Tíminn - 26.10.1967, Side 5

Tíminn - 26.10.1967, Side 5
 i ijjpm m : FIMMTUDAGUR 26. október 1967. TÍMINN Utsýn frá Hraunsási við Hvitá upp til Húsafells, Eiríksjökuls og Strúts. Jón Jósep Jakobsson, kennari: Sumarbúðír og gróðurvernd Óvenjumikið hnútukast hefur dunið á Skógræktarfélagi íslands og Skógrækt ríkisins þetta ár. F-orsendur þessara skrifa eru að vísu falskar, enda leikið á strengi óvildar og stráksskapar og lítt slegið af setningi. Þau eru samt engan veginn meinlaus, því að margir leggja eyru við, eins og. títt er, þegar einhverju er hall- mœlt. Þau eru rituð markvisst til að villa sýn um' starfshætti og markmið skógræktar á íslandi. En hulið er óvissu, hverju þessi skrif þjóna. Skógrækt er aðeins einn þátt- ur uppgræðslu og gróðurverndar laridsins, viðleitni til að gera það byggilegra og þá um leið fegurra. En hvað kemur skógrækt sum- arbúðum við? í fyrstu virðist lítt saiphengi vera á milli, en stað reyndirnar verða samt aðrar, þeg- ar málið er kannað til hlítar. Enginn aðili á íslandi hefur stairfrækt sumar- og vinnubúðir fyrir unglinga lengur en fyrr- greindir aðilar. Þessu til sönnum- ar er rétt að nefna gróðrarstöðv- arnar á Vöglum og á Hallorms- stað. En alltof fátt skólafólk hefur átt þess kost að starfa við skóg- rækt, þvi að slík ræktunarstörf eru holl og þroskavænleg. Enda Ihefur reynslan sýnt, að þeir sem kynnast slíkum ræktunarstörfum í æsku, fá oftast á þeim miklar mætur og gerast margir tals- menn skógræktar, er þeim vex fiskur um hrygg. Upp úr slíkum jarðvegi er Skógræktarfélag íslands vaxið. Unglingavinna og útivistarsvæði Atvinnuleysi unglinga hefur verið staðreynd í vor og sumar. Þetta er hin versta öfugþróun, þar sem landið kallar á allar vinnu fúsar hendur til starfa, sérstak- lega á þeim tíma árs. Þá er skóla fólki nauðsynlegt að komast út í náttúruna eftir vetrarlanga setu yfir bókum. En skammt er öfganna á milli. Undanfarin ár hefur skort vinnu- afl svo mjög, að börn hafa verið tekin til hættulegra starfa, og eru vinnuslysin sönnun þess. En nú hefur skort vinnu og er ýmsu kennt um, en jafnframt hef- ur verið bent á jákvæðar leiðir til bóta. Föstudaginn 23. júní segir m. a. í forustugrein Alþýðublaðsins: „Fjöldi unglinga hefur á þessu ári átt erfitt með að finna vinnu og veldur þetta að vonum forrfdr um áhyggjum. Tekjumissir fjöl- skyldunnar er slæmur, en hálfu verra er aðgerðarleysi ungling- anna og þau áhrif, sem það getur haft á þá.“ Enn fremur segir í sömu forystugrein: „Hér á landi þarf að athuga þessi mál vel, ann ars vegar hvort rétt sé að breyta skólatímanum og stytta sumarleyi in, en hins vegar, hvort hið opin- bera getur ekki gert átak til þess að auka sumarbúðir, og mætti þá gjarna fylgja þeim létt vinna fyr- ir unglinga. Tii dæmis væri hugs aniegi að koma upp stórum þjóð- görðum um allt land. ■>-? reisa nærri þeim eða í þeim ungli-nga- búðir.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um lengingu skólatímans, og sýn- ist sitt hverjum. Að minnsta kosti yrði þetta lítt framkvæmanlegt hjá sumum aldursflokkum. En þeirri hugmynd hefur ekki veriö hreyft fyrr að friðlýsa staði víðs vegar um land og gera að útivistarsvæðum. Hugmynd þessari hlýtur að verða gaumur gefin. Þetta ætti að verða framkvæmanlegt. en krefst samt samstarfs margra aðila >g mjög mikils undirbúnings. Trjárækt og ýmiss konar garð- yrkjustörf yrðu sennilega megin- verkefni á svæðum serii þessum. Vorplöntun má lengja með ýms- um tæknilegum úrræðum. ein- og farið er að gera með notkun á kæli geymslum, og plöntun í ágúst hef- ur gefið góða raun í kjarrlendi. Þannig mætti stórauka plöntun trjáa og veita vinnubúðunum nægi ieg verkefni. Uppgræðsla mela, hefting upp- blásturs og önnur landgræðstu störf yrðu unnin jöfnum höndum til að auka fjölbreytnina. Margs konar önnur starfsemi kæmi og tit greina, t. d. vegagerð. Þjóðkirkjan hefur starfrækt sumarbúðir um nokkurt skeið og væri ákjósanlegt að hafa sam- vinnu við hana. Báðir aðilar græddu án efa á slíku samstarfi. Einnig yrði fyrirmynda leitað er lendis, t. d. í Bretlandseyjum, Þýzkalandi og víðar, en þar starf ar félagsskapur, er starfrækir sumarbúðir og gefui út mánaðar- rit um náttúruvernd og skógræki. Einnig mætti afla hérlendis reynslu af rekstri heimavistarskól anna. En í sumarbúðunum yrði dvölin miklu styttri, og hér sköpuð ust færi til útileikja og útiíþrótta og jafnframt gæfist kostur á náttúruskoðun, sem skólar hér gætu aldrei veitt. Önnur dagblöð hafa margsinnis lýst yfir í forustugreinum, að þau styddu hvers konar viðleitni