Tíminn - 21.10.1967, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 21. október 1967.
Gjafir til Laugameskirkju
G'ÞE-Reykjavík, föstudag.
Laugarneskirkju hafa áskotnazt
fjórir veglegir silfurstjakar og
róðu'kross að gjöf. Gefiendurnir
bræðumir Einar B. Vestmann
járnsmiður á Akranesi og Jóhann
Bjarnason sjómaður í Reykjavík.
Með gjöf þessari vilja'þeir heiðra
minningu foreldra sinna, Bjarna
Guðmundssonar frá Dúkskoti í
Reykjavík og Valgerðar Einars-
dóttur frá Háhóli í Mýrasýslu, en
þau eru bæði látin. Gripirnir
verða á altari Laugarnfeskirkju.
Þeir eru áletraðir og hefur Björn
Halldórsson annast leturgröft.
Meðfylgjandi mynd af gripunum
á altari kirkjunnar tók Ijósmynd-
ari blaðsins GE.
Halda námskeið fyrir
rjúpnaskyttur
Á síðastliðnu hausti hélt Hjálp
arsyeit skáta í Reykjavík nám-
skeiö íyrir rjúpnaskyttur og aðra
ferðamenn í meðferð áttavita og
landabréfa. Þá voru haldin tvö
námskeið og voru þau vel sótt.
Nú hefur verið ákveðið að halda
fleiri silík námskeið og mun hvert
námskeið standa yfir tvö kvöld.
Fyrra kvöldið verður leiðbeint um
meðfcrð áttavita og landabréfa,
en siðara kvöldið verður sýndur
ýmis íerðaútbúnaður og síðan far
ið i smá áttavitaæfingu út fyrir
borgina. Námskeiðin verða hald-
in . Iðnskólanum við Vitastíg og
hefst fyrsta námskeiðið á mánu-
daginn (23. okt.) kl. 20,00.
Þeir sem á þessu hafa áhuga,
eru heðnir að hafa samband við I
Skátabúðina við Snorrabraut,
sími 12045, en þar liggur frammi
áskriftarlisti.
Undanfarin ár hefur töluvert
boriö á því. að rjúpnaskyttur og
aðrir ferðamenn hafi lent í erfið-
leikum og villum á heiðutn uppi
og hafa þá oft verið gerðir út leið
angrar til hjálpar. Hefur þá oft
verio kennt um kunnáttuleysi í
meðferð áttavita og landabréfa og
lélegum ferðaútbúnaði .Það er
von Hjálparsveitarinnar, að mál
þessi breytist til batnaðar og vill
sveiíin beina þeim tilmœlum til
almennings að fara varlega á
heiðum uppi og hafa ávallt nægi
legan og góðan ferðaútbúnað með
ferðis.
Þing dðmsmálaráð-
herra Norðurlanda
^ómismála- og iðnaðarmiálaráð
herra, Jóhann Hafstein, fór utan
í dag. Erindi ráðherrans er að
sitja dómsmálaráðherrafund Norð
urlanda, sem haldinn er í Stokk-
hólmi. Jafnframt mun ráðherrann
dveijast í Osló nokkra daga í boði
norska iðnaðarmálaráðherrans, og
eiga þar viðræður um uppþygg-
ingu og horfur á norskum iðnaði.
Fulltrúi ráðherra í iðnaðarmála
ráðuncytinu er í för með ráðherrj
anum en hann mun dveljast í;
Oslo um tveggja vikna skeið, á
vegum iðnaðarmálaráðuneytisins
norska til þess að kynna sér s'kipu
lag þcss og iðnaðarstofnana og
samtaka í Noregi.
Að lokum mætir dómsmálaráð
herra á fundi ráðherra frá Norð-
urlondum og íorseta Norðurlanda
ráðs tii þess að fjalla um aðild
Færeyja og Álandseyja að Norð-
uriandaráði og undirbúa miálið
fyrir næsta fund ráðsins.
