Alþýðublaðið - 31.12.1987, Page 8

Alþýðublaðið - 31.12.1987, Page 8
8 Fimmtudagur 31. desember 1987 munum. Það er hinsvegar Ijóst að eitt stærsta verk- efnið á sjóndeildarhring næstu ára verður að ráða fram úr þessum verkefn- um. Ti! greina kæmi að skipa sérstaka pólitíska nefnd sem hefði það eitt á dagskrá að sinna þeim. A sviði innanrikismála kann að verða fyrirferðar- mikiö á næstu árum að endurskilgreina velferðar- ríkið. Stærstu loforð þess og markmið eru ættuð frá tímum síaukins hagvaxtar og aðferðir þess hafa byggst á stofnanaveldi, sem oft og tíðum viröist skilningslaust og fjarlægt kringumstæðum og raun- um fólksins, sem því er ætlað að styðja. Það var hlutskipti jafn- aðarmanna að móta mark- mið og leiðir velferðarrík- isins í upphafi. Það skal líka verða hlutskipti okkar að aðlaga það að breytt- um tímum. Þar sem sú að- lögun hefur átt sér stað án aðildar jafnaðarmanna hefur niðurstaðan orðið aukin fátækt, öryggisleysi og byggðaröskun. Nær- tækasta dæmið um slíkt er Bretland í stjórnartíð Margrétar Thatchers og Bandaríkin undir stjóm Reagans. Hjá báðum þessum þjóðum hefur aukist bilið milli rikra og fátækra, hungraðra og mettra. Okkar hlutverk i þessu efni verður að standa vörð um markmið velferðarrík- isins um öryggi og reisn ungra og gamalla, heil- brigðra og sjúkra. Til þess þurfum við að tryggja rétt- láta og ríflega fjáröflun. Gagnrýninni um kulda og fjarlægð stofnanaveldis- ins þarf að svara með því að færa alla framkvæmd- ina nær fólkinu og styðja það en ekki stýra. ♦ í tæplega tvö ár hafa landsmenn búið við svo- kallaða fastgengisstefnu. Þessi stefna var tekin upp í kjölfar kjarasamninganna í febrúar í fyrra, þegar menn brutust út úr þeim vítahring verðbólgu og gengislækkana sem hafði haldið þjóðinni í heljar- greipum um langt árabil. Það rofaði til í þjóðlífinu; það var sem nokkru fargi væri létt af. Miklar hræringar á er- lendum gjaldeyrismörkuð- um hafa leitt til þess að Bandaríkjadollar stendur nú lægra gagnvart ís- lenskri krónu en fyrir fjór- um árum. Evrópumyntir ýmsar og Japanskt Yen hafa hækkaó að sama skapi. Þessi þróun hefur valdið erfiðleikum í fram- kvæmd fastgengisstefn- unnar. Hitt skiptir þó ekki minna máii, að kostnaðar- þróun innanlands hefur ekki verið í neinu sam- ræmi við breytingar á framleiðslu- og launa- kostnaði í helstu við- skiptalöndum okkar. Til lengri tíma litið getum við ekki vænst þess að við- halda föstu gengi ef veru- legt misræmi er í verð- lagsþróun hér og erlendis. En það er líka önnur hlið á gengisstefnunni. Gengið er ekki og má ekki verða afgangsstærð sem menn laga jafnharðar að síbreytiiegum aðstæðum innanlands. Fast gengi á að marka efnahagslífinu ákveðinn ramma. Gengið á að vera umgjörð sem heimili og fyrirtæki laga sig að. Markmið fastgeng- isstefnunnar á að vera að skapa aðhald, atvinnulífið og allur almenningur verð- ur að geta treyst gengis- stefnunni. Á síðustu mánuðum hafa þær raddir gerst stöðugt háværari sem kalla á gengisfellingu, segja gengið fallið eða að gengið muni falla í næstu viku eða næsta mánuði. Á sama tíma og þessar radd- ir heyrast vantar þúsundir og aftur þúsundir manna til vinnu viðs vegar um land. Er þetta til marks um atvinnulíf á heljar- þröm? Nei. Er líklegt að breyting á gengisskrán- ingu nú gagnist til fram- búðar þeim fyrirtækjum, einkum á sviói frystingar, sem eiga undir högg að sækja vegna breytinga á gengisskráningu dollars? Nei og aftur nei. Brýnasta mál á sviði efnahagsmála á nýju ári er úrlausn kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú óvissa sem nú ríkir í efnahagsmálum stafar öðru fremur af því að ekki hefur tekist að ganga frá nýjum samningum. Þessir samningar hljóta einkum að markast af þrennu: í fyrsta lagi liggur það fyrir að raunhækkun tekna er meiri á þessu ári en dæmi eru um og hlutur launa- tekna í þjóðartekjum er nú meiri en nokkru sinni. í ööru lagi er það viður- kennt, að sumir hópar launafólks hafa borið skarðan hlut frá borði. Loks er nú fyrirsjáaniegt, að ytri skilyrði þjóðarbús- ins verða með þeim hætti á árinu 1988, að ekki er að vænta aukins afraksturs í þjóðarbúskapnum. Á sama hátt er ekki unnt að reikna með vaxandi kaup- mætti launatekna. Tal manna um gengis- fellingu nú í aðdraganda kjarasamninga er bergmál þeirra tíma þegar gengið var til þess að fella það. Vissulega getur komið til þess að einhver leiðrétt- ing á gengisskráningu krónunnar verði óhjá- kvæmileg. Sá tími er ekki kominn. * Á síðustu misserum hefur mjög verið rætt um að flokkakerfið sé að breytast. Það er Ijóst að í síðustu kosningum klofn- aði Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti treysti sig í sessi. Ástæður þessa hafa m.a. verið taldar þær, að stjórnmálaumræða undirstjórn gömlu flokk- anna hefði fjarlægst dag- legt líf venjulegs fólks og snúist upp í óskiljanlega síbylju um efnahagsmál. Því hefur einnig verið haldið fram, að flokkarnir séu óaðgengilegir almenn- ingi, og kæri sig ekki um þátttöku hans, nema sem fótgönguliðs rétt fyrir kosningar. Sannleikur leynist ef- laust í hvorutveggja. Efna- hagsmál eru fyrirferðar- mikil í íslenskri stjórn- málaumræðu, en það er ekki að ástæðulausu. Óvissa og sífelldar svipt- ingar í gengismálum, lána- málum og vaxtamálum hafa á undanförnum árum verið svo ríkur þáttur í daglegu lífi, að umræðan hefur eðlilega snúist þar um. Það hefur hins vegar orðið á kostnað annarra mikilvægra þátta stjórn- málanna, s.s. skólastefnu og umhverfisverndar. Um kaldlyndi stjórn- málaflokkanna má eflaust margt segja. Þeir eru ólíkir að uppbyggingu og innra starfi og hefurtekist mis- vel í gegnum árin að sinna hlutverkum sínum sem fé- lagsmála- og baráttuhreyf- ingar. ¥ Það er hins vegar óskor- ið úr því hvort nýjum Framh. á bls. 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.