Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. júlí 1988 11 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Umferðin i Vietnam er orðin hættulegri, sérstaklega eru hljóla-kerrurnar (rickshaw) hættulegar fyrir farþega og fótgangandi VIETNAM AO VERÐA LITRÍKARI Sovéska jumboþotan lækk- ar flugið og er komin niður fyrir þétta skýjabólstra sem' eru yfir norðurhluta Vietnam. Lendingin á alþjóðlega flug- vellinum í Hanoi er að byrja, og við erum tveimur timum á undan áætlun, þvi flugstjóri Aeroflotvélarinnar gerði sér lítið fyrir og sleppti millilend- ingu í Calcutta! Það var vetur í Vietnam þegar blaðamaður Det fri Aktuelt tók sér þessa ferð á hendur. í norðurhluta lands- ins þýðir það sérstaklega hátt rakastig í loftinu, þétta skýjabakka og erfiðleika með þvott og þurrkun á fötum. Vegir breytast í forarvilpur að undanskildum asfalt aðalveg- inum , sem við ökum eftir. Lífið er erfitt og menn verða að vera nægjusamir. Það eru fyrst og fremst kon- urnar sem þræla. Þær eru á hrísgrjónaökrunum, keng- bognar við að stinga niður hrísgrjónagrösunum. HEILBRIGÐIN Flestar kvennanna eru ber- fættar í vatnsmikilli forinni og kalt vatnið nær þeim upp á miðjan legg. Hvað skyldu margar þeirra fá öndunarfæra og móðurlífssjúkdóma? Hvað margar skyldu fá stokk- bólgna fætur af skordýra- bitum? Leiðsögumaður blaða- manns, madame Yen vinnur f heilbrigðismálaráðuneytinu, sér ekkert athugavert við vinnu og aðbúnað kvenn- anna. Hún bendir okkur á eina karlmanninn sem sjáan- legur var á ekrunni. Hann var að plægja með plóg og uxa og madame Yen segir: Þarna sjáið þið, það eru karlmenn- irnir sem vinna erfiðustu verkin í landbúnaðinum. Það vakti athygli blaða- manns, að við svo að segja annað hvert hús voru staflar af nýjum múrsteinum og fengust þær upplýsingar að fólkið ætlaði að stækka h.ús sín. Nægjusamt fólk það, með 5-6 fermetra á hvern fjöl- skyldumeðlim. Það er ekki fyrr en árið 2010 sem menn reikna með að geta stækkað hús sín upp i óskadrauminn um 10 fermetra á íbúa. Fjöldinn allur af litlum verslunum og kaffihúsum eru þó til vitnis um, að einka- framtakiö hefur haldið inn- reið sina í Norður-Vietnam. Fjölsóttastir eru þeir veit- ingastaði sem framreiða hina hefðbundnu Pho-súpu. Fólkið situr á lágum skemlum og hámar f sig heita súpuna, einskonar uxa-kjötsúpu, með vorlaukum, rísnuðlum og kryddjurtum. Til þess að komast inn i höfuðborgina Hanoi, verða menn að fara yfir Rauða Fljótið og þá heyrðu ferða- langar í fyrsta sinn þessa setningu, sem var sögð með miklu stolti: „Þetta er brúin sem við höfum sjálf byggt!“ Við sáum gömlu brúna. sem Frakkar höfðu byggt. í Vietnam stríðinu varð sú brú fyrir mörgum sprengju- árásum en samt tókst ekki að eyðileggja hana að öllu leyti. Ennþá lengra í burtu er önnur ný brú, sem Kinverjar byrjuðu á en Rússar luku við. Frá efnahagslegu sjónarmiði var í rauninni fráleitt að Vietnamar færu að byggja brú yfir Rauða Fljótið. Þaö virðist sem það hafi verið sjálfsvirðing þeirra, sem knúði þá til þess að sýna að þeir væru húsbændur á sínu heimili. UMFERÐIN Hanoi er ekki ósvipuð því sem hún var, í fyrri ferðum blaðamanns Det fri Aktuelt. Allsstaðar troðfullt af reið- hjólamönnum sem smjúga fram hjá hver öðrum óskipu- lega og ekki viröist vera minnsti vottur af umferðar- reglum. Umferðin er orðin miklu hættulegri og er óútreiknan- leg. Mikið er um létt mótor- hjól og bilaumferð hefur auk- ist mjög og tiautur eru óspart notaðar. Bílarnir virðast flest- ir hafa lélegar bremsur og sjaldan er nema önnur fram- lugt í lagi í hinu koldimma hitabeltismyrkri. Hættulegasta farartækið fyrir ferðamenn er þó reið- hjólakerrurnar, þær hafa eng- ar iugtir, aðeins aðvörunar- bjöllu. Mikil bót til hins betra er, að nú er komin götulýsing, svo fólk getur gengið á gang- stéttum án þess að vera sí- fellt að hnjóta um holur eins ogáðurvar. FÁTÆKT Vietnam er eitt af fátæk- ustu löndum í heimi, en til- veran þar er þó mun skárri en áður og virðist máluð aðeins Ijósari litum. Verðbólgan er svimandi há, allt upp í 700 prósent á ári! Klæðnaður fólks er orðinn Iitskrúðugri, ekki eingöngu hvitt, svart eða ollfugrænt heldur allir mögulegir litir. Áður fyrr sáust eingöngu hár- snyrtistofur fyrir herra en nú eru komnar hárgreiðslustofur um allt. Fyrir því liggja aug- Ijósar ástæður, því hið fal- lega, siða svarta hár kvenn- anna er nú verið að klippa í gríð og erg. Blaðamaður Det fri Aktuelt (sem er kona) varð 1000 dong fátækari, þegar hún fo'r á litlu hárgreiðslustofuna hennar Phuong, til húsa í dagstof- unni. Það var erfitt að sjá hvernig hárþvottur við þessar aðstæður átti að takast. Með þrákelkni sem trúlega út- skýrir hvernig þessari þjóð tekst að sigra i striði, hafði Phuong sitt fram. Sullaði shampoo i háriö, nuddaöi hársvörð blaðamanns af mikl- um krafti, síðan skolað með tveimur ausum af köldu vatni úr fötu. Blaðamaður var síð- an kynntur fyrir allri fjölskyld- unni og telur sig hafa eignast vinkonu fyrir lífstið. Draumur Phuong er auðvitað að kom- ast suður á bóginn til Saigon. Kvöld eitt gengum við á hljóðið upp á þriðju hæð í húsi, þar sat fólk með gos- drykk eða Saigon-bjór og hlustaði á 7-8 manna rokk- hljómsveit, ásamt söngvara. Þrátt fyrir rokktaktinn, gerfil og magnara, hljómaði þetta ákaflega vietnamiskt. Enginn dansaði, menn sátu bara og störðu fjarrænum augum eins og inn í framtíðina. í fyrsta sinn sá blaða- maður betlara f Norður- Vietnam. Er neyðin meiri eða er aginn minni? (Det fri Aktuelt.) Að vísu er skelfileg fátœkt í Vietnam, samt er léttara yfir daglegu lífi og það er aðeins litríkara en undanfarið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.