Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 5
' 'L'au'gardagu'r'23.' júlí' 1988
5
l.
FRETTIR
Landlœknir
OFAGLÆRDIR LAUSIR
VID STREITU
Streita er meira áberandi
meöal háskólamenntaðs
fólks en ófaglærðs. Ekki er
beint samband milli vinnu-
tíma og streitu að ræða held-
ur vegur tegund atvinnu sem
stunduð er þyngst á metun-
um. Þá er streita mjög sjúk-
dómsframkallandi og er veru-
legur munur á sjúkdómstiðni
meðal þeirra sem kvarta und-
an miklu vinnuálagi og þeirra
sem finnst starf sitt ekki
erfitt. Þá hefur kvörtunum
um streitu fjölgað um helm-
ing á árunum 1967-1985.
Þetta kemur fram í skýrslu
sem Ólafur Ólafsson land-
læknir kynnti fyrir frétta-
mönnum í gær. í rannsókn,
sem gerð var á 2000 körlum
og konum á aldrinum 34-44
ára á árunum 1967/69 og
1979/85 kom í Ijós aö meðal
kvenna í hinum ýmsu störf-
um var streita mest áberandi
meðal háskólamenntaðra
kvenna þar sem 55% þeirra
þjást af henni. Streitu gætti
minnst hjá verslunar- og
skrifstofumönnum og hús-
mæðrum, eða aðeins meðal
20% kvenna i hvorum hópi.
Berlega kemur í Ijós í þessari
könnun að streita fer eftir
þjóðfélagsstéttum en ekki
eftir lengd vinnutíma, því há-
skólamenntaðar konur hafa
stystan vinnutíma meðal
kvenna.
í könnuninni sést einnig
að augljós fylgni er milli
sjúkdóma og streitu því sam-
fara aukinni streitu fylgir
hækkandi tíðni annarra sjúk-
dóma eins og maga- og gigt-
arsjúkdóma og hjarta- og
æðasjúkdóma. Streitusjúkl-
ingar fara meira til læknis en
aðrir og eru oftar lagðir inn á
sjúkrahús. Þeir eru því meira
frá vinnu. Streita veldur þann-
ig beinlinis auknum kostnaði
í heilbrigðisþjónustunni og í
þjóðfélaginu.
Mikil jarðskjálftavirkni er
enn við Kröflu og mælast allt
upp undir 100 jarðskjálftar
þar á dag. Hér er um heldur
meiri skjálftavirkni að ræða
en verið hefur í seinni tíð.
Landris er einnig töluvert
mikið.
Að sögn Ármanns Péturs-
sonar sem vinnur við skjálfta-
vaktina í Reynihlíð er
skjálftavirknin mjög mikil og
allt upp undir 100 jarð-
Þá hefur streita aukist um
helming i aldursflokknum 34-
44 ára. Árið 1967 kvartaði
aðeins 13% karla um streitu
en árið 1985 er hlutfall þeirra
komið upp í 27%. Sömu
sögu er að segja meðal
kvenna, en 13% þeirra kvart-
aði undan streitu árið 1967
en 26% þeirra árið 1985.
Landlæknir sagði að ytri
aðstæður ættu mikinn þátt i
streituaukningu, t.d. væri órói
á vinnumarkaðnum og mikil
verðbólga mjög streituhvetj-
andi. Hann benti einnig á að
tíðni streitu félli mjög eftir 45
ára aldurinn en þá hefði flest
fólk lokið við byggingarfram-
kvæmdir.
í þessari sömu skýrslu er
einnig gerður samanburður á
meðalléngd vinnutíma karla
skjálftaki ppir koma fram á
mælum á dag. Þetta væri þó
að mestu leyti um litla
skjálfta að ræða, en þeir
stærstu eru um 2 stig á
Richterskvaðra. Þá er landris
töluvert mikið. Umbrotin nú
eru þó sambærileg við fyrri
hræringar á Kröflusvæðinu,
þó að heldur meira hafi verið
af skjálftum nú í seinni tíð.
Hinrik Árni Bóasson odd-
viti Skútustaðahrepps og for-
maður Almannavarna þar
og kvenna á árunum 1967-68
og 1983-85. Þar kemur í Ijós
að atvinnuþátttaka kvenna
hefur aukist úr 20% árið 1960
í 85% árið 1985. Um 55%
karla á aldrinum 34-44 ára
vinna 55 stunda vinnuviku og
er það hlutfall nær óbreytt
frá árinu 1967. Meðalvinnu-
tími kvenna á sama aldri er
mun lengri, eða um 65 stund-
ir á viku og er þar innreiknað-
ur sá tími sem fer til heimilis-
starfa. Þar hefur gífurleg
aukning orðið á þessu tíma-
bili því 65% kvenna vinnur
svo langa vinnuviku árið 1985
en aðeins 18% kvenna árið
1968. Virðist þar mestu muna
að þrátt fyrir stóraukna þátt-
töku kvenna á vinnumarkaðn-
um þá taka karlar enn tiltölu-
lega lítinn þátt í heimilis-
störfunum.
sagðist ekki búast við gosi
þessa stundina. Hann sagði
að Almannavarnir hefðu kom-
ið upp varúðarskiltum á fjór-
um tungumálum á allar
helstu leiðir inn á hættu-
svæðið, en ekki væru um
önnur höft að ræða. Kvað
hann nokkuð um það að
erlendir ferðamenn fram-
lengdu dvöl sína við Kröflu I
þeirri von að eitthvað
skemmtilegt gerðist, og þeir
hafi jafnvel komið sér fyrir
Vinnutími er mjög misjafn
eftir starfsstéttum. Verulegur
munur er á vinnutíma há-
skólamenntaðra annars vegar
og ófaglærðra hins vegar. Há-
skólamenntað fólk virðist
geta unnið mun skemmri
vinnuviku en aðrir. Landlækn-
ir sagði aö hér byggi að baki
mikill munur á lifeyrissjóðs-
réttindum þessara stétta auk
þess sem háskólamenntað
fólk hefði oft mun betri af-
komu en ófaglærðir. Þeir sem
vinna lengstu vinnuviku
meðal karla og kvenna eru
ófaglærðir, vinnuveitendur og
svo húsmæöur. Karlar vinna
þó mun meiri auka- og yfir-
vinnu og hafa því mun betri
laun en konur þrátt fyrir að
vinnuálag þeirra sé mun
meira.
