Tíminn - 21.10.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 31. október 1967
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórannn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði
I G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur ' Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi: 12323 . Auglýsingasími- 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — f
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Víðtæk samtök um
lausn alls vandans
Engum dylst að þau stórKostlegu vandamál, sem nú
er við að eiga 1 íslenzkum þ.íoðarbúskap stafa fyrst og
fremst af alrangri, hættulegri oo úreltri stjórnarstefnu,
sem beitt hefur verið s.l. átta ar, og þess vegna eru
atvinnuvegirnir og efnahagskerfið svo veikt fyrir áföllum
verðfalls og minnkandi afla, aíöllum, sem hefðu ekki
þurft að leiða þjóðina í hættu, ef góðæri undangenginna
ára hefði verið nýtt með hagfeHdri stjórnarstefnu með
hagsmuni atvinnuveganna og launafólks fyrir augum,
í stað þess að óðadýrtíð hefur verið látin þjarma að
launafólki en verðbólga og harðsvíraðar peningaráðstaf-
anir að atvinnuvegunum-
Einmitt af þessum ástæðum — að hér er við grund-
vallarvandamál íslenzks efnahags- og atvinnulífs að ræða
en ekki aðeins takmörkuð og tímabundin áföll, og að
afleiðingar þessarar röngu grundvallarstefnu eru miklu
meiri og alvarlegri en enn ev Komið upp á yfirborðið,
rlður nú mest á því að sem aUra víðtækust samtök náist
um lausn alls vandans, með þjóðarsamstöðu að baki, og
að tekið verði á vandamálunum í réttu orsakasamhengi.
I^Það' hr að sjálfsögðu spor j rétta átt, að viðræður
hefjist miili ríkisstjórnar o^ launþegasamtakanna, og
fyrsta ályktun ráðstefnu Alþýðusambands íslands, sem
birt er í dag, sést að þar er vilji fyrir hendi til þess að
taka skynsamlega á málum. Þar eru sett fram eðlileg
skilyrði um, að „óhagganlega verði staðið gegn því, að
tengshn milli launa og verðlags verði rofin“, eins og
nú er ástatt, og þar er lögð þung áherzla á hjálp við
atvinnuvegina, og loks er bent á þá staðreynd, að þar
sem framkvæmd þessara máia se pólitísks eðlis, sé rétt
„að um þær fari einnig fram viðræður milli þingflokk-
anna, enda hafi ríkisstjórnin boðið viðræður innan þings
og utan“. Þetta atriði í ályktun IASÍ er bæði atíiyglisvert
og raunhæft .
Framsóknarflokkurinn gerir sér ijóst, að þegar um
svo djúpstæðan þjóðarvanda er að ræða, sem nú er í
komið, eftir langa öfugstjórn, skiptir meginmáli að skapa
þjóðarsamstöðu um lausn alls vandans. Um þetta sagði
Halldór E. Sigurðsson í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld:
„Það er yfirlýst stefna okkar Framsóknarmanna, að
það verði að sitja fyrir öllum etnabagsaðgerðum í íslenzku
þjóðfélagi að koma atvinnurekstri landsmanna á heil-
brigðan grundvöll og að efla ísienzkt framtak í atvinnu
lífi þjóðarinnar. Það er því krafa Framsóknarmanna, að
málefni atvinnuveganna verði tekin til gagngerðrar at-
hugunar nú þegar og lausn þeirra gangi fyrir því að
afla tekna í ríkissjóð.
Ég legg áherzlu á það, eins og við Framsóknarmenn
gerðum í kosningunum í vor og hefur verið gert í um-
ræðum á Alþingi undanfarna daga af formanni flokksins
og fleiri, að vandinn í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðar
innar er mikill. Hann stafar hvort tveggja af rangri
stjórnarstefnu og utanaðkomandi áhrifum, aflaleysi og
verðfalli afurða. Leiðin til að leysa vandann er að gera
sér grein fyrir því, hver hann 3r og sameina þjóðina
síðan um lausn alls vandans“.
Og loks benti Halldór á, að sú leið, sem valin yrði
til lausnar t vanda atvinnuveganna hlyti að hafa miki]
áhrif á efnahagskerfi þjóðarinnar og fyrr lægi ekki fyrir
með neinni vissu. hver tekjuþörf ríkssjóðs raunverulega
yrOi né hvernig heppilegast væn að leysa hana.
