Alþýðublaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 7. nóvember 1987 LITILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF KENNINGUM INNAN GÆSALAPPA .KARLAVELDIÐ ENDURGELDUR EKKI ÁST KVENNA“ (Helga Kress í DV 31. okt. ’87) Helga Kress er dósent í almennri bókmennta- fræði við Háskóla íslands og hefur lagt sig sér- staklega eftir rannsóknum á bókum eftir ís- lenskar konur, en bækur eftir íslenskar konur hafa, að því ermérskilst, þásérstöðu í heimslitt- eratúrnum að vera ekki eftir karlmenn. Af viðtali við Helgu þessa í DV um síðustu helgi, má ráða að hún hafi um dagana sett fram mjög ögrandi kenningar um íslenska bók- menntasögu og það er sjálfsagt rétt. Annars væri ekki verið að segja það á þrenti. Ég er nú að vísu — illu heilli — ekki mjög hag- vanur í hinum ögrandi kenningum dósentsins, en þó minnist ég þess að ég hreifst, fyrir nokkr- um árum mjög af einni þeirra, sem var um kynja- skiþtingu á íslandi á söguöld. Þettavarí raun tilgátaog hljóðaði svo orðrétt: — Samkvæmt Njálu lifðu nærri sex sinn- um fleiri karlmenn hér að fornu fari en kon- ur. Eða þannig lítur höfundur verksins að minnsta kosti á málin. Af um það bil 650 persónum verksins eru 550 karlmenn og 100 konur. Getur það verið að hlutfall kynj- anna hafi verið slíkt á svokallaðri söguöld? Ég man að ég varð strax hugfanginn af kenn- ingu bókmenntafræðingsins, því ég sá ekki bet- ur en komin væri óvefengjanleg vísindaleg að- ferð til að ákvarða skiptingu kynjanna frá því að menn fóru að draga til stafs og fram á þennan dag. Aðferð sem sannaði til dæmis að á dögum Bakkabræðra hefðu engar konur verið á íslandi, einfaldlega vegna þess að konur eru engar í Bakkabræðra-sögum, bara þrír kallar. í bókmenntaverkinu „Kynóði nauðgarinn í kvennafangelsinu" — sögusviðið er í Arísóna á 20. öld — koma hinsvegar fyrir 264 persónur og af þeim er aðeins einn karl. Samkvæmt njálukenningunni mætti þá ef til vill ætla að í Arísóna væru tvöhundruðsextíuog- fjórum sinnum fleiri konur en karlar. Núerég svoelskuleg manneskjaaðég vil fyrir engan mun snúa útúr fyrir dósentinum. Auðvit- að átti hún ekki við að Njála bæri því vitni að kynjaskiptingin á söguöld hefði verið ein kona á móti sex körlum, heldur einfaldlega það að Njála væri vond bók af því að í henni væru ekki jafn margar konur og karlar. Og það má auðvitað til sanns vegar færa. Nú ætla ég að venda mínu kvæði í kross og tala svolítið um ástina. Ég tel sjálfan mig mikinn sérfræðing í ást og byggi það álit á rúmlega fimm áratuga reynslu af fyrirbrigðinu. Ég hef, frá því ég var fimm ára, elskað konur útaf lífinu oftast margar í senn en hverja með sínum hætti. Þess vegnaerástin mérdálítið heilagt mál og mér sárnar, þegar fávíslega er um hana talað. Ég efast ekki um að HelgaKress sé allragóðra gjalda verð, hjartahrein, vönduð og verséruð í fræðunum. En í þessum margfróða, fjölvísa og eigulega kvenkosti er þó, að mínum dómi, ein stór gloppa. Konan hefurekki hundsvit á ást. Þessi fullyrðing krefst rökstuðnings. Sá sem lætur frá sér fara setningu einsog þessa: — KARLAVELDIÐ ENDURGELDUR EKKI ÁST KVENNA.... veit einfaldlega ekkert um ást- ina og ekki einu sinni það einasta eina sem all.ir vita, sem sagt að... ástin er ekki gjöf sem sér tii gjalda. Tökum dæmi: Segjum svo að ég tæki nú upp á því, einn góð- an veðurdag að fara að elska Helgu Kress alveg útaf lífinu. Væri bara viðþolslaus. Dettur þá nokkrum í hug að Helga mundi „endurgjalda" ást mína með einhverri umbun sem ákvarðaðist af því hve ríkuleg ást mín var. Ekki aldeilis. Hinsvegar væri meira en hugsanlegt að Helga yrði ástfangin af mér — nokkuð sem mér fyndist í alla staði skiljanlegt — en það væri ást sem ætti sér frumkvæði í kroppnum á Helgu og væri síst af öllu „endur- gjald“. Ástin ereinsog tært lindarvatn eðasólin sjálf. Hennar er hægt að njóta, en unaðurinn verður ekki með neinum hætti endurgoldinn. Því — einsog segir í Ljóðaljóðum Salómós 8. kapítula 7. versi: Þótt einhver vildi gefa öll auðæfi húss síns fyrir ástina þá mundu menn ekki gjöra annað en fyrirlíta hann. Að ætla sér að endurgjalda ást, er einsog að gera sig líklegan til að míga í brunninn þegar búið erað svala þorstanum í tæru lindarvatninu. Sólinni og ástinni er hægt að taka opnum örmum. Búið. Eða einsog skáldið segir: Blessuð sólin elskar allt allt með kossi vekur haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Það er hundalógík og tala um endurgjald fyrir ást, jafnvel þó það sé ást kvenna. Nú vita allir að „ást“ — innan gæsalappa er elsti verslunarvarningurhins uppréttamanns og sala á „blíðu“ — innan gæsalappa, iðja sem konan hefur stundað af kappi frá alda öðli og vissulega ekki endurgjaldslaust. í áratugaþúsundir hefur konan höndlað með svikna vöru, sagst hafa ást á boðstólum, en hafði í raun hatrið eitt að bjóða og það fyrir pen- inga. Slíka „ást“ er nefnilega enginn vandi að end- urgjalda eftir kúnstarinnar reglum. Kannske ættum við Helga Kress að setjast niðurog reiknaút hve miklu karlveldiðer búið að púnga út í gegnum aldirnar til að endurgjalda þá ást kvenna, sem auðvitað er ekki ást konunnar, heldur hatur hórunnar. Annars er heilbrigt fólk, karlar og konur, að verða hundleitt á þessu endalausa svartagalls- rausi „meðvitaðra" kvenna — pipaðra og illa haldinna femínista, sem halda að hægt sé að nærast á ímyndaðri fúlmennsku allra karl- manna, sem eru þó, þegar upp er staðið, helm- ingurinn af mannkyninu. Þetta glórulausa karlahatur er sjúklegt ástand sem verður að laga. Þess vegna segi ég: Hættið að vera einsog freðýsur og þá förum við að elska ykkur útaf lífinu. Hættið að hata okkur og farið að elska okkur. Án endurgjalds. MAT TOHKA IfX jlTL JLí &JKJ ívxvrx Brottför 10. nóv. með leiguflugi til Mallorka Gist á hinu glæsilega íbúðahóteli Royal Playa de Palma. Dæmi um verð Mallorka 14 daga + 3 daga í London kr. 30.830,- Mallorka 7 daga + 4 daga í Amsterdam kr. 30.570 með luxus gistingu. enn er sumar. FERÐASKRIFSTOFA, lönaöarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580. INTÉRHAIIONAI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.