Alþýðublaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. desember 1987 5 Jón Baldvin Hannibalsson: NÆST Á DAGSKRÁ ER VIRÐISAUKASKATTUR, SKATTLAGNING ATVINNU R EKSTR ARINS OG SAMRÆNID SKATTLAGNING EIGNATEKNA Fjármálaráðherra talar út um kerfisbreytingar og sér fram á lögfestingu mestu umbóta á skattkerfinu í sögu íslenska lýðveldisins F jármálaráöherra hefur haft í æði mörg horn að líta síðustu vik- urnar. Fjárlög hafa verið til umfjöllunar á Alþingi og auk þess standa fyrir dyrum viðamiklar skattkerfisbreytingar, sem umdeildar hafa verið. Þrátt fyrir stífa fundi verður ekki sagt aö „rífandi gangur“ hafi verið í þinginu, þar sem deilt er stíft um kvóta og stjórnarandstaða hefur haldið uppi linnu- lausu málþófi um sölu- skatt, tolla og vöru- gjöld. Alþýðublaðinu lék forvitni á að heyra hvaö fjármálaráðherra hefur að segja um það sem helst hefur verið gagn- rýnt varðandi skatt- kerfisbreytingarnar og í stuttu fundarhléi í gær tókst að króa Jón Baidvin af. Matarskattur og helgisvipur Þú hefurverið gagnrýndur harðlega fyrir það að leggja á „matarskatt", fyrir árás á heimilin í landinu og fleira í svipuðum dúr. Hvað er um þetta að segja? „Einn þáttur þeirrar kerfis- breytingar sem nú stendur fyrir dyrum eru breytingar á söluskatti sem fela það í sér að söluskattur verður sam- ræmdur og leggst m. a. á matvörur, sem nú eru ýmist söluskattsfrjálsar eða með 10% söluskatti. Þessi breyt- ing út af fyrir sig veldur hækkun á matvörum. Aðrir þættir breytinganna, niður- felling sex mismunandi að- flutningsgjalda og lækkun tolla, leiða á hinn bóginn til lækkunar vöruverðs. Þar til viðbótar koma síðan um- fangsmiklar hliðarráðstafanir til tekjujöfnunar. I krónum talið litur dæmið þannig út fyrir vísitölufjölskyIdu með 105 þús. kr. ráðstöfunartekjur í október, að matarreikningur getur hækkað um 1800 kr. á mánuði. Á móti kemur lækk- un á öðrum vörum sem nem- ur öðrum 1800 krónum. Fram- færslukostnaður haekkar ekki af þessum sökum. Ýmsar mikilvægustu neysluvörur heimilanna svo sem mjólk, dilkakjöt og fleiri vörur hækka ekki. Þetta eru stað- reyndir og kjarni málsins. Það hefur verið þyrlað upp gríðarmiklu moldviðri sem ætlað er að vekja ugg meðal almennings vegna þessara breytinga. Menn setja upp helgisvip og láta sem matvör- Jón Baldvin Hannibalssnn fjármálaráðherra: „Það verður ekkl Iðlið staðar numið. Virðisaukaskattur, endurskoðun ð skattlagningu atvinnurekstrarins og samræmd skattlagning eignatekna er næst á dagskrá. Þessum verkelnum þurtum við að IJúka á næsta ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.