Alþýðublaðið - 31.12.1987, Qupperneq 6
6
Fimmtudagur 31. desember 1987
ur hafi aidrei hækkað fyrr.
Hafa þeir sem hæst láta nú
t. d. gleymt því, að sam-
kvæmt fastbundnum formúl-
um hækkaði búvöruverð um
8% I byrjun þessa mánaðar?
Hvað kom þá á móti? Ekkert.
Loks er ástæðatil þess
aö minna á það að kerfis-
breytingin mun leiða til lækk-
unar á lánskjaravísitölu, sem
leiðir af því að byggingar-
kostnaöur lækkar um liðlega
2%. Þetta skiptir auðvitað
miklu máli fyrir það fólk sem
ber þunga skuldaklafa, svo
sem húsbyggjendur."
2200 milljónir í lífeyris-
og barnabœtur
Framfærslukostnaður vísi-
tölufjölskyldu hækkar ekki.
En hvað um hag barnafólks,
einstæða foreldra og lífeyris-
þega?
„Þær hliðarráðstafanir sem
nú hafa verið ákveðnar felast
í hækkun barnabóta, hækkun
bóta llfeyristrygginga og .
auknum niðurgreiðslum. í
þessu skyni veröur alls varið
liðlega 2200 milljónum króna
á næsta ári. Markmiö þess-
ara aðgerða er einmitt að
verja sérstaklega hag þeirra
hópa sem þú nefnir. Lifeyris-
bætur hækka um 6—8 af
hundraði frá 1. janúar eða
svipað og nemur hækkun á
matvörum. Barnabætur
hækka sérstaklega um
9—10%, en auk þess eru
geröar lagfæringar á barna-
bótaauka, sem sérstaklega
koma til góða barnmörgum
fjölskyldum. Að meðaltali
nemur þessi hækkun um
5000 kr. með hverju barni.
Barnabætur verða greiddar út
ársfjórðungslega á næsta ári,
í fyrsta skipti í janúar. Út-
borgaðar barnabætur hjóna
með tvö börn, m. v. að annað
sé undir 7 ára aldri, verða þá
tæplega 16 þúsund kr. fyrir 1.
ársfjórðung.
Þegar á þetta er litiö held
ég að ekki verði annað sagt,
en að hag þessara hópa sé
sæmilega borgið. En það er
nokkuð lýsandi að þessum
þáttum kerfisbreytingarinnar
hefur lítt verið haldið á lofti
af stjórnarandstöðu."
Bætt skattskil
Því hefur verið haldið fram
að skattsvikin séu ekki í
versluninni og að breytingar
á söiuskatti geti ekki orðið til
þess að bæta skattskil. Hvað
hefurðu um þetta að segja?
„Ég vil benda á.tvennt í
þessu sambandi: í fyrsta lagi
minni ég á að menn hafa ver-
ið á einu máli um það að ein-
földun skattakerfisins og
fækkun undanþága eru lykil-
atriði ef bæta á skattskil. í
þessu sambandi er m. a.
hægt að vitna til svokallaörar
skattsvikanefndar sem starf-
aði undir forystu Þrastar
Ólafssonar og skilaöi áliti i
fyrravor. í tiliögum til úrbóta
segir í upphafi: „Einfalda þarf
skattalögin, fækka undan-
þágum og afnema hvers kon-
ar frádráttarliði þannig að
skattstofnar verði skýrir og
afmarkaðir og greiðsluskylda
auðreiknanleg. Einföldun
skattalaga og fækkun undan-
þága og frádráttarliða auð-
veldar öll skattskil virkara
skattaeftirlits. Um leið þarf
að fækka skatttegundum og
gæta þess að einstakir skatt-
stofnar séu ekki ofnýttir."
Svo mörg voru þau orð og
undir þetta hefur mjög verið
tekið, þótt það vilji gleymast
þegar til kastanna kemur. í
öðru lagi er nauðsynlegt að
hafa ( huga, að uppgjör mat-
vöruverslana á söluskatti er
ákaflega flókið og byggir að
verulegu leyti á áætlunum.
