Tíminn - 21.10.1967, Síða 5
I4UGARDAGUR 21. október 1967
TÍMINN
BORGARMÁL
BORGARSTOFNANIR SNIDGANGA
INNKA UPASTOFNUNINA MJÖG
AK Reykjaivík, föstudag
Kristján Benediktsson, borgar-
fulilrúi Framsóknarfiokksins bar
fram eftirfarandi tillögu í borgar
stjóin Revkjavikur í gærkveldi og
urö'J um hana miklar umræður.
„Borgarstjórn felur forstjóra
Irr.Aaupastofnunar Reykjavíkur-
borgar að rannsaka, hversu mikil
b-igð hafa verið að J>ví, að stofn
amr borgarinnar keyptu vörur í
smasöiu og sniðgengju Innkaupa-
stofnun borgarinnar varðandi vöru
kaup, sem hún á skv. samiþykktum
borgarstjórnar að annast.
Skal borgarfulltrúum látin í té
greinargerð um niðurstöður þess-
arar rannsóknar, þar sem fram
komi n.a., hverjar af stófnunum
borgaiinnar eiga hér hlut að máli
og við hverja slík viðskipti hafa
verið gerð.
Jaírframt felur borgarstjórnin
borgarstjóra að fylgjast með því
eftirleiðis, að stofnanir borgarinn
ar hlíti samþykktum borgarstjórn
ar frá 16. júní 1959 um viðskipti
við Imikaupastofnun Reykjavíkur-
borgar."
Kristján Benediktsson fylgdi til
lögunni úr hlaði og ræddi fyrst
noksuð feril Innkaupastofnunar
borgarinnar, sem stofnuð var á
árinu 1959. Sagði hann að skýrsiur
sýndu, að hún hefði vaxið jafnt
og þétt. Rekstrarihagnaður á s.l.
ári hefði verið 2,5 millj. kr. og
höfuðstóll um síðustu áramót 8,2
millj. kr. Þrátt fyrir þéssa eigna-
myndun hefði komið í ljós, að
stofnunin hefði sparað borginni
mikið fjármagn með hagkvæmari
innkaupum. Vöruveltan hefði éinn
ig auiuzt, mest árið 1962 eða 45%
en minnst a s.l. ári eða 15,2%.
Þa sagði Kristján, að borgarfull-
trúar hefðu nýlega fengið í hend-
ur vandaða og vel gerða ársskýrslu
Innkaupastofnunarinnar fyrir ár-
ið 1966. Væri hún samin af for-
stjóra stofnunarinnar og vafalítið
sampykkt af stjórn hennar, en 4
af 5 þeirra eru kjömir af borgar
stjórn en varaborgarstjóri væri
formaðnr hennar.
4stæðan til flutnings þessarar
tillögu sagði Kristján að væri um
mæl: i ársskýrslu Innkaupastofn-
unarinnar. Á bls. 2 í henni stæði:
„Nokkur brögð hafa verið að
J>ví, að ýmsar borgarstofnanir hafa
framkvæmt kaup framihjá Inn-
kaupastofnuninni í mun meiri
mæii en heimild er samkv. sam-
þykktum fyrir Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar" o.s.frv. Síðan
segir. ..Varla fer milli mála að
kaup ,sem fara fram hjá Inn-
kaupastofnuninni verða borginni
mun’ óhagstæðari þar eð þá er
yfirlciti um smásöluverð að ræða“.
Kristján kvaðst álíta, að hér
sem nauðsynlegt væri að ráða bót
væri hreyft mjög alvarlegu máli,
á. Það væri alvarlegt, ef rétt væri
að ekki væri reynt að gæta fyllstu
hagsýni við frambvæmdir borgar-
innai og stofnana henn,ar. Ekki
væri framkvæmdafé of mikið.
