Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 23. jútí 1988 MMÐUBLM Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaöur helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. SKEMMDARVERK Skemmdarfíkn er fyrirbæri, sem flestir eiga sem betur fer erfitt með að skilja. Það er ekki auðvelt að setja sig í spor þess, sem viljandi eyðileggur eigur annars fólks eða almenningseignir. Samt sem áður gerast fjölmargir sam- borgarar okkar sekir um slíkt athæfi á ári hverju. Mörg- hundruð spellvirki eru t.d. kærð til lögreglunnar í Reykja- víkáári hverju, sem þóer Ijóst aðfærailsekki tilkynningar um alla skemmdarverknaði í borginni. Eyðileggingarþörf sú, sem af einhverjum ástæðum grípur menn, brýst út með ýmsu móti en h.ún virðist oftast nátengd einhverjum kraftajötnakomplexum. Bekkir í mið- bænum endaþess vegnagjarnan í Tjörninni, þungir stein- ar eða hnefar brjóta sér leið í gegnum gluggarúður, símar eru slitnir úr sambandi og rusla- og öskutunnur sendar í flugferðir, þannig að innihaldið dreifist yfir stórt svæði. Halda þeir, sem ábyrgð bera á slíkum uppátækjum að áhorfendum finnist þeir miklir menn fyrir vikið? Aðrir skemmdarvargar fá greinilega ekki nægilega út- rás fyrir hreyfiþörfina. Þeir þurfa því að taka nokkur létt danssporáótrúlegustu stöðum — t.d. uppi á kyrrstæðum bílum í miðborginni. Það ku tiltölulega vinsæl iðja, en einnig er algengt að menn láti reiði sína út í náungann, líf- ið og tilveruna bitna á saklausum bifreiðum, sem þeir rek- ast á fyrir tilviljun. Málið snýst sem sagt um útrás. Þrátt fyrir allt megum við íslendingar þó vera þakklátir fyrir að spellvirki eru ekki algengari hér en raun ber vitni. Erlendiserþettavíðamun meiravandamál — sérstaklega þar sem atvinnuleysi er mikið. Ungt, vonlaust fólk ráfar þá um í fullkomnu tilgangsleysi og finnst þjóðfélagið hafa brugðist sér. Og reiði sína lætur það bitna á umhverfinu. Hér á íslandi er þessari skýringu ekki fyrir að fara og gerir það skemmdarfíknina óskiljanlegri en ella. Ekki er þetta heldur enn eitt unglingavandamálið, samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar. Sökudólgarnir eru oftar en ekki harðfullorðið fólk, sem ætti að vita betur. Skýringin felst hins vegar að öllum líkindum í því að skemmdarverk eru nær undantekningarlaust framin undir áhrifum alkóhóls eða annarra vímuefna. Þarna er sem sagt um að ræða enn einn anga áfengisvandans. ONNUR SJONARMIÐ Valur: Lofaði Steingrími 23 punda afmælislaxi sem utanrikisráð- herra verður sjálfur að veiða. VIÐ sögöum i gær frá grun okkar um aö Valur Arnþórs- son hafi róiö lífróður frá Steingrími Hermannssyni ut-' anríkisráöherra er sá síöar- nefndi komst í hann krappan í Laxá í Aóaldal og hafði samkvæmt heimildum í máli og myndum á útsíöu DV, nær sokkið í ána. Enn bætast viö frásögurn- ar af hremmingum utanríkis- ráóherra í Laxá í Aðaldal. Samkvæmt heimildum Tím- ans hefur Valur Arnbórsson stjórnarformaður SIS og ný- ráðinn bankastjóri Lands- bankans lofaö Steingrími veglegri afmælisgjöf: 23 punda laxi. Gallinn á gjöf Njaröar er hins vegar sá, aö Steingrímur á sjálfur aö ná í laxinn í ána. Nú má segja sem svo aö þetta sé ekki fallega hugsað hjá Vali aö senda utanríkis- ráöherra út í kalda ána með lífið að veði til aö veiöa eigin afmælisgjöf. En hvaö gera menn ekki þegar þeir eru í lax? Alla vega er nú komin skýring á því hvers vegna Val- ur réri lífróður frá Steingrími þegar sá síðarnefndi haföi nær misst höfuðið undir vatn í miöri á: Valur hefur upp- götvaö aö Steingrímur var ekki meö afmælislaxinn á lín- unni og róiö til lands sallaró- legur en síðan séö sig til- neyddan aö snúa við er hann uppgötvaði aö Steingrímur var ekki að draga lax á land, heldur var laxinn aö draga Steingrím á bólakaf. En lítum sem sagt á heim- ildirnar. í Veiöihorni Tímans sem Eggert Skúlason hefur umsjón meö, segir eftirfar- andi: „Þeir Valur Arnþórsson og Steingrímur Hermannsson voru við veiðar í siðasta holli i Laxá i Aðaldal. Spurningin sem Veiðihorn- ið velti fyrir sér á þriðjudag- inn var hvort Steingrímur fengi afmælisgjöfina sína frá Val i þessum veiðitúr, sem er • tuttugu og þriggja punda lax sem Steingrimur á að sækja sjálfur. Um fjögurleytið i gær upp- lýsti Steingrímur að afmælis- gjöfin væri ekki enn veidd, en þó vonuðu þeir félagarnir að hún næðist seinna um daginn, ef ekki, þá kvaðst Valur ætla að gefa Steingrími frest þar til þeir kæmu sam- an að veiða í Laxá í Aðaldal að ári.