Alþýðublaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 31. október 1987 UR ÆVI RÆSTINGAKONU ALLTAF AÐ SIGRAST A EINHVERJU «—---- Kristín þekkir umhverfið — enda unnið við rœstingu í þrjá áratugi. Krístín Símonardóttir ól upp 4 börn og hélt fyrst upp á afmœlið sitt þegar hún varð sextug. í þrjátiu ár hefur hun unnið fyrir sér og sínum með ræst- ingum. Á sjötta áratugnum sat hún skyndilega uppi ein með 4 börn, sem hún þurfti að sjá fyrir. „Þá varð ég að fara út að vinna en það var ekki svo gott. Einhver benti mér svo á ræstingu. Þar eyddi maður skemmstum tíma — og fengi þó nokkurt kaup.“ Siðan hefur Kristín unnið við ræstingu. Hún tilheyrir hinni týndu > stétt, sem er ómissandi, en „falin á bak við og má ekki sjást" eins og ein verkalýðs- kona komst að orði við mig. Engin stofnun eða fyrirtæki getur verið án „ræstitækn- anna“ en enginn veit hversu margar þær eru í landinu, þvi að langflestar vinna i hluta- starfi. Kristin Símonardóttir er fædd I vesturbænum ( Reykjavik 1926. Foreldrar hennar, Ingibjörg Gissurar- dóttir og Simon Simonarson voru ættuö úr Ölfusi, en höfðu flust til Reykjavikur 1925. Þegar Kristín var 8 ára byggðu foreldrar hennar hús við Hringbraut. Það var á þeim tlma sem Hringbrautin var og hét og ætlaði sér að fara í hring, og stefndi við nú- verandi Miklatorg i átt að Esj- unni. Seinna var eins og kunnugt er hætt við þau áform. Þá varð húsið þeirra' foreldra Kristinar ekki lengur nr. 70 við Hringbraut, heldur hét allt I einu Þorfinnsgata 8. Þar stendur það enn reisu- legt og vitnar um hug manna fyrr á þessari öld. Og þar hef- ur Kristín búið og býr enn. „Heima lærði maður aö bera virðingu fyrir öðrum. Þetta var ein stór fjölskylda, þvi að lengst af var móður- fólk mitt auk minnar fjöl- skylda þarna. Það er gott fyr- ir börn að alast upp með gömlu fólki, hjálpa þvi og taka tillit til óska annarra þegar maður elst upp ( stórri fjölskyldu. Það hefur kennt mér að gera fyrst kröfur til sjálfrar mín áður en ég fer að krefjast einhvers af öðrum. Ég var alin upp við lltið, en það var reisn yfir öllu sem var gert. Þaðan kemur liklega mln þörf að gefa öðrurn.1' Ein með fjögur börn Það var vorið 1956 að paþbinn fór út af heimilinu. Það situr ( henni. „Hann feraö kvöldlagi. Ég tek minnsta barnið 10 vikna, pakka honum inn I sitt lopa- teppi, sem var notað þegar skipt var á honum, dreg up,p biblíuna og byrja að lesa. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera..." Upp úr þessu fór Kristln að vinna utan heimilis. 1957 leysti hún af I ráðuneytum. „Mér finnst voðalega skrýt- ið að Lára dóttir mín skuli vera farin að vinna þarna núna sem aöstoöarmaður fé- lagsmálaráðherra. Hún, sem fór með mér 6 ára að skúra. En svona breytast timarnir." Vinnan í ráðuneytinu reyndist of lltil. Kristín varð að vinna meira eftir þvi sem börnin stækkuðu. Það elsta er fætt 1945 og það yngsta 1956. „1. mars 1958 byrja ég að vinna hjá breska sendiráðinu, sem þá var til húsa I Þórs- hamri. Ég man eftir þvi að Lárusi Salómónssyni, lög- regluþjóni, sem einhverju sinni var á vakt þarna, þótti undarlegt að ég skyldi fara um ganga með miklar lyklakippur og láta eins og ætti heima þarna. Honum þótti min völd vist undarleg, enda engin furða kannski að mér skyldi trúað fyrir lyklum að öllum vistarverum. Þetta var nefnilega ( upphafi þorskastriðs. Mér fannst gott að fá vinnu i sendiráöinu. Vinnan tók 2 klukkutlmaog ég mátti byrja klukkan hálfátta á morgnana. Mér fannst þægilegt að kom- ast út og hreyfa mig og fá peninga i leiðinni." 1. september 1985 flutti breska sendiráðið starfsemi sina úr Þórshamri og upp á Laufásveg. Sama dag fluttu íslendingar út landhelgina ( 12 sjómilur og þorskastrlðið hófst. Það var skrýtin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.