Alþýðublaðið - 26.04.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 26.04.1988, Side 4
4 Þriðjudagur 26. apríl 1988 GREINARGERÐ RÁÐHERRA ALÞÝDUFLOKKSINS Lögð fram á efnahagsmálaráðstefnu fulltrúaráðs Alþýðuflokks- 1. Framundan eru erfið við- fangsefni á sviði efnahags- mála. Horfur eru á að halli á viðskiptum við útlönd á þessu ári verði að óbreyttu um tíu milljarðar króna. Ljóst er að mörg fyrirtæki í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum eiga við mikla rekstrarerfið- leika að etja vegna meiri verðlags- og kostnaöarhækk- ana hér á landi en í viðskipta- löndum. Verkfall verslunar- fólks veldur því að veruleg óvissa ríkir um þróun kjara- mála á næstu misserum. Það á ekki eingöngu við um versl- unarfólk þar sem í nýgerðum kjarasamningum verkafólk eru ákvæði um endurskoðun launaliða, fái aðrir hópar launafólks launahækkanir umfram þær sem kveðið er á um. Uppi eru háværar kröfur um stórfellda gengisfellingu krónunnar og verðbólguhol- skefla vofir yfir siðar á árinu, ef látið verður undan þeim kröfum. Á öllum þessum vandamálum þarf að taka af festu og ábyrgð. 2. Við mótun efnahagsstefnu dugir ekki að horfa aðeins fáa mánuði fram í tímann. Skyndilausnir á skammtíma- vandamálum mega ekki spilla fyrir varanlegum efna- hagsframförum. Gengisfell- ing ein og sér leysir í raun engan vanda heldur veltir honum aðeins fram í tímann. Gengisfelling er þaðan af síður allherjarlausn á erfið- leikum landsbyggðarinnar. Til þess að gengisfelling breyti nokkru um viðskiptahalla og afkomu útflutningsgreina verður að fylgja henni sam- dráttur í almennum kaup- mætti launa. Við núverandi aðstæður gerist það ekki nema stjórnvöld grípi inn í kjarasamninga á vinnumark- aði og lögbjóði takmarkanir á launahækkunum. Meö því kæmi ríkisstjórnin harkalega aftan að þeim samtökum launafólks sem gert hafa hóf- sama kjarasamninga undan- fama mánuði í trausti þess að ríkisstjórnin fylgdi á eftir með ráðstöfunum til að stuðla að hjöðnun veröbólgu. Aðgerðir af þessu tagi koma haröast niður á venjulegu launafólki — og þá ekki síður launafólki af landsbyggðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að fara nýjar leiöir viö stjórn geti borgað fiskvinnslufólki hærri laun. • Stórauka verður hag- kvæmni í landbúnaðarfram- leiðslu ekki síst vinnslu og dreifingu búvöru hér á landi svo að unnt verði að draga úr ríkisútgjöldum vegna niðurgreiðslna, út- flutningsuppbóta og birgðahalds vegna offram- leiðslu en þess í stað verði framlög til velferðarmála fólks aukin. • Stuðla verður að samruna og stækkun banka þannig að þeir geti veitt betri þjónustu með ódýrari hætti ,en nú er. Bæta þarf eftir- lits- og öryggisákvæði bankalaga. • Setja þarf almennar, sann- gjarnar leikreglur um starf- semi á fjármagnsmarkaði utan banka og sparisjóða, þannig að sömu reglur gildi um sambærilega starfsemi. Endurskoöa þarf gildandi fyrirkomulag verð- tryggingar á fjárskuldbind- ingum og þar með láns- kjaravísitölu. • Koma verður í veg fyrir ótæpilega fjárfestingu i verslunarhúsnæði og marg- víslegri þjónustustarfsemi. • Brýnt er að endurskoða fyrirkomulag launa- og kjarasamninga meðal annars til þess að stuðla að auknum tekjum fyrir skemmri vinnutimaog meiri sveigjanleika í at- vinnulifinu. Athuga þarf kosti og galla hlutaskipta. Þessi atriðaskrá er langt frá því að vera tæmandi. Um- gjörð efnahagslifs á íslandi verður að vera með þeim hætti að hún stuðli að endur- skipulagninu hefðbundinna atvinnuvega og uppbyggingu nýrra atvinnugreina sem geti staðið undir batnandi lífs- kjörum í framtíðinni. Stjórn- völdum ber nú fyrst og fremst að beita sér fyrir al- mennun stööugleika í efna- hagsmálum og jöfnum starf- skilyrðum atvinnugreina. 3. Þegar fyrir þingkosningar í fyrra bentu frambjóöendur Alþýðuflokksins á að veruleg hætta væri á þvi að fram- vinda efnahagsmála hér á landi færi úr böndunum með vaxandi verðbólgu og við- skiptahalla. í ríkisstjórn hafa ráðherrar Alþýðuflokksins félaganna í Reykjavík, 24. apríl 1988 efnahagsmála hér á landi í staö þess að hjakka sífellt í sama farinu. Við verðum að vinna okkur út úr vandanum með þrautseigju og skipu- lagsumbótum bæði í opin- berum rekstri og einkarekstri. Veilur leynast víða í skipu- lagi íslensks efnahagslífs. Þetta á jafnt við um undir- stöðuatvinnuvegi sem þjón- ustugreinar, jafnt sjávarútveg sem fjármagnsmarkað og bankakerfi, landbúnað sem verslun. Forsenda þess að fjárhagsgrundvöllur velferðar- ríkis á islandi verði treystur er að hafist verði handa um róttæka endurskipulagningu á íslensku atvinnulífi. • Bæta verður nýtingu fram- leiðslutækja í sjávarútvegi þannig að hann skili þjóð- arbúinu meiri tekjum og „Við mótun efnahagsstefnu dugir ekki að horfa aðeins fáa mánuði fram í tímann. Skyndilausnir á skammtímavandamálum mega ekki spilla fyrir varan- legum efnahagsframförum. Gengisfelling ein og sér leysir í raun engan vanda, heldur veltir honum aðeins fram í tímann. “

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.