Alþýðublaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 7. nóvember 1987
7
VEROLD
Þorsteinn Helgason
skrifar
Víetnömsk skólabörn á Islandi
SVIPAR
HJÖRTUNUM
SAMAN?
/ árslok 1979 komu víetnamskir flóttamenn hingað
til lands og urðu um 50 talsins áður en yfir lauk.
Þeir eru nú orðnir þegnar í íslenska samfélaginu;
foreldrarnir stunda ýmiss konar vinnu og börnin
ganga í íslenska skóla. Það er mál að staldra við og
lœra af fenginni reynslu áður en fleiri hópar flótta-
manna koma til landsins. Að svo verði er óhjá-
kvœmilegt þó að við lítum oft svo á að um okkur
hljóti að gilda aðrar reglur en aðra þegna í sam-
félagi þjóðanna.
Raunar er búið að kanna
einn þátt af þessari reynslu:
skólagöngu vfetnömsku barn-
anna. Það gerði Ólöf Garö-
arsdóttir og birtir í ritgerð við
Kennaraháskóla íslands.
Könnunin er einkum byggð á
viðtölum við kennara barn-
anna og er holl lesning, einn-
ig vegna þess að þar er litið
á málið frá mörgum hliðum,
t.d. er hugað að sögunni og
uppeldisfræðinni.
2000 ára aðdragandi
Víetnamarnir, sem hér eru
flóttamenn, eru í rauninni
Kinverjar. Saga Kína og Víet-
nams hefur lengi fléttast
saman. Menningaráhrif og yf-
irráð Kínverja í Víetnam eiga
sér 2000 ára sögu og Kínverj-
ar hafa sótt til landsins i
suðri allt frá 16. öld, í at-
vinnuleit eða landflótta.
Stundum voru þeir ofsóttir —
eins og gyðingar í Evrópu —
ef skarst í odda með stjórn-
völdum rlkjanna. Síðasta of-
sóknarhrinan hófst upp úr
1970 þegar Maóstjórnin í
Kína tók að vingast við
Bandarlkjamenn sem Viet-
namar áttu þá i stríði við. Enn
var saumað að mörgum kín-
verskum innflytjanda þegar
úti var um viðskipti við
bandarfska herliðið I Vietnam
og kreppt var að einkafram-
takinu með nýrri efnahags-
stefnu eftir 1975. Ekki bætti
úr skák að Víetnamar réðust
inn í Kampútseu um ára-
mótin 1979/80 og kinversk
stjórnvöld „refsuðu" þeim
fyrir tiltækið með mann-
skæðri herför inn ( Víetnam
skömmu slöar. í kjölfarið á
þessum atburðum hófst
flóttamannastraumur frá Víet-
nam sem alkunna er.
Ábyrgð okkar
Getum við dregið einhverja
ályktun af þessari sögu um
ábyrgð okkar eða ábyrgöar-
leysi gagnvart vletnömskum
flóttamönnum?
í rauninni er tómt mál að
tala um hverjir beri sök á
flóttamannavandanum á
hverjum tima. Meðan enn
þekkjast styrjaldir, stórvelda-
yfirgangurog harðstjórn (og
það verður enn um hríð) verð-
ur að gera flóttamönnunum
llfið bærilegt. Við höfum
flesta burði til að leggja hér
mikið af mörkum: rlkidæmi,
nóg land, atvinnu, sveigjan-
leika i samfélaginu ... Stað-
reyndin er hins vegar sú að
þeir sem hafa axlað mesta
ábyrgðina skortir margt og
jafnvel allt af þessu.
En hvernig hefur víet-
nömsku flóttamannabörnun-
um vegnað í skólunum hér á
landi?
Skólagangan
Best hefur börnunum frá
Vietnam gengið í námsgrein-
um eins og stærðfræði og
handavinnu, greinum sem eru
ekki eins menningarbundnar
og íslenska og samfélags-
greinarnar. „Kennarar tala oft
um að sveitalífsrómantík
höfði ekki til Islenskra ung-
linga í dag,“ segir Ólöf Garð-
arsdóttir I ritgerðinni sem áö-
ur var nefnd. „Þó eru ekki
nema 1-2 kynslóðir síðan
bókmenntir af þvl tagi tengd-
ust sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar órofa böndum. Þegar
Islenskir unglingar eiga í erf-
iöleikum með að skilja þess-
ar bókmenntir, hvernig getum
við ætlast til þess af þeim
víetnömsku."
Þegar Víetnamarnir komu
hingað var þeim ætlað eitt ár
til íslenskunáms. Það sem
slðan hefur þurft af islensku-
og stuðningskennslu hefur
verið tekið af kvóta hvers
skóla.
Margir kennararnir hafa
lagt sig mjög fram um að
skilja menningarbakgrunn
barnanna og hjálpa þeim að
átta sig á íslensku samfélagi
og tungumáli. En eitt hefur
sárlega vantað á námið.
