Alþýðublaðið - 14.11.1987, Page 15

Alþýðublaðið - 14.11.1987, Page 15
Laugardagur 14. nóvember 1987 15 UMRÆÐA Óttar Guðmundsson skrifar MENGUN OG OLÍA „Ef þursanum á Miðnesheiði tekst að menga hugarfar okkar svo að við teljum öll vandrœðin sem af honum stafa nauð- synleg fyrir íslenska þjóð, líður ekki á löngu áður en hann mun auka umsvif sin á öllum sviðum, “ skrifar Óttar Guð- mundsson m.a. í umrœðugrein sinni. Þau tíðindi bárust í vikunni af Suðurnesjum, að menn hafi uppgötvað leka i olfu- leiðslum varnarliðsins og sennilegast hafi 75000 lítrar af olíu runnið niðrí jarðveg- inn. Uppi varð fótur og fit, sett var á laggirnr einhvers konar íslensk rannsóknar- nefnd og önnur amerísk átti að vera á leiðinni til landsins til að bjarga málunum. Frétt- irnar um amerisku björgunar- sveitina báru keim af frá- sögnum um John Wayne og alla hans bræður sem fara um heiminn undir gunnfán- um frelsis, bræðralags og lýðræðis og bjarga honum frá hvers kyns ósóma eins og lekandi olíuleiðslum og tryllt- um kommúnistum. íslenska rannsóknarnefndin verst enn allra frétta en þó segja menn enga olfu enn komna í vatns- ból Suðurnesjamanna hvað svg sem síðar verður. íslendingar eru meðlimir í Nato og hér hefur verið her í landinu um árabil. Sú kyn- slóð Þorsteins Pálssonar, sem nú er að taka við stjórn- völnum á flestum svið, hefur aldrei lifað herlaust land, svo ameríski herinn á Miðnes- heiði er hluti af heimsmynd uppvaxtaráranna og raun- heimi fullorðinsáranna. Is- land án erlendra hermanna i Keflavfk er fjarlægur, róman- tiskur draumur, svona eins og Alþingi á Þingvöllum eða Biskupssetur I skálholti, eitt- hvað fjarlægt og óraunhæft sem var, en kemur aldrei aft- ur. Baráttan gegn herstöðinni i Keflavík hefur farið hljótt og lítið borið á hernámsand- stæðingum um nokkurt skeið. Arlegum Keflavikur- göngum hefur farið fækkandi og þátttaka í þeim næsta klén. Eftir því sem herinn gerist fastari i sessi verður fólk vanara honum og fer að líta á hann og allt hans hafur- task eins og sjálfsagðan hluta af raunveruleika þessa lands. Samkvæmt skoðana- könnunum er stór meirihluti þjóðarinnar samþykkur veru hersins hér. * Fréttir sem bárust úr Njarðvíkunum í vikunni sýna okkur hversu hátt verð Suður- nesjamenn verða að greiða fyrir hersetuna. Þeir hafa lif- að með herinn við bæjardyrn- ar um árabil og vanist hon- um. Fjöldi Suðurnesjamanna sækiratvinnu sínaog lífsaf- komu á Völlinn og obbi þessa fólks telur sig ekki geta lifað án hers í landinu. Þessir einstaklingar hafa van- ist því að vinna og lifa í tveimur býsna ólíkum þjóðfé- lögum, annars vegar slnu eig- in því (slenska og hins vegar hinu erlenda bandaríska þjóðfélagi. Hersetan i Kefla- vlk er þessum einstaklingum nauðsynlegur hluti tilverunn- ar og fyrir þeim er herlaust land ekki fjarlægur draumur heldur fjarlæg martröð at- vinnuleysis og versnandi lífs- afkomu. Hernum hefur þann- ig tekist á snilldarlegan hátt að festa sig i sessi á mörg- um sviðum og uþp er kominn stór hópur íslendinga, sem getur ekki hugsað sér her- laust land. Mér hefur stundum fundist herinn á Miðnesheiði vera eins og risavaxinn þurs, sem býr í nágrenni við okkur og lætur okkur í friði en hefur lofað að vernda okkur fyrir óvinum okkar ef einhverjir eru. En það kostar sitt að hafa þursann á heiðinni og það hafa Suðurnesjamenn lært á liðnum áratugum. Ég var að vinna sem læknir I Keflavík um nokkurt skeið og fór þá að skilja betur en áður hverju verði vernd þursans er greidd. Þannig þarf þursinn mikinn fjölda verkamanna til að vinna fyrir sig. Einhverjir verða að sópa fletið hans, elda mat ofan I hann, keyra bílana hans og byggja fyrir hann hýbýli. Þeirsem þetta gera eru Islendingarnir sem búa í nágrenni vallarins og er fátt eitt um það að segja. En meðan þeir eru að stjana við þursann geta þeir ekki gert neitt annað svo mikil fólksekla er í öðrum at- vinnugreinum á Suðurnesjum og hafa innlendir vinnustaðir fundiö