Tíminn - 02.11.1967, Qupperneq 2
\
1
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 2. nóvember 1967
SfftllUlk - • • ræsir bílinn
SMYRILL
LAUGAVEGI 170 - SÍMI 12260
Fyrsta flokks
rafgeymir
sem fullnægir
ströngustu kröfum
(gníiiteníal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar íull-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita íyllsta öryggi í snjó og
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nagla, .undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
JOHNS • MANVILLE
Glerullareinangrunm
BILAVIÐGERÐIR
Réttingar, Doddýviðgevði: aimenn viðgerðaþjón
usta. — Pantið ■ tima » nma H7260
Bifreiðaverkstæði
VAGNS GUNNARSSONAR Síðumúls 13.
Hieir ot úein oota Jotins
Manville síierullareinangrun-
uia meh álpappirnum
haob ei'- oeztn elnangrunar-
efrr.í lafnframi það
■ ai,?OflVrasta
Þe. alika fyrir 4”
J M glerul og 2Vi’’ frauð-
Dlajreir.angrur os fáið auk
’j-'.c? aipappú með
Hagkvaemr greiðsluskilmálar
Sennum uir íand allt —
Jaínve) <1i>gfrag» borgar sig.
Jón Loftsson hf.
tir rgbraui 121 Simi 10600.
Asureyn:
G erárgótu 26 Simi 21344.
RAFVIRKJUN
Ný.'dgmi og viðgerðir —
Simi 418711 — Þorvaldur
Hafberg rafvirkjameistari.
Guðrún Bjarnadottir
Guðrún Bjarnadóttir fyrrum hús
freyja að Laugum í Hraungerðis
hreppi andaðist 8. októtoer s. 1. á
Sjúkrahúsi Selfoss eftir alllanga
vanheilsu 81 árs að aldri og var
jarðsett að Hraungerði
laugardag 14. sama mánaðar, að
viðstöddu fjölmenni.
Guðrún var fædd að Túni í
Hraungerðishreppi 3. október
1886. Voru foreldrar hennar hjón
in í Túni Bjarni bóndi, Eiríksson
ar bónda þar og Guðfinna Guð-
mundsdóttir bónda í Hróarsholti,
Tómassonar prests í Villinga'holti.
Voru og eru þetta traustar og vel
virtar ættir. Börn þeirra Túns-
hjóna voru mörg og urðu öll merk
og vel virt. Stendur sá ættmeiður
með miklum blóma og teygir lim
sitt víða.
Guðrún ólst upp í föðurgarði í
hópi sinna gjörvilegu systkina,
sem öll tóku ung að aldri, að
reyna kraftana, enda sá einn kost
ur fyrir hendi að duga sem bezt
því'mörg þeirra voru á bemsku
aldri þegar faðir þeirra drukknaði
ásamt félögum sfnum í fiskiróðri
frá Stokkseyri á vetrarvertíð.
Þegar Guðrún var uppkomin þá
hrá hún sér öðru hverju að heim
an til dvalar á ýmsum stöðum, en
á'tti heimili sitt í Túni. Hún varð
fyrir því óhappi eins og margir
af. hennar kynslóð að smitast af
berklaveiki og af þeim sökum
dvaldi hún úm skeið á Vífilsstaða
hæli. Hún yfirvann sjúkdóminn,
en varð þó aldrei heilsusterk. Kom
þar einnig til, að hún þjáðist um
mörg ár af magasári og gekk loks
undir mikinn holskurð sér til
lækninga. Táp hennar sigraði í
þeirri raun og hún fékk fullan
bata.
Árið 1927 giftist Guðrún Gísla
Illugasyni bónda á Laugum, en
hann var um það leyti að taka við
búi af foreldrum sínum Illuga
Jóhannssyni ættuðum úr Suður-
Þingeyjarsýslu og Guðbjörgu
Gísladóttur hreppstjóra í Bitru.
Þótti mikið jafnræði með þessum
ungu hjónum. Gísli var athafna
maður til allra starfa. Lærður
trésmiður, hinn bezti bútoöldur og
svo hugljúfur drengskaparmaður,
að hann eignaðist hvers manns
vináttu. Guðrún var frið k'ona,
hress og glöð í viðmóti, einörð og
hreinskilin. Naut hún virðingar
vegna fyrirmanmlegrar framkomu
og traustra kvemlegra dyggða og
hæfileika.
En, skjótt brá sól sumri í lífi
HBPPDRIEITI SfBS
DREGIÐ Á MÁNUDAG
OPIÐ TIL KL. 22 Á
FÖSTUDAGSKVÖLD
EnDURHVJUn LVKUR
RHRDEGI DRRITRRDRGSI
þessara ungu hjóna og dökka
bliku dró á loft. Eftir þriggja
ára samhúð þeirra andaðist Gísli
af völdum krabbameins í maga.
Stóð hann í þeirri þrautafullu
baráttu lengur en stætt var og
gekk til móts við örlög sín æðru
laus. Var hann öllum harmdauði,
en engum þó meir en konunni,
sem fyrir þremur árum hafði gerzt
brúður hins góða drengs, en var
nú orðin ekkja og móðir umgrar
dóttur. Sár og þung var einnig
sorg foreldra hans, sem voru öldr
uð orðin og þrotin að kröftum.
Allir sem Guðrúnu þekktu vissu,
að hún var þrátt fyrir tæpa
heilsu gædd skapstyrk og vilja
þreki, enda komu þeir hæfileikar
nú í góðar þarfir. Hún hélt
áfram búskap og var svo heppin,
að fá til bús með sér frábæran
iðju- og búsýslumann Ástgeir
Björnsson. Henni tókst að veita
tengdaforeldrum sínum skjól og
hjúkra þeim í ellinni og hjá
henni luku þau ævi sinni.
Guðrún brá búi árið 1943 og var
það marga vetur ráðskoma , heima
vistarbarnaskóla sveitar sinnar og
gégndi ýmsum störfum á sumrum
meðan kraftar leyfðu. Lengst var
hún við matreiðslu- og heyvinnu
störf hjá Eiríki Bjarmasyni á
Selfossi á búi hans að Árbæ í
Ölfusi. Guðrún var mjög stjórn
söm og föst fyrir og vakti virðingu
og traust á sér. Hún var því
ákjósanleg ráðskona í heimavistar
barnaskóla. Hún hlaut eins og hér
hefur verið drepið á mikla og
erfiða lífsreynslu, en lét aldrei
bpgast og hélt reisn sinni, kjarki
og virðuleik.
Henni veittist sú gæfa í hinu
skamvinna hjónabandi, að eignast
með manni sínum myndarlega og
góða dóttur og að fá, að njóta
samvista við hana því hjá Guð-
björgu dóttur sinni og Skúla Magn
ússyni járnsmið á Selfossi tengda
syni sínum átti hún heimili og
gladdist þar hin síðari árin meðai
annars af því, að lltill dótturson
ur Gísli að nafni lék sér við kné
hennar og settist í kjöltu ömmu
simnar. Slíkur sólargeisli á ævi-
kvöldinu var mikil harmabót.
Blessuð sé minning merkrar
konu.
Ágúst Þorvaldsson.