til skógræktar og annarrar land- græðslu. Og þegar stjórnmálaflokkarnir eru einhuga um eitthvert hagnýtt mál, sem þvi miður hendir a' tof sjaidan. ætti að vera grundvöllur til þess að ýta því úr vöi. Skógræktarfélag íslands í hinum neikvæðu skrifum um skógrækt hefur verið reynt að læða þeirri firru inn hjá lesend- um, að Skógræktarfélag íslands sé öfgafélag, er beygi sig ekki fyr- ir staðreyndum, gefi út villandi greinar og fjandskapist við sauð fjárbændur. Slík skrif eru varla svaraverð, enda hefur geirinn, sem rithöfundar þessir beita, oft undizt til í höndum þeirra og lag þeirra geigað. Skógræktarfélögin, dreifð um allt land, hafa einmitt unnið ómet anlegt tilrauna og brautryðjenda starf í landgræðslumálum á Is- landi, og stærri framkvæmdir í skógrækt eiga eftir að byggjast á þeim. En þörfin á skipulagðri landgræðslu verður brýnni með hverju ári. Þetta starf kemur að nokkru í hlut skógræktarfélag- anna, og þeirra bíða sennilega miklu fjölþættari verkefni Þar kemur sumarbúðamálið t.il álita, því að skógræktarfélögin ráða nú þegar yfir fjölmörgum stöðum, sem henta myndu fyrir unglinga búðir sakir landslags, fjölskrúðugs gróðurs og náttúrufegurðar. Óvíst er, að fyrrgreindir ritgarp ar hafi nokkurn tímann hugsað um, hversu ísland væri miklu fá- tækara, ef Skógræktarfélag ís- lands hefði ekki verið stofnað og hinar viðtæku trjáræktartilraunir hefðu aldrei verið gerðar. Og þegai horft er á málið frá þess um sjónarhóli, ættu menn að verða á eitt sáttir um gildi þess- arar starfsemi. Hvað hefði til dæmis gerzt á Fljótsdalshéraði, ef Hallormsstaða skógur hefði ekki verið friðaður og þar hefði aldrei verið plantað lerki og hvernig iili Reykjavík út, ei þar hefði aldrei verið gróð- ursett tré. Hitt er svo annað mál að auka þarf þessa starfsemi. en það er kleift með því að efla unglinga- vinnu við skógrækt, og til álita kemur að stofna deildir í skógrækt arfélögunum sérstaklega ætlaðar ungu fólki. Þær flyttu nýtt og Framihald á bls. 13 Á VÍÐAVANGl Veqvísir í sannleiksleit f hinu fræga Unuhúsi í Reykjavík, þar sem rithöfund- ar og önnur gáfnaljón komu tíðum saman til samræðufunda fyrr á árum, varð að vonum tíðrætt um leitina að sann- leikanum og greiðustu leiðir í henni. Ýmsum virtist sú leit oft ærið torsótt, en þá sagði húsbóndi hússins eitt sinn, að hann kynni alveg örugga aðferð við að leita sannleikans, og hún væri á þessa leið: Ef maður er í vafa uin, hvað satt er í málurn dagsins hér á landi, er enginn annar vandi en lesa Morgunblaðið og snúa því við, sem þar er sagt, þá birtist manni sannleikurinn. Ýmsir hafa talið, að þetta. hafi verið gamanmál ein, og má svo vera, en þó getur varla farið hjá því, að mönnum detti þetta sannleiksleitarráð í hug, þegar þeir lesa upphaf | for- ystugreinar Morgunblaðsins f gær, en það hljóðar svo: „Nú þegar umræður standa sem hæst um það, með hverjum hætti sé heppilegast og eðli- Iegast að afgreiða þær tillögur í efnahagsmálum, sem fyrir Al- þingi liggja, er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrjr eðli vandamálanna og þeirri megin staðreynd, að með þeim efna- hagsaðgerðum, sem fram- kvæma verður, er ekki verið að skerða kjör þjóðarinnar. Þau hafa þegar verið skert vegna aflabrests og gífurlegs verð falls afurða á erlendum mark- aði.“ Þannig birtist mönnum sann leikurinn í þessu tilfelli með því að snúa við þeim orðum Mbl., að í tillögum ríkisstjórnarinn- ar sé „ekki verið að skerða kjör þjóðarinnar“. Það er rétt, að mikil kjara- skerðing hefur þegar orðið fyr ir samverknað rangrar stjórn arstefnu og minni aflafengs og verðlags, en ríkisstjómin tel ur nauðsynlegt að bæta nýrri kjaraskerðinigu ofan á, og komi hún öll á helztu lífsnauð synjar heimilanna. Slíkt kallar hún „að hafa stjóm á kjara skerðingunni“, en það telur hún mikilvægast af öllu, svo að hún Iendi á þeim, sem ríkisstjórnin telur að eigi að borga öðmm fremur. Hvað segja húsmæðurnar um þá fullyrðingu Mbl., að verð- hækkunum þeim, sem þær verða nú að borga daglega, fel ist engin kjaraskerðing? 0, bú mikla mildi Vísir rapðir um tillögur rfk- isstjórnarinnar og efnahags- ástandið í leiðara í gær og segir um kjaraskerðinguna: „Þessi tekjuskerðing kemur niður á þjóðinni. Samkvæmt til Iögum ríkisstjórnarinnar mun luin koma mildilega niður.“ Ó, þú mikla mildi vorrar á- gætu ríkisstjórnar. Hemlaviðgerðir líennum bremsuskálar. — s'ípum bremsudælur — lím am á bremsuborða, og aðrar almennar viðgerðir. Hemlastilling h. f. Súðarvogi 14. Sími 30135.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.