðlingskonu er það gert með virðingu og þökk fyrir allt hennar góða lífsstarf. Þegar þessi góðu hjón eru nú bæði gengin er fullvíst, að minning þeirra mun lengi lifa meðal okkar, sem áttum þau að vin- um og félögum í þeirri löngu bar- áttu, sem hreyfing okkar hefur þeg- ar háð fyrir betra og bjartara mann- Iífi á íslandi. Börnum þeirra votta ég samúð mína við andlát frú Sigur- jónu; hún gaf þeim allt, sem hún átti og þess munu þau og niðjar þeirra alla tíð njóta. Sigurður E. Guðmundsson Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd bygg- ingardeildar borgarverkfræöings óskar eftir tilboðum i byggingu Vesturbæjarskóla, og skal verkinu skilað full- búnu, en án lausabúnaðar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verðaopnuðásamastaðþriðjudaginn 19. maí n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik NORÐURLANDARÁÐ ISLANDSDEILD Norðurlandaráð auglýsir skrifstofustarf laust til umsóknar Skrifstofa forsætisnefndar Norðurlandaráðs i Stokk- hólmi auglýsir skrifstofustarf laust til umsóknar. Starfið felst í móttöku á skrifstofunni, simavörslu, um- sjón með farmiða- og hótelpöntunum og aðstoð við skjalavörslu, gagnaöflun og ýmsar athuganir, en starfs- skyldurnar geta breyst. Umsækjendur skulu hafa reynslu af ritvinnslu. Starf þetta er tilbreytingaríkt og nokkuð sjálfstætt. Umsækjendur skulu hafa gott vald á (slensku og einu öðru Norðurlandamáli og frekari málakunnátta er æskileg. Ráöningarsamningureriupphafi gerðurtil fjögurraára en unnt er i vissum tilvikum að framlengja hann. Rikisstarfsmenn á Norðurlöndum eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa við skrifstofu Noröurlandaráðs. Föst laun eru um 8.500 sænskar krónur á mánuði auk uppbótar, sem er 3.400 sænskar krónur fyrir þá sem flytjast til Sviþjóðar vegna starfsins og 1.800 sænskar krónur fyrir þá sem þar eru búsettir. Kostnaður af bú- ferlaflutningi greiðist af Noröurlandaráði. Starf þetta er einungis auglýst á íslandi. Eftirtaldir aðilar veita nánari upplýsingar um stööuna: Áke Pettersson aðstoðarframkvæmdastjóri skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í síma 9046-8- 143420, Snjólaug Ólafsdóttir ritari íslandsdeildar Norð- urlandaráðs í simaAlþingis 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Noröur- landaráðs (Nordiska rádets presidium) og skulu þær s hafa borist til skrifstofu forsætisnefndar (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-10432 Stock- holm) eigi siðar en 11. maí n.k.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.