Alþýðublaðið - 31.12.1987, Side 12
Fimmtudagur 31. desember 1987
ÚTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
ELDHUGI
Það er menningin sem gefur lífinu gildi.
Þetta eru orð menningarmálaráðherra
Nicaragua, Ernesto Cardenal, en hann var í
Stokkhólmi á dögunum og tók þátt í
hátíðahöldum til ágóða fyrir menningarlífið
í landi hans.
Ernesto Cardenal, segir land sitt Nicaragua, vera „landið með besta vopnaða herinn, hvað varðar skáldskap
og Ijóöagerö".
„Ég er ekki stjórnmála-
maður — ég er uppreisnar-
maður,“ segir þessi lágvaxni,
bliðlegi maður og svipurinn
verður ákveðinn.
Ernesto Cardénal er afskap-
lega ólikur menntamálaráð-
herrum annarra landa og vill
hreint ekki vera settur á bekk
með stjórnmálamönnum.
Það, að hann hefur verið
menntamálaráðherra í Nicara-
gua frá því að einveldi
Somoza var velt úr sessi í
kjölfar byltingarinnar, er ekki
af því að hann hafi verið at-
vinnupólitíkus. Það, sem fyrir
honum vakir eru ýmsar breyt-
ingar eftir byltinguna, sem
hafði mikil áhrif á þróun
mennta- og menningarmála í
landinu.
„Fyrir byltinguna áriö 1979,
höfðu menn ekki hugmynd
um hvað listahandverk og
þjóðlög voru mikils viröi.
Menningarlff var aðeins fyrir
þá auðugustu og átti í raun-
inni ekkert sameiginlegt með
hinni raunverulegu menning-
ar-arfleifð þjóðarinnar í
Nicaragua," sagði Cardenal í
viðtali í Stokkhólmi, þar sem
hann var opinber gestur á
hljómleikum, sem haldnir
voru til ágóða fyrri þjóöleik-
húsið í Nicaragua.
Menningarsprenging
Cardenal er á móti því að
halda ræður, hann vill heldur
lesa upp úreigin Ijóðum, en
þau hafa gert hann heims-
frægan.
Menntamálaráðherrann í
Nicaragua, sem hann hefur
kallað „landið með best
vopnaða herinn, hvað varðar
skáldskap og ljóðagerð“, hef-
ur það að markmiði, að þjóð-
in öðlist aftur sína eigin
menningarlegu samkennd.
„Menningarlega séð, lá
þjóðin í Nicaragua í dvala eft-
ir margra ára einræðisstjórn
Somoza," segir hann.
„Gamlar menningarhefðir
og listsköpun voru að falla I
gleymsku. Skyndilega varð
menningar-sprenging á með-
an á byltingunni stóð. Ljóða-
gerð og þjóðlegir söngvar
blómstruðu meðan baráttan
fyrir nýju Nicaragua stóð yfir.
Starf mitt sem menntamála-
ráðherra er einfaldlega að
veita þessum menningar-
straumum allan þann stuðn-
ing sem ég mögulega get.
Landflótta
Á árunum fram að 1979 var
Ernesto Cardenal landflótta.
Hann hafði verið prestur í
Solentiname, litlu eyjasamfé-
lagi i Nicaraguahafinu.
Cardenal hafði hleypt miklu
lífi í málaralistina á eyjunum
en svo kom að þvi að her-
menn Somoza létu sprengj-
unum rigna yfir eyjarnar,
löngu áðuren byltingin
hófst.
Þá þegar var Cardenal orð-
inn þekktur sem „frelsis —
guðfræðingur" sem taldi að
mannréttindi og jöfn kjör
væru undirstaða kristindóms-
ins.
„Á vissan hátt verða kristn-
ir menn að vera byltingar-
gjarnir,“ segir hann og heldur
svo áfram: „Byltingin í
Nicaraguaog þróunin í land-
inu eftir hana, er eitt af fáum
dæmum um byltingu, sem er
studd af kristinni þjóð vegna
kröfu um félagslegt réttlæti. í
hefðbundinni kaþólskkri
kirkju hefði ég aldrei getað
starfað sem prestur, og þess
vegna angrar það mig ekki
hið minnstaað páfinn hefur
bannað mér að prédika í
kirkjunni. Ég tel starf mitt
sem menningarmálaráðherra
henta presti ákaflega vel.“
Opnir möguleikar
Eitt aðalmarkmið í menn-
ingar-pólitík Ernesto
Cardenal er, að menningin fái
að dafna án miðstýringar.
Hann segir: „Við getum kall-
að þetta byltingu í menning-
unni en ekki menningarbylt-
ingu. Mín trú er sú, að menn-
ing blómstri því aðeins, að
henni séu ekki settar póli-
tískar skorður um hvað sé
æskilegt eða óæskilegt. Það
bælir niður alla menningu
eins og skeði í Kína.“
í Nicaragua er hlutverk
ríkisvaldsins á sviði menn-
ingar, að sjá til þess að allir
hafi jafna og opna möguleika
til að tjá sig á listasviðinu og
til að njóta þess, sem gerist í
lista- og menningarheimin-
um.
„Það þarf að veita öllum
jafnan aðgang að litum,
penslum, hljóðfærum og út-
búnaði til myndataka. Gefa
afslátt af leikhúsmiðum, sem
eru of dýrir fyrir almenning.
Ennfremur þarf að koma upp
bókasöfnum, það eiga ekki
að vera forréttindi einstakra
að geta lesið og svalað fróð-
leiksfýsn sinni," sagði
Cardenal.
Brauð og söngvar
„Land, sem gengur í gegn
um jafn miklar breytingar og
Nicaragua, þarf að byggja á
sterkri þjóðlegri menningu.
Við þurfum söngva til að
syngja og okkur vantar bæk-
ur, sem segja sögu lands og
þjóðar. Okkur er menningarlíf
jafn nauðsynlegt og brauð á
diskana," segir Cardenal og
vísar því á bug að útgjöld til
menningarmála í fátæku
landi sé bruðl. (lúxus)
Nú hafa listmálara- vinnu-
stofurnar á Solentiname-eyj-
unum, þar sem Cardenal hóf
prestsstörf sín, sett á stofn
skóla i Nicaragua.
Ljóðskálda-
vinnustofur
Á vegum hersins hefur ver-
ið komið upp Ijóðskálda —
vinnustofu, sem hermennirnir
fá afnot af og sagt er að
minnsta kosti fjórði hver Ibúi
í Nicaragua skrifi Ijóð og
söngva.
Svíar hafa veitt Nicaragua
efnahagslega hjálp við við-
gerðir á þjóðleikhúsi lands-
ins og er búist við að það
verði tekið í notkun næsta
vetur.
Cardenal er ekki ungur
lengur, hann er sextíu og
þriggja ára. Hann heldur þó
ótrauður áfram og vinnur að
því takmarki sem hann hefur
sett sér.
Þessi lágvaxni hvíthærði
maður brosir og segir:
„Það sem ég er að segja
er: Þjóðin verður að endur-
heimta menningu sína.
Menningin er undirstaða
þjóöarinnar og án hennar
þrífumst við ekki.“
(Det fri Aktueit.)
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FL.B1985
Hinn 10. janúar 1988 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000,-kr. skírteini kr. 313,76
Vaxtamiði með 10.000,-kr. skírteini kr. 627,52
___________Vaxtamiöi með 100.000,- kr. skírteini _kr. 6.275,28_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1987 til 10. janúar 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 1913 hinn 1. janúar 1988.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 6 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1988.
Reykjavík, 31. desember 1987
SEÐLABANKIÍSLANDS