Alþýðublaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 7. nóvember 1987 FRELSI ER GOTT svo langt sem það nær Ef þú bregður þér í dans eitt laugardagskvöld í Reykjavík, eru helmings líkur á því að þú stígir sporin í einhverju af danshúsum Ólafs Laufdals. Ólafur rekur í dag Broadway, sem er stœrsta veitingahús á íslandi, Hollywood og Hótel Borg, ferðaskrifstofu og bílaleigu og er þátttakandi í fjöl- miðlun á Stjörnunni. Utan höfuðstaðarins á hann Sjallann á Akureyri og rekur Hótel Akureyri. Hann byggir stórt og stœkkar enn við sig. Hótel ísland heitir nýjasta afkvœmið, sem rís við Ármúla í Reykjavík. Þar eiga 2500 manns að geta skemmt sér í einu og 1300 manns að geta borðað saman. Eftir mánuð opnar hann „lsland“ upp á gátt fyrir alla — ekki síst fyrir útlendinga,sem þegar koma í kippum til að njóta skemmtanalífsins hér norður í Dumbshafi. Menn kroppa augun hver úr öðrum en ef þú ert ekki með verðurðu undir. Ég lagði leið minatil hans milda morgunstund. Ólafur vildi ræöa málin. Sagðist vanur þvl en reyndar alltaf um „sömu froðuna". Ég sagði honum að ég hefði meiri áhuga á að kynnast mannin- um Olafi Laufdal og fræðast um hvað honum þætti kær- ast í veraldarvafstrinu — um hans llfsskoðanir. Hver er hann þessi Ólafur Laufdai? „Ég er alls ekki maður til þess að svara þvl,“ svarar Ólafur. „Ég hef heldur ekki stúderaö persónuna Ólaf Laufdal." Hverjir eru helstu kostir þínir? „Kannski aö ég hef gert hluti á skemmri tlma en aðrir, hluti sem aðrirvildu hafa framkvæmt." Heldurðu að aðrir gangi í dag með sömu drauma og þú gekkst með? „Ég gekk ekki meö neina drauma. Þetta hefur bara komið hvert af öðru. Auðvitað hefur mér gengiö vel — jafnvel ótrúlega vel miðað við annað sem skeður ( þjóðfélaginu." Ætlaðir þú þér að verða þessi athafnamaður? „Um leið og ég fór I bissn- ess var ég alveg ákveöinn [ þvi að verða (fyrsta sæti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.