Tíminn - 16.12.1967, Síða 16

Tíminn - 16.12.1967, Síða 16
imitni 288. tbl. — Laugard-'nir 16. des. 1967. — 51. árg. SAFNRIT KOMIÐ UM HAFÖRNINN IGÞ-Reykjavik, föstudag. Komin er út sérlega vönduð bók Um haförninn, sem Birgir Kjaran hefur tekið saman og Bók fellsútgáfan gefur út. Aðalhöfund ur auk Birgis er Finnur Guð- mundsson, en í síðari hluta bók- arinnar eru birtar frásagnir og munnmæli um þennan konung há- loftanna, og amarljóð eftir fimm stórskáld frá öldinni sem leið. Birgir skrifar formála og eftir- mála, en Árni Böðvarsson hefur gert bókarauka, sem nefnist „Nokkur orð um heiti arnarins". Atli Már hefur séð um útlit bók- arinnar og myndskreytt hana. Birgir Kjaran skýrði frá út- komu bókarinnar á fundi með blaðamönnum, ásamt Finni Guð- mundssyni og Atla Má. Sagði Birgir m. a.. að það væri von hans, að þessi bók yrði til að glæða áhuga fyrir því að láta örninn í friði. Aðrir höfundar en þeir Birgir og Finnur eru einir tólf að tölu, allt menn, sem hafa búið í nábýli vi@ erni, og lýsa þeir viðkynningunni í kaflanum „Frásagnir og munnmæli“. Stærstan hluta Ijósmynda í bók- inni tók Björn Bjömsso-n frá Norðfirði. En í henmi eiga líka myndir Magnús Jóhannsson, Birg- ir og Finnur og Gísli Gestsson, safnvörður, sem tók myndir úr Þjóðminjasafni. Þá eru þama prentuð tvö málverk af erninum, er annað eftir HDöskuld Bjöms- son, en hitt eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Birgir sagði, að sivona verk væri hvergi nærri tæmandi, en það væri sikrifað til að vekja at- bygli á erninum, oe þeirri hættu, sem hann væri í, og til að reyna að tryggja það, að hans biðu ekki sömu örlög og geirfuglsins. Finnur Guðmundsson uppiýsti að Örninn hefði verið alfriðaður frá því árið 1918. Samt hefði þessi friðun ekki leitt til fjölgun- ar, þótt hún á hinn bóginn hefði sennilega komið í veg fyrir að örninn væri aldauða í dag. Fugl- inn tímgast hægt og margt verð ur honum að fjörtjóni, jafnvel brögð að því að hann sé skotinn, sagði Finnur. Nú er tali®, að 40— 50 erair séu í landinu, og miá á því sjá, að ekki má mikið út af bera. Tveir starfsmenn SVR vinna að því að koma keðjum á vagn. (Túnamynd GE) Hiti í strætisvaanabílstjórum út af „keðjumálinu" SEGJAST EKKI FÁ KEÐJURNAR Birglr Kjaran EJ-FB-Reykjavík, föstudag. í gær og dag hefur verið mikill urgur í strætisvagnabílstjórum f Reykjavík vegna útbúnaðar stræt- isvagnanna í hálku. Komst málið á hástig, þcgar eitt blaðanna í Reykjavík hafði það eftir Ragnari Þorgrímssyni, einum eftirlits- manni Strætisvagnanna, að bíl- stjórarnir beri ábyrgð á örýggis- útbúnaði vagnanna, og „ef einhver hefði beðlð um keðjur, hefði hann fengið þær“. Þessi fullyrðing hef- ur komið strætisvagnabflstjórum mjög á óvart, þar sem þeir hafa engar keðjur fengið, þótt þeir bæðu um þær, eftir því sem nokkrir strætisvagnabflstjórar tjaöu blaðinu i dag. Ljóst er, að strætisvagnabílstjór arnir bera ábyrgð á bifrei® þeirri, er þeir aka. Þeir éiga því að sjá um að ökutækin hafi fyllsta ör- yggisútbúnað. í mikilli hálku und anfarið hefur verið ábótavant í þessu efni. Er það einkum, að keðjur á bifreiðarnar eru ekki fyrir hendi. Að vísu mumu til ein hverjir „keðjugarmar", eicis og einn bílstjórinn orðaði það, en þær eru of litlar fyrir snjódekk. Því er það, að bflstjórar, sem beðið hafa um keðjur í flughálku, hafa ekki fengið þær. í gær voru tvö góð dsemi um það. í öðru tilfelli var um að ræða strætisvagnaíbilstjóra, sem lenti í árekstri á laugardaginn vegna hálku. f gær vildi hann ekki una þessu lengur og bað um keðjur, Þær fékk hann ekki. Eftir nokkra orðasenna við eftirlitsmann, fór svo að yfirmaðurinn ók bifreið- inni sjálfur, og sagði bílstjóran- um að fara heim. Bilstjórinn hringdi þá í Bifreiðaeftirlitið og skýrði því frá ástandi vagnsins, en hjólbarðar a® framan munu hafa verið mjög slitnir í þokka- bót. Bílstjóri á annarri leið bað líka um keðjur, og var honum svarað ■því, að hann væri ekki hæfur til að aka. fyrst hann þyrfti keðjur, dagar til jóla og var þá annar miaður settur á bílinn. Þessar aðfarir allar — og yfir- lýsing Ragnars í áðurnefndu vi@- Framhald á 14. sí@u HITAVEITll- FUNDUR Á MIÐVIKUDAG EJ-Reykjiavík, föstudag. Só almenni fundur, sem Hlús- eigendafélag Reykjaivíkur hefur 'boðað til um hiibaveitumