Alþýðublaðið - 14.11.1987, Síða 8
8
Laugardagur 14. nóvember 1987
Er þetta ekki óskhyggja?
„Nei, það held ég ekki.
Maðurinn hefur tilhneigingu
til að lifa I gegn og ná I gegn.
Við erum svo lánsöm að búa
á íslandi í þjóðfélagi nálægð-
ar. Fjölskyldan er þrátt fyrir
allt sterk á íslandi. Ég kynnt-
ist þessu á sjúkrahúsum í
Bandaríkjunum og sé betur
og betur hve gott við eigum.
Við erum ekki eins ein vegna
þessara sterku banda.
Við hverfum ekki aftur til
fortíðarinnar. En við höfum
þörf á því að vera heima. Og
sjúkrahúsin eru að koma til
móts viö þetta. Fyrir 15 árum
máttu foreldrar ekki vera hjá
barninu á spítala. Nú er þetta
breytt. Barnið þarf hina föstu
punkta að heiman. Reynslan
kennir okkur að ekkert kemur
í stað hins nána sambands
að heiman."
Að „ráðstafa sínu
húsi“
Margir hjúkrunarfræðingar
aðhyllast heildarsýn á sjúkl-
ingnum. Elísabet Ingólfsdótt-
ir geðhjúkrunarfræðingur er
ein þeirra. Hún telur að líta
beri á sjúklinginn út frá
'íkamlegum, trúarlegum og
gec rænum þörfum hans. ‘
■ vj hl:ðSjO!i di í;ebS'J
Þ. 'fi að færa hjúkrun
út i samteiagió til þeirra sem
þurfa á henni að halda. Þann-
ig megi koma í veg fyrir ó-
tfmabæra innlögn á sjúkra-
hús. Aðhlynningin sé ekki
síður æskileg úti I samfélag-
inu, f fjölskyldunni og á
vinnustaðnum. Elísabet nefn-
ir m.a. það sem hún kallar
sektarkennd. Það þurfi að
taka af fólki sektarkenndina,
sem það burðist með vegna
þess að það á fullt í fangi
með að lifa samkvæmt þeim
kröfum sem þjóðfélagið setji.
„Fólk þarf að vinna mikið.
Öðruvísi kemst þaö ekki af f
okkar þjóðafélagi. Sjáðu
unga fólkið. Ég dáist að því
hvernig það getur átt við oft
á tfðum ósanngjarnar kröfur (
vinnunni, heima að það al-
mennt standi sig.“
Sr. Sigfinnur nefnir líka
sektarkenndina, sem fólk
finnur til þegar það þarf að
láta foreldrana frá sér. Það
þurfi að beita forvarnarstarfi.
Það sé mjög mikilvægt að
gamla fólkið geti valið um
samastað í tilverunni meðan
kraftar séu ekki þrotnir, svo
að það lendi ekki ( þvf að
„verða ráðstafað."
„Það er óskaplega sár til-
finning að finna að maður sé
fyrir. Það er dyggð að vinna,
en margt gamalt fólk lendi í
þvl að finnast það vera
einskis virði,“ segir Sigfinnur.
„Sama tilfinning er gagnvart
dauðanum. Þess vegna er
nauðsynlegt að geta „ráð-
stafað sfnu húsi“ f tæka tfð,
svo að maður haldi sjálfsvirð-
ingunni. Þetta þýðir ekki að
það sé til ein allsherjar lausn
á „vanda“ ellinnar. Það fer eft-
ir aöstæðum hvers og eins
hvaða lausn er hentugust.
Sumir eru að glfma við ein-
semdina, en það er gagnlegt
að læknirinn þekki aðstæður,
þekki heimilið og geti gripið
inn f á réttri stundu. Hjúkr-
unarfólk lærir að vinna undir
álagi. En það eru önnur svið
tilverunnar, þar sem þú ert
óundirbúinn. Þú forðast að
glíma við að vera með fólki I
mikilli neyð. Fyrir bragðið
ferðu á mis við tilverusvið
sem veitir mikið.
Maðurinn hefur alltaf fund-
ið til, eða hvað er að vera
maður? Ytra umhverfi okkar
hefur breyst og onðið flókn-
ara. Þess vegna er kannski
brýnna að leysa vanda. Við
getum rétt öðrum hjálpar-
hönd f neyð. Við vitum að við
erum ekki ( höndum óvfgra
örlaga, heldur er merking f
þvf sem virðist mwrkingar-
laust.“
Elísabet Ingólfsdóttir: „Þaö er eins og það gleymist i nútímanum að við höfum
tilfinningar. . . “
Kristín Davíðsdóttir: Við þurfum ekki bara að sinna sjúklingum, heldur og ekki
síður œttingjum og aðstandendum.
Lilja Harðardóttir: Það gleymist oft að sá sem er valdur að slysi, á erfiðar
stundir.
Gorbatsjoff leggur iínuna fyrir síbíríska verkamenn. Hann lofar ekki Stalín í
Perestrojku eins og Mogginn og fleiri hafa haldið fram að undanförnu.
Perestrojka
KEMUR UT
Á MIÐVIKUDAG
Bókin hans Gorba-
tsjoffs, PERE-
STROJKA kemur út hjá
Iðunni á miðvikudag.