Vafdiitið hefði forstjóri og stjórn
Innkaupastofnunarinnar lagt sig
fram um að lagfæra þetta, en þeg
ar þeim sýndist ástæða til að
senda borgarfulltrúum þessa at-
hugasemd í ársskýrslunni, virtist
augljóst, að það hefði ekki tekizt
Af þessum framkomnu ástœð-
um væri réttmætt að borgarstjóri
léti kanna þetta mál, eins og tii-
lagan gerir ráð fyrir og fylgist
síðan með því, að stofnanir borg
arinnar sniðgangi ekki Innkaupa-
stofnunina eða hlíti lakari kjörum
en þar er hægt að fá
Asökun sú, sem í skýrslu Inn-
kaupastofnunarinnar fælist væri
vitni um þann slappleika, sem
væn á öllu eftirliti og stjórn hjá
borginni og eitt af einkennum
langvarandi1 valda sama flokks,
þegp.i smákóngarnir fara að taka
sér busbóndavald.
Bragi Hannesson ræddi málið
fyrst af hálfu borgarstjórnarmeiri
hlutans og gerði sem minnst úr
því, að Innkaupastofnunin væri
sniðgengin. Bar hann fram eftir-
farandi breytingartillögu frá' borg
arfulltrúum Sjálstæðisflokksins:
„Tiliagan orðist svo:
Borgarstjórn leggur áherzlu á
það að stofnanir .borgarinnar
hlíti samþykktum Iniikaupastofn-
unar Reykjavíkurborgar frá 16.
jún) 1959 og felur forstjóra og
stjórn Innkaupastofnunarinnar, á-
sam! borgarendurskoðenda að sjá
um, að eftir samiþykktunum sé
hvai vetna farið og skýringar fengp
ar, ei út af því er brugðið".
Þá vakti það og alhygli í um-
ræðunum, að Óskar Hallgrímsson,
einn úr stjórn Innkaupastofnunar-
innar lýsti yfir að hann hefði
ekk'crt vitað urú ársskýrslu stofn-
unarimíar og ekki séð hana fyrr
en kl. 11 þennan sama dag.
Kristján Bcnediktsson kvaðst
andvagur tillögu borgarfulltrúa
Sjáifstæðisflokksins og endurskoð
Ohæfíkgur seinagangur
/ umbótamálum aldraðra
\
AK Rcykjavík, föstudag.
Á íundi borgarstjórnar í gær-
kveldi báru borgarfulltrúar Fram
sóknarftokksins fram efitrfarandi
fyrirspurnir:
„Hinn 3. júní 1965 samþykkti
borgarstjórn tillögur um velferðar
má; aldraðs fólks, þar sem m.a.
var ákveðið:
1. Aö stofna sérstaka deild í skrif
stofu félags- og framfærslumála
Reykjaivíkurborgar, er annaðist:
a' vistun á hæli og sjúkrahús,
b) aðstoð við aldraða í heima-
húsum,
c) upiplýsingaþjónustu,
d) útvegun starfa,
e) samræmingu og eflingu á
starfi frjálsra félaga.
2. Að undirbúa byggingu 60 íbúða
fyiir aldrað fólk.
3. Að undirbúa byggingu hjlikr-
unarheimilis fyrir aldrað fólk,
sem þarf sérstakrar umönnun-
arvið.
4. Að leggja til við stjórn Heilsu
veindarstöðvarinnar og sjúkra-
húsnefnd, að hluti húsnæðis
þess, sem losnar við opnun
Borgansjúkrahiússins, verði nýtt
ur sem bjúkrunarheimili ' og
iangiegutíeild fyrir aldraða
sjúklinga.
SPURT ER:
A. Hversu mikill hluti þeirrar
starfsemi, sem talin er upp
undir tölulið 1 hér að framan,
er þegar kominn til fram-
kvæmda og hve umfangsmikil
er hún?
B. Á hvaða stigi er undirbúningur
skv. 2. og 3. lið?
