Alþýðublaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 16
16
Laugardagur 14. nóvember 1987
ÚTIDEILD Útideild Félagsmálastofnunar sinnir leitar- og vett- vangsstarfi meðal unglinga I Reykjavík. Markmiðið með starfinu er að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi I erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Við óskum eftir starfsmanni I dag- og kvöldvinnu. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun/starfs- reynslu á sviði félags- og uppeldismála. Umsóknar- frestur er til 1.12. 87. Nánari upplýsingar eru veittar I síma 621611 og 20365 alla virka daga milli kl. 13—17. Umsóknum skal skilað til Starfsmannahalds Reykja- vlkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Umskóknir um lán á árinu 1988 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1988 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði: Sjóðsstjórn telur ekki þurfa aukna afkastagetu í hefðbundnum vinnslugreinum og metur umsóknir samkvæmt því. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til bygginga, véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. 2. Vegna endurbóta á fiskiskipum: Lánað verður til skipta á aflvél, til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. 3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum: Lán vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum verða eingöngu veitt ef skip sambærilegrar stærðar eru úrelt, seld úr landi eða strikuð út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Hámarkslán er 65% vegna ný- smíði innanlands, en 60% vegna nýsmíði erlendis eða innflutnings. Engin lán verða veitt vegna ný- smíði eða innflutnings báta undir 10 rúmlestum. 4. Endurnýjun umsókna: Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að end- urnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur veriö veitt til. 5. Hækkun lánsloforða: Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótarfram- kvæmda, nema Ijóst sé að umsækjandi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum áðuren viðbótarframkvæmdir hófust. 6. Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur er til 31. desember 1987. 7. Almennt: Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóös liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að sjóðurinn getur synjað lánsumsókn, þótt hún uppfylli almenn skilyrði. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum,ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðr- um kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðu- blöð fást áskrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Aust- urstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknirer berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1988 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 10. nóvember 1987 Fiskveiöasjóður íslands
Frá Flensborgarskóla Umsóknir nýrra nemenda um skólavist á vorönn 1988 þurfa að hafa borist skólanum fyrir 1. des. n. k. Nemendur, sem gert hafa hlé á námi sínu en ætla að koma aftur í skólann, þurfa einnig að hafa samband við skólann fyrir sama tíma. Innritun í öldungadeild fer fram 4. og 5. jan. og verður nánar auglýst síðar. Skólameistari
Niðurstöður jarðfrœðirannsókna:
ÓTRÚLEG
GRÓÐUREYDING
Við upphaf landnáms á Islandi var mikill hluti landsins þakinn birkiskógi.
80—130 árum síðar var skógurinn svo gott sem horfinn.
— Þetta eru m. a. niðurstöður í doktorsritgerð Margrétar Hallsdóttur . . .
Rannsóknir á gróðurfari og mannlífi á íslandi kalla á meiri samvinnú vísinda-
manna.
Var Island „viði vaxið milli
fjalls og fjöru“ á 9. öld? Voru
þá 4/5 hlutar landsins þaktir
birkiskógi? Hvarf þessi vlð-
áttumikli skógur að mestu á
aðeins einni öld?
Þetta eru meðal annars
viðfangsefni Margrétar Halls-
dóttur, jarðfræðings sem ný-
lega varði dpktorsritgerð um
gróðurfar á íslandi fyrr á öld-
um.
Margrét færir rök fyrir því
að við upphaf landnáms um
árið 870 hafi birkiskógurinn
þakið mikinn hluta landsins.
80—130 árum síðar hafi skóg-
urinn verið svo gott sem
horfinn. Að þessum árum
liðnum hafi skógurinn aðeins
verið um 1/8 hluti þess sem
hann var í upphafi byggðar.
Gróðureyðing á svo stuttum
tima er merkileg.
Margrét Hallsdóttir styðst í
rannsóknum sínum við frjó-
sýni sem hún hefur rann-
sakað I jarðvegi — m.a. í
Vatnsmýrinni í Reykjavík.
Kemst Margrét að þeirri nið-
urstöðu að við upphaf land-
náms hafi birkifrjókorn í jarð-
veginum verið um 80% af
heild, en fyrir áriö 1000 hafi
hlutfallið aðeins verið um
10%. í dag er talið að birki-
skógur (oeki ríflega einn af
hundraði alls lands.
— Þýðir þetta aö skóg-
lendi í dag sé aóeins 1/80
hluti þess sem hann var við
komu fyrstu landnámsmanna
hingað til lands?