Kaupmenn geta [ dag valiö
um þrjár mismunandi aðferð-
ir við að skipta heildarveltu [
skattskylda og skattfrjálsa
sölu. Þetta kostar ótrúlega
vinnu I matvöruversluninni (
hverjum einasta mánuði.
Einnig er augljóst að flóknar
reglur um uppgjör auka
hættu á villum og valda
mikilli vinnu skattyfirvalda
við skatteftirlit. Þessi vinna
verður hverfandi eftir kerfis-
breytinguna. Þess vegna geta
menn nú farið að einbeita sér
að virkara skatteftirliti. Kerf-
isbreytingin mun þess vegna
leiða til bættra skattskila. Á
því leikur enginn vafi.“
Undanþágurnar
Það er sagt að enn sé mý-
grútur af undanþágum eftir i
kerfinu. Hvað er hæft i
þessu?
„Það er svolltið skemmti-
legt, að annars vegar skamm-
ast menn út af því að undan-
þágur falli niður og hins veg-
ar út af þv( að undanþágur
standi óbreyttar. Viðamestu
undanþágur sem eftir standa
eru þær sem snúa að inn-
lendum atvinnugreinum,
sjávarútvegi og iönaöi, fiski-
rækt o. fl. Vélar og ýmis bún-
aður til þessara greina er
undanþeginn söluskatti.
Þessum undanþágum er ein-
faldlega ætlað að tryggja
samkeppnisstöðu innlendra
fyrirtækja, sem keppa við út-
lend fyrirtæki sem búa við
virðisaukaskattskerfi. Það er
fjarstæða að ætla að fella
þessar undanþágur niður.
Enda hefur enginn lagt það
til, ekki einu sinni þeir sem
verst láta. Önnur mikilvæg
undanþága sem eftir stendur
er vinna á byggingarstað. Ef
þessi undanþága væri af-
numin án þess að eitthvað
fleira kæmi til myndi slíkt
valda 5—7% hækkun bygg-
ingarkostnaðar. Það getur
varla verið á dagskrá. Það er
gert ráð fyrir því að þetta
verði skattskylt í virðisauka-
kerfi, en þá er líka ráðgert að
grípa til annarra aðgerða á
móti þannig að ekki komi til
kostnaðarhækkana. Skatt-
skylda á þessu sviði hefur
aldrei verið á dagskrá sem
tekjuöflunarmál og það er
Ijóst að þessi skattlagning
krefst verulegs undirbúnings
af hálfu skattyfirvalda."
Svindl þrífst í flóknu
kerfi
Nú hafa ýmsir látið að því
liggja að þú sért kaþólskari
en páfinn með því að vilja
koma á einu skattstigi í sölu-
skatti og vitna gjarnan til EB
í þessu sambandi!
„Það er út af fyrir sig ákaf-
lega athyglisvert, að Alþýðu-
bandalagið og Kvennalistinn
skuli taka það að sér að tala
máli Evrópubandalagsins I
þessu efni. En þetta er nú
eins og fleira á þeim bæjum
á misskilningi byggt.
Það er rétt, að það eru
hugmyndir um það innan EB
að koma á samræmdu virðis-
aukaskattskerfi meö tveimur
þrepum. Staðreyndin er hins
vegar sú, að þessar hug-
myndir njóta lítils fylgis
þannig að nú eru það einung-
is Þjóðverjar og Hollendingar
sem hafa lýst yfir stuðningi
við þær. Kjarni málsins er sá,
að þjóðirnar innan EB vilja
hverfa frá margþrepa skatti (
þó ekki væri nema tveggja
þrepa skatt. Menn treysta sér
ekki til þess að ganga lengra.
Af hverju skyldi þessar þjóðir
vilja hverfa frá margþrepa
skatti? Jú, einfaldlega vegna
þess að menn eru haettir að
ráða við þetta kerfi. Óánægj-
an er orðin svo mikil. Eftirlit-
ið svo erfitt. Kannast menn
nokkuð við þetta úr umræð-
um um íslenska söluskatts-
kerfið? Það er nákvæmlega
þetta sem við erum að reyna
aö komast út úr.