ÁDAG
þama upp frá þegar mest
gekk á til aö vera við öllu
búnir. Það væri þetta fólk
sem þeir hefðu mestar
áhyggjur af því það ryki af
stað um leið og eitthvað
gerðist. Þó hefðu Almanna-
varnir engan sérstakan við-
búnað gagnvart þessu fólki,
þeir hefðu yfirleitt haft um
1-2 klst. til stefnu ef eitthvað
gerðist, og fyrstu viðbrögð
yrðu þau að ryðja svæðiö af
fólki.
Bygging herflug-
vallar kemur
ekki til greina
segir Steingrímur
Hermannsson,
utanríkisráðherra, um
varaflugvallarmálið.
Samþykkt Flugráðs
tekur ekkert tillit til
óska NATO.
Samþykkt Flugráðs sl.
þriðjudag um að Egilsstaða-
flugvöllur verði fyrsti vara-
flugvöllur fyrir farþegaflug til
og frá íslandi gengur út frá
þvi að sá flugvöllur myndi
ekki nýtast til herflugs. Drög
að skýrslu starfshóps um
varamillilandaflugvöll sem
lögð var fram i apríl komst að
tviþættri niðurstöðu um stað-
setningu varaflugvallar. Ann-
ars vegar var mælt með
Egilsstöðum ef aðeins yrði
miðað við millilandaflug en
bins vegar var miðað við flug-
völl sem gæti bæði sinnt
áætlunarflugi og herflugi og
mælti nefndin þá með Aðal-
dalsflugvelli við Húsavik.
Flugráð hafnar því í sam-
þykkt sinni að miða staðsetn-
ingu varaflugvallar við þarftir
NATO og segir eðlilegt að
miða fyrst og fremst við þarf-
ir almenns áætlunar- og
leiguflugs enda sé því ekki
kunnugt um að fyrir liggi
neinar beiðnir um gerð vara-
flugvallar til herflugs. Ákvörð-
un um gerð varaflugvallar
með hernaðarlegar þarfir í
huga yröi væntanlega fyrst
og fremst í verkahring ríkis-
stjórnar og Alþingis.
Steingrimur Hermannsson,
utanríkisráðherra, tekur undir
þetta sjónarmið Flugráðs í
samtali viö Alþýðublaðið og
segir að samþykktin um
Egilsstaðaflugvöll sé herflug-
velli óviðkomandi. „Þessi
svokallaði varaflugvöllur sem
ræddur hefur verið við Mann-
virkjasjóð NATO er þessari
niðurstöðu óviðkomandi,"
segir hann. Utanrikisráðherra
sagði að engar beiðnir um
herflugvöll fyrir NATO hefðu
borist frá því að hann tók við
embætti utanríkisráðherra
„enda verður ekki um það að
ræða á meðan ég hef einhver
áhrif að varaflugvöllur hér á
landi verði jafnframt til hern-
aðarnota,“ segir hann.
NATO og Bandarikjamenn
fylgjast grannt með þróun
þessa máls og hafa sótt þaö
fast að bygging varaflugvallar
veröi miðuð við þarfir her-
flugvéla. Samþykkt Flugráös
sýnir hins vegar að þar sem
nýjar flugvélagerðir þurfi
styttri flugbraut en eldri teg-
undir, nægi 2400 metra löng
flugbraut varaflugvelli. Her-
flugvöllur við Húsavík þarf
aftur á móti 3000 metra flug-
braut, akstursbraut flugvéla
að báðum endum brautarinn-
ar og stórt flugvélahlað skv.
niðurstöðu starfshópsins
sem skilaði áliti sínu i vor.
Fréttamenn voru mjög afslappaðir á fundi sínum með Ólafi Ólafssyni landlækni.
Krafla
HUNDRAÐ SKJÁLFTAR
Flokksstjórnarfundur A Iþýðuflokksins
FLOKKSÞING í REYKJAVÍK
Flokksráö Alþýðuflokksins
kom saman til fundar í salar-
kynnum Alþýðuflokksfélag-
anna í Hamraborg i Kópavogi
miðvikudaginn 20. júli sl.
Flokkstjórnarfundurinn sam-
þykkti aö Flokksþing Alþýðu-
flokksins yrði haldið í Reykja-
vik dagana 7.-9. október 1988.
Jón Baldvin Hannibalsson
hélt framsöguræðu á fundi
flokksráðsins *g ræddi
stjórnmálaástandið í ríkis-
stjórnarsamstarfinu. Á fund-
inum kom fram fullur vilji
fundarmanna að Alþýðuflokk-
urinn héldi áfram þátttöku í
ríkisstjórninni og ynni áfram
af heilindum og samstöðu í
anda stjórnarsáttmálans.
Góð þátttaka var á fundin-
um og margir tóku til máls.
Fundarstjóri var Jón Sigurös-
son viðskipta- og dómsmála-
ráðherra en Jón Sæmundur
Sigurjónsson þingmaður rit-
aði fundargerð.
Frá flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins i Kópavogi sl. fimmtudag.
Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri flokksins i pontu. A-mynd/
GTK.