Tíminn - 19.11.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.11.1967, Blaðsíða 14
14 TÍMINN SUNNUDAGUR 19. nóvember 1967. ^eifur Laugavegi 38. Skólavörðust. 13 Jólafatnaðurinn er aS koma í búðirnar. Leggj um álherzlu á vandað ar vörur við eins hag- stæðu verði og kostur er. Póstsenduin. TIL SÖLU barnarimlarúm að Birkihvammi 21, Kópavogi, sími 41291. Mjög ódýrt Framsóknarkonur, Kópavogi Bazarinn verður haldinn sijnnu- daginn 26. nóvember. Vinsamleg ast skilið munum í Neðstutröð 4. ménudags eða miðvikudagskvöid í næstu viku, eða látið vita í síma 41852 Margrét Ólafsdóttu 41113 Kristín fsleifsdóttir. - Bazarnefndin FÓÐURBÆTIR Framhais aí bls 1. leiðinni til landsins og enn bíður mikið magn erlendis sem ekki er búið að skipa út, og talsvert er ókeyipt. Víða er orðið fóðurbætislaust og innan tveggja vikna má búast við að aliur fóðurbætirinn verði upipétinn, og gæti þá skapazt á- stand sem sízt yrði betra en oMu- skortur. Sérstaklega er ástandið alivarlegt á Norður- og Aiustur- landi, þar sem heyskortur er fyr- ir, og erfitt er um alla flutninga á landi. En verði langvarandi sigl ingateppa mun fóðurbætisskortur inn segja til sín um allt landið. Að öliliu jöfhu er mest flutt af fóðurbæti til landsins í desember og janúar, eða áður en búast má við að ís loki siglingalei'ðu *anorð ur. Þótt verkfallið á kaupskipun- um leysdst fyrir þann tíma sem meginið af fóðurbæti flyzt inn er voðinn vis eigi að síður, þar ,sem bændur verða að gefa mikil hey sem annans þyrfti að spara, því varla þarf að minna á að litlar heybirgðir eru til í landinu, og mun því tímabundinn fó'ðurbætis skortur koma fram er Hða tekur á veturinn. MÁL Framl.ald ai bis. 1. krafizt að það, sem þegar hafi verið reist af nýju bygginguinni, verði rifið niður á kostnað verjenda. Forstjóri Flugmálaráðu- - neytisins sagði að nýja hug myndin hefði yerið sam- þykkt, vegna þess að flug- stö'5 Niemeyi‘s væri e'kki nothæf í raun. „Hugmynd Niemeyers er fögur og samboðin þeim kröfum sem gerðar hafa verið til byggingarlistar í sambandi við byggingu Brasilíu, en yrði óstarfhæf- ur flugvölilur“, sagði for- stjóri FlU'gmálaráðuneytis ins. „Hiann kæmi ekki til með að fuMnægja þörfum þessarar borgar“. DÖMUR ATHUGIÐ SAUMA SNÍÐ, ÞRÆÐI — og máta kjóla. — Upp- lýsmgar i síma 81967. Móðir okkar, Margrét BárðaVdóttir andaðist 17. þ. m. Bárður Guðmundsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Katrfn Guðmundsdóttir, Kjartan R. Guðmundsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Karl Jóhann Granz Selfossl, sem lézt þ. 14. þ. m. verður jarðsunginn frá Breiðabólstað i Fljóts- hlíð, þriðjudaginn 21. nóv. kl. 2 e. h. Minningarathöfn verður f Selfosskirkju kl. 11 f h sama dag Bíl ferð frá Selfosskirkju að athöfn lokinni Synir, tengdadætur og barnabörn. Þökkum innilega samúð og vinsemd vegna andláts og jarðarfarar Jóhanns Páissonar, , '* vélsmfðameistara, Ragnheiður Jénsdóttir, Valur Jóhannsson, Hanna Jóhannsdóttir, Elisabet Jóhannsdóttir. wm ÞRJUINNBROT