Tíminn - 19.11.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.11.1967, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 19. nóvember 1967, 3 TÍMINN Edouard Rasyk og eiginkona hans hafa lengi starfað saman en (hann hefur haft þann starfa að kasta hnífum umhverfis konu sína í kabarett. Nú er samstarfinu lokið, því að eigin konam hefur kvartað yfir vax andi drykkju eiginmannsins og segir að það hafi í för með sér, að það sé of ha&ttulegt að taka þátt í þessu starfi þeirra. En eiginmaðurinn gerði samn ing við konuna um það, að þau reyndu að halda áfram og í hvert sinn sem hann kastaði hnífum að henni fengi hún að kasta þeim til baka. Eiginkon an samþykkti það, með því skilyrði, að hún mætti fá sér að drekka í hvert sinn sem hann fengi sér að drekka. ★ Ræningi nokkur réðist inn í banka á ítalíu og heimtaði þar 150 þúsund krónur í lírum, ell egar sprengdi hann bankann i loft upp. Hann fékk pening- ana og skildi eftir sprengjuna. Þegar hún var athuguð, kom í Ijós.'að hún var búin til úr vekjaraklukku og einni flösku af vatmi. •k Verzluinarhús nokkurt í Suð ur-Afríku setti upp mikla aug- lýsingu um málningu, en í setn ingunni varð allmeinleg prent villa. Þar stóð: Our Pants stay ou for years and have to be bumed off. En það þýðir: Næ.r buxurnar okkar endast árum samian og það verður að brenna þær burtu. Hafði stafur inn i fallið úr orðinu Paint, sem þýðir málning. ★ Málarinn Salvor Dali hefur löngum verið þekktur fyrir unppátæki sín. Það nýjasta er að nú hefur hann femgið sér hjól og er orðinn leiður á að reyna að komast áfram í um- ferð Parísarborgar á Rolls Royc inum sínum. Kemur hann nú hjólandi til máliverkasala og afhendir sjálfur málverk sín til kaupemdanna. ★ ★ ★ Biandarískar húsmæður þurfa nú ekki lengur að hafa fyrir því að skera kringlótta tómata á samlokurnar sínar, því að nú eru bandarísklr vísindamenn á góðri leið með að rækta fer- kantaða tómata ★ Á mannslíkamamum vaxa um það bil hálf mjlljón hára. Iljar og lófar eru einu hlutar líkam ans þar sem ekki vaxa nein hár. ★ Stjörnurannsóknir, sem hóf ust í Kaliforníu fyrir tuttugu árum síðan, mun Ijúka fimm- tíu árum á undan áætlun. Er það vegna hinnar nýtízkulegu tækja, sem mæla með ná- kvæmni, sem er fjörutíu úr milljónustu úr þumlungi. ★ Nú hefur verið bannað að hafa konur, sem leiðsögumenn um forna hella í Sitanton í Miss ouri og eru þær konur, sem þar önnuðust leiðsögn nú farn- ar að vimna í minjagripabúð- um. Porstjórinn, sem annaðist þetta lét svo ummælt, að ferða menn hefðu meiri áhuga á stúlk unum heldur en klettamyndun um. ★ Yfirvöld í Nepal handtóku eitt sinn mann og konu, sem þeim fannst ekki hegða sér sið samlega á alm'annafæri. Þau komu fyrir rétt og voru gefnir tveir kostir: Annað hvort yrðu þau að ganga í hjónaband eða fara í fangelsi. Þau völdu hjóna bandið og rétturinn sá þeim fyr ir presti og svaramönnum og síðan var framkvæmd hjóna- vígsla. ★ Japanskur kennari, Zenhach- iro Niizaki hefur krafizt 120 þúsund króna í skaðabætur af fyrrveramdi nemanda sínum. Hann heldur því fram að hann hafi brotið í sér þrjár tennur og það orsaki það, að nú er hann smámæltur og allir nem endur hans gera grín að hon- um. Þesisi klæðnaður hentar að vísu eikki hér ó íslandi, en þetta ku vera væntanleig vor- tízka 1968. Hann virðist ekki vera ýkja dýr en nokkiurt ósam ræmis gætir í honum. Til fót- anma er ætlazt til þess aö kon- an sé í leðurstíigvélum, sem nó U'PP undir hné, á höfðinu eiga þær að hafa Ijósa hárkollu, þar á miflli er klœðnaðurinn nokk- uð fótækleg'ur eins og sjá má á myndinni. ★ Norðmaður nokkur hefur fengið skilnað frá konu sinni. Ástæðan var grimmd eiginkon unnar, sem fólst í því, að hún faldi hluta úr jússluspilinu hans. ★ Oharlie Smith er 125 ára gamall og er sagður elzh íbúi Bandaríkjanna, og hann hætti starfi sínu fyrir tólf arum síð- an, en hann hafði þann starfa að tína ávexti af trjám Hann man enn eftir dögum þrælanna og minnist þess, þegar hann var fluttur borð í skip í Líberiu og fluttur til Bandarikjanna. ★ Eims og kunnugt er, var Shirley Temple í framboði fyrir skemmstu. Hún beið að sögn sumra herfilegan ósigur og er hann talinn eiga rök sín að rekja til stefnu frúarinnar í Vietnam-málinu. Þessi mynd var tekin af fjölskyldu Shirley, þegar hún var að fylgjast með kosningaúrslitunum í sjónvarp inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.