Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 20
20 Laugárdágur 23. Júlí '1988 Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar Hvoru megin berið þér? Undarlegt er aö lesa það í sjálfu aöalmálgangi tilgeröar- heimsins, Dagblaðinu, aö sú aðferöin sem dýrkendur hins einfalda og óbrotna hafa lengi notað við að steikja ket utandyra sé nú allt í einu orð- in sú fínasta í snobberíinu! Þetta gerist akkúrat núna, einmitt þegar háþróuð sjálf- virk gasgrill eru nýbúin að ryðja sér, að maður hélt end- anlega til rúms, ásamt ann- arri vélvæddri sumarleyfis- tækni. Það voru komnar feikna fullkomnar vélar í þessu skyni og gengu fyrir tökkum og mælum og voru meö innbyggðum stillurn, hillum og gyllingum hér og þar, — meir að segja alveg búið að útrýma svoleiðis ruddaskap eins og kolum og olíu. Maður beið bara eftir að menn legðu niöur grófheit á borð við hrátt kjöt (íslenskt í þokkabót) og fólki færi að gefast kostur á tilbúnum grillréttum innfluttum í loft- tæmdu plasti fráfínum lönd- um, þaðan sem menningin er frá. En þá berast bara þær fréttir frá Frans (þaðan sem smekkur er fluttur) að það fína við útisteikur sé einmitt þetta frumstæða, einfalda; kolabragðið og jarðarbragðið ásamt stússi barna jafnt sem fullorðinna við að lífga hinn fábreytta loga, sem er ein höfuðskepnanna ásamt jörð- inni, vatninu og loftinu. Fransmenn fullyrða að ostar eigi að hafa fjósabragð eða fjárhúsabragð, eftir uppruna og kjöt eigi að hafa bragð þeirra grasa og moldar sem skepnan er alin af. Þeir segja að best sé að steikja, eða sjóða, í holu sem grafin er í moldina og torfa lögð ofan á kjötið, bert. Þeir eru erfiðir, fransmenn. En það er ekki um annað að gera en eins og þeir segja eigi maður aö geta talist galant homme og hlutgengur i átkúltúrnum. Verst af öllu að þetta sem þeir heimta núna er nákvæmlega það sem sveitamenn og fátækl- ingar hafa frá upphafi haft fyrir sið! Þessir aðilar hafa nefnilega, bæði af nauðsyn og smekk, alltaf tekið sína eigin verkkunnáttu fram yfir keyptar takkavélar. FJÓSAMJÓLK OG FJÖLMIÐLAMJÓLK Maður nokkur, framfara- sinnaður, framleiddi mjólk, í Ameríku. Gyðingur, var mér sagt. Það kann að vera ill- girni úr einhverju mont- hænsninu sem komið hefur vestur á Mayflower. Þessi maður hafði sem sagt kúabú. Nú datt honum í hug að drýgja vöru sína. Hann gat keypt ódýrt prótín, framleitt úr fiski, og svo einhverskonar hlutlausa fitu og blandaði þessu saman við mjólkina. Þetta mældist ekki neitt svo hann hélt áfram að auka hlut efnafræðinnar og minnka hlut kúnna. Þetta var að vísu ekki holl mjólk og það var ekki hægt að vinna úr henni smjör eða osta. En það gaf monní á meðan ekki upp- götvaðist. Nú hugsaðist gyðingnum að það hlyti að vera hægt að líkja eftir því efnafræðiferli sem verður í kúnni þegar hún breytir grasi í mjólk svo hann fékk í lið með sér kunnáttu- menn til að smíða vélasam- stæðu í þessu skyni. Hug- myndin var semsagt að setja gras inn í annan endann á verksmiðjunni og fá út ný- mjólk hinumegin. Hann hugs- aði rökrétt og hann hugsaði sem svo: „Til hvers að hafa kú þegar maður getur alveg eins haft vél!“ Hann sleppti líka jörðinni. Komin var ný aðferð til að rækta gras án moldar og sólar. Menn sáðu í bakka með steinull ( botni gegn- vættri í kemískum næringar- vökva. Bökkunum var þéttrað- að i hillur og beitt sérhönn- uðum Ijósum þannig að gras- ið óx um tíu sentimetra á sól- arhring. Bakkarnir voru svo, með sjálfvirkum hætti færðir yfir á sjálfvirkt færiband þar sem sjálfvirkar sláttuvélar tóku við, slógu og blésu gras- inu yfir í sjálfvirka hakkavél. Eftir það fóru svo þessir tún- bakkar aftur undir sáðvél, vökvunarvél og áburðarvél og upp í hillurnar sínar á ný, undir gervisólina. Og viti menn; þetta gekk. Mjólkin rann. Hún reyndist að vísu illa vinnsluhæf af því hún var gerlalaus, af sjálfri sér, og það reyndist nær ómögulegt að ná jafnvægi í gerla og bakteríulíf það sem menn reyndu aö planta f hana með aðferðum efna- fræðinnar, — lifið er nefni- lega svo flókið viðfangs. Þar geta örsmáir’skammtar af ósýnilegum efnum ráðið allri framvindu. Síðast þegar ég vissi voru menn komnir á þá skoðun að best væri líklega að framleiða gerviosta og gervismjör úr allt öðrum efn- um, án tilstillis mjólkurinnar. Gott ef það var ekki hrágúmí og síróp sem átti að vera aðalundirstaðan en