FB-Reykjavík, laugardag. Þrjú innbrot voru framiff hér í Reykjavík í nótt. Brotizt var inn í Rúgbrauðsgierðina við Borgar tún. Herfur þjófurinn farið inn um glugga og ró.tað til á skrifsitofu fyrirtækisins, en ekkert haft með sér að ráði, nema ofurlítið af skiptimynt. Þá var farið inn í aðsetur S,e,m entsverksmiðjunnar í Örfirisey, og reynt að opna peningaskáp á skrif stofunni, en það tókst ekki. Þriðja inmbrotið var hjá Eggert Hannah úrsmiði á Laugaveginum. Hafði þjófurinn brotið rúðu í hurð og opnað síðan innanfrá. Tók hann m.eð sér sjö vönduð karlmannsúr, gyllt. í gærkvöldi var svo rannsóknar lögreglan kölluð að Laugavegi 98, en þar hafði verið skotið inn um rúðu á annarri hæð hússins. Tal- ið er, að það hafi verið gert síð degis í gær, en enginn var heima í íbúðinni, svo ekki er vitað fyrir víst hvenær þetf.a átti sér stað. Gat var á rúðunni og sprunga, en ekkert hafði- skemmzt inni í íbúð inni. TÆKNIN Framhals af bls. 1. ig, að í dag stæðu Norðmenn frammi fyrir mestu og áhrifarík ustu vandamálum norsks sjávar útvegs um alla tið. Nú er í , þróun skipulagsbreyting i öllu | i því, sem fiskveiðar nefnast, þannig, að það, sem áður voru taldir yfirburðir Noregs frá náttúrunmar hendi, eru það ekki lengur Tækniþróunin hef ui algjörlega gert þessa yfir- burði að engu. ‘ En i dag hefur einnig skap ast nýr grundvöllur þessarar at vinnugrein'ar, og skipta tvö atriði þar höfuðmáli. Annars 1 vegar alþjóðleg tækni vorð- :andi fiskýeiðar, sem skiptist í margar greinar, svo sem haf- rann^sóknir, nýtízku veið'aðferð ir og nútíma framleiðslu og sölutækni, og hins vegai al- þjóðlegt auðmagn, sem pr tengt mjög náið nútíma tækniþróun á öllum sviðum. og sem er reiðubúið að notfæra sér þessa tækni í leit sinni að hagnaði. Fiskimálastjórinn ræddi síð anum, hvaða varúðarráðstaLui ir Norðmenm yrðu að gera nú þegar: 1. Taka verður i notkun, og aðlaga norskum aðstæðum, nú- tíma tækni í fiskveiðum, bæði varðandi veiði, framieiðsiu, um setningu og útflutning. 2. Vemda verður þann grund völl frá náttúrunnar hendi, sem við höfum á veiðisvæð- um okkar. 3. Vernda efnahagslega og félagslega uppbyggingu norsks sjávarútvegs, og að lokum í fjórða lagi: Við megum ekki láta aliþjóðlega auðmagnið þrýsta sér inn í norskan sjáv arútveg. Þjóðfélagið verður sjálft að útvega það fjármagn, sem þarf til að byggja upp öfl ugan sjávarútveg, er svarar kröfum tímans. Þá ræddi fiskimálastjórinn um síldveiðar í Norðursjó, og taldi mikla ástæðu til að óttast, að um ofveiði væri að ræða. Sagði hann, að öruggt væri, að það yæri óhagkvæmt fyrir Nor eg, og að vissu leyti óhag- kvæmt fyrir Noreg, og að vissu leyti óhagkvæmt fyrir eins'aka útgerðarmenn, að veiðar þess ar séu reknar svo mjög. sem nú gerist. Taldi hann, að nauð- synlegt væri að hafa eftirlit með þessu. Hefði verið unnið að því máli af ráðamönnum i Noregi, og væri einkum stefnt að því, að takmarka stærð flot ans. * Þá taldi han, að það gæti einnig ve.rið hagkvæmt fyrir Norðmenn að takmarka eigin veiði, 