fyrir því í ríkum mæli. Fiskiðnaður hefur farið minnkandi, fiskveiðakvóti ver- ið færður frá Suðurnesjum í önnur byggðarlög og þannig mætti lengi telja. En þursinn hefur fleiri þarfir sem þarf að fullnægja. Hann veröur að lifa kynlífi eins og allir aðrir og leitar því fanga í því skyni niðri byggðirnar allt í kring. Margar stúlkur hrífast af mik- illeika þursans og leggjast með honum i eina sæng, eiga með honum börn og flytjast siöan til Bandarikj- anna til langframa. margar eru þær fjölskyldurnar á Suð- urnesjum sem þannig hafa séð á bak dætrum sínum og barnabörnum yfir hafið til annars lands. Mikill varoft söknuður þessa fólks og hryggðin stór en flestir báru harm sinn í hljóði, þó ég sem læknir fengi oftlega að heyra þær raunatölur. Mér eru minnisstæð mörg heimili á Suðurnesjum þar sem eldra fólk sýndi myndir af brott- fluttum börnum sínum með tár í augum og t'alaði eins og viðkomandi einstaklingar væru þeim horfnir um eilifð. Þannig þarf að fórna miklu til að halda þursanum ánægð- um. * Nú virðast Suðurnesja- menn enn þurfa að greiða hátt verð fyrir hersetuna ,, 75000 lítrar af olíu hafa farið niðri jarðveginn og geta mögulega runnið í vatnsbólin og mengað þau til langframa. Málinu verður þó sennilegast drepið á dreif, sýnin í rann- sókn, óhægt um vik við rann- sókn þess, engar haldbærar sannanir enn sem sýna neitt sem henda má reiður á o. s. frv. Þursinn er viðkvæmur í lund og ekki má móðga hann eða erta þvi þá gæti hann reiðst með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því ber að tala gætilega um þetta olíumál og ekki rasa um ráð fram. Menn viröast vilja mikið til þess vinna að halda þursan- um góðum enda er hægt að notfæra sér vináttu hans til ýmissa gagnlegra hluta. Þannig fór Steingrímur Her- mannsson um daginn til að- standenda þursans og not- færði sér veru hans hérna til að fá að veiöa áfram hvali við ísland. Þessar hvalveiðar eru i trássi við alþjóðaiög og margir sem eru þeim mót- fallnir svo þá var gott að eiga hauk I horni sem þursinn er og notfæra sér hann til aö murka lifið úr þessum hvöl- um. Suðurnesjamenn verða þvi um ókomin ár að una þeirri stöðu sem þeir eru f. Herinn er í næsta nágrenni við þá og þeir verða að borga fyrir sig í framtíðinni eins og áður með atvinnuvegunum slnum sem ekki fá mannafla til starfa, með dætrum sinum og barnabörnum sem flytjast á brott til annars lands og nú síðast með vatnsbólunum sinum sem kannski mengast af olíu. Auk þeirrar mengunar sitja þeir uppi með hávaða- mengun, málfarsmengun, fjármálamengun, fikniefna- mengun, smyglmengun auk annarrar mengunar. En erfið- ust er þó mengun hugarfars- ins sem telur þursann og öll þau vandræði sem af honum stafa nauðsynleg fyrir is- lenska þjóð. Ef þursanum tekst að koma þeirri hugsun inn hjá okkur öllum, líður ekki á löngu áður en hann mun enn auka umsvif á öll- um sviðum. Þá veröa fljót- lega flest allar lindir og upp- sprettur þessa lands, hvaða nafni sem þær nefnast mengaðar af einhverju sem við vitum aldrei hvað er og næsta kynslóð mun sætta sig við það með bros á vör vegna þess að hún þekkir ekkert annaö. Skagfirðingar — Sauðárkróksbúar Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra á opn- um fundi i Safnahúsinu á Sauöárkróki, laugardaginn 14. nóv. 1987 kl. 17. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokksfélag Kópavogs Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 16. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Stofnfundur Stofnfundurborgarmálafélags Jafnaðarmannaverð- ur haldinn í Hótel Holiday Inn laugardaginn 14. nóv. 1987 kl. 15.00. Allir velkomnir. Borgarmálaráð Alþýðuflokksins Kaffihús Reykjavíkurkrata á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 17.-—19. er kaffi á könnunni og opið hús í félagsmiðstöð Jafnað- armanna á Hverfisgötu 8—10. Við hvetjum sem flesta til að líta við til að ræða pólitíkina. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.