Tíminn - 19.11.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1967, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 19. nóvember 1967. TIMINN ? Útgefandi: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb).'Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimui Gislason Ritstj.skrifstofux 1 Eddu- húsinu, símar 18300—Í8305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Þjóðvegirnir Þjóðvegakerfið er eitthvert mesta og brýnasta vanda- mál þjóðarinnar. Það er staðreynd, sem enginn mælir gegn. Sennilega er fátt eða ekkert eins mikilvægt 1 fram- kvæmdum þjóðarinnar nú en stórátak til þess að koma sundurflakandi þjóðvegakerfinu í sæmilegt og varanlegt ástand og tengja hringbraut um iandið- Sú sorgarsaga hefur gerzt síðan 1959, að þá hætti ríkið að leggja skerf af almennu framkvæmdafé til þjóðvega umfram tekjur af umferð en fór að nota vegina og öku- tækin sem gildan tekjustofn fyrir ríkissjóð, og síðan hef- ur ríkið innheimt nokkuð á þriðja milljarð króna þannig umfram það, sem lagt hefur verið til vega, en fyrir það hefði verið hægt að leggja varanlegan þjóðveg norður á Akureyri og austur að Þjórsá. En í stað þess að þetta hafi verið gert hefur hraðvaxandi umferð, sem er alveg ofviða malarvegakerfinu leikið það svo grátt, að það er oft og víða nánast ófært, en viðhald kostar óhóflega mik- ið. Þó verður það að segjast, að vegagerð ríkisins vinnur oft ótrúlega gott verk í viðhaldinu við þessar óviðunandi aðlstæður. Framsóknarmenn hafa á hverju einasta þingi undan- farin ár flutt fleiri eða færri mál til þess að reyna að þoika vegamálunum áleiðis og víkja stjómarvöldum til skilnings og framkvæmda. Árangurinn er því miður of Iftill. Á þessu þingi hafa Framsóknarmenn t. d. flutt eða staðið að þrem stórmerkum tillögum um vega- málin. / Má fyrst nefna tillögu þá, sem tuttugu þingmenn úr öllum flokkum flytja undir forystu Eysteins Jónssonar um að undinn verði bráður bugur að því að gera rann- sókn og áætlun um veg og brýr yfir S'keiðarársand og tengja þannig saman hringveg um landið. Reynt sé að ljúka frumáætlun þessa verks a næsta ári, svo að taka megi áfangann inn í endurskoðun vegaáætlunar á næsta þingi, og verði þá miðað við að ljúka verkinu fyrir ellefu aldar afmæli íslandsbyggðar árið 1974. Ekki þarf að rök- styðja, hve mkill og mikilvægur þessi áfangi yrði, enda hefur það verið gert. Önnur tillagan er frumvarp, sem Halldór E. Sigurðsson og fjórir aðrir Framsóknarmenn flytja um breytingu á vegalögum og miðar hún að því, að hin sérstöku inn- flutningsgjöld af bifreiðum renni til vegagerðar, og er þar með stefnt að því marki, sem eðlilegt hlýtur að telj ast, að vegakerfið njóti allra tekna af þeim gjöldum, sem lögð eru á ökutæki. Er það raunar lágmarkskrafa í vega- lausu landi, sem á svo mikið undir bifreiðasamgöngum, en að sjálfsögðu þyrfti að bæta við lántöku til varanlegr- ar vegagerðar til þess að ná stærri áföngum sem fyrst. Þriðja tillagan, sem Framsóknarmenn hafa lagt fram í vegamálum er um gerð áætlunar um fullnaðaruppbygg- ingu þjóðvegakerfisins. Er þar skorað á ríkisstjórnina að fela vegamálastjóra að gera fyrir árslok 1968 sundurlið- aða kostnaðaráætlun um uppbyggingu þjóðvegakerfisins á eigi lengri tíma en einum áraíug og miða þá við, að tek- ið yrði ríkislán til hraðbrautagerðar. Þjóðbrautir eru nú taldar nær þrjú þúsund kílómetrar en hraðbrautir um 150 km en þær lengjast á ári h\’erju — veglausar- Til- laga þessi felur að sjálfsögðu i sér hringveg umhverfis landið, gerðan með haldgóðu slitlagi. Allar þessar tillögur eru í samræmi við þá ýtarlegu og glöggu stefnu, sem mörkuð var í vegamálum á síðasta flokksþingi