Tíminn - 02.11.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.11.1967, Blaðsíða 16
250. tW. — FímmKidagur 2. oóv. 1967. — 51. órg. BANASLYS í KUAGERÐI FB-Revkfavík, miðvikudag. Um klukkan 7,15 í kvöld varð banaslys í Kúagerði sunn an við Hafnarfjörð. Tildrög slyssins voru þau að vörubíll úr Keflavík, með hlass á, hafði orðið að stanza í Kúagerði. Skömmu síðar kom annar bítl úr Keflavtk, og lenti sá aftan undir hinn kyrrstæða vörubíl. Einn maður var í bílnum, og mun hann hafa látizt sam- stundis, samkvæmt upplýsing um lögreglunnar í Hafnar- firði. NAUTGRIPABÍLL VALT - LÓGA VARD ÞREM GRIPUM KJ—Reykjavík, miðvikudag. Um hádcgisbiliS í gær vildi það óhapp til á þjóttveginum skammt vestan vi8 Vorsabæ í Austur-Landeyjum í Rangár- vallasýslu að stórgripaflutninga bill frá Sláturfélaginu valt og varð að lóga þrem nautgrip um á staðnum, af þeim sökum. Flutningabíllimi var með 15 nautgripi á palli á leiðinni und an Eyjafjöllum og í sláturhús SS í Djúpadal f Rangárvalla sýslu. Orsök þess að bállinn valt, var sú að stýriskúla brotn aði í bílnum. Húsið á biTnum lagðist svo til saman, en samt slapp bifreiðarstjórinn með skrámur. Sömuleiðis slapp mað ur, er var á palli bifreiðarinnar með skrámur. Fyrst í stað virt ist svo sem allt væri í lagi með nautgripina, en þegar betur var að gáð, kom í ljós að óhjá kvæmilegt var annað en að lóga þrem þeirra á staðnum. Vestur-Landeyingar fá vatnii á föstudag FB—Reykjavík, miðvikudag. Á föstudaginn verður vatni hleypt á vatnsveitu þá, sem Aust ur-Landeyingar hafa lagt um sveit sína út frá vatnsveitu Vest mannaeyinga, sem er frá Syðstu Mörk í Vestur-Eyjafjallahreppi. Nú munu um 40 bæir í Land Akranes Framsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu í félagshcim ili sínu að Sunnubraut 21, sunnu daginn B. nóv. n. k. kl. 8.30 Spil- uð verður framsóknarvist og sýnd ar kvikmynrfir. ÖHum heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir eyjunum fá vatn frá þessari veitu og hafa vatnsleiðslumar og heim æðar verið lagðar í surnar, en byrjað var á vatnsveitugerðinni í fyrrasumar. Ekki er gert ráð fyrir að Veslmannaeyingar sjálfir fái vatn úr þesari veitu fyrr en einhvern tíma á næsta sumri, og er aðalástæðan sú, að afgreiðsla iei&sla þeirra, sem eiga að liggja í sjónum milli landis og Eyja taifð ist mikið. f sumar liefur verið unnið að undirbúningi að vatnsveitulögn- inni í Vestmannaeyjum, og byggja menn miklar vonir við þessa vatns veitu, par sem Vestmannaeyingar hafa hingað til orðið að láta sér nægja rigningarvatn til neyzlu, sem þeir hafa safnað af húsþök um í bænum. Kjördæmisþing aö Flúðum Framsóknarmenn i SuSurlandskjördæmi halda kjördæmisþing að Flúð- um sunnudaglnn 5. nóv. og hefst það kl. 10 f. h. Slökkviðliösmenn að störfum á brunastað við Aðal stræti 9 í fyrrinótt. (Tímamynd G. E.) MIKLAR BRUNASKEMMD- IR IAÐALSTRÆTI 9 Konu bjargað út á náttklæðum einum KJ—Reykjavík, miðvikudag. Geysilegt tjón varð í timb- urhúsinu Aðalstræti 9 I nótt er eldur kom upp í húsinu. Eidri konu sem bjó í rishæð hússins var naumlega bjargað á nærklæðunum út um glugga, en hún var cini íbúi hússins. f húsinu höfðu verzlunarfyrir tæki aðsetur, þar voru níál- flutningsskrifstofur og Gilda- skálinn, og er talið fullvíst að eldsupptökin hafi verið í eld- húsi Gildaskálans. Rrunakallið barst til Slökkvi stöðvarinnar klukkan 01.19 í nótt og var hringt frá nokkr um stöðum. Þá þegar var ijóst að um mikinn eld hlyti að vera að ræða, og var allt lið Slökkvi liðs Reykjavíkur kvatt út, auk þess sem leitað var aðstoðar Slökkviliðsins á Reykjavíkui-- víkurflugvetli. Er Slökkviliðið var komið á staðinn var vitað að fólk byggi í húsinu, og strax gerðar ráðstafanir til að bjarga því. Aðeins ein kona var heima, og var henni bjarg að á nærklæðunum út um glugga, niður stiga stigabílsins sem reistur hafði verið við húsið. Auk þess var gerð frekari leit að fólki í húsinu, en engir aðrir reyndust vera í húsinu. Mikili eldur var á jarðhæð hússins þegar að var komið, og þá sérstaklega i veitingastofu Gildaskálans. Hús ið var fullt af reyk, en eldur inn hafði þá ekki borizt upp á hæðirnar. Beðið var um aðstoð körfubíla frá Rafveitunni og Kol og Salt, og í þann mund sem þeir komu á staðinn, var eidiurinn farinn að teygja sig upp á hæðirnar, og var þá hægt að ráðast að honum 1 gegnum glugga á annarri hæð inni. Er talið að eldurinn hafi komist upp á aðra hæð um stigagang. Við slökkvistarfið voru notað ir tíu slökkvibílar, sjö frá SR og þrír ‘frá Reykjavíkurflug- velli, auk tveggja kraftmikilla dæla. Var gott um vatnsöflun þarna í nágrenninu og góður þrýstingur á vatninu og því Framhald á bls 14 FRAM- SÓKNAR- VISTIN FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR GENGST FYRIR FRAMSÓKNARVIS7 AÐ HÓTEL SÖGU í DAG, FIMMTUDAGINN 2. NÓV. — GOÐ VERÐLAUN. - hÚSIÐ OPNAÐ KL. 8. — 8YRJAÐ AÐ SPILA KL 8,30. — AÐGÖNGUMIÐA ÞARF AÐ PANTA I SÍMA 24480 OG VISSAST ER AÐ GERA ÞAÐ SEM FYRST. — STJÓRNANDI VlSTARINNAR ER ÓSKAR JÓNSSON, FULLTRÚI SELFOSSI. — ÁVARP FLYTUR VILHJALMUR HJALMARSSON, ALÞINGISMAÐUR. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.