Alþýðublaðið - 14.11.1987, Qupperneq 5
Laugardagur 14. nóvember 1987
5
FRETTIR
Smábátasjómenn:
LEIGJA BAT
OG KVÓTA
Takmarkanir kvótafrumvarpsins
bjóða upp á lögbrot að sögn smábátasjómanna
Trillukarlar leigja sér bara
bát og kvóta þegar þeir eru
búnir með sinn, eða landa á
nafn annars báts. Takmarkan-
irnar sem boðaðar eru í nýja
kvótafrumvarpinu bjóða upp
á að menn reyni að fara í
kringum það. Þetta kemur
fram í spjalli sem Alþýðu-
blaðið átti við smábátasjó-
mann.
í 9. grein frumvarps til laga
um stjórn fiskveiða kemur f-
ram að bátum undir 6 tonn-
um er óheimilt að veiða
meira en 40 tonn árlega, en
bátar 6—10 tonn fá ákveðið
aflahámark miðað við meðal-
afla á ákveðnu viðmiðunar-
tímabili. Samkvæmt heimild-
um Alþýðublaðsins bjóða
þessar takmarkanir upp á
það að menn fari í kring um
reglurnar.
„Þegar menn eru búnir
með kvótann sinn, taka þeir
sér bara á leigu bát sem er
lítið i fiskiríi og halda áfram,“
sagði smábátasjómaður sem
Alþýðublaðið ræddi við.
Sagðist hann þekkja dæmi
þess að menn hafi veitt
áfram á stórum báti, en land-
að þvi á trillu, sem þeir
annaðhvort eiga eða hafa tek-
ið á leigu. í morgum tilfellum
eru þeireinnig fiskverkendur,
eða þeir semja við fiskverk-
andann. Þannig að eftirlit
með þessu er svo til ekkert.
„Þetta býður upp á svona
vinnubrögð. Það er ófært að
smíða kerfi sem beinlíns
leiðir af sér þörf manna að
brjóta það í nauðvörn." Að
mati smábátasjómannsins er
þessi tillaga algjörlega óhæf,
illa unnin og ókunnáttusam-
lega. Hún væri greinilega
unnin af mönnum sem ekkert
þekkja til smábátaútgerðar.
Smábátasjómönnum væri
ekki svarað þegar þeir benda
á annmarkana.
Að mati viðmælanda
blaðsins væri ekki tekið tillit
til atvinnumannanna eins og
sagt væri, heldur miðaðist
þetta frekar við „hobbý“
menn.
ERUHfl EKKI
ÞflGNflÐAR"
M
Turninn á Lækjartorgi i Reykjavik öðlaðist nýtt hlutverk i gær þegar upp-
lýsingaþjónusta Miðlunar, Gula linan, opnaði þar útibú. A—mynd:
Róbert.
HÁTÍÐAHÖLD í GRANDA
Mikil hátíðahöld verða í
Granda hf. i dag. Starfsmönn-
um og fjölskyldum þeirra er
boðið að koma og taka þátt i
hátíðahöldunum. Tilgangur-
inn er að gefa aðstandendum
starfsmanna kost á að kynn-
ast af eigin raun fyrirtækinu
þar sem feður þeirra, mæður
systkini og aðrir nákomnir
starfa dags daglega.
Með þessu vonast stjórn-
endur Granda hf. að fjöl-
skyldan í heild nái að auka
tengsl sín og skilning á
mikilvægi þeirrar starfsemi
sem fer fram í Gránda. Að
sögn forráðamanna Granda
Verðkönnun Verðlagsstofnunar:
NÝI BÆR DÝRASTI
STÓRMARKADURINN
Verðlag í verslunni Fjarðar-
kaup í Hafnarfirði er í 89%
tilvika fyrir neðan meðalverð.
Nýi bær, Eiðistorgi, verðlegg-
ur hins vegar sínar vöru r í
flestum tilvikum fyrir ofan
meðalverð, eða i 88% tilvika.
Þetta kemur fram í verðkönn-
un sem Verðlagsstofnun
gerði í ellefu stórmörkuðum
nú í október. Þar segir enn
fremur að Nýi bær sé oftast
með hæsta verð á vörum sín-
um eða á 157 vörutegundum
af 265. Fjarðarkaup í Hafnar-
firði reyndist hins vegar vera
með lægsta verð á 127 vöru-
tegundum af 289. Hagkaup í
Kringlunni kemst næst Fjarö-
arkaupum, er með lægsta
verð á 56 vörutegundum af
262.
Það virðist vera sama hvað
Verðlagsstofnun tók fyrir í
könuninni, Nýi bær, var yfir-
leitt með hæsta verð. Tekin
var saman hlutfallslegur
fjöldi með hæsta og lægsta
verð og var þá um 60% vöru-
tegunda i Nýja bæ með
hæsta verð. Aftur á móti var
um helmingur vörutegunda í
Fjarðarkaupum með lægsta
verð. Á meðfylgjandi súluriti
má sjá að Fjarðarkaup er oft-
ast fyrir neðan meðalverð en
Nýi bær fyrir ofan.
