Alþýðublaðið - 31.12.1987, Síða 7
Fimmtudagur 31. desember 1987
7
V I Ð ÁRAMÓT
AÐ MÓTA
EÐA MÓTMÆLA?
Það er aðeins rúmur
áratugur til aldamóta.
Okkur hefur verið tamt að
hugsa til ársins 2000 eins
og það væri í órafjarlægð,
en nú er það handan við
hornið. Fyrir nokkrum ár-
um voru blöð og tímarit
full af lýsingum af ótrúleg-
um tækniundrum 21. ald-
arinnar, en flestar þessar
kynjamyndir af lífi manns-
ins hafa þegar rætst.
Raunveruleikinn hefur
reynst ímynduninni og
skáldskapnum ofjarl.
En hvað er raunveruleiki
og hvað er skáldskaþur
þegar horft er til næstu
ára í íslensku þjóðlífi.
Fjölmörg verkefni munu
móta líf okkar til alda-
móta. Sum þeirra erum við
þegar farin að fást við og
önnur þíða úrlausnar.
Við erum að umskapa
þær aðferðir sem ríkið
notar til að afla fjár til
sameiginlegra sjóða okk-
ar. Á undanförnum árum
hefur þessi grunnþáttur
samfélagsins, fjáröflunin
til hornsteina þess s.s.
heilbrigðis- og trygginga-
kerfis, vakið deilur milli
þjóðfélagshópa vegna
ásakana um sviksemi og
grunsemda um að margir,
sem gætu æxlað byrðarn-
ar, geri það ekki.
Sú endurskipulagning
skatt- og tollkerfis, sem
nú stendur yfir, á að gera
tvennt. Hún á að tryggja
fjármuni í ríkissjóð til að
kosta áform okkar um
bætta þjónustu ríkisvalds
og hún á að minnka skatt-
svik, þoka okkur til rétt-
lætis og jöfnuðar.
Það vekur athygli að
flokkar í núverandi stjórn-
arandstöðu hafa snúist
gegn þessum breytingum,
án þess að hafa tillögu til
úrbóta. Hvort sem um er
að kenna hentistefnu
stjórnarandstöðu eða úr-
ræðaleysi, er það ámælis-
vert að vinna þannig gegn
fyrstu róttæku aðgerðun-
um, sem stjórnvöld hafa
gripið til í langan tíma til
að lækna þetta mikla
mein.
Annar mikilvægur mála-
flokkur, sem nú er unnið
að og hefur áhrif til langs
tíma eru dómsmálin. það
sem að almenningi hefur
snúið þar er óþolandi
seinagangur, dýr mála-
rekstur og illskiljanlegt
skipulag og samkrull
ólíkra verkefna. Úrbætur í
þessum efnum eru aðkall-
andi og reyndar í undir-
búningi. Borgarinn verður
að eiga vísa þjónustu
dómskerfis, sem hann hef-
ur efni á, skilur og treystir.
Húsnæðismálin ætla að
reynast íslendingum ill-
leysanleg. Það bíður nú
Alþýðuflokksins að hafa
forystu um að móta þar
stefnu, sem dugar til fram-
tíðar, en er ekki tímabund-
Eftir
Jón Baldvin
Hanni-
balsson
formann
Alþýðu-
flokksins
ið útspil í samningapóker
aðila vinnumarkaðarins.
Öll Vesturlönd hafa leyst
sín húsnæðismál þannig
að einstaklingurinn fái
þak yfir höfuðið á álíka
áhyggjulausan hátt og
hann kaupir sér bíl eða
þvottavél. Þjóðarauður og
hugvit íslendinga hlýtur
að duga til að leysa þessi
mál á sambærilegan hátt.
Stjórnkerfismál hafa
mikið verið rædd á undan-
förnum árum. Allar greinar
ríkisvalds og stofnana
þeirra hafa fengið sinn
skerf. Hér að framan var
vikið að umræðum um
dómsmál.
Alþingi er eðlilega sígilt
viðfangsefni. Það er álit
flestra, að núgildandi
kosningalög séu ekki við-
unandi. Þau þurfa að
verða öllum skiljanleg og
um þau má ekki standa
ágreiningur milli þéttbýlis
og landsbyggðar. hugsan-
legt er að í næstu atrennu
verði að taka sjálfa kjör-
dæmaskipanina til endur-
skoðunar, því hinn gífur-
legi munur á fjölda kjós-
enda í einstökum kjör-
dæmum gerir næstum
ómögulegt að beita ein-
földum og skírum reikn-
ingsaðferðum.
