Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 23. apríl 1987 Örn Eiðsson: Pólitískt slys ef Jón Baldvin nær ekki kiöri Brátt rennur stóra stundin upp. Kosningar til Alþingis fara fram næstkomandi laugardag 25. apríl. Óvenju miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp um einstaka flokka og frambjóðendur undan- farna daga og vikur. Því miður hef- ur málefnaleg umræða orðið að lúta í lægra haldi fyrir alls kyns gróusögum og upphlaupum um einstaka stjórnmálamenn. Einn af þeim stjórnmálamönn- um, sem orðið hefur skotspónn slíkra hvimleiðra aðferða, er Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Stjórnmál eiga að njóta virðingar og stjórnmála- foringi eins og Jón Baldvin, sem sannað hefur ágæti sitt, sem hug- Örn Eiðsson. myndaríkur og velviljaður jafnað- armaður má ekki hverfa af Alþingi íslendinga. „Það vœri mikill skaði ef einn hœfasti stjórnmálamaður okkar fengi ekki tœki- fœri til að láta gott af sér leiða á lög- gjafarsamkomunni nœstu fjögur árin.“ Því er þó ekki hægt að neita, að hugsanlegt er, að Jón Baldvin nái ekki kjöri á Alþingi íslendinga næsta kjörtímabil. Það væri mikill skaði, ef einn hæfasti stjórnmála- maður okkar nú fengi ekki tæki- færi til að láta gott af sér leiða á lög- gjafarsamkomunni næstu fjögur árin. Jafnaðarmenn í öllum flokkum, sláið skjaldborg um foringja ís- lenskra jafnaðarmanna, Jón Bald- vin Hannibalsson og tryggið glæsi- lega kosningu hans 25. apríl. iÉ&iÉralÉ Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fcira í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurmn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. Sérstakur afsláttur 29. april — 4 vikur — Verð frá 27.200.- fyrir 60 ára og eldri Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. CCHÍXOÍ 1MIOSTÖÐIN APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 JÚNÍ 2 JÚNÍ 16 JÚNÍ 23 JÚLÍ JÚI 7 í A JÚLÍ gj 428| ' ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER OKTÓ 6 2 BER OKTÓBER jg 027"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.