%
90
80
70
60
50
40
30
20
10
meðalverð
10
20
30
40
50
60
70
- 80
90
Verð fyrir neðan og ofan meðalverð
HLUTFALLSLEGUR FJÖLDI VÖRUTEGUNDA í HVERRI
VF.RSL.UN FYRIR OFAN MEÐALVERÐ.
.111
H •••
4 o- l-i _ c S- c S 3 5S cl'E si 11
1 §■
2 S
HI.UTFALLSLEGUR FJÖI.DI VÖRUTEGUNDA í HVERRl
VERSLUN FYRIR NEÐAN MEÐALVERÐ.
hf. er þetta einnig verðugt
tækifæri til að kynna yngri
kynslóðinni aðal atvinnuveg
þjóðarinnar.
Fyrirtækið verður opið frá
kl. 13.00—18.00. í Granda-
garði verður kynning á starf-
semi og vinnuaðstöðu og
opnuð málverkasýning, sem
fengin er að láni frá Lista-
safni A.S.Í.
Bakkaskemma, sem hýsir
mikinn hluta af starfsaðstöðu
Granda hf. verður einnig opin
gestum. Það verður m. a.
kynnt aðstaða starfsmanna-
félags Granda. í Norðurgarði
verða til sýnis ýmsar fiskteg-
undir og á skrifstofunni sem
er þarna til húsa verður boðið
upp á tölvuleiki og fleira. All-
an daginn verða standandi
kaffiveitingar í mötuneytinu
og úti fyrir Norðurgarði verð-
ur einn að togurum Granda
hf. til sýnis. Þeir.sem langar í
siglingu, eiga þess kost að
fara með togaranum stutta
ferð. Fyrsta ferð verður farin
kl. 13.00 og sú slðasta kl.
17.00.
segir Þórhildur Þorleifs-
dóttir við ummælum
Baidvins Jónssonar.
Næsta skref jafnréttis-
baráttunnar,
karlakeppni?
Andstæðingar fegurða-
samkeppna eru ekki þagnað-
ir, þó árangur islenskra
stúikna i heimsmeistara-
keppni í fegurð undanfarin ár
hafi verið góður. Þeir segja
þetta ánægjulegt fyrir stúlk-
urnar, en fegurðarmælikvarð-
inn sé út i hött. Næsta skref
jafnréttisbaráttunnar fegurð-
arsamkeppni karla?
„Maður hefur ekkert á móti
fallegu kvenfólki frekar en
fallegum körlum," sagði Þór-
hildur Þorleifsdóttir þingmað-
ur Kvennalistans, er Alþýðu-
blaðið bar undir hana um-
mæli Baldvins Jónssonar í
Mbl. í gær, þar sem hann
vonast til að raddir andstæð-
inga fegurðarsamkeppna séu
þagnaðar, vegna glæsilegs
árangurs íslenskra stúlkna I
slikum keppnum undanfarin
ár.
„Þær raddir hafa ekkert
með það að gera hvort þess-
ar stúlkur ná árangri í keppni
eða ekki, heldur það mat
sem lagt er á kvenfólk með
því að stilla þeim upp til sýn-
is og dæma hver sé „falleg-
ust“. Fannst henni þessi
notkun á kvenlíkamanum, til-
litslaust til annarra verðleika,
vera niðurlægjandi. Sagði
hún að árangur þessara
stúlkna væri auðvitað
ánægjulegur fyrir þær. „Það
er auðvitað gleðilegt fyrir
þær að ná árangri á þeirri
braut sem þær velja sér.
Maður er ekkert að amast við
þessum stúlkum, manni
finnst þær nánast vera fórn-
arlömb sjónarmiða karla."
Sagði hún að á meöan
karlmenn telja sér sæmandi
aö mæla kvenfólk eftir þess-
um mælikvarða sé langt í
land. „Það er kannski væn-
legast til árangurs í jafnrétt-
isbaráttunni að efna til veg-
legrar karlakeppni og sjá
hvað þeim þætti um það.“
Tilkynning frá
Lyfjaeftirliti ríkisins,
Lyfjanefnd og
Lyfjaverðlagsnefnd
Skrifstof ur f ramangreindra aðila hafa verið fluttar að
Eiðistorgi 15, 3. hæð, Seltjarnarneshreppi (dyrasími
og inngangur frá 1jp§inu).
Nýtt símanúmer efrsL
(91) 61 21 11.
Póstfang
Lyfjaefti^
Pósthólr240.
172 Seltjarnarnesi.
Lyfjanefnd:
Pósthólf 180.
172 Seltjamarnesj