Starfshættir sjálfs
þingsins hafa verið ræddir
talsvert að undanförnu í
Ijósi málþófs og nætur-
funda. Starf þjóðþings
verður aldrei skipulagt og
njörvað niður eins og á
embættiskontór. Það er
hins vegar Ijóst að fólkið í
landinu telur það ekki
þjóna hagsmunum sínum
að þingmenn standi næt-
urlangt með vökustaura
og lesi upp úr bókum í
ræðustól. Þótt þessi átök
geti sýnst mikilvæg í
svefndrukknum augum
sjálfra þingmannanna, er
Ijóst að stór hluti almenn-
ings telur þau til óþurftar.
Það er Ijóst að langar
ræður munu alltaf verða
hluti af varnar- og sóknar-
búnaði þingmanna, en al-
mennum kröfum um við-
spyrnu þings gegn ofríki
ríkisstjórnar verður að
vinna fylgi á annan hátt.
Annar þáttur gagnrýn-
innar á stjórnkerfið hefur
varðað starfsemi ráðu-
neyta. Skipulag stjórnsýsl-
unnar er á þann hátt að
flest verkefni smá og stór,
lenda á einhverju stigi á
borðum ráðuneyta. Þar
koma til úreltar reglur um
kostnaðarhlutdeild, leyfis-
veitingar og fleira. Þetta
veldur því að langstærstur
hluti starfa í ráðuneytum
snýst um ýmisskonar dag-
legar afgreiðslur sem ekki
virðast einu sinni til al-
mennar reglur um.
Þetta amstur við smá-
málin veldur því að ráðu-
neytin skortir yfirsýn og
aðstæðurtil að sinna
stefnumótun og úrvinnslu
í stórum málaflokkum.
En sá hluti stjórnkerfis-
umræðunnar sem hefur
verið fyrirferðarmestur,
snýst um ábyrgð embætt-
is- og stjórnmálamanna á
gjörðum slnum. í hverju
málinu á fætur öðru hefur
fjármunum almennings
virst sóað, án þess að
hægt sé að fá skynsam-
lega umræðu um málsat-
vik.
Nýjustu dæmin eru Út-
vegsbanka-, Hafskips-,
Flugstöðvar- og Sjóefna-
vinnslumál. Þar hefur
stjórnmálamönnum og
fjölmiðlum ekki tekist að
greina sundur umræður
um annars vegar form,
þ.e.a.s. hvernig var tekin
ákvörðun og hver ber
ábyrgð og hins vegar inni-
hald, þ.e.a.s. var gert rétt
eða rangt.
Þessi ruglingur er trú-
lega að stærstum hluta
vegna þess að íslenskum
stjórnmála- og embættis-
mönnum hefurekki verið
sýnt um að draga hver
annan til ábyrgðar og því
hafa þeir hvorki samið lög
né reglur til slíks.
Dæmi um þetta eru lög
um ríkisbankana, linar að-
haldsstofnanir ríkisvalds
og viljaleysi Alþingis til að
sinna eftirlitshlutverki
sinu.
Hér verða menn að taka
sig á. Á næstu árum þarf
að búa svo um hnútana að
fólk fái aukið traust á
embættisfærslu opinberra
aðila.
Því þarf að skilgreina
ábyrgð og ganga eftir
henni, setja reglur um
hagsmunaárekstra og
upplýsingaskyldu stjórn-
valda. Þannig verða öllum
Ijósar skyldur sínar og al-
menningur getur fylgst
með störfum hins opin-
bera gegnum fjölmiðla.
Hér að framan hefur
verið minnst á ýmis verk-
efni sem munu móta um-
hverfi okkar næsta áratug-
inn og við erum þegar far-
in að vinna að.
Önnureru í sjóndeildar-
hringnum en bíða úrlausn-
ar. Á næstu árum er trú-
legt að heimsmynd okkar
breytist talsvert. Henry
Kissinger hefur spáð því
að á næsta áratug rísi upþ
sterkt ríki eða ríkjaheildir í
Austurlöndum nær og
fjær, í Afríku og Suður-
Ameríku og verði stórveldi
í efnahags- og hernaðar-
legu tilliti.
Hann íelur að í sam-
kegpni við þessa risa
muni Evrópuríki verða
áhrifalaus smáríki og
hrekist til valdaleysis og
versnandi hags, nema að
þau gangi öflugar til verks
í sameiningarmálum Evr-
ópu.
í skugga þessara spá-
dóma er Ijósara en áður
hve mikilvægt það er að
hyggja að stöðu íslands
og samskiptum við Evr-
ópubandalagið. Okkur hef-
ur óað við þeim missi eig-
in hagstjórnartækja sem
innganga í bandalagið
hefði í för með sér.
Óbreytt fiskveiðistefna
þess er líka algerlega óað-
gengileg íslenskum hags-
s»> >