Tíminn - 03.10.1967, Qupperneq 6

Tíminn - 03.10.1967, Qupperneq 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 3. október 1967 N jósnarinn Sorge varð hetja Sovét ríkjanna Njósnaði hann einnig fyrir nazisfa? Nýjar upplýsingar um furðuferil Sorges Tveir enskir sagnfræðingar hafa gefið út nýía bók um Sorge með nýju efni varðandi hinn furðu- lega njósnahring hans. Þetta er 10. bókin um hinn „kæna, hávaða- sama og drykkfellda" Sorge og enn Jiefur einni spurningu ekki verið svarað: Var hann tvöfaldur njósnari? Klukkan 10.20 að morgni 7. nóv ember árið 1944 féll hlerinn und- an fótum rússneska njósnasér- fræðingsins Richard Sorge. Sextán mínútum síðar lýsti læknir Suga -mofangelsisins yfir því, að hann væri dauður. Einn mesti harmleik ur heimsstyrjjaldarinnar síðari var á enda ... , , , Eða yar hann ef til vill bara að hefjást? Maðurinn Rich- ard Sorge er ekki lengur í tölu lifenda, en minningin um hann lifir. Líf hans, starf hans og dauði virðast ótæmandi uppsprettur, ekki einungis fyrir rithöfunda í James Bond-stíl, heldur einnig fyr ir alvarlega þenkjandi sagnfræð- inga. Til þeirra sdðastnefndu teljast Englendingarnir F. W. Deakin og G. R. Storny, en bók þeirra um ævi Sorges er nú komin út á diönsku hjá forlaginu Fremad. Þetta er 10. en væntanlega ekki síðasta bókin um Sorge og njósnahring hans. Því að þótt Eng lendingarnir gangi hreint til verks og velti fyrir sér, hveriu atriði í 49 ára aeviferli þessa rússneska njósnara, verða þeir þó að lokum, þegar 314 blaðsiður eru að baki, að viðurkenna, að þeim hafi ekki tekizt að leysa úr öllum spurningum. Einnig á Norðurlöndum. Richard Sorge fæddist í Rúss- landi af þýzkum foreldrum og lærði í Þýzkalandi. Hann gekk í kommúnistaflokkinn og réði sig hjá upplýsingaþjánuistíu Konfint- erns, h'fiéd sYp^tífhdi^ rússn^sku “4. skrifstofu“. A'árunúm"' éftir 1920 starfaði hann m.a. á Norður- löndum undir gerifnafninu ,,Jó- hann“ eða “R. Sonter“. Meðal annarra kynntust þeir Richard Jensen og Kai Moltke honum og hafa síðar skriflað um hann í blaða greinum. Prýðilegt dulargervi. En svo var það í Austur- löndum fjær sem Sorge fékk helztu viðfangsefni sín. Fyrsta njósnahringnum kom hann á fót í Shanghai, en upp úr 1930 kom hann til Tokio og hóf þegar að undirbúa öflun upplýsinga þar. Dulargerfi bans var mjög gott. Hann var fréttaritari fyrir nazista bdlöð í Þýzkalandi, hann var með- limur nazistaflokksins, og með- mælin, sem hann hafði meðferð- is, öfluðu honum þegar í stað fulls aðgangs að þýzka sendiráð- inu. Eftir því sem árin liðu, urðu áhrif hans í sendiráðinu sífellt meiri. Ambassadorar og fulltrúar í sendiráðinu leituðu sifellt ráða hjá honum, vegna þess, hve Sprge þekkti vel til stjórnmálaástands- ins í hinum fjarlægari Austurlönd- um. Rétt áður en stríðið brauzt út, varð hann ritstjóri fréttabækl- ings sendiróðsdns. í stuttu máli sagt hafði hann einstaiklega góða aðstöðu til að auka við það efni, sem hann útvegaði sér sjólf- ur frá áhrifamiklum japönskum samstarfsmönnum, fyrst og fremst frá blaðamanninum Ozaki Hotsu- mi, sem síðar lét . láf sitt í gálg- anum eins og Sorge. Auk jap- anska efnisins hafði