Að eiga sér menningu
Skólabörnin frá Víetnam
hafa ekki fengið kennslu-
líf í Kína
ÞJOÐSÖGUR
OG SAGNIR
FRÁ VÍETNAM
Bók á tvcimur tungumálum:
- Vícínömsku og íslcnsku -
stundir i móðurmáli sínu,
kinversku, ef frá er skilin til-
raunastarfsemi í Vesturbæj-
arskóla um skamma hríð. Nú
skyldi margur halda að flest
væri brýnna en að fá tilsögn í
málinu sem börnin kunna. En
reynslan hefur kennt að fátt
er nauðsynlegra.
Þegar finnsk börn tóku að
flykkjast í skóla I Svlþjóð á
sjöunda áratugnum og jafn-
vel fyrr var allt gert til þess
að kenna þeim sænsku svo
að þau „kæmust inn i
sænska samfélagið". Þeim
var jafnvel bannað að tala
finnsku sín á milli og foreldr-
arnir hvattir til að tala
sænsku á heimilunum. Síðar
komust menn aó því að hér
var kolrangt að farið.
Öllum er nauðsynlegt að
eiga móðurmál. Enginn getur
tileinkað sér annað mál til
einhverrar hlitar nema hann
eigi móðurmál til að byggja
á. Mál er meira en hljóð sem
menn mynda með koki og
tungu. í málinu býr menning-
in, tilfinningin og skilningur-
inn. Það blekkir hve börn eru
fljót að herma eftir, að koma
sér upp „sandkassamáli"
með réttum hljóðum og fram-
burði, svo þau virðast altal-
andi. Eftir nokkur ár, þegar
skólanámið er orðið flóknara,
kemur í Ijós hve kunnáttan
var yfirborðsleg. Þetta hefur
m.a. komið fram á óvæntan
hátt með því að börnum inn-
flytjenda, sem eru fædd i
landinu sem flutt var til, hef-
ur oft gengið verr í skóla en
þeim sem komu þangað með
foreldrum sinum. Þau fengu
nefnilega ekki eins sterkan
mál- og menningararf í
vöggugjöf.
Enginn flýr uppruna sinn.
Innflytjendur þurfa i senn að
varðveita arfleiföina og að
verða þegnar í nýju samfé-
lagi. Sennilega er meiri
ógæfa að glata þvf fyrra en
að missa af því slðara. Þetta
máttu Vestur-íslendingar
reyna. Þó að hjörtum mann-
anna svipi saman í Súdan
(eða Saigon) og Grímsnesinu
Lesmál sem nýtist i kennslu
vietnamsk-kinversku barnanna i is-
lenskum skólum — og til að efla
skilning íslenskra barna. Meira þarf
að gera af þessu tagi þegar við tökum
nœst við hópi flóttamanna.
Eitt höfum við van-
rækt: Skólabörnin hafa
ekki fengið kennslu-
stundir í móðurmáli
sínu, kínversku. „Öllum
er nauðsynlegt að eiga
móðurmál. Enginn get-
ur tileinkað sér annað
mál til einhverrar hlítar
nema hann eigi móður-
mál til að byggja á,“
segir Þorsteinn í grein
sinni meðal annars.
er geysilega margt sem að-
skilur. Innflytjendurnir gera
sjálfum sér óleik með því að
reyna að breiða yfir sérstöðu
sína og heimamenn eiga að
hafa vit á því að fjörga menn-
ingu sina með nýjum kvist-
um.
Úrbœtur
Næst þegar við tökum við
flóttamönnum (eða öðrum
innflytjendum í einhverjum
mæli) þurfum við að bæta
um betur frá því sem sfðast
var gert. Tillögur Ólafar Garð-
arsdóttur til úrbóta í skóla-
málunum eru þessar.
a. Skólarnir þurfa að fá sér-
staka fjárveitingu til að
sinna íslenskukennslu er-
lendu barnanna.
b. Námsskráin þarf að vera
svo sveigjanleg að leyfi-
legt sé t.d. að fella niður
dönskunám hjá þessum
nemendum.
c. Kennararnir þurfa hjálp
með sérstakt námsefni
sem er lagað að þörfum
þessara nemenda. Hér má
nýta reynslu frá öðrum
löndum.
d. Kennsla i móðurmálinu og
um menningu uppruna-
landsins er nemendunum
bráðnauðsynleg.
ísland er að mörgu leyti
heppilegur áfangastaður fyrir
þá sem þurfa að yfirgefa
heimaland sitt af einhverjum
ástæðum. Hér hefur lengi
verið næg atvinna, atvinnulíf-
ið i smáum einingum og
býsna sveigjanlegt og sam-
skipti manna á meðal frekar
óþvinguð. Sumir Vietnamarn-
ir hafa einnig eignast góða
vini og hjálparhellur hér á
landi. Hins vegar hafa margir
einangrast, ekki síst eigin-
konur sem sitja heima.
Næst þurfum við að taka á
þessum málum með meiri
myndarskap. íslensk greið-
vikni og lipurð þurfa ekki að
biða tjón af svolitið meira
skipulagi. Það gæti orðið
kærkomin viðbót.