Tíminn - 28.09.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.09.1967, Blaðsíða 8
3 í fjölbýlishúsinu Hraun- bæ 90 í Árbaejarhveríi búa hjónin Þórunn ÁsgeirsdótJ ir og Gylfi Jónsson, ásamt fjórum börnum sinum, Önnu Helgu, sem er tveggja og hálfs árs og myndarleg- um þríburum, fjögurra mánaða gömlum. Þríbura- fæðingar eru mjög fátíðar, — sem betur fer, mundu flestir segja, en ungu hjón- in og Anna Helga eru auð- vitað yfir sig hrifin af þrí- burunum sínum, þótt þeim fylgi að sjálfsögðu mikið umstang og fyrirhöfn Þau fæddust 22. maí, nóttina eftir 23. afmæiisdag föður síns, tveir drengir og ein telpa. Eng- inn hafði búizt við þrílburum. — Læknarnif höfðu sagt mér, að ég gæti búizt við tvilburum, — sagði Þórunn við hlaðamann Tímans, — en ég tók það mtátu- lega álvarlega. — Og hvernig voru svo við- brögðin? Þórunn brosir, hún hefur áreiðanlega þurft að svara þess ari spurningu ótal sinnum. — Ég tók þessu ósköp rólega, seg ir hún. — Það var ekki annað að gera, og mér þótti þetta aldrei neitt voðalegt. — Það kom manni náttúru- lega á óvart, að fjölskyldan skyldi stækka svona mikið, segir Gylfi. — Og hvernig hefur stóra systirin tekið þessu? — Hiún er mjög góð við þau og ekkert afbrýðisöm. Hún hef ur reyndar verið á dagheimili síðan þau fæddust, ^nnars væri erfitt fyrir mig að anna þessu. Herlbergið, sem upprunalega átti að vera svefnherbergi hjón anna í nýju íbúðinni þeirra, hefiur verið gert að barnaher- bergi. Þar eru þrjú lítil barna- rúm og í hverju þeirra liggur ofurlítið kríli. Þau stara stór- um augum á þessa forvitnu gesti. Enn eru þau alltof ung til að gera sér nokkra grein fyrir því, að þau vekja meiri athygli en flest önnur börn. Samt eru þau' farin að átta sig talsvert á umheiminum og veita hvert öðru athygli. Þeim finnst það sérstaklega gaman, þegar stóra systirin gefur sér tíma til að leika við þau, hún talar við þau eins og jafningja, og segir þeim sögurnar, sem hún heyrir á dagheímilinu. Hún segir, að þrílburarnir hafi haest gaman af sögunni um Rauðhettu. Þetta eru þríeggja þrilburar, og bera mjög lítið svipmót hvert af öðru. Hildur litla er minnst, og jafnframt rólegust, TÍMINN FIMMTUDAGUR 28. sept. 1967. ” Það ar miklu bafra að Ijuka k«ssu um fy raf - seglr þríburamóðurinf Þórunn í viðtali við Tímann en bræður hennar, þeir Ásgeir og Jón Trausti eru stærðar menn og dálítið meiri fyrir sér. — Annars eru þau ósköp þæg, — segir mamman. Ég reyni að hafa eins mikla reglu á þeim og mögulegt er, gefa þeim að borða og leggja þau á ákveðnum tímum. Ég hef auð vitað engan tíma til að hampa þeim mikið og dekra við þau, og fyrir bragðið eru þau líklega þægari en gengur og gerist um börn. Þau vakna yfirleitt aldr- ei á nœturnar, nema eitthvað sé að. — En, þegar eitt grenjar, vebur það þá ekki hin? — Nei, nei, það er eins og þau séu' orðin ónæm fyiúr því. Um árekstra á milii þeirra er ekki að ræða enn þá, en það kemur vafalaust nógu fljiótt. Við kvíðum dálítið fyrir því,' þegar þau fara að stækka, og fara að vilja vera úti, því að hér er engin aðstaða til slíks. Ef við kæmum þeim fyrir á barnaheimili, myndu heimilis- tekjurnar ekki hrökkva. Ann- ars er nógur tími til þess að hugsa um það. Úti á svölunum standia þrír barnavagnar. — Eru ekki þrí- buravagnar fáanlegir? spyrjum við. — Það er sjálfsagt hægt að panta þá einhvers staðar frá, en við höfum ekkert gert í því, enda væri ég ekkert spennt fyr ir því að arka um með þrfbura- vagn. Á daginn sofa þau hérna úti á svölunum, og þegar við förum eitthvað með þau, not- um við bílinn, og þegar þau stækka fáum við handa þeim kerrur. — Það hlýtur að vera óhemju mikill þvottur af þremur smá- börnum? , — Já, ég veit ekki hvernig ég færi að, ef ég hefði ekki sjálfvirka þvottavél, en Starfs- mannafélag Landssímans, þar sem Gylfi vinnur, gaf okkur hana rétt eftir að börnin fædd- uist, og það hefur verið mér ótrúlega mikil hjálp. — Eru það ekki gífurleg við- brigði, að þurfa allt í einu að fara að sjá fyrir 6 manna fjöl- skyldu? spyrjum við húsbónd- ann. — Það hefur lítið reynt á það enn þá, — segir Gylfi. Við höfum fengið svo mikið af gjöf um handa börnunum, og svo eru þau ekki svo þurftafrek fyrst í stað. En maður á vafa- laust eftir að finna fyrir því, þegar fram í sækir, — segir hann og brosir við. — Einna mestu viðbrigðin eru þau, hvað maður er bund- inn, — segir Þórunn. Það er að sjálfsögðu lítið hægt að fara með fjögur börn, og þegar þau eru svona lítil vill maður helzt ekki leggja það á neinn að passa þau, ef maður ætlar að skreppa út. En þetta kemur allt upp í vana. Ég fann mest fyrir þessu fyrst, en núna skiiptir það eiginlega engu máli. —• Þið hyggið líMega ekki á frekari barneignir í hráðina? — Nei, ætli það sé ekki nóg komið a. m. k. í bili. Það er miklu viturlegra að ljúka þesisu af sem fyrst, þótt það sé kannski svolítið erfitt. Og kost- urinn við að eiga þríbura er ansi mikill, þegar betur er að gáð, þetta sparar nefnilega tvo meðgöngutíma, — segir Gylfi að lokum, og Þórunn samsinnir. gþe. Þórunn með Ásgeir, Anna Helga meS Jón Trausta og Gylfi með Hlldi lltlu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.