hann sem sagt úr að moða hinu mikla efni, sem sendiráðinu barst. Sorge tók myndir og afrit éins og fjandinn væri á hælunum á honum og allt þetta sendi hann jafnharð an til yfirmanna sinna í Moskvu. Átta manna njósnahringur. Njósnahringur hans var þröng- ur, taldd aðeins átta menn, og helmingur þeirra var í „innsta” hringnum. Þetta var hin raunvera- lega ástæða til þess, að þeir gátu í svo möig ár unnið í friði, enda þótt japanska lögreglan væri mjög torfryggin gagnvart útlendingum, Sorge sendi óhemju þýðingar- miklar upplýsingar tdl Moskvu. Hann gat skýrt Staldn frá því, að Japanir ætluðu ekki að ráðast á Sovétrdkin, en myndu hins vegar snúa sér að yfirráðasvæðum Eng- lendinga og HoHendinga í Austur Asíu. Hann sendi allnákvæm yfir lit yfir stöðu japanska hersins, og hann gat að Lokum kórónað verk sitt með því að tilkynna til Moskvu, 15. mai 1941, að Þjóð- verjar myndu ráðast inn í Sovát rfkin 22. júní sama ár. Eins og kunnugt er, tók rússneska stjr>nin hvoxiki aðvaranir Sorg- es né annarra tráanlegar. Leiknum lokið. Þegar hann að Lokum var af- hjúpaður, var það náuast fyrir til viljun. Japönsk loona, sem lögregl- an yfirheyrði stöðugt, gaf upp nafnið á einum hinna þýð- ingarminnstu í njósnahring Sorg- es. Þegar lögreglan þannig hafði fengið öriitia bendingu, gat hún á furðulega skömmum tíma kom- ið upp um aLLan njósnahringinn. Það er hægt að furða sig á þvi, að Sorge og samstarfsmenn hans skuli ekki hafa gætt meiri var- kárni. Japanska lögreglan fann við fyrstu húsrannsóknina gögn sem voru fuilkomnar sannan- ir um samsærið. Slyngur njósnarL Hivers konar maður var Rich ard Sorge? Ensku sagnfræðing- arnir draga upp alflókna mynd: Hann var undirföruil njósnari, en hávaðagjarn og drykkfelldur i einkalifi smu, enda þekkt per sóna i næturlifi Tokioborgar. Sorge sá fram á, að eftir nokk- urra daga varðhaLd, að ieiknum Stórn jónsarinn Richard Sorge — og rvazistana í Þýzkalandi? væri lokið, og tó(k að segja jap- önsku Lögreglunnd sem mest. Hann hefur búizt við, að geta á síðasta andartaki forðað sér frá snöranni. Hann hvatti Japani til að snúa sér til rússneska sendi- ráðsins, sjiáilfsagt í von um, að mannaskipti gætu komið til greina. Það er nefnilega ekki óvanalegt, að stórveldin hafi skipti á njósnurum við hliðið. Hetja Sovétríkjanna. En Rússar höfðust ekki að. Sorge Lauk ævi sinni á byltingar- aímælinu 1944. Það var ekki fy~r en 20 árum seinna, sem Rússar rönkuðu við sér. Sorge var gerð- ur að hetju Sovétríkjanna, mynd hans kom á frímerkjum, en sá n jósnaði bæSi fyrir Sovétrikin heiður hefur víst ekki hlotnazt neinum öðrum njósnara. Jafnvel götur í Rússlandi hafa verið nefndar eftir honum. Var ekki Sorge sjálfur hengdur. Orðrómur hefur verið á lofti um, að hanri hafi aldrei verið hengdur, heldur hafi einhver ann ar verið sendur í gálgann, og Sorge afhentur Rússum í manna skiptum. Þessir tveir ensku sagnfræðing- ar trúa ekki þeirri sögu og böð- uilinn ekki heldur. Hann segist oft hafa séð Sorge í fangelsinu, og það sé hafið yfir allan vafa, að sniaran hafi verið lögð um hálsinn á honum. V f

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.