Tíminn - 21.10.1967, Blaðsíða 8
3
•fr n mm f
> •» ■ V-1' i J ‘ *
Leikflokkur Lifla sviðsins:
YFIRBORÐ
DAUÐI
eftir Aiice
Gerstenberg
SIE SMITH
eftir Edward Albee - Leikstjóri Kevin Palmer
Ekki vantar gróskuna í íslenzkt
leiklistarlíf. Tilkoma Þjóðleik-
hússins og niánari snerting við
erlenda leiklist ber enn vaxandi
uppskeru. Leikhús höfuðborgar
innar eru tvö, þár sem hinir
æfðu leikarar eru að starfi, og
í tiveim tilraunialeikhúsum þreifar
unga fólki'ð fyrir sér jim nýjung-
arnar. Þannig er umihorfs á þess-
um haustdögum eftir að fullur
tugur ungra leikara, sem lauk
pró'fi í Leikskóla f Þjóðleikhússins
á þessu ári, hefur stofinað með
sér leikflokk, sem hyggst hefja
sjálfstæðar sýningar á litla svið-
inu í Lindarbæ, þar sem þjóð-
leikhúsið hefur haft leiksýningar
síðustu vetur. Að sjálfsögðu er
það mikill fagnaðarauki, að slík
gróska skuli eiga sér stað, en
eigi að síður ber hún nokkra
hættu í sér. íslendingar eru fáir,
og þótt þeir sæki leikhús manna
bezt, eru því naum takmörk sett,
hve hægt er að fylla mörg leik-
hús. Þess vegna gæti svo farið,
að þessi ungi leikhópur fengi
ekki þá aðsókn, sem hann á skil-
ið, og slíkt fálæti um tilraun
hans hefði í senn ill óhrif á efna-
haginn og sjélfstraustið.
En eitthvað verður að gera.
Þegar allt að því tveir tugir
ungra leikara útskrifast á ári,
geta leikhúsin ekki ráðið þá alla,
og aðeins örfáir geta farið utan
til framhaldsnáms. Og ekki dug-
ar að týna niður þvá, sem menn
hafa lært. Þess vegna er árœðis-
tilraum ungu leikaranna góðra
gjalda verð, og fólk er að leggja
skerf til leikhúslifs framtíðarinn-
ar með því að sækja sýningar
ungu ieíka^anna, veitir þeim
sryrk til bess að sækja fram og
etlast, og það framlag mun skila
sér snjöllum leikurum síðar.
Annar leikflokkur ungs fólks
— Gríma — hefur með sam-
vinnu við eldri leikara efnt til
sýninga i Tjarnarbæ og tekizt
mjög vel, enda lánazt að beina
að sér atihyglinni og laða að
sér unga áhorfendur. Vonandi
tekst Leikflokki litla sviðsins hið
saqia. Nauðsynlegt er, að eldri og
reyndari leikarar ‘leggi þessu
unga fólki lið og starfi með því,
taki helzt þátt í hverju einasta
leikriti, sem það sýnir, en þó
ekki með þeim hætti, að stela
senunni frá þvtí.
Ég sá þessa nemendur Leik-
skóla Þjóðleikhússins flytja
þessi verkefni á sviði í vor sem
prófverkefni og mat sýninguna
eftir þvd. Þegar svo er, verður
að minnast, að unga fólkið hlýt-
ur að taka á verkefninu með
aðrar forsendur í'huga, en þegar
það er frjálst. Það er að vonum að
leika fyrir prófdómendur skólans
og hefur æft með það í huga.
En venjulegir leikhúsgestir eru
af öðru sau'ðahúsi, og þegar ung-
ir leikarar eru frjálsir undan oki
skólans og æfa leikrit frá upp-
hafi í bví frelsi, hlýtur árangur-
inp að verða allur annar. Þar
eru skilin milli kunnáttu og sköp
unar. Að æfa til prófs hlýtur að
skipta mestu að skila kurinátt-
unni, en þegar þvi oki sleppir
og komið er út í frjálst leikstarf.
Iber hærra kröfuna um að beita
kunnáttunni til sköpunar. Og
það er ekki fyrr en á því stigi,
sem réttmætt er, að leikhúsgiest-
urinn dæmi leikarann
Af þessum sökum held ég, að
Iþað væri hinum ungu leikurum
hollast að vera ekki að fást vi®
þessi prófverkefni of lengi á svið-
inu og hafa ekki margar sýning-
ar á því fyrir almenning, heldur
freista þess að koma fram með
önnur verk, sem þeir hafa sjálf-
ir valið og æft utan skóla undir
stjórn leikstjóra, sem ekki hefur
verið aðalkennari í leikskólanum.