ÞAKKARÁVÖRP
Mínar beztu þakkir til ailra sem glöddu mig með
• heimsóknum, gjöfum og skeytum, á 80 ára afmæli
mínu 6. þessa mánaðar.
Pálína Stefánsdóttir, Dalshöfða.
TÍMINN
KRA
Framhals af bls. 1.
lýsingar frá Alþýðusambandi
íslands, Sambandi ísl. banka-
manna, Sveinafélagi húsgagna-
smiða í Reykjavík, Verkalýðs
félagi Norðfirðinga, Málarafé
' lagi Reykjavíkur og Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks á Akur
eyri. Má því segja, að flest
nelztu verkalýðsfélög landsins
hafi mótmælt ríðstöfunum rík-
isstjórnarinnar og eins heildar
samtök verkalýðsins.
Samband ísl.
bankamanna
Á fjölsóttu aukaþingi Sam
bands ísl. bankamanna, fimmtu
daginn 19. okt. var einróma
samþybkt svohljóðandi tillaga:
,Aukaþing Samlbands ísl.
bankamanna haldið fimmtudag
inn 19. október 1067 mótmælir
þeim aukmi álögum á laun-
þega í landinu, sem felast í
síðustu efnahagsráðstöfunum
ríkisstjórnarinoar, þar sem
Ijóst er að þær lenda með mest
um þunga á þeim, sem marga
hafa á framfæri sínu auk
sjúkra, öryrkja og aldraðra.
Þingið skorar því á ríkis-
stjórnina að endurskoða nú
þegar ráðstafanir þær, sem
hún hefir boðað og > komnar
eru til framkvæmda að nokkru
leyti.
Þingið leggur áherzílu á, að
ríkisstjórnin leysi þann vanda
er hún telur þjóðina vera í, án
þess að rýra kjör launþega
meira en orðið var.“
Þá hefur blaðinu borizt eft-
irfarandi mótmælaályktun frá
Sveinafélagi Húsgagnasmiða:
Sveinafélag
húsgagnasmiða
„Fundui í trúnaðarmanna-
ráði Sveinafélags húsgagna-
smiða i Reykjavík, haldinn
fimmtudaginn 19. október,
1987, mótmælir harðlega ráð-
stöfunum þeim í efnahagsmál
um, sem ríkisstjórnin hefur ný-
lega lagt fram á Alþingi.
Með þessum ráðstöfunum er
ráðist enn á ný á þá þjóðfélags
hegna sen, verst eru settir.
Fundurinn telur. aó Alþýðu
samband íslands eigi tvímæla
laust að beita sér fyrir kröft
ugum aðgerðum gegn pessum
árásum ríkisvaldsins á launa-
fólk.“
Málarafélag
' Reykjavíkur
Og hér er ályktun frá Mál-
arafélagi Reykjavíkur:
„Fundur fullskipaðs trúnað-
arráðs Málarafélags Reykjavík
ur 19. okt. 1967, mótmælir
harðlega aðgerðum ríkisstjórn
arinnar í efnahagsmálum, þar
sem um er að ræða stórfellda
árás á alla alþýðu og lífskjör
hennar, á sama tíma og versn
andi atvinnuástand hefur nú
pegar rýrt tekjur launþega að
mun, og fyrirsjáanleg minnk-
andi atvinna í mörgum grein
)um m. a. í byggingariðnaði.
Ennfremur mótmælir fundur
inn innflutningi erlends vinnu
afls, hvort heldur það er í
formi tilbúins iðnaðarvarnings
eða iðnverkafólks“.
í kvöld barst síðan mótmæla
ályktun frá Verkalýðsfélagi
Norðfirðinga. Fer hún hér á
eftir:
\
VerkalýSsfélag
NorSfirðinga
„Stjórn og trúnaðarráð Verka
' lýðsfélags Norðfirðinga sam-
FA A.S.Í.
þykkti á fundi sínum 17. þ.
m. svohljóðandi ályktun vegna
ráðstafana ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum sem kunngerð-
ar voru 12. þ. m.