Nokkur leynd hefur
hvílt yfir bókinni sjálfri,
en þó hafa kaflar birst í
erlendum blöðum.
Reykjavík ber á góma,
og heitir einn kaflinn
REYKJAVÍK og annar
EFTIR REYKJAVÍK,
eins og fram kemur í
viðtali blaðsins við
HEIMIPÁLSSON sem
stjórnað hefur þýðingu
bókarinnar.
Er þetta skemmtileg bók?
Ég er ekki viss um hvað
menn eiga við þegar svona er
spurt. Bók sem fjallar um
öryggismál og stórveldapól-
itfk nútfmans er auðvitað
ekki brandarabók. Hún er
hinsvegar geysimikilvæg bók
og hefur þá sérstöðu að vera •
mikilvæg fyrir allar þjóðir ef
maöur getur leyft sér að nota
stór orð.
Mér finnst lika afar fróð-
legt að sjá f einni bók talað
ýmist til austurheims eða
vestur, því stundum hugsar
höfundur sér greinilega að
hann sé fyrst og fremst að
tala til landa sinna, stundum
beinir hann málinu nær ein-
vörðungu til Vesturlandabúa.
Þarna má þá beinlínis fá
sögulegan fróðleik af því að
athuga hvernig talað er til
hvors hópsins.
Mikið hefur verið rætt um
viðhorfin til Stalíns, jafnvel
endurreisn hans?
Já, maður gat meira að
segja lesiö leiðara í Mogga
um bókina áður en nokkur
maöur á þeim bæ hafði séð
annað en fréttaskeyti frá
Reuter um málið! Eg get ekki
að því gert að þessar stað-
hæfingar hafa rifjað uþþ
sögu sem sögð var af ofsa-
trúarmanni sem sagði:
„Stendur ekki í Biblfunni Og
hann gekk út og hengdi sig?“
Jú, enginn gat víst neitað þvf.
„Stendur þar ekki Ifka Far þú
og ger slíkt hið sama?“ —
Einmitt með þessum hætti
finnst mér menn hljóti að
lesa Perestrojku ef þeir geta
lesið úr henni aðdáun á
Jósef Stalín. Þvf eitt er að sjá
eignaupptökuna og samyrkju-.
búin í sögulegu samhengi,
annað að lofa Stalfn. Það
gerir reyndar Gorbatsjov ekki
f þessari bók, svo mikið er
mér óhætt að segja!
Höfundurinn vakti mikla
athygli þegar hann kom hér á
toppfundinn. Hefur hann eitt-
hvað um þann fund að segja?
Já, hann hefur sitthvað að
segja um Reykjavíkurfundinn
og ég trúi menn eigi eftir að
lesa þær llnur talsvert stór-
eygir. Mér hefur reyndar verið
sagt að Gorbatsjov nefni
Reykjavík oft í ræðum sínum,
jafnvel f þá veru að hann
bendi á land og þjóð sem
fyrirmynd! Það hefurokkur
löngum þótt gott að heyra, ef
útlendingar vilja hæla okkur!
í Perestrojku heitir einn kafl-
inn Reykjavík og annar hefur
fyrirsögnina Eftir Reykjavík.
Það segir ofurlftið um hug
höfundar.
Kemur eitthvað nýtt fram
um samræður þeirra leiðtog-
anna?
Ég held óhætt sé að full-
yrða að menn muni sjá alla
toppfundi I öðru Ijósi eftir að
hafa lesið þessa bók en áður.
Auðvitaö er höfundur hennar
ekki hlutlaus aðili málsins,
fyrr mætti nú vera, en þaö að
eiga kost á að skoða þessa
fundi með hans augum —
auðvitað gefur þaö manni
nýja möguleika.
Ég held llka að þessi bók
eigi eftir að reynast mjög
mikilvæg á næstu misserum
einfaldlega vegna þess að
aðrir leiðtogar stórvelda
hljóta að þurfa að taka af-
stöðu til hennar. Gorbatsjov
hefur gert glasnostina, opin-
skárri umræðu, að kjarna
málsins, ekki bara innan-
lands hjá sér heldur með
þessari bók Ifka út á við.
Hvað um þýðinguna? Það
hefur komið fram að þið
þýdduð ekki úr frummálinu.
Nei, rétt er það. Við þýdd-
um úr ensku en höfum hins
vegar rússneska textann til
hliðsjónar — a.m.k. nóg til að
sannfæra okkur um að efnis-
lega væri hin enska þýðing
mjög áreiöanleg. En það
segir sig svo sjálft að bók
sem fyrst er þýdd af tíu þýð-
endum úr rússnesku og
sfðan aftur af tfu þýðendum
á fslensku hún hlýtur að
glata mörgum sérkennum
slnum í stfl við allt þetta
ferðalag. Það hefur komið í
minn hlut að reyna að sam-
ræma og færa textann til
þess horfs að einn maður
hefði getað skrifað svo á
íslensku. Lesendanna verður
að dæma hvernig það hefur
til tekist. En samstarfið við
þýðendurna var skemmtilegt
og þá einkum gaman að
finna hve mikill áhugi þeirra
varð þegar til var tekið.