Alþýðublaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 21
Laugardagur 31. október 1987 21 KVIKMYNDIR Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar NAM STANLEY KUBRICKS „Full Metal Jacket er ákaflega einlœg, hœg, en markviss og einatt trúverðug . . . “ segir Sig- mundur Ernir m.a. í umsögn sinni um nýjasta kvikmyndaverk Kubricks. Bíóhöllin, Skothylkið (Full Metal Jacket): Bandarísk, árgerð 1987. Framleiðandi og leik- stjóri: Stanley Kubrick. Handrit: Stanley Kubrick, Michael Herr og Gustav Hasford, samkvœmt skáldsögu Gustav Hasford. Aðal- leikarar: Matthew Modine, Adam Bald- win, Vincent d'Onodrio, Lee Ermey, Dorian Harewood, Kevyn Major-Howard og Arliss Howard. Stanley Kubrick kemst á sjötugsaldurinn á næsta ári og getur litið ánægöur yfir farinn veg. Hann á að baki nokkur snjöllustu kvikmynda- verk eftirstríðsáranna, og þó saga hans sé betur rakin annarsstaðar í Alþýðublaðinu f dag, stenst ég ekki mátið að nefna nokkrar vörður á leiðinni: The Killing, Dr. Strangelove, 2001: A Space Odyssey, A Clockwork Orange. Og The Shining, þar sem leikur Jack Nicholson hefur risið einna hæst. Kubrick hefur sumpart ver- ið utangarðsmaður í þessari dæmalausu listgrein klipp- inga og hraða. Hann hefur kosið að fara sínar eigin leið- ir, nokkurn veginn óháð straumum og stefnum í kvik- myndagerðinni og tekist fyrir bragðið að skapa sér einkar persónulegan og auðkenni- legan stíl sem Klukkuverkið og Geimferðin bera glögg- lega með sér, en hvorttveggja eru myndir sem ollu nokkrum straumhvörfum í kvikmynda- gerðinni. í fyrstu virtist Kubrick ætla að veróa afkastamikill leik- stjóri, handritshöfundur og framleiðandi (sem hann var allt í senn frá sinni fyrstu mynd, stundum tökumaður í ofanálag) en varla liðu nema tvö ár milli verka hans á sjötta og framanverðum sjö- unda áratugnum. En uppfrá þvf liðu æ fleiri ár milli mynda og Kubrick var vænd- ur um eitt þriggja á tímabili; að vera uppurinn, ragur eða klikkaður, nema allt saman færi í kolli þessa bljúga Bandarfkjamanns, sem kann umfram allt annað sitt fag. Mönnum fannst svo nóg um þegar á sjöunda ár leið frá því hann gerði Shining og fyrst heyrðist til hans aftur, um mitt ár ’85. Ekki tók betra við þegar kvisaðist út aö maðurinn ætlaði næsta verki sínu að vera enn einn óður- inn til Víetnamsstríðsins, sem menn voru þá fyrir margt löngu búnir að fá sig fullsadda af.E ndanleg stað- festing um að eitthvað hlyti að vera að, barst svo þegar í Ijós kom að myndin (strfös- mynd vel að merkja í Víet- nam) yrði lókeruð f jaðri Lundúnaborgar. Ja hérna. En svo kom Platoon Oli- vers Stone og Nam varð aftur „in“. Kubrick greyið hafði ekki minnstu hugmynd um þessa fyrirætlun Stones en sakir meðfædds nosturs flýtti hann ekki framkvæmd- inni, heldur hélt fast við upp- runalegu tímaáætlun, sann- færður um að sitt Nam yrði bara betra. Það er betra. Það er skammt liðiö frá frumsýn- ingu Full Metal Jacket, en óhætt er að fullyrða að hún verður ekki jafn tilgeröarleg í minningunni og Platoon, sem af snilldarkrafti sínum fleytti kannski full miklum rjóma upp á yfirborðið. Full Metal Jacket er aldrei vemmileg upprifjunarmynd úr glötuðu og tilgangslausu strfði þar sem allir eiga bágt i flóknu landi. Full Metal Jacket er ákaflega einlæg, hæg en markviss og einatt trúverðug f aðskiljanlegum senum sem Kubrick hefur raðað saman af natni í þetta verk. Þar hjálpar eflaust að- stoð Hasford i handritsgerð- inni, hins sama og skrifaði upprunalega sögu þessa verks. Samræður eru til dæmis einn sterkasti þáttur þessarar myndar; raunveruleg og þýðingarmikil orðaskipti koma fyrir eins og af skepn- unni. Myndinni má skipta í þrennt (og kannski líður hún fyrir það). í byrjun greinir frá ógeðslega ströngum æfing- um drengjanna í herbúðum heima í Karólínu undir stjórn vibbans Hartmans sem smánar og auðmýkir af — að því er virðist — eðlishvöt. Þarna er komin blanda af Eastwood í