Framsóknarmanna og einnig hefur komið fram í fjölmörgum ályktunum kjördæmisþinga Fram- sóknarmanna. r— ■»— ■■■ JAMES GOLDSBOROUGH: Innrás Bandaríkjamanna á við- skiptasviðinu ógnar Evrópu „Við verðum að taka móti ögnuninni eins og um ófrið væri að ræða“, sagði Jean- Jacques Sevan-Schreiber, höf- undur bókarinnar „Le Defi Americain". Ögrunin felst í vexti banda- riskrar nærveru í Bvrópu, mjúklátum vexti, sem verður ógmþrunginn í augum Eivrópu- manna og gæti einn góðan veðurdag gert þá sjálfa að undirsátum í efnahagslífi, sem lyti stjórn Bandarííkjaimanna. Undirstaðan í eðlilegum við brögðum samkvæmt athugun- um Servan-iSohreiiber er tvl- þætt, eða bæði í menntun og stjórnmálum. Hann segir að visu, að menntunin sé megin- atriðið, en er þó greinilega þeirrar sikoðunar, að mennt- uninni verði ekki breytt með öðru en stjórnmáiunum. Hið rétta svar sé því aó breyta stjórnmalunum í Evrópu. Hér verður að taka fram, að Servan-Schreiber er ekki Gaullisti, en gagnrýnir Gaull- ista linnulaust. Vikurit hans „l‘Express“ hefur að vísu þok- azt æ meira í þá átt síðustu tvö árin, að verða fremur fréttablað, en boðberi ákveð- inna skoðana, en Servan- Schreiber skrifar vikulega grein, sem sýnir mjög greini- lega, að hann stendur veru- lega til vinstri við Gaullista. HÖFUNDURENN telur meg- instyrk bandarísku ógnunar- innar fólginn í tækni, starfs- þekkingu og stjórnhæfni, en ekki í dolluirunum. Hann á- lítur, að Evrópumenn verði a-ð enidurskipuleggja allt mennta kerfi sitt til þess að geta boð- ið ógnuninni birginn. Evr- ópsk menntun sé ekki lakari að gæðum en bandarásk mennt. un, heldur beinist hún í aðr- ar áttir. Evrópumenn útskrifi eklki sérfræðinga í stjórnhæfni viðskiptum, sölutækni eða aug lýsingatækni. Þeim sé ennfrem ur ábótavant að því leyti, að þá skorti tæknilega sérfrœð- inga til framleiðslu tækja, smára, tölva og fjarskiptalbún aðar geimialdar. Lausnin komi af sjál'fu sér, ef lagt sé til atlögu við vand- ann á kennsluisviðinu. í þessu sambandi vitnar höfundurinn í Frakkann Jacques Maison- rouge, fyrrverandi yfimuann IBiM í Bvrópu: „Franskur nemandi verður að leggja hart að sér í námi á tafcmönkuðu sviði til þess að ná tilætluðum prófum eða vinna til verðlauna . . . en hefir ekki í raun og venu tírna til að hugsa. Oft er undrun- arefni að komast að raun um, að nemandi, sem annars álykt ar af prýðilegri rökvísi, get- ur átt í erfiðleikum með lausn framkvæmdavanda og virðist þá oft og tíðum bresta skiln- xng a eðlilegri afleiðingu“. MAISONROUGE segir einn ig. „Enn kýs Evrópumaðurinn fremur að vinna einn en í hóp.“ Þarna er vikið að öðr- um þætti hins eðlilega við- bragðs, eða breytingu á upp- byggingu fyrirtækja í Evrópu. Servan-Schreiiber bendir á, að einstakur Evrópubúi sé efcki aðeins varbúinn að keppa við nærveru Bandaríkja- manna, heldur séu þeir þess jafn varbúnir þó að samein- aðir séu, eða að minnsta kosti enn sem komið er. f hans augum felst lausnin þarna í fyrirtækj asameiningu. íbúar Efnahagsbandalagsins eru 180 milljónir og fbúar Bandaríkjanna um 200 millj- ónir. Þetta er óneitanlega svip uð íbúatala, en evrópsk fyrir- tæki, sem velti 300 milljón- um dollara á ári séu eigi að síður að tölu til einn sjötti þess, sem um er að ræða í Bandarikjunum. Og bandarísk fyrirtæki vaxa miklu örar en fyrirtæki í Evrópu. EVRÓFSEUM fyrirtælkjum nægi þó ekki það eitt, að renna saman til þess að geta staðið bandarískum fyrir- tækjum á sporði. „Góður ár- angur veltuir að sjálfsögðu á því, að allt sé í réttri stærð. En þetta nægir þó ekki. Með SÍÐARI GREIN rekstri mjög stórra fyrir- tækja er fyrirfram gert ráð fyrir mikium og stöðugum af- skxptum stjórnar ríkisins." Þegar