C. Heíur verið ákveðið að hve
miklu ieyti húsnæði Heilsu-
verndarstöðvarinnar verði nýtt
fyrir aldraða sjúklinga, þegar
Borgarsjúkrahúsið kemst I
notkun?1'
Þórir Kr. Þórðarson, sem er
formaður velferðarnefndar borgar
innai um málefni aldraðra svar-
aði þessum fyrirspurnum og kom
í ljós af þeim svörum, að engan
lið i ályktun borggrinnar frá 1965
er búið að framkvæma. Allt er
þar a byrjunar- eða athugunar-
stigi. Það er verið „að undirbúa
staiíið“ og „leggja drög“ að einu
og óðru, eins og ræðumaður lýsti.
Undirbúningur að byggingu 60
fbuða fyrir aldrað fólk stendur
enn og eru þær í teikningu. Arki-
tekl nefur verið falið að teikna
hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk
en þ?ð er ekki einu sinni búið að
velja þvi stað, og teikning því
ekki nafin. Ágreiningur er í nefnd
inni um þessi mál og tefur það
„undirbúninginn". Þó kvaðst ræðu
maður vonast til, að unnt yrði að
hefja byggingu í vor.
Kristján Benediktsson þakkaði
svörin, sem sýndu að i þessum
máium væri allt enn á undir-
búningsstigi. Rétt væri að rifja
upp nokkur atriði í þessu mikil-
væga máli til glöggvunar á stöðu
þess. Borgarstjórn fcefði gert
tvær samþykktir um málið, aðra
í aprii 1963 og þá hefði fljótlega
verið skipuð nefnd. Síðan hefðu
liðið tvö ár án teljandi aðgerða,
og þá verið gerð önnur samþykkt
í borgairstjóm 3. júní 1965. Nú
væru liðin önnur tvö ár og rúm-
lega það og því tímabært að fá
fregnii af störfum. Af þeim svör
um. sem fengizt hefðu nú, væri
minna gert en vonir' hefðu staðið
til. Kristján kvaðst þó ekki efast
um, að nefndarmenn hefðu reynt
að þoka málum áleiðis, en eir/
hvers staðar væru tafir á málinu.
Flesi atriðin væru á undirbúnings
eð? vangaveltustigi. Ef til vill
gæti þessi upprifjun málsins nú
stuðlað að því að þoka því áfram
og að bað\ kæmist af þessu undir
búnmgs og vangaveltustigi. Ein-
hvem t£ma yrðu borgaryfirvöld
að gera sér fyllilega ljóst, að
gera yrði einhveriar raunhæfar
ráðstafanir í máilefnum aldraðra.
andi bæjarins ætti lítið erindi í
þetta mál. Beinasrt lægi við að
biðja forstjórann um nánari
skýrsiu um ástæður til orða hans
í skyislunni og hlyti hann að hafa
slíkt á takteinum, og að þvi búnu
væri rétt að borgarstjóri sem yfir
maður hans fylgdist með málinu
og sæi um, að því væri kippt í
lag.
Borgarstjóri kvaðst hafa átt sím-
tal við forstjórann og væri þarna
um að ræða ein sex atriði, þar
sem út af hefði borið og vék að
sumum þeirra með óljósum orð-
um.
Kristján Benedikbsson spurði
þá, hver.s vegna slík svör mættu
ekki berast beint til borgarstjóm-
ar fra forstjóranum, og því borg-
arstjórn yrði að láta sér nægja
milligöngu borgarstjóra í síma
og siðan óljósa endursögn hans.
Tiilaga Sjálfstæðismanna var
samþykkt með 13 atkvæðum gegn
2 atkv. Kristjláns Benediktssonar
og Sigríðar Thorlacius, sem gerðu
eftirfarandi grein fjrrir atkvæði
sínu:
„Þar sem til'laga borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins er um leið
frávísun á tillögu, sem að okkar
dómi er mun betri, greiðum við
atkvæði gegn henni".
Kaffisala Kvenfél.
Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði
í Alþýðuhúsinu
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðariiis
í Hafnarfirði gengst fyrir kaffi-
sölu á morgun að aflokinni guðs-
þjónustu í kirkjunni, sem hefst
kl. 2.