Við getum líka litið okkur
nær, tij hinna Norðurland-
anna. í Danmörku, Noregi,
Svlþjóð og Finnlandi er eitt
skatthlutfall á bilinu
19—23,5%. Frá þessu er létt-
væg undantekning að því er
varðar einstakar greinar þjón-
ustu ( Svíþjóð. Af hverju er
aðeins eitt skatthlutfall í
þessum löndum? Reynslan
er alls staðar sú sama. Fram-
kvæmdaörðugleikar, undan-
drátturog svindl þrffst (
flóknu kerfi. í stað þess að
beita margþrepa söluskatti
leita menn annarra leiða til
tekjujöfnunar. Það er einfald-
lega árangursrlkari leið að
beita beinum sköttum, fjöl-
skyldu- og barnabótum frem-
ur en mörgum söluskatts-
þrepum til þess að ná fram
auknum jöfnuði í tekjuskipt-
ingu.“
Undanþága fyrir
afruglara
Ein undanþágan sem eftir
stendur í söluskattinum er
undanþága fyrir afruglara.
Hvernig stendur á þessu?
„í fjárlögum hefurverið
heimild til fjármálaráöherra
til þess að fella niður að-
flutningsgjöld og söluskatt
af þessum búnaði. Þessi
heimild er tekin upp í sölu-
skattsfrumvarpi. Það er þess
vegna um að ræða heimild til
eftirgjafar á söluskatti, en
ekki á öðrum gjöldum. Ég hef
ekki tekið ákvörðun um það
hvort þessi heimild verður
notuð. Það kann m. a. að ráð-
ast af þvf hvort látið verður af
þeirri einokun sem innflytj-
endur þessa búnaðar hafa
áskilið sér að því er varðar
sölu á honum.
Hitt er svo annað mál, að
auðvitað er tómt mál að tala
um frelsi l útvarpsmálum
okkar ef við göngum þannig
frá hnútum að Ríkisútvarpið
geti skattlagt landsmenn
með afnotagjöidum, sem
hafa hækkað langt umfram
verðlag, en skattleggjum aðra
miðla með óbeinum hætti.
Ég lít þess vegna svo á að
þessar undanþágur hafi verið
nauðsynlegar, en þær þurfa
auðvitað ekki að vera eilffar."
Hvers vegna er veriö að
leggja söluskatt á fisk og
endurgreiða svo á móti?
„Til þess aö komast hjá þv(
að hafa nokkrar undanþágur [
almennum matvöruverslun-
um. Þær verða engar. Það er
ákaflega mikið gefandi fyrir
það að losna við þær reikni-
reglur ( versluninni sem ég
nefndi áðan. Það gerum viö
ekki nema að hafa skattinn
undanþágulausan og með
einu skattþrepi. Fiskur er
hins vegar mikilvægur hluti
daglegs kosts okkar og þess
vegna varð niðurstaöan sú að
endurgreiða hluta af sölu-
skatti á fisk. Þetta er líka
eðlilegt þegar haft er i huga
að kjöt verður niöurgreitt (
mjög auknum rnæli."
Manneldissjónarmið
Hvernig samrýmast skatta-
breytingarnar manneldissjón-
armiðum sem nú eru uppi?
„í fyrsta lagi þá leggst
vörugjald á sælgæti og sykr-
aða drykki. Óhollustan verður
því skattlögð sérstaklega. í
öðru lagi lækka ýmsar holl-
ustuvörur í verði, t. d. nýtt
grænmeti. í þriðja lagi verður
verðhækkun á fiski t. d. hald-
ið við um 10% með endur-
greiðslu söluskattsins. Hins
vegar er ýmislegt í þessum
breytingum sem illa samrým-
ist manneldissjónarmiðum.
Það er rétt, en að hluta til er
það af því að þau sjónarmið
stangast á við önnur sjónar-
mið eða hagsmuni. Líttu t. d.