TÍMINN 9
Walter Lippmann rit ar urn aiþ|óðamál:
Bandaríkin eru áhrifameiri
sem fyrirmynd en herveldi
I.yndon B. Johnson og frú
ÉG hefi dvalið í Evrópu
mestan hluta suma^sins og
fátt gert annað en að sitja
auðum höndum og hlusta og
horfa á, og nú finnst mér
alveg eindregið, að Evrópu-
menn og Bandaríkj'amenn eigi
í höfuðdráttum við sama vand-
ann að stríða. í augum okkar
allira er heimurinn í órei'ðu og
háskasemd hlaðinn, lýtur ekki
stjórn og er raunar óstjórn-
andi að því er virðist. Hvar-
vetna eru menn uggandi og
vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Almenningur ber kviða í
brjósti, vegna hugsanlegrar
kjarnorkustyrjaldar, byltinga
og gagnbyltinga, en langflest-
ir eiga fyrst og fremst fullt
í fangi með að lifa lífi sínu
í nútímanum og annirnáí við
þá erfiðleika slæva kvíðann
að nokkru.
Riíkisstjórnir þeirra þjóða,
sem framarlega standa og
vaxnar eru upp úr fyrstu
vonibrigðum frelsunar og sjálf
stæðis, eru allar óvinsælar, þar
sem þeim hefir ekki tekizt,
að hafa í fullu tré við óeirðir
erlendis og aðsteðjandi erfið-
leika heima fyrir. Meðal hinna
þróaðri þjóða, hvort sem þær
lúta stjórn kommúnista eða
andstæðinga þeirra, liiir eng-
inn nærandi saméinandi, og
uppörvandi trú, engin björg-
unaráform eru á prjónunum
og ekki vaka neinar vermandi
vonir um bjartari framtíð og
betri.
ÞESSAR drungalegu fram-
tíðarhorfur gefa að minu áliti
til kynna þá sorglegu stað-
reynd, að við erum staddir á
Lokaskeiði hinna þrautreyndu,
hefðbundnu lífshátta. Við er-
um staddir við upphaf mik-
illar baráttu við endurmótun
menningar okkar, og sú bar-
átta stendur sennilega yfir
marga mannsaldra. Þetta er
ekki æskilegur eða heppilegur
tími fyrir venjulega stjórn-
málamenn. Þetta er fyrst og
fremst tilvalinn tími fyrir spá-
menn, leiðtoga, könnuði, upp-
fyndingamenn, brautryðjend-
uj- og aðra þá, sem reiðubúm-
ir eru að gróðursetja tré, til
þess að afkomendurnir geti
setið í skugga þeirra.
Sú heimsskipan og regla,
sem þróazt hefir síðan á mið-
öldum og hin miklu, vestrænu
stórveldi komu á, mótuðu og
stjórnuðu, hefir gliðnað og
splundrazt. Sumir gera sér í
hugarlund, að vi® getum end-
uireist hina gömlu skipan og
Látið Bandaríki Norður-Amer-
íku koma í staðinn fyrir Stóra-
Bretland nítjándu aldarinnar.
En aliir þeir, sem þanndg líta
á málin, eins og Johnson for-
seti, Rusk utanríkisráðherra
og Nixon til dæmis, gera ekki
annað en að magna óreiðu og
stjórnleysi hinnar aiþjóðiegu
heimsskipuinar. Það er ekki
annað en barnaleg blekking,
að ímynda sér, að árið 1967
sé árið 1939, suð-austur Asía
sé Vestur-Evrópa, Mao Tse-
tung sé Hitler og Lyndon
Johnson sé Churchill. Slíkt
og þvílfkt er ekki til þess að
leiða til traustrar og frjálsr-
ar skipunar í heimsmálunum,
heldur ótræðasta kviksyndis,
sem þessi þjóð hefir nokkru
sinni lent í.
\ . •
NAUMAST verður annað
fundið, sem meira sé til máls-
bóta fyrir Johnson forseta, en
viðurkenning þess, að aðrir
forystumenn stórþjóða eigi
einnig í miklum erfiðleikum.