'þótt önur lönd gerðu það ekki — einkum ætti þetta við um Norðursjó. Hann sagði, að norsk yfirv§ld yrðu að fá heim ild til að takmarka stærð flot- an.s, sem á hverjum tíma stund ar hinar ýmsu gerðir fiskveiða. Yrði löggjöf um þetta efni að beinast að því, að gera flotann tæknilega fullkomnari og koma á aukinni hagræðingu, jafnframt sem auðveldara yrði að leggja niður gamla og ó'hag kvæma báta. Um hugsanlega löggjöf sagði han,n ,að ef af henni yrði, þá myndi hún beinast að eftirfar- andi: Að ríkið fengi heimild til að takmarka fjárfestingu í fiskiskipaflotamum, að /íkið gæti bundið vissar tegundir fiskveiða leyfisveitingu, og þannig stjórnað því, hversu mar.gir bátar stunduðu iðkom andi veiðar, og bvernig þeir væru búnir veiðitækjum. Taldi hann sennilegt, að til- lögur um þetta efmi yrðu ser.d ar út bráðlega. VSRÐFALLSTAP Framhals af bls. 1. or hafði, er verðlækkanirnar tóku til, „hlaut mikið verðfal'. eins oig það, sem kom í fyrra að hafa fjárhagslieg áhrif. Vegna þess afls, sem samtök in hafa tókst að kom’a í veg fy.rir óðasölu, og hægt var að reyna að beina sölunni á þá markaði, þar sem mimrst var framboðið. Samtökin hafa sjálif getað borið álagið. þann ig, að það hefur ekki haft áihrif á fyrirtækim við strönd landsins. Kaupin hafa hannia haldizi eðlilega", að því er segir i frétt norsku fréttastof unnar NTB um þetta mál. Þá kom fram á þessum blaða marinafundi, að Frionor heldur á'fram uppbyggingu, oig útvíkk un, sölukerfis síms, og reynir mjög að auka veltuna. Einkum er lögð áherzla á söluiaukningu til Aiuistur-Evrópu ríkj a, einkum Sovétrí'kjanna. BYGGJA yfir Framhald af bls. 16. eins og fólk finni fyrst hve kerfið er þungt, þegar fyrr- greimdar verzlandr eru ailílar komnar undir sama þak. Akureyrimgar virðast hafa orðið fyrri til að átta sig á nauðsymlegri hagræðingu í þessum máluim. Þar eru nú kjörbúðir, þar sem hægt er að fá alla daglega neyzluvöru und ir sama þaki. oig sá sem er að bíða við peningakassa verzl verzla þarf ekki a'ðeins að unarinmar, ef einhver ös er. í þessum kjörbúðum á Akureyri er einnig seldur fiskur og virð ist heilbrigðiiseftirlitið þar vera frjálslyndara í því efmi en í Reykjavík. Mun þó eng- inn leyfa sér að brigzla Akur- eyringuim um, að hjá þeim ríki ekki fyllstia hreiniæti. Það hefur borið við á und- amförnum árum, að hér í borg inni hafi fundizt staðir, þar sem ríkt hafa fylilstu þægimdi hvað afgreiðsluhraða snerti. Svo er um bráðabirgðaskúr, sem lengi hefur verið verzlað í við I-Iáaleitisbraut. í þessum skúr hefur verið seld mjólk og fiskur og kjöt og brauð og aldur anmar nauðsymjavarning- ur, og félk hefur gripið þctta m.eðan það gekk í gegnum þau býsna miklu þrengsli. sem þarna hafa eðlilega verið. Nú er að rísa þarna fallegt stór- hýsi með verzlumum, sem eiga að taka við af skúrnuim. Það breytir mikið vinnuskilyrðum starfsfólks til hins betra og varan fær glæsiiegri íverustaöi en neytendurnir mega fara að búa sig undir að ganga verzl- um úr verzlun og biða í þeim