á grænmeti, sem lækkar
reyndar en er ein af fáum teg-
undum matvæla sem ber ein-
hvern toll. Af hverju? Jú,
meðal annars af því að það
sjónarmið er ríkjandi að við
eigum að stærstum hluta
sjálfir að framleiða okkar
mat. Af því að matjurta- og
grænmetisrækt á undir högg
að sækja vegna innflutnings
og af þv( að þetta er mikil-
væg atvinnugrein, ekki síst I
dreifuðum byggðum út um
land. Þegar á þetta er litið er
Ijóst, að það verður að þræða
einhvern meðalveg sem sætt-
ir ól(k sjónarmið"
Að tryggja hag þeirra
verst settu
Því er haldið fram að
skattaálögur hafi sjaldan eða
aldrei verið jafn miklar og nú
er stefnt að á næsta ári og
að það sé yfirklór að halda
því fram að skattarnir verði
borgaðir til baka að stórum
hluta, — í raun séu allir
skattar borgaðir til baka?
„Það er rétt að skattar
hækka töluvert á næsta ári.
Hjá því varð ekki komist,
enda stefndi í 8 milljarða
halla ef ekkert hefði veriö að
gert. hver borgar halla á ríkis-
sjóði? Auðvitað geta engir
aðrir en landsmenn gert það
fyrr eða síðar. Það var óverj-
andi að ætla að reka ríkis-
sjóð með methalla á sama
tíma og viö búum við góðæri
til lands og sjávar. Það var
óðs manns æði, að ætla enn
að auka á þenslu í þjóðfélag-
inu með hallarekstri ríkis-
sjóðs. Það varð að grípa (
taumana, annað hefði verið
hreint ábyrgðarleysi. Skatt-
lagningunni er á hinn bóginn
reynt að haga þannig að hún
komi ekki verst niður þar
sem síst skyldi, gagnvart lág-
launafólki. Skattleysismörk
hækka mjög verulega í stað-
greiðslunni og við höfum
þegar talað um barnabætur
og lífeyrisgreiöslur. Hinn
þáttur hliöaraðgerða eru
auknar niðurgreiðslur. Það
var auövitað mjög mikilvægt
að koma kerfisbreytingunum
á án þess að slíkt leiddi til
verulegrar verðlagshækkunar.
Það reyndist unnt með því að
auka niðurgreiöslur. Það er
auðvitað, mikill eðlismunur á
þeim skattahækkunum sem
þessum endurgreiðslum er
samfara og örðum. Það er
verið að afla tekna til þess
annars vegar að halda aftur
af verðlagshækkunum og
hins vegar til þess aö tryggja
hag þeirra verst settu. Þess
vegna er það ákaflega kald-
hæðnislegt, að það hafa ekki
s(st verið talsmenn Alþýðu-
bandalagsins og Kvennalist-
ans sem ráðist hafa harka-
lega gegn þessum aðgerð-
um.“
Einstakir þingmenn hafa
látið að því liggja að skatt-
lagning stefni langt fram úr
því sem nauðsynlegt væri til
þess að ná jöfnuði i ríkisbú-
skapnum?
„Þetta er því miður mikill
misskilningur. Auðvitað heföi
veriðæskilegt að þurfa ekki
að hækka skatta og að sjálf-
sögðu eru menn ekki að gera
sér leik að því að ganga
lengra í þeim efnum en
ástæða er til. Fjárlög voru
samþykkt með 50 millj. kr.
tekjuafgangi og þau byggjast
á bestu áætlunum um tekjur
og gjöld ríkissjóðs á næsta
ári. Það hefur hins vegar
vafalaust villt einhverjum sýn
að upphafleg tekjuáætlun
tók ekki jafn miklum breyt-
ingum og oft áður. Fjárlaga-
frumvarpið eins og það var
lagt fram byggði á áætluðu
meðalverðlagi 1988.“
Hert söluskattseftirlit
Eru einhverjar aðgerðir
fyrirhugaðar til þess að
tryggja að lækkun aðflutn-
ingsgjalda á ýmsum vörum
skili sér til neytenda?
„Þetta verður auðvitað að
tryggja sem best. í sumum
tilvikum fengu neytendur
nokkurt forskot í þessum efn-
um í jólakauptíðinni. Einhver
dæmi eru um að kaupmenn
hafi tekið á sig lækkun í stað
þess að sitja uþþi með óseld-
ar birgðir. Viðskiptaráðherra
hefur síðan beint því til Verð-
lagsstofnunar að hún fylgist
sem best með þvl að lækkun-
in skili sér [ vöruverði eftir
áramót. Það verður allt gert
til þess að svo verði.“
Hvað um bætta innheimtu
á söluskatti? Er eitthvað á
döfinni i því efni?