Þegar þessir ungu leikarar skila
LAUGARDAGUR 21. október 1967.
Leikendur í einþáttungunum.
þeim hlutverkum, verður l'róð-
legra að þeim að hyggja nú.
Við þessar röksemdir bætist.
að þessi tvö litlu leikverx. sem
nú eru sýnd, hljóta aö hafa veriö
valin með nokkurri hliðsjón af
gildi þeirra sem prófverkefni.
hæði með tölu leikenda í huga.
og gildi hlutverka til prófmats.
Mlér finnst þau satt að segja ekki
sérlega áhugaverð fytrir fslenzkan
leikhúsgest árið 1967. Fyrri þátt-
urinn. Yfirborð, birtir ósköp
hvimleiðan brag heimsku og yfir-
drepsskapar, sem raunar er hvers
dagsleg kynni í öðiru hverju sam-
kvæmi eða gylliboði, eða saan-
skiptum manna yfirleitt, og varla
réttmætt að eigina það konum
einungis .Að vísu er reynt að
skera litið eitt til kýlisins, en
það er engin læknisaðgerð. Yfir-
drifin skopstælingin býður óreynd
um leikurum upp á ofleik, sem
vart verður í þessu prófi, eink-
um hjá Auði Guðmundsdóttur,
sem þó sýnir góða leikhæfileika
og föst tök á verkefninu. Hiriar
stúlkurnar, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Anna Guðmundsdótt
ir og Guðrún Guðlaugsdóttir sýna
einnig ótvíræða kunnáttu og hæfi
leika, en óréttmætt væri að gera
þarna einhvern mun á í dómum.
eins og til er stofnað.
Hiinn þéfturinn, Dauði Bessie
Smith, eftir Albee, er meira leik-
verk og stórlbrotnara, og það -el-
ur í sér bæði ádeilu og jákvæða
boðun, og þar er einnig reynt
að þjarma að óhrjálegum mann-
gerðum og viðhorfum, en þetta
viðfangsefni er okkur varla nógu
nærstætt eða heimalegt til þess
að það vekji verulegan áhuga
okkar. Það er vöxtur úr anharri
mold, og það styðst vi8 rtnn-
verulega atburði, sem varla gætu
gerzt hér, þó að við skýldum ekki
sverja af okkur svipaðan djöfuls-
skap í öðrum rnyndum.
Leikararnir í þessum þætti
gera hlutverkum sfnum yfirleitt
myndarleg skil, sem bera vott
um þaulæfingu, en gaili þaulæf-
ingarinnair er sá, að maður sér
fátt nýtt í túlkun við endur-
tekningu. Hjá góðum og reynd-
um leikara er hins vegar hægt
að sjá nýja fyllingu í túlkun
hlutverks á hverri sýningu. Slíkt
er frjálsum mainni eðlilegt.
Allir leikaramir skila hlutverk
um sínum af kunnáttu og oft
góðum leik, én spurningunni am
sköpunina er enn ósvarað. Þó
sást votta fyrir tilxaunum til
persónusköpunar, t.d. hjá Katli
Larsen, og þótt margt megi að
henni finna, verður hún leikhú^-
gestinum eitt hið minnisverð^sta
úr sýningunni. Maður hlýtur einn
ig að dást að kunnáttu og tækm
Jónínu H. Jónsdóttur í sínu mikia
og erfiða hlutverki. Þar er þrótt-
urinn augsýnilega fyrir i ríkum
mæli, en spurningunni um sköp-
unina er þar einnig ósvarað.
Leikur Hákonar Waage í hlut-
verki Jacks svertingja var lík-
lega bezta innlifunin á sviðinu,
og leikur Sigurðar Skúlasonar í
hlutverki lækna-nemans sýndi lík-
lega nærfærnust tök á efninu.
Leikur Jóns Gunnarssonax og
Sigrúnar Bjöínsdóttur stóð einn-
ig fyrir sínu. Niðurstaðan verður
öll hin sama. Mann langar til
þess að geta lesið úr leik þessa
unga fólks, hverjir eru þar stór-
leikarar framtíðarinnar og hverj-
ir ekki, og því horfir maður á
það með forvitni og atbvrli. cn
treystlst ekki tíl þess að' ráða
gátuna að sinni.
En gaman verður aö sjá næstu
verkefni þessara ungu leikara og.
sjálfstæðari tök þeirra. Þá gæti
málið tekið að skýrast.
AK.
Auður Guðundsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdótlir í lilutverkum sínum.