Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 16
 1®« ' \.'<o i; ö í - ' 1 * i ii Laugárdagur 23. júlí 1988 HIÐ SEBRESKA f Eftir að hafa lokað grárri og þungri hurðinni að baki mér geng ég niður þröngar trétröppur sem marrar skuggalega í. Ég er mest hrœddur um að ég detti í þeim, svo brattar eru þœr. Þegar niður kem- ur blasir við mér vel upplýst herbergi alsett spegl- um á einum veggnum og í kringum þá eru slóandi Ijósaperur. Borðið meðfram speglunum er þakið föðrunardóti sem tilheyrir ónefndu leikfélagi. Gólf- ið er grátt. Á gólfinu er stóll og á honum situr maður. Hann heitir Bubbi Morthens. Hann er með kamelsígarettu í munninum og reykurinn frá henni liðast um herbergið sem er í kjallara Bíóhallarinnar á Akranesi. Bubbi er nýbúinn að spila fyrir nœst- um fullu húsi af aðdáendum. Hann er stjarna. „Ég var úti í Svíþjóð aö klára nýju plötuna mína, taka upp nýtt efni og endurvinna eldra efni. Svo var ég líka að syngja inná sum laganna aft- ur og allskonar svona hluti.“ Hverjir voru aö vinna þetta meö þér? „Þaö voru Stefan Glaumann og Christian Falk sem unnu þetta með mér. Núna er ég samningsbundinn hjá sænsku fyrirtæki sem heitir MISTLUR og í framtíðinni mun ég vinna mest með þessum tveimur ágætis- mönnum, Christian sem „pródúsent" og Glaumann sem upptökumanni." Þetta er þriggja plötu samningur er þaö ekki? „Jú, jú, það er rétt og þetta er sú fyrsta." Hvaöa efni er á plötunni? „Þetta er svona sambland af „Frelsinu" og öðru efni. Ég endurhljóðblandaði allt „Frelsið", tók upp Skapaöi fegurðin hamingjunaog Frelsarans slóð í töluvert breyttri og mun rokkaðri út- setningu. Þetta er að mínu mati rokkplata en hvort hún er hröð eða hæg — það verða aðrir að dæma.“ Aðspurður hvort hann fyndi einhverjar tónlistarlegar breytingar á plötunni svaraði Bubbi: „Mikil ósköp, en það er töluvert hæpið að tala um einhverjar stefnur í þessu sambandi. Málið er að maður fer að vinna í öðru umhverfi og meö öörum mönnum. Því leiðir það óhjákvæmilega til þess að hlutirnir verða öðru- vísi en ef maður hefði unnið þá hérna heima." Hverjir sáu um hljóðfæra- leikinn á plötunni? „Það var aðallega Christian Falk sem sá um þá hlið mála, en þó koma einnig aðrir „sessionmenn" líkavið sögu.“ Hvað á platan að heita og hvenær kemur hún út? „Hún á að heita Serbian Flower eða Serbneskt blóm. Það er þegar komin út smá- skífa með laginu „Moon in the Gutter“ (Skapaði fegurðin hamingjuna) og svo fylgir platan sjálf í kjölfarið, en hún kemur ekki út á íslandi nema í 1000 eintökum eða svo.“ Verður farin tónieikaferð til að kynna gripinn? „Já það verður þann 22. júli sem ég fer í 21/2 mánaðar tónleikaferð. Síðan kem ég heim og geri plötu með Megasi og fer einnig túr um landið. Síðan fer ég aftur út og þá tekur við 3-4 mán. Evrópuferð." En nú skal vikið að öðrum sálmum. Eins og flestir vita sem eitthvað hafa fylgst með Bubba þá er hann búinn að vera nánast á fullu I rokkinu í um áratug og gengið i gegn- um flesta þá vítiselda sem m

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.