bragðefn- in unnin úr húsdýraáburði, samkvæmt kenningu frans- manna. Það gekk að vísu illa að láta framleiösluna borga sig af því að öllum ríkisstjórnum er illa við að láta mjólk kosta það sem kostar að framleiða hana. En gyðingur þessi var slyngur fjármálamaður og með margvíslegu möndli tókst honum að fá þessa merkilegu mjólk setta í hærri verðflokk en fjósamjólkina, út á hreinlætið og nýjungina, auk þess sem hann gat selt aðgang að fyrirtækinu for- vitnum, tækniglöðum túrist- um og frásagnir af þessu ævintýri I ýmiss konar blöð og sjónvörp. Von vaknaði með endanlega útrýmingu á sveitamönnum. Nú er verið að lesa um þetta I blöðunum á einum stað og skoða myndir af hinni ævintýralegu tækni. í þeirri fjölskyldu var meðal annarra lítil stúlka, sennilega eitthað I ætt við stelpuna sem H.C. Andersen segir frá í sögunni af nýju fötum keisar- ans. Stúlkan þessi skoðaði blaðið lengi. Hún fletti fyrst áfram, síðan afturábak og svo áfram aftur, — starði vand- lega á myndirnar og hlustaði á fólkið fjasáf Að lokum sagði hún: „En til hvers að vera að búa til svona rosalega vél þegar það er bara hægt að hafa kú?“ HVORU MEGIN BERID ÞÉR? Maður nokkur I útlöndum átti við vanheilsu að stríða. Þetta lýsti sér þannig að hann hafði nær stöðugan sting undir þindinni, svima yfir höfðinu og bjó við jafn- vægisleysi á sálarlífinu. Að endingu varð hann að fara til sérfræðings. Sérfræðingur- inn setti hann I ýmiss konar mælitæki, lét stelpuna slá niðurstöðurnar inn á tölvuna og sendi hann svo áfram til fleiri sérfræðinga. Þeir létu manninn ganga í gegnum hvert tækið eftir annað, sí- fellt stærri og flóknari. Það kviknuðu ýmiss konar Ijós á perum, llnurit dönsuðu á skjám en I heyrnartækjum birtust margvísleg tikk og suð. Lengi vel fannst engin lausn. Að endingu voru allar niðurstöðurnar tölvaðar I aðaltölvubanka Alheimsrann- sóknarstöðvarinnar sem ég held að sé I Nice fremur en Grenoble og þá loks fékkst svarið: „Move-ball-left“, sem mönnum veittist auðskilið: taka-eista-vinstri. Nú var þetta framkvæmt. Maðurinn náði sér vel eftir aðgerðina en stingurinn und- ir þindinni var kyrr á sínum stað, sömuleiðis sviminn yfir höfðinu og ekki komst jafn- vægi á sálarlífið að heldur. Að löngum tíma liðnum fór hann aftur til hinna lærðu sérfræðinga og sagan endur- tók sig; löng ferð gegnum óteljandi vélasamstæður og tölvanir og að endingu sama svarið. Og þar sem nú hið hægra var orðið eitt eftir og því jafnframt orðið hið vinstra, réðu visindin það af svarinu að þar yrði einnig að skera. Af tvennu illu vildi maðurinn heldur vera geltur en þjáður og var nú þessi að- gerð framkvæmd. En stingurinn hvarf ekki né heldm- sviminn. Hinsvegar róaðist maðurinn dálítið á sálinni, enda fylgir svona að- gerð aukin ró allajafna. Það þekkja menn sem við búskap hafa fengist. Líður nú og biður uns þar kemur að maðurinn ákveður að herða sig upp, þrátt fyrir sting og svima og fara til skraddarans og láta sauma á sig og gera sig fínan. Skradd- arinn var uppalinn I þúsund ára hefð. Hann fór sér að engu óðslega, mældi mann- inn fyrst að sjóinhending og síðan með málbandinu, aftur og aftur. „Einmælt er ómælt“ tautaði hann fyrirmunni sér, en það er grundvallarspeki góðra handverksmanna með þúsund ára hefð að baki. Nú, sem hann er að mæla skref- slddina, sem svo er kölluð fyrir kurteisis sakir spyr hann, nett og háttvlslega: „Hvoru megin berið þér?“ Viðskiptavinurinn hrökk við, blygðunarsamur eftir allt sem á undan var gengið og tafs- aði: „Uhh, það veit ég ekki, — skiptir engu held ég.“ „Jú vinur minn,“ sagði skraddar- inn, „það skiptir sko bara öllu. Ef ekki er borið réttu megin þá orsakar það sting undir þindinni, svima yfir höfðinu og eilíft jafnvægis- leysi á sálarlífinu.“ Þannig er nú það. Lausnin liggur oft nær en þú heldur og sú gamla speki að óvitar geymi oft viskunnar þarf ekki að vera kerlingabók. Það skaðar að minnsta kosti ekki að spyrja skraddar- ann fyrst áður en þú lætur vísindin gelda þig. En þá berast bara þœr fréttir frá Frans (þaðan sem smekkur er fluttur) að það fína við útisteikur sé einmitt þetta frumstœða, einfalda; kolabragðið og jarðarbragðið ásamt stússi barna jafnt sem fullorðinna við að lífga hinn fábreytta loga, sem er ein höfuðskepnanna ásamt jörðinni, vatninu og loftinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.