flestuim, a.m.k. þegar mest er að gera á morgnana. Þá mun eftoust miargur sakna skúrsins. Hinum nýju verzlunarhús um er því ekki ætiað að hýsa stórmarkaði í eiginlegri merk- ingu, heldur svo og svo marg- ar verzlanir, sem hafa það þó fram yfir áratuga gamalt kerfi, að þær standa ekki sin í hverri áttinmi. Allt getur þetta verið hentugt fyrir hina mörgu að- iia sem verzlun stunda, en húsmæðrum leiðist þetta rölt á miili vörutegunda, og auk þess er það úr hófi tímafrekt. HÉRAÐSVAKA Framhald af bls. 16. ið. Áxmann Halldórsson kenmari á Eiðum las sögu eftir Halldór Stef ánsson. Þá flutti Þórarinn Þórar insson fyrrum skólastjóri á Etðum erindi, sem hann nefndi Gaman og alvöru um sigur í sjálfstæðisbar- áttunni. Karlakór Fljótsdalshéraðs söng, og síðan var kveðizt á. Svava Jónsdóttir frá Hrærislæk og Björn Ágústsson frá Móbergi létu fjúka í kviðlingum í rúman stund arfjórðung og var að því hin bezta skemmtan. Síðan leiddu saman hesta sína í spumingakcppni, kenn arar Eiða og Hallormsstaðaskóla, en stjómandi vax Matthías Egg- ertsson, Skriðuklaustri. Að lok inmi dagskrá var dans stiginn. Hún ar frá Eskifirði léku. Sunnudaginn 12. nóvemiber hófst dagskráin kl. 14 með því að Sig- urður Blöndal formaður Menning arsamtaka Héraðsbúa flutti ávarp, þá flutti Óskar Halldórsson cand. mag. erindi um austfirzka skáld ið Pál Ólafsson og las Ijóð eftir hann. Pétur Eiríksson, tónlistar- kennari á Seyðisfirði lék einleik á píanó, og síðan var viðtal, Ár- mann Halidórsson kennari ræddi við Sigurbjörn Snjólfsson frá Gils árteigi, húmorista góðan, og þótti það bráðskemmtilegt. Því næst var upplestur. Skólastjórahjónin á Eiðum, Guðrún Bjartmarsdóttir og Steinar Ellertssom ásamt séra Ágústi Sigurðssyni í Vallanesi lásu upp ljóðið Áfanga eftir prófessor Jón Helgason, og fluttu jafnframt sögurnar að baki þeirra. Síðan söng frú Marianne Eiríksson á Seyðisfirði einsöng við undirleik Péturs Eiríkssonar, og að lokum var stiginn dans, Þrestir á Seyðis firði léku, og var vakan þar með úti. Og þó ekki alveg. Sigurður Blöndal formaður menningarsam- takanna tilkynnti, að seinna í vet úr yrði haldin sérstök unglinga- vaka í framhaldi af þessari. Munu unglingar á Austurlandi að mestu leyti sjá um hana, eftir nánari undirbúning. Einnig tilkynnti Sigurður Blön dal, að menningarsamtökin hyggð ust veita verðlaun þeim hreppi á Héraði, sem mest ynni að snyrti mennsku og smekkvísi, og síðan myndi viðkomandi hreppur veita þeim bændum verðlaunin, sem mesl þættu skara fram úr á því sviði. Framkvæmdanefnd Menn ingarsamtakanna skipa þeir Matt hías Eggertsson, Sigurður Blöndal og Gísli Hallgrímsson og eru þeir tilnefndir af fulltrúum hreppsfé- laganna. Þess má og geta, að Leikfétog Fljótsdalshéraðs, sem stofnað var að tilhlutan samtakanna byggsi nú í vetur hefja sýninaar á leik- ritmu Valtýr á grænni treyju. Hefur Valur Gíslason verið feng- inn til að annast leikstjórn og verður hann j'afnframt í aðalhlut verki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.