Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 23. júlí 1988
FRETTASKYRING
Haukur Holm
skrifar
Bttainnflutningur
SAMDRÁTTUR FRAMUNDAN
HEFUR ÞÚ VITAO PAÐ BETR/
Utl HIIIIAIIB
nEbiviinuun
ÚT OG RESTII
AN VAXTA OG
VERÐTRYGGINGAF
A12 MANUDUM
lOYOTA-BlLASALAN byöur einstQk greiösUiiðr i notuöum bllum
umboösins 50% af kaupverði greiöast vlð samnrng en eftirstöðvar
112 manjði. vaxta- og verðtryggingartaustl Og ekkl núg
meö það... Peir sem staðgreiöa li 15% afslitt. /j
H|1 TOYOTA-BllASÖLUNNI er gott úrval notaöra bila /
tferlö veBtomin I Skeifuna og skeggrzöið viö sökh //
mem okkar Petur, JOn Ragnar. JOham eöa EgH. //
Opiö rnlll kl. 9-19 virka daga og
kl. 10-17 taugaröaga.
TOYOTA
flÐ RÁÐUMST GEGN VAXTAOKRI
9,9%
ÁRSVEXIM
ENGIN
VERÐTRYGGING
Bílaumboðin bjóða nú
hvert um annað þvert, alls
kyns kostakjör á bilum, bæði
notuðum sem teknir hafa ver-
ið upp i nýja, og eins 1988 ár-
gerðinni til aö rýma fyrir 1989
árgerðinni. Eftir gífurlegan
bilainnflutning er nú séð
fram á rólegri tíma. Bilainn-
flytjendur sem Alþýðublaðið
ræddi við spáðu þvi að ekki
kæmu öll umboðin til með
að standa af sér þann magra
tima sem framundan er.
Eins og kunnugt er hefur
mikið bílaflóð dunið yfir land-
ið undanfarið. Hámarki náði
það árið 1987, þegar rúmlega
24 þúsund bllar voru fluttir
hingað til lands. Samkvæmt
upplýsingum frá Bifreiðaeftir-
liti ríkisins voru 15.939 bílar
nýskráðir þar árið 1986, árið
1987 voru þeir 23.469, og
fyrstu 6 mánuði þessa árs
voru þeir 9.589. Þetta segir
ekki alla söguna, þvi þarna er
aðeins um að ræða bíla sem
búið var að selja, og þar með
skrá hjá Bifreiðaeftirlitinu.
Hjá Hagstofunni fengust þær
upplýsingar, aö áriö 1987 hafi
verið fluttir inn 24.485 bílar.
Inni í þeirri tölu eru fólksbíl-
ar, sendibílar, vörubílar og
fjórhjól.
K0STAB0Ð BÍLAUMBOÐANNA
Að undanförnu hafa bíla-
innflutningsfyrirtækin hvert á
fætur öðru birt heilsíðuaug-
lýsingar í blöðunum, þar sem
boðin eru kostakjör á bílum
bæöi notuðum og nýjum.
Sem dæmi má nefna, að
Bílaborg býður vænan afslátt
af Mazda bílum. T.d. lækkar
Mazda 121 úr 537.000 í
464.000 eða um 73.000 krón-
ur, Mazda 626 LX 4 dyra 1.8 I
lækkar úr 871.000 i 731.000
eða um 140.000 krónur og
Mazda 626 GTI úr 1.225.000 i
1.088.000 eða um 137.000
krónur. Skýringar á þessu eru
sagðar vera að 1989 árgerð-
irnar séu væntanlegar og því
þurfi að rýma fyrir þeim.
Framtíö við Skeifuna seg-
ist ráðast gegn vaxtaokri, og
býður allt að 50% af kaup-
verði bílsins til láns á 9,9%
ársvöxtum án verðtryggingar.
í dæmi sem þeir birta í aug-
lýsingunni er tekiö dæmi af
400.000 króna bil, sem myndi
kosta á þessum kjörum
411.926. Þar er um að ræða
Fiat, Ford, Suzuki og
Hyundai bíla.
Þórir Jónsson fram-
kvæmdastjóri Sveins Egils-
sonar h.f. innflutningsaðila
þessara bíla, segir í samtali
við Alþýðublaðið, að þetta sé
liður í starfseminni, þaö þurfi
að koma á móts við fólkið.
Þarna geti fólk séð svart á
hvítu hvað þurfi að borga, og
því sé engin óvissa í þessu,
en þetta séu einnig liður í því
að rýma fyrir nýjum árgerðum
bíla.
Það er athyglisvert að
skoða auglýsingu frá Jöfri
h.f., þar sem fólki er boðið að
þrífa bilinn sem þaö er aö
kaupa sjálft, og að skrá hann,
en á móti komi að bíllinn
fæst á verksmiðjuverði með
tollum og söluskatti, en án
álagningar. Þar að auki er
boðið upp áverksmiðju-
afslátt í sumum tilfellum.
