Tíminn - 21.10.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1967, Blaðsíða 1
ÍSLANDSBLAÐinfonnatðmFYLGIRTIMANUM I LAUSASCLU Augiýsing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. ■ ierist askrifendui að ríMANUM tirUigið i sima 12323 240. tbl. — Laugardagur 21 okt. 1967- — 51. árg. TyifbgmatMML - vort sæmummer ISLJ Isiand ’67 I dag kemur Islandsblað Information út samtúnis í Danmörku og á íslandi. í íslandsblaðinu er einkum fjallað um efni varðandi menningar- og efnaliagsmál, rætt um að viðskiptajöfnuð- ur okkar við Danmörku sé óhagstæður og úr því þurfi að bæta og Hans Tabor, ut- anríkisráðherra Dana, skrif- ar grein, sem hann nefnir „Hið dansk-íslenzka sam- starf“. Viðtöl eru við ráð- herrana dr. Bjama Bene- diktsson og Emil Jónsson. FjÖldi íslenzkra fyrirtækja auglýsir í blaðinu, sem er skemmtilegt að öllum frá- gangi. Tíminn varð við þeirri ósk Information að gera fslandsblaðið að fylgi- riti Tímans í lausasölu í dag. J Hernámsár- in fnimsýnd 9. nóvember OÓ-Reykjavík, föstudag. Fyrri hluti kvikmyndarinnar Hernámsárin 1940—45 verður frumsýndur í Háskólabíói fimmtudaginn 9. nóvember. Síð ari hluti myndarinnar verður sýndur snemma á næsta ári. Það er Reynir Oddsson, kvik- myndagerðarmaður, sem á veg og vanda af þessar. mynd og fjallar hún um hernámið á íslandi t heimsstyrjöldinni síð ari, og samskipti Islendinga við hernámsliðið. Frumsýningin fer fram með pompi og prakt. Viðstaddir verða 500 boðsgestir í sínuTi finasta samkvæmisklæðnaði ns eftir sýninguna verður haldið í næsta hús, sen er Ilótel Saga og eiga hátíðahöldin þar að standa yfir, fram eftir nóttu. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á fyrri hluta myndarinnar í London, samsetningu hennar og tón- Framhald á 15. síðu KRAFA SKYNDIRÁÐSTEFNU ASÍ: Vísitalan tengd kaupi áfram eða laun hækki Benda á nauðsyn viðræðna milli þingflokka EJ—Reykjavík, föstudag. ★ f ályktun þeirri, sem Skyndiráðstefna Alþýðu-sambands íslands samþykkti í gær, er því lýst yf- ir, að samtökin muni ekki sætta sig við að tengslin milli launa og verðlags verði rofin. Ef verka- lýðshreyfingin geti ekki komið í veg fyrir slíkt, þá eigi hiin ekki annars úrkosta en að knýja tafar- laust fram launahækkanir, sem að minnsta kosti kosti bæta kjaraskerðinguna upp að fullu. ic Þá hefur Samband ísl. bankamanna haldið aukaþing um kjaraskerð'ngarmálin, og er í ályktun þingsins skorað á ríkisstjórnina að endurskoða nú þegar ráðstafanir þær, sem hún hefir hoðað og komnar eru til framkvæmda að nokkru leyti, jafnframt sem áherzla er lögð á, a8 ríkisstjórnin leysi þann vanda, sem hún telur þjóðina vera i, án þess að rýra kjör launþega meira- en orðið var áður en ráðstafanirnar voru boðaðar. ir Jafnframt halda mótmælayfirlýsingar, stöðugt áfram að berast frá verkalýðsfélögum um allt land, og er í þeim ölium hvatt til öflugrar samstöðu til verndar Iífskjörum almennings. . Viðræðunefnd ASÍ og BSRB kom saman til fundar um kl. 14 í dag, og var þar rætt um málin vítt og breitt. Er útlit fyrir, að viðræður við ríkis- írtjórnina hefjist fyrst á mánu dag eða þriðjudag í næstu viku. Blaðinu barst I dag ályktun Skyndiráðstefnu ASÍ, sem hald in var í gær. Ályktun þessi var samþykkt einróma og er svohljóðandi: „Skyndiráðstefna Alþýðu- sambands íslands, samanköil- uð 19. október, 1967, til að fjalla um efnahagsmálaaðgerð ir ríkisstjórnarinnar, lýsir yfir því, að óhjákvæmilegt sé að beita samstilltu afli samtak- anna studdu af almenningsálit inu í landinu gegn þeirri stór felldu lífskjaraskerðingu, sem felst í efnahagsmálaaðgerðum ríkisstjórnarinnar og harðast mundu bitna á þeim, sem sízt skyldi. Ráðstefnan er þeirrar skoð unar, að unnt sé að leysa að- steðjandi vanda með öðrum úr- ræðum en í tillögum ríkisstjórn arinnar felast og felur fulltrú um Alþýðusambandsins i við ræðunefndinni að standa ó- hagganlega gegn því að tengsl- in milli launa og verðlags verði rofin. Verði efnahagsmálaaðgerðir ríkisstjórnarinnar hinsvegar knúðar fram, telur verkalýðs hreyfingin sig ekki eiga annars úrkosta en að knýja tafarlaust fram launahækkanir, sem að minnsta kosti nemi kjaraskerð ingunni og bæti hana upp að fuliu. Þá telur ráðstefnan sjálfsagt að til lausnar vandamálunum 'verði leitað allra hugsanlegra úrræð'a, sem ekki auki fram leiðslukostnað atvinnuveganna og bendir m. a. í því sambandi á breytingar á skattakerfinu, lækkun á gjaldabálki fjárlaga, víðtækari verðlagsákvæði og strangt verðlagseftirlit, svo og öðrum ráðstöfunum í þá átt. En þar sem slíkar aðgerðir eru bæði í undirbúningi og framkvæmd pólitísks eðlis, tel ur ráðstefnan rétt, að um þær fari einnig fram viðræður milli þingflokkanna, enda hefur rík isstjórnin boðið viðræður um vandamálin innan þings og utan. Ráðstefnan fagnar hinm al- geru samstöðu sem orðið hefur um þessi mál milli Alþýðusam- bandsins og B.S.R.B. og telur rétt, að viðræðurnar við ríkis stjórnina fari fram sameigin lega. Þá telur ráðstefnan rétt, að á lokastigi viðræðnanna við ríkisstjórnina verði kvödd sam an fjölmennari ráðstefna til að fjalla um málið, áður en end anlegrar ákvarðanir séu teknar um afgreiðslu þess.“ Blaðið hefur, frá því ríkis- stjórnin skellti kjaraskerðing- unm yfir landsmenn, birt mót- mælayfirlýsingar frá eftirtöld um aðilum: Sjómannaráðstefnu Sjómannasambands íslands, Verkamannafélaginu Dagsbrún Félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík, Sjómanna- og verka lýðsfélaginu Bjarma á Stokks- eyri, Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði, Sveinafélagi hús- gagnabólstrara í Reykjavik, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélaginu Eining á Akureyri, Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík, Tré- smiðafélag Reykjavíkur, Banda lagi Starfsmanna ríkis og bæja. Hér á eftir fara síðan yfir- Framhald á bls ,4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.