hér er bomið sögu, er höfundurinn búinn að íjalla um menntunina og fyrirtækja stæuðina, og þá kemur að því, sem hann álítur sjálfur undir- rótina, eða stjórnmálavand- anum. Servan-Schreiber segir ríkis stjórn geta gert hvað sem er, breytt hugsunarhætti fólksins ekki síður en öðru. Og hon- um virðist óhjákvæmilegt að gera það. Bandarísku ógnun- inni verði að mæta með þvi að endurmióta alla undirstöð- una, sem eðláleg viðbrögð bygg ist á, en það geti ríkisstjórn- ir einar gert. Höfundurinn nefnir Cfaarles de Gaulle aldr- ei á nafn í bók sinni, en ábveðin vísbending skín í gegn: Vilji ríkisstjórn ekki breyta því, sem breyta verð- ur, þá verði að bréyta um rífeis'Stjórn. OG ÞÁ er komið að tillög- um til úrbóta. Servan-Schreib er telur meðal hins mikilvæg- asta, að veita Bretum undir eins aðild að Efnahagsbanda- iaginu. Rök bans eru mögnuð. Svara verðui mnni na.iaa: ísku ógnun með því að leggjast þegar stað á eitt um að efla í Evrópu þann iðnað. sem hclzt getur boðið ógnuninni ciiginn. „Að styrkja traust- ustu vígin“, segir hann. Og svo vill tii, að Bretar eiga flest þeirra í fórum sínum: Meðal Evrdpuríkja hefir Bretland forystu að því er snertir fyrirtæki á heimsmæli- kvarða að stœrð. Skrá um 500 stærstu fyrirtæki í heiminum leiðir í ljós, að Bretar eiga 56 þeirra og koma þar næst- ir á eftir Bandaríkjamönnum. Því næst eru Þjóðverjar með 30, Frakfcar með 23 og ítal- ir með 8. Ef litið er á fjárhæðir »m i’arið er tii rannsókna meðal Vestur-Evrópuþjóða, v erour bert, að Bretar leggja fram 60% af því, em Efnabagsbanda lagsþjóðirnar 40%. Bretar hafa lagt meginá- herzlu á umbætur einmitt á þeim sviðum, þar sem Efna- hagshandalagsríkin eru van- máttugust, eða í rafeindatækni kjamorku og loftsiglingum. „Bretar væru ákjósanlegustu bandamennirmir". segir Ser- van-iSchreiber. FJAiBjRI fer þó því, að þarna skuli staðar numið í viðbrögð- unum. Höfundurinn boðar bandalag eða einingu Evrópu. Hann vitnar í Pierre Mendés- France, fyrrverandi forsætis- ráðlierra Frakka: „Við verðum að gæða stofn anir evrópskra samfélagsins þeim úrræðum og úrkostum, seim geri það að sönnu sam- félagi, sem trúað er fyrir yfir- umsjón sameiginlegra hags- muna aðildarþjóðanna. Þetta er eina stefuan, sem getur venndað Sjélfstæði Evrópu gegn ásælni Bandaríkja- manna.“ Meirihluti á að vera úrslita- afl þessa nýja bandalags, en ekki algert samkomulag, eins og nú er. Servan-Schreiber segir, að samhljóða atfcvæði sé regla sambands, meirihlutaúr- skurður regla bandalaga. „Sam hljóða atkvæði", segir hann, „er neitunaraðferð, en meiri- hlutaúrskurður er aftur á móti framkvæmdaaðferð." Þegar búið er að gera þær ráðstafanir, sem hér befir ver- ið drepið á, ætti að mega gera sér vonir um, að hinni bandarisku ógnun verði hrund ið, ef dálítil heppni er með í spilinu. VALÉÍRY Giscard d‘Estaing fyrrverandi fjármálaráöherra Frakka sagði, þegar hamn var að ræða um bókina: „Við er- um stödd á þvi skeiði sögunn- ar, að við verðum að geta Losað okkur við hinar nei- kvæðu hömlur, eða þá tegund íihaldsseminnar . . .og þá ætti okkur að vera unnt að rata á nýja leið í megindráttum. Þetta virðist mér vera hin eðlilega niðurstaða bókarinnar Af því dreg ég þá ályktun, a® stjórnmálaröBræður leiði ekki til lausnar, heldur end- urnýjuð stjórnmálahugsun og sennilega endurnýjun foiystu- kynslóðarinmar í stjórnmálun um um leið.“ Giscard d‘Estaing er 41 árs, tveimur árum yngri en Ser- van-Schreiber. Höfundur bókarinnar lýkur miáli sínu með því að segja, að ómögulegt sé að spá, bvort úr endurnýjun verði í Evrópu eða ekki. Hann segir, að það velti á „gleggni greiningar- Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.