Heartbreak Ridge, Gossett í An Officer and A Gentleman og kannski Duvall I Apocalypse Now: Andlegur skelfir í snilldar- túlkun Lee Ermey. Þessi þátt- ur myndarinnar er full langur, enda kunnuglegur frampartur margra þekktra stríðsmynda. Tveir síðari hlutar Full Metal Jacket, gerast annars- vegar I jaðri átakanna í Nam, nánar til tekið á stríðsfrétta- blaðinu Stars and Stripes þar sem blaðamennskan hag- ræðir staðreyndum eins og vindar blása hverju sinni, og svo hinsvegar (framlínu átak- anna við borgina Hue, þar sem óttinn og ömurleikinn magnast f hverju fótmáli. Millikaflinn er greinilega marg-klipptur fram og til baka, einhverskonar vand- ræöaþáttur f verki Kubrick, en lokakaflinn vegur hann upp. Og vel það. Með einföld- um, skýrum og ótrúlega áhrifarfkum atriðum, sýnir Kubrick hvar hann keypti kvikmyndavélina sína. Matthew Modine er vita- skuld þekktastur úr Birdy Alan Parkers, sem var góður skóli fyrir Full Metal Jacket þar sem klikkunin tekur á sig áþreifanlegar myndir. Vincent d’Onofrio slær í gegn með túlkun sinni á vitgrönnum landgönguliða sem megnar ekki agann. Kvikmyndatakan, sem einnig er að meira eða minna undir stjórn Kubrick sjálfs, er víð, skörp og glæsi- leg, lýsing falleg og hljóð- setning engu lagi Ifk. Þá er vart annað ónefnt en tónlist- in sem er einkennilega valin í þessa dramatísku kvikmynd, gjarnan slitnir slagarar sjö- unda áratugarins, en eftir á að hyggja eiga þeir vel við inntakið. SMÁFRÉTTIR Fjórar nýjar Uglubækur Sjöundi bóka- pakki Uglunnar Sjöundi bókapakki UGL- UNNAR telur aö þessu sinni fjórar kiljur. Fyrra bindi af verki Dostojevskís, Glæpur og refsing. Sagan gerist í Pétursborg á árunum eftir 1860. Söguhetjan, Raskolní- kof, elur með sér stór- mennskudrauma en til að gera þá að veruleika beitir hann háskalegum brögðum. Ingibjörg Haralds er þýð- andi bókarinnar sem er 241 bls., prentuö hjá Norhaven Bogtrykkeri a/s í Danmörku en Teikn hannaöi kápuna. Náttuglan að þessu sinni er Svefninn langi eftir Ray- mond Chandler. Gerð hefur verið kvikmynd eftir bókinni, þar sem Humbrey Bogart fór með hlutverk einkaspæjarans Philips Marlowe. Guðbergur Bergsson íslenskaði bókina. Hún er 237 bls., prentstofa G. Benediktssonar sá um prent- uninaen Guðjón Ketilsson teiknaði kápu. Þá er í pakkanum annað bindi Kvikmyndahandbókar Leslie Halli Well. Þar eru til umfjöllunar meira en 1000 kvikmyndir sem falla undir D—H í stafrófinu. Þýðandi er Álfheiður Kjartansdóttir, kápu gerði Brian Pilkington en Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin er 347 bls. að stærð. Fjórða UGLU-bókin er að þessu sinni íslenskar útilegu- mannasögur. í henni eru 29 útilegumannasögur sem Guðrún Bjartmarsdóttir valdi. Kantötur í Langholts- kirkju Kór Langholtskirkju, Kammersveit Langholtskirkju og einsöngvararnir Hrönn Hafliðadóttir, GunnarGuð- björnsson og Kristinn Sig- mundsson flytja, 1. nóvember n.k. þrjár kantötur eftir Bach. Tónleikarnir verða í Lang- holtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Kantötur voru, á tímum Bachs, fluttar reglulega sem hluti af guðsþjónustunni. Þær voru hafðar á undan predikun og höfðu það hlut- verk að leggja áherslu á guð- spjall dagsins. Sumar kantöt- ur voru þó ekki samdar til flutnings i guðsþjónustu heldur í minningu látinna. Ein af kantötunum, sem flutt- ar verða 1. nóvember, er talin vera samin til minningar um látinn ættingja en hinar tvær til flutnings í guðsþjónustu. Tilgangur tónleikanna í Langholtskirkju er að minn-- ast þriggja látinna vina og fé- laga Kórs Langholtskirkju sem allir létust með stuttu millibili. Þau hétu: Halldór Carl Steinþórsson, Guðlaug Björg Pálsdóttir og Berglind Bjarnadóttir. Einnig er vakin athygli á Minningarsjóði Guð- laugar Bjargar Pálsdóttur, en á vegum hans er ætlunin að flytja verk á borð við kantötur Bachs I almennum guðsþjón- ustum, einu sinni á ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.