Fundur í stjórn og trúnaðar
ráði Verkalýðsfélags Norðfirð
inga haldinn 17. okt. 1967 nót
mælir harðlega þeim árásum
ríkisvaldsins á kjör hins al-
menna launþega í landinu, sem
felast í ráðstöfunum ríkisstjórn
arinnar í efnahagsmálum sem
kunngerðar voru þann 12. okt.
Með ráðstöfunum þessum
svíkur ríkisstjórnin júnísam-
komulagið og riftir grundvelli
allra kjarasamninga þar sem
sú sitórfellda hækkun á nauð
synjavörum, sem nú kemur til
framkvæmda á ekki að hafa
áhrif á kaupgjald, svo sem
lög og samningar segja íil um.
Fundurinn leggur á það þunga
áhcrzlu að ráðstafanir þessar
looma þyngst niður á þeim
sem þyngsta hafa framfærsl-
una þar sem hér er að mestu
um að ræða hækkun á nauð
synjavörum.
Einnig bendir fundurinn á
að atvinnutekjur hafa verulega
minnkað á þessu ári vegna
minnkandi yfirvinnu.
Jafnframt þessu bendir fund
urinn á að verzlunin, sá at-
vinnuvegur sem bezt hefur
þrifizt á undanförnum árum og
skilað stór gróða, er í engu
látinn bera hinar nýju álögur
heldur fenginn í hendur með
þeim aukinn gróði.
Stjórn og trúnaðarráð Verka
lýðsfélags Norðfirðinga skorar
á alla launþega að standa sam
an sem órofa heild um að
hrinda af sér þessari hatrömmu
árás ríkisvaldsins og starfa
markvisst að því takmarki að
dagvinnutekjur hækki svo að
þær standi undir mannsæm-
andi lífskjörum."
ISja á Akureyri
Og loks er það ályktun Iðju
á Akureyri:
„Stjórnir og trúnaðarmanna-
ráðsfundur haldinn í Iðju, fé-
lagi verksmiðjufólks á Akur-
eyri þann 17. okt. 1967, mót-
mælir harðlega þeim harkalegu
ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin
hefur gert með því að afnema
niðurgreiðslur á lífsnauðsynj-
ar almennings, sem veldur því
að þær stórhækka í verði til
neytenda, án þess að launabæt
ur komi í staðirm.
Teiur fundurinn að þessi ráð
stöfun sé alger röskun á grund
velli þeim er launasamningar
almennt í landinu hafa byggzt
á um mörg undanfarin ár.
Þessar ósvífnu aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar eru í alla staði
óverjandi og þeim mun harka
legri sem þær leggjast með
ofurþunga á lægst Ijunuðu
stéttir þjóðfélagsins, sem sízt
geta undir þeim risið, en man
ar sáralitlu fyrir þá tekjuháu
og efnameiri í landinu.
Hafi ríkisstjórnin haft þörf
fyrir auknar tekjur í ríkiskass
ann hefði hún að sjálfsögðu átt
að ganga fast að skattsvikurum
og öðrum þeim, er rakað hafa
saman fé á dýrtíðarstefnu rík-
isstjórnarinnar. Fundurinn vill
ennfremur benda á að ráðstaf-
anir þessar fela einnig í sér
stórhækkuð útgjöld bæjar- og
sveitarfélaga, sem koma fram
í hækkuðum útsvarsgreiðslum
almennings þegar á næsta ári.
Þar sem hér er um að ræða
mestu og harkalegustu árás,
sem gerð hefur verið á lífskjör
almennings fyrr og síðar, skor
ar fundurinn á alla þá alþingis
menn, sem nú sitja á löggjafar
þingi þjócfarinnar að beita
áhrifum sínum til þess að fyrir
ætlanir ríkisstjórnarinnar um
lífskjaraskerðingu nái ekki
fram að ganga.“
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu-
GUÐM ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12.