Margrét varð fyrir svörum:
„Við vitum það ekki, en allt
bendir til þess að landið hafi
verið „viði vaxið milli fjalls og
fjöru“, eins og Ari fróði
kemst að orði í íslendinga-
bók. En hvort það voru 4/5
hlutar af öllu landi sem voru
vaxnir birkiskógi getum við
ekki fullyrt í dag. I dag er
hlutfall þeirra frjókorna af
heild sem við finnum i okkar
athugunum í samræmi við
raunverulegan skóg. Sýnin
endurspegla með öðrum orð-
um stöðuna eins og hún er.
Til þess að sannreyna sam-
bærilegar tölur frá fyrstu
byggð hér á landi þyrftum við
að geta skírskotað til stöð-
unnar í dag. Það gengur hins
vegar ekki, þar sem skógur-
inn er svo miklu minni í dag.“
Margrét Hallsdóttir hefur
stundað rannsóknir á gróður-
farssögu undanfarin árvíða
um land, en einkum á suð-
vesturhluta landsins.
— Hvernig getur þaö gerst
að skógur sem þekur mikinn
hluta landsins við upphaf ís-
landsbyggðar um 870 er að-
eins 1/8 hluti þess einni öld
síöar?
Margrét nefnir nokkra
þætti sem hafi haft áhrif:
1) Kannski voru landnáms-
menn miklu fleiri hér i
upphafi byggöaren al-
mennt hefur verið talið.
Þetta fólk var ákaflega háð
skógi. Það þurfti við, sem
það notaði við húsbyggingar
og það þurfti einnig eldivið.
Það var auðvelt að nota birk-
ið og það hefur væntanlega
ekki fengið að vaxa upp.
Skóglendi hafi einfaldlega
farið illa af ágangi manneskj-
unnar og búfénaðar. Þetta er
reynslan sem menn hafa I
þeim löndum þar sem þetta
hefur verið rannsakað. Á svo-
köNuðum jaðarsvæðum eins
og ísland er á, er gróður
miklu viðkvæmari við ágangi
manneskju og búfénaðar en
á svæðum sem ekki teljast til
þessara jaðarsvæða. Hér vex
birkið upp f 300—400 metra
hæð og eru inngrip manns-
ins ájaðarsvæðum hættu-
legri gróðri en á svæðum
sem ekki eru eins viðkvæm.
Reynsla Grænlendinga á
þessari öld gæti hjálpað okk-
ur að öðlast betri skilning á
náttúrufari á íslandi.
2) Veður er talið hafa kólnað
á þessu tímabili íslands-
sögunnar. Það hefur haft
sitt að segja og flýtt gróð-
ureyðingu.
3) Ef skepnur hafa gengið úti
árið um kring hefur það að
sjálfsögðu ekki hlfft skóg-
inum.
Vísindamenn eru á því að
aðeins kýrnar hafi verið hafð-
ar f húsi. Segir Margrét Halls-
dóttir að ekki sé ólíklegt að
hestar hafi verið margir á
þessum tíma — jafnvel állka
margir og í dag. Allir vita að
hross gangi mjög á gróður.
Landnámsmenn hafi líka haft
geitur og svin, sem bæði fara
illa með gróður.
„Það er erfitt að meta
ágang búfjár", segir Margrét,
„en sjálfsagt hefur þetta haft
sitt að segja og hraðað gróð-
ureyðingu."
Margt er ókannað í gróður-
farssögu landsins, og segir
Margrét að frekari rannsóknir
séu nauðsynlegar til að
renna stoðum undir kenning-
ar sem menn hafa verið að
leggja fram t.d. í sagnfræði
og tengjast hennar viðfangs-
efni.
Hvernig á t.d. að komast
að því hver mannfjöldinn hef-
ur verið á landinu? Breyttust
búskaparhættir hér mjög
snemma á öldum? Juku
menn útræði á seinni öldum,
þannig að ekki gekk eins á
birkiskóginn þá og á fyrstu
öld íslandsbyggðar?
Doktorsritgerð Margrétar
Hallsdóttur á eftir að vekja
athygli. Bent er á ný svið sem
beri að rannsaka betur — og
um nauðsyn meiri samvinnu
vísindamanna úr ólikum
fræðigreinum til þess að öðl-
ast haldbærri vitneskju um
gróðurfar og mannlíf á ís-
landi fyrstu aldirnar.
Ótrúleg gróðureyðing. Myndin sýnir glöggt að hlutur birkifrjókorna hraðfellur
við landnám. Á um það bil einni öld eru sýnin aðeins 1/8 hluti þess sem það er
fyrir „landnámslagið" árið 900. Hvers vegna eykst skógurinn að nýju um 1500
veit enginn. Kannski breyttir búskaparhœttir . . .