Lækkar þetta bílverð um allt
að 131.100 krónur.
Eyjólfur Brynjólfsson fram-
kvæmdastjóri Jöfurs sagði er
Alþýðublaðið innti hann eftir
því hvað þeir fengju þá fyrir
sinn snúð, að það væri f
rauninni ekkert annað en
upplausn peninga. „Það er
ekkert annað sem vakir fyrir
okkur í þessu dæmi, en að
leysa upp þá aura sem eru
bundnir í dag í þessum bíl-
um. Við erum búnir að selja
alveg óhemju af bílum á ár-
inu, þannig að það má segja
að það hafi að minnsta kosti
verið okkar álit, að það væri
skynsamlegra að selja þessa
bíla álagningarlaust, leysa
upp það fé sem var bundið í
þeim í erlenda verðinu, og
koma þeim af okkur sem
vandamáli. Þeir hlaða upp
pakkhúsleigu, vöxtum o.þ.h.“.
FÆRIST BÍLASALA
Á FÆRRI HENDUR?
Þeir aöilar sem Alþýöu-
blaðið ræddi við, voru á einu
máli um að bílainnflutningur-
inn komi til með að færast á
færri hendur í framtíðinni.
Þess sjást þegar merki, t.d.
er Jöfur með Peugeot,
Chrysler og Skoda, sem þrír
aðilar voru með áður. Sveinn
Egilsson er með Fiat, Ford,
Suzuki og Hyundai, sem var
á fleiri höndum, og Glóbus
Citroen umboðið er einnig
komið með Saab bíla.
Telja má nokkuð víst, að
næsta ár verði meö allt öðru
sniði í bilainnflutningnum en
verið hefur undanfarin ár.
Mun meira jafnvægi verði, og
yfirbragð allt rólegra.
Það var samdóma álit við-
mælenda blaðsins, að óvíst
væri hvort öll bifreiðaumboð-
in kæmu til með að lifa
þessa tíma af. Mörg þeirra
hafa farið af stað af miklum
krafti á velmegunartímum og
fjárfest í miklum fasteignum,
og séu nú ekki nógu vel í
stakk búinn að standa við
þær skuldbindingar. Fylgdi
sögunni, að svo væri víðar
farið en bara í bílaviðskiptun-
um.
METTUR MARKAÐUR?
Bílaumboðin hafaeinnig
auglýst vildakjör á notuðum
bílum sem teknir hafa verið
upp í nýja. Toyota bílasalan
hefur auglýst, að sé helming-
ur borgaður út í bil, fáist eft-
irstöðvarnar lánaðar án vaxta
eða verðtryggingar til eins
árs. Sögðu fulltrúar bílaum-
boða sem rætt var við, að
betra væri að losna við bíl-
ana á lægra verði, en að sitja
uppi með þá til lengri tima.
Bílasali sem rætt var við
sagði, að þessi verðtilboð
umboðanna hafi haft áhrif á
söluna hjá þeim. Hjá þeim
þyrfti yfirleitt að borga 40%
vexti. Þeir væru að reyna að
koma því inn núna hjá selj-
endum notaðra bíla, að þeir
verði að gefa eftir í kröfum
sínum. Umboðin væru það
sterkur samkeppnisaðili fyrir
bílasölurnar, að það væri sí-
fellt að færast í aukana að
bilar séu seldir allir að láni.
Það þykir nokkuð Ijóst að
bílamarkaðurinn er að mett-
ast en þó voru ekki allir alveg
á því að hann væri orðinn
fullmettaður. Einn bílasali
sagði, að íslendingar væru
sjúkir í bíla og gætu sumir
hverjir ekki átt bílinn sinn
lengur en í 2 til 3 mánuði, þá
þyrftu þeir að skipta um bíl.
Aðspurður sagði Eyjólfur
Brynjólfsson hjá Jöfri, að
kannski mætti segja að verð-
fall hafi átt sér stað á notuð-
um bílum, en hins vegar hafi
verið umdeilanlegt hvað hafi
verið eðlilegt verð. Verð á
notuðum bílum hafi verið
uppsprengt, og líklega sé
verðið núna nær þvf sem
eðlilegt megi teljast, þó
vissulega hefði það mátt
koma jafnar.
Viðmælendur blaðsins
voru sammála um, að sifellt
nýrri bilum væri hent sem
ónýtum á haugana, enda sé
orðið það mikið af bílum að
það sé vandamál.
Eins og að framan greinir,
má búast við að einhver
bifreiðaumboðanna sleppi
ekki í gegnum þá þrengingar-
tima sem framundan eru. Svo
mikið er víst, að bílaleiknum
er lokið, í bili a.m.k.
D' *«««ii i>#»*
I KVIEUI EH VHV9MI I
f00.000 kr.
verðlækkun á NISSAN PRAIRIE 2.0 awo