“ Nú spyrja menn sig náttúr- lega hvað Steingrímur ætli að gefa Vali í afmælisgjöf þegar bankastjórinn nýi á næst afmæli? Sennilega sauöargæru sem Valurverður að ná i sjálfur. Híns vegar var bankastjórastaóan nokkuð góö sem afmælisgjöf, en samkvæmt bankaráði Lands- bankans var Vali alls ekki gefin sú staða, heldur þurfti hann sjálfur að hafa fyrir þvi aö ná henni. En bíöum nú viö. Fiskisagan er ekki búin né flogin. Siöar segir í Veiðihorni Tímans um hremmingar utanríkisráö- herra í Laxá: „En hér er meira um þá Val og Steingrim. Það munaði minnstu að Steingrimur þyrfti að nota sundkunnáttu sína í baráttu við lax í fyrra- dag. Hann þurfti nefnilega að elta laxinn út í miðja á, þar sem vatnið náöi honum upp að herðum með þeim afleið- ingum að Valur sá sig til- neyddan að hoppa upp í ára- bát og róa á eftir Steingrimi. Aö lokum komst Steingrímur í land, með 8 punda lax, sem var þó ekki afmælisgjöfin.“ Veiöihorniö flytur okkur sennilega framhald sögunnar um afmælisgjöfina á næsta ári þegar þeir félagar Valur og Steingrímur verða vonandi mættir á sama staö á nýjan leik til aö fagna afmælisgjöf Steingríms. ÞJÓÐVILJINN hefur sitt hvað aó athuga við þá uppá- komu í DV um daginn að Gunnar Björnsson Fríkirkju- prestur setti upp kraga og pípuhatt og hampaði lykli sínum framan í lesendur blaðsins; lykli sem ekki pass- aöi lengur í skrá kirkjuhuröar- innar. Árni Bergmann, ritstjóri blaösins, sem skrifaði þessar vangaveltur, segir aö þetta sé að velta sér upp úr raunum fólks og spyr hvaóa fjandi hvísli því eiginlega aö Frí- kirkjuprestinum aö klæóa sig upp fyrir svona myndatöku: „Það má margt misjafnt segja um íslenska blaða- mennsku. Kannski er hún einatt sveitó og púkó og halló. En hún hefur líka nokkra kosti sem menn hafa reynt að halda i. Einn er sá, að þótt menn fari kannski meö persónulegar ádrepur á einstaklinga þá er yfirleitt reynt að umgangast sérlega persónulega þætti mannlífs með vissri kurteisi eða tillit- semi. Til dæmis hafa íslensk blöð lengst af komist hjá því aö gera persónulega harma að æsilegri söluvöru. Því miöur verður ekki betur séð en að sá kostur íslenskr- ar blaðamennsku, sem nú var nefndur, sé jafnt og þétt að rýrna. Þeim dæmum hefur smám saman fjölgað, svo nokkuð sé nefnt, að blöð hafi gert sér með ósmekklegum hætti sölumat úr persónuleg- um raunum fólks. Smekkleysi og dólgsháttur sækja reynd- ar fram með ýmsum hætti. Stundum er ekki einu sinni við blaðamenn að sakast heldur þá menn sjáifa sem með hlutverk fara í einhverri fréttauppákomunni." Og þá kemur aö Fríkirkju- / málum: „Gott dæmi um þetta eru Fríkirkjumálin, þar sem safn- aðarmenn keppast við í mik- illi fjölmiðlagleði við að vega hver annan og draga sjálfa sig niður i fúlan pytt um leið. Og með leyfi að spyrja: hver fjandinn hvíslaði því að séra Gunnari Björnssyni, að hann skyldi klæða sig í hempu, setja upp pípuhatt og ota með trúðssvip framan i les- endur DV lykli aö Frikirkjunni sem ekki gengur lengur að skránni?" Okkar svar viö spurning- unni er: Prentvillupúkinn. Gunnar: Hvaða fjandi klæddi hann i hempu og kraga? Spyr Þjóðviljinn GOÐA FERÐ! I blaðinu í dag er rætt við fimm karlmenn, sem eiga það sameiginlegt að konur þeirra fara eftir nokkra daga á kvennaráðstefnu Norðurlandaráðs í Osló. Um áttahundr- uð íslenskar konur sækja þingið, svo nokkurhundruð grasekkjumenn verða að öllum líkindum á landinu í u.þ.b. tíu daga í ágústbyrjun. Vonandi verður ráðstefnan konun- um ánægjuleg. Af viðtölum okkar við eiginmennina er Ijóst, að þeirverðaán efaánægðirað fáþærheim aftur — þó ekki væri nema sökum þess að fáir karlar virðast komn- ir upp á lagið með að nota þvottavélina! Einn með kaffinu Hinum alræmdu gárungum datt snjallræði í hug, þegar DV birti fyrir nokkrum dögum forsíðumynd af séra Gunn- ari Björnssyni, Fríkirkjupresti. Klerkurinn stóð ráðalaus fyrir framan kirkjudyrnar og komst ekki inn, því skipt hafði verið um lás í guðshúsinu. Fannst gárungunum þess vegna gráupplagt að skipta bara um lás í landbúnaðar- ráðuneytinu og þar með væri vandi landbúnaðarins leyst- ur: Þákæmist Jón Helgason, ráðherra, nefnilegaekki inn!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.