Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 1
Landbúnaðarráðuneytið styrkir kosningasjóð Framsóknarflokks! Kosningasjóður Framsóknar- flokksins sparar sér sennilega hátt í hálfa milljón, eða a.m.k. þrjú til fjögur hundruð þúsund, í kosn- ingabaráttunni með því að láta landbúnaðarráðuneytið gefa út áróðursbækling sem dreift hefur verið ókeypis til allra bænda í land- inu. Þegar haft var samband við landbúnaðarráðuneytið í gær lá ekki fyrir neitt uppgjör vegna bæk- lingsins og af einhverjum ástæðum Sjálfhelda stjórnarflokkanna: Binda hendur hvor annars Núverandi stjórnarflokkar binda hendur hvor annars á víxl. Þar sem annar flokkurinn kynni að hafa einlægan umbótavilja, strandar á hagsmunagæslu hins. Þannig lenda framfaramálin i sjálfheldu helm- ingaskipta. Að vísu kemur framboð Borgaraflokksins væntanlega í veg fyrir óbreytt samstarf þessara tveggja flokka eftir kosningar. Þetta kemur m.a. fram í grein sem Jón Sigurðsson, fyrrum for- stjóri Þjóðhagsstofnunar og efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, skrifar í Alþýðublaðið í dag. Sjá bls. 6 var heldur ekki tiltæk nein kostnað- aráætlun í ráðuneytinu. Þó var gert ráð fyrir að kostnaðartölurnar yrðu tiltækar „eftir nokkra daga“! Bæklingur sá sem hér um ræðir, ber yfirskriftina: „Landbúnaður- inn 1983-1987/Starf og árangur" og er gefinn út af landbúnaðarráðu- neytinu hálfum mánuði fyrir kosn- ingar. Þótt bæklingurinn virðist gefinn út undir því yfirskini að ráðuneytið sé að fræða bændur um störf ráðuneytisins í þágu þeirra undanfarin ár, leynir sér þó ekki að megintilgangurinn með útgáfunni er að reka flokkspólitískan áróður fyrir Framsóknarflokkinn. Það er heldur ekki gerð nein alvarleg til- raun til að fela þetta atriði, því texti bæklingsins hefst á þann hátt sem er dæmigerður fyrir varnarræðu ráðherra að loknu kjörtimabili; nefnilega með orðunum: „Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð vorið 1983 horfði þunglega i mál- efnum landbúnaðarinsí* Fyrir utan þær tvær krónur sem hvert mannsbarn í landinu leggur kosningasjóði Framsóknarflokks- ins til í þessu sambandi er bækling- urinn athyglisverður um margt, — þó kannski einkum fyrir það sem stendur þar ekki. Svo dæmi sé tekið er framarlega í bæklingnum birt vandað línurit yfir birgðaþróun kindakjöts. Þetta linurit nær þó alls ekki yfir það tímabil sem bæklingurinn fjallar um, heldur árin 1979-1983. Línurit- ið sýnir sem sagt hvernig birgðir kindakjöts í landinu jukust úr ríf- lega þúsund tonnum í lok verðlags- árs 1979 upp í um þrjú þúsund tonn sumarið 1983. Svo undarlega vlll til að í lok yfirstandandi verðlagsárs eru birgðir kindakjöts áætlaðar mun meiri, en þeirri staðreynd er af einhverium ástæðum sleDDt í bæk- lingnum. Alþýðublaðið hafði í gær sam- band við Bjarna Guðmundsson, aðstoðarmann landbúnaðarráð- herra, en hann er ábyrgðarmaður bæklingsins. Bjarni sagði að bæk- lingurinn hefði verið gefinn út í 4600 eintökum og dreift til allra bænda á landinu, hefði bæklingur- inn farið í póst á mánudag í síðustu viku og því væntanlega borist bændum fyrir páska. Aðspurður um ástæðuna fyrir þvi að upplýs- ingabæklingur til bænda væri lát- inn ná yfir kjörtímabil en ekki eitt, fimm eða tíu ár, kvað hann þá að miklar breytingar hefðu orðið á þessu tímabili og sennilega hefði ekki meira breytingaskeið gengið yfir landbúnaðinn sl. fimmtíu ár. Hefði þótt sérstök ástæða til að gera grein fyrir þessu, sagði Bjarni. Hann bætti því við að ekki væri hér um algera nýlundu að ræða af hálfu ráðuneytisins, því „álíka dreifibréf" hefði verið sent bændum um mark- aðsmál kindakjötsframleiðslunnar fyrr í vetur. Hún Guðný I Blómavali óskaröllum landsmönnum gleðilegs sumars. Hið samagerum viðáAlþýðublaðinu um leiö og við minnum lesendur á aö alþýðuflokksmenn munu I dag færa landsmönnum yfir 50 þús. rósir I tilefni sumars. Hreínar, fallegar og jafnstórar PÖKKUN OG DREIFING: ÞYKKVAB/EJARKARTÖFLUR HF, GILSBÚÐ 5, GARÐABÆ. %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.