„Söluskattseftirlit verður
hert. Ég vænti þess að menn
hafi af því fregnir fljótlega á
nýju ári. Það er mjög brýnt að
auka virkt eftirlit til að mynda
úti í verslunum og fyrirtækj-
um á þjónustusviði. Þetta
verður að gera annars vegar
með tíðari heimsóknum
skatteftirlits í fyrirtæki og
með einfaldari kerfi vinnst
þetta miklu léttara en áður.
Aðalatriðið er það að eftir
söluskattsbreytingarnar þjón-
ar kerfið til aðhalds og eftir-
lits. Það er nú eins og gata-
sigti, sem ekkert ræðst við.“
Niðurgreiðslur og
vísitölurugl
Nú eru niðurgreiðslurnar
gagnrýndar og m. a. bent á
að þær verði ekki varanlegar
og að úr þeim verði dregið
þegar frá líður.
„Niðurgreiðslurnar hafa
verið gagnrýndar m. a. fyrir
að þær séu svo miklar. Stað-
reyndin er sú að þær verða á
næsta ári aðeins um þriðj-
ungur þess sem þær voru
fyrir fimm árum. Hitt er svo
annað að auðvitað eru niður-
greiðslurnar ekki markmið í
sjálfu sér. Markmiðið með
þeim er að jafna byrðarnar og
koma í veg fyrir verðlags-
hækkun. Með staðgreiðslu-
kerfinu höfum við aðrar leiðir
til þess að jafna tekjuskipt-
inguna. Þessar leiðir hljótum
við að gaumgæfa þegar
reynsla fæst af kerfinu. Vísi-
töluruglið sem við búum við
er sérstakt vandamál í þessu
sambandi. Það er þannig
gert, svo dæmi sé tekiö, að
lækkun niðurgreiðslna sem
mætt er með samsvarandi
hækkun á barnabótum, mæl-
ist einvörðungu til hækkunar
en ekki til lækkunar. Út úr
þessum vítahring þurfum við
að komast."
Læt ekki staðar numið
Eitthvað að lokum Jón
Baldvin?
„Sú kerfisbreyting sem nú
er til umfjöllunar hér á Al-
þingi er viðamesti uppskurð-
ur á skattakerfinu sem fram-
kvæmdur hefur verið um ára-
tuga skeiö. Það er vissulega
erfitt en jafnframt ánægju-
legt fyrir okkur alþýðuflokks-
menn að leiða þessar breyt-
ingar. Við höfum öðrum frem-
ur gagnrýnt skattakerfið á
liðnum árum, nú gefst okkur
færi á að koma fram ákaflega
mikilvægum breytingum. Hér
verður ekki látið staðar num-
ið. Virðisaukaskattur, endur-
skoðun á skattlagningu at-
vinnurekstrarins og sam-
ræmd skattlagning eigna-
tekna er næst á dagskrá.
Þessum verkefnum þurfum
við að Ijúka á næsta ári.
Hitt er mjög miður, að
margt hefurverið afflutt um
efni þessara breytinga. Á
liðnum árum hafa flestir lok-
iö upp einum munni um
nauðsyn breytinga af þessum
toga. Þegar á reynir kýs
stjórnarandstaðan nú að
beita fyrir sig blekkingum.
Við höfum búið við úrelt
og úr sér gengið skattakerfi.
Við megum ekki vera hrædd
við að breyta því sem breyta
þarf á þessu sviði frekar en
öðrum. Reynslan mun sýna
okkur, aö þessar breytingar
sem nú eru á döfinni munu
skila okkur réttlátara skatta-
kerfi, það mun stuðla að
bættum skattskilum og
styrkja íslensk fyrirtæki í
harðri samkeppni við útlend-
an atvinnurekstur. Sleggju-
dómar stjórnarandstöðu á Al-
þingi þessa dagana munu til
allrar hamingju engu breyta
um þennan dóm sögunnar."