Niðurstaða skoðanakannana
Gallups í París, London.
Moskvu, Nýju Delhi og Pek-
ing sýna dapurlega hneigð. En
þessar aimennu óvinsæLdir for
ustumanna stórþjóðanna
varpa óneitanlega nokkru Ljósi
á vandann. En þær hrökkva
hvorki til að skýra né upp-
hefja það, sem gerzt hefir í
Washington.
í
Meiri kröfur eru gerðar til
forseta Bandaríkjanna en
nokkurs annars stjórnarieið-
toga og meira vænzt af hon-
um, þar sem Bandaríkin eru
svo ótvírætt öflugasta ríki
heims. að þar koma engin
önnur til greina til samjafn-
aöar. Og enn kemur til að
hinn upphaflegi tilgangur
Bandaríkjanna glæddi eftir-
væntingu ailra manna hvar-
vetna og vakti þeim vonir í
brjósti. Það var ekki upphaf-
leg köllun bandarísku þjóðar-
innar né forlög hennar, að
stjórna heiminum, heldur að
vera fyrirmynd annarra um
það, hvemig lifa ætti við fulit
freisi.
RAMMT kveður að van-
trausti manna á Bandaríkjum
Johnsons forseta og óvild í
þeirra garð. Þegar allt kemur
til alls hygg ég, að undirrót-
in sé sú tilfinning, að þau
hafi brugðizt. Sú sannfæring
ryður sér sífellt meira og
meira til rúms, að Bandaríki
Johnsons forseta séu ekki
framar hin fornu, söguiegu
Bandaríki, heldur óekta heims
veldi, sem neyti afis til þess
að koma ætian sinni fram ög
sé ekkj framar til fyrirmynd-
ar um viturieika og mannúð
hitts frjálsa samféiags. Vita-
skuld á öfund, ótti og\ af-
brýðisemi sinn þátt í and-
stöðu umheimsins gegn John-
son. En undirrótin og upp-
sprettan er sú tiifinning
manna, að þeir hafi verið
sviknir og yfirgefnir, Banda-
rikin hafi horfið frá sínu upp-
haflega fyrirheiti og svikið
það.
Þessar tilfinningar haifa
magnazt til muna við hið ein-
staka árangursLeysi þeirra að- ■
fara Johnsons að beita hern-
aöarafli. Máttugasta herveLdi
heims hefir háð baráttu ár
eftir ár. án þess að geta knúið
fámenna og vanþróaða þjóð
til undirgefni við vilja sinn.
„Haukarnir" á meðal okkar
kenna hinni opinberu stefnu,
að t-eyna að særa andstæðing-
inn, en drepa hann ekki. um
þennan skort á sigursæLd.
Hcrnaðarárangurinn í Viet-
nam væri hreint hneyksli, ef
hann væri ekki einmitt sönn-
un, sem er alveg einstaklega
táknræn og mikilvæg sögulega
eða sönnun þess, að beiting
skothæfni nútíma hergagna
getur aö vísu gjörbreytt and-
stæðingnum, eða gert hann
óskaðlegan, en aldrei sveigt
hann undir viLja þess, sem
vopnunum beitir.
Benda má á hina áhrifa-
miklu fyrirmynd bandarískra
lífshátta sem aigera andstæðu
hernaðaröngþveitisins í Viet-
nam. Líking eftir Bandaríkja-
mönnum flæðir yfir heiminn
í stríðum og ómótstæðilegum
straumi, vegna flugvélanna
okkar. tölvanna. heimilistækj-
anna, tiLbúins klæðnaðar og
vélvæðingar skemmtanaiðnað-
arins. og bei meö sér það, sem
er anægjulegt og þægilegt í
lífsháttum okkar, en einnig
sumt af hinu grófa.
Staðreynd fyrirmyndar okk-
ar að þessu le;ti er miklu
öflugri en mátturinn, sem
t'elst i hergögnum okkar. Ef
við gerum okkur þetta nægi-
lega ljóst. ef okkur stjórnuðu
menn. sem gerðu sér þess
grein. að öid þeirra Roose-
veits og Churchills er liðin,
þá synnum við að geta farið
að byrja að brjotast fram úr
kviksyndinu.