Séra Jón Auðuns, dómprófastur,
sem öllum Hafnfirðingum er að
góðu kunnur sem fyrrverandi
prestur safnaðarins, prédikar. Er
þess að vænta, að margir vinir
hans og velunnarar hér í Hafnar-
firði verði viðstaddir guðsiþjónust-
una, og styrki safnaðarstarfið með
því að ganga við í Alþýðuhúsinu
að henni lokinni. Þess ber að
geta, að öllum er heimil þátttaka
í kaffidrykkjuinni. Vonast ég t:I
að sjá þar sem flesta á morgun.
Séra Bragi Benediktsson,
Hafnarfirði.
Hádégisfundur um
Varðberg og Samtök um vest-
ræna samvinnu. halda hádegisfund
í dag kl. 12,10 í Þjóðleikhúskjall
aranum. Einar Benediktsson,
sentíiráðunautur, heldur erindi um
„nyjustu viðhorf í alþjóðlegum
efnahagsmálum" og svgrar fyrir
spurnum.
Einar Benediktsson er einhver
fjöifróðasti embættismaður okkar
um utanrdkisviðskipti og þróun
þá, sem orðið hefur í efnahags-
máium Evrópu.
Á VÍÐAVANGI
Orð og efndir
Dagur á Akureyri ræðir um
boðaðar ráðstafanir ríkisstjóm
arinnar í forsíðugrein s. 1. mið
vikudag og segir svo:
„Komið er fram, að stjóm
arflokkarnir sögðu þjóðinni
ekki rétt frá í vor, áður en
gengið var til kosninga.
Þeir sögðu hiklaust — ag
margendurtóku það — að verð
stöðvunin yrði varanleg, at-
vinnuvegimir stæðu á vel
traustum granni og að lífs-
kjörin myndu batna ef stjóm
arflokkarnir héldu áfram að
standa við stýrið.
Þeir sögðu líka, að gjaldeyris
varasjóðurinn bægði frá dyrum
þeim áföllum, sem verða kynnu
svo sem erfiðleikum í sölu ís-
lenzkra afurða erlendis við hag
stæðu verði o. s. frv.
Þeir menn, sem ekki voru
já-bræður stjómarflokkanna,
og vöruðu við, vom taldir böl-
sýnismenn og aumingjar. Allt
er þetta í fersku minni, enda
skammt um liðið.
Svo kemur forsætisráðherra
með boðskap sinn um 750
millj. kr. nýjar álögur á al
menning. Þær álögur koma
þyngst niður á bammörgum
heimilum. Það er bókstaflega
seilst á matborð hinna fátæk-
ari til að ná þessum 750 millj.
kr. skatti.“
410 milli. sóttar beint
á matborðið
Dagur segir ennfremur í þess
ari grein:
Jafnframt gerir boðskapur
forsætisráðherra ráð fyrir, að
þetta verði á engan hátt bætt
upp og verki sem bein kjara-
skerðing.
Sem dæmi um skattheimtuna
er hið nýja verð margra nauð-
synjavara, sem á að bæta liag
ríkissjóðs um 410 millj. króna.
En þrátt fyrir þessar stór-
felldu hækkanir boðar Bjarni
Ben. að verðstöðvunarstefnan
sé enn í full gildi!!
Af hinni nýju skattheimtu
fá atvinnuvegirnir ekki neitt,
en er gefið það heilræði, tð
endurskoða megi rekstur fyrir
tækjanna.
Það munu héimilin einuig
þurfa að gera, samkvæmt al-
gerlega óleyfilegum efnahags-
aðgerðum, sem dynja yfir i
formi bótalausrar dýrtíðarölrtu.
Ein er sú stofnun, sem öðr
um fremur þyrfti endurskoðun
ar við, en það er rík’ssriómin.
ilinar nýju ráðstafanir eru
bein svik við kjósendur. V’>ld
til að framkvæma þær, v var
fengið á röngum forsendum.
TRULOFUNARHRINGAR
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allf land. -
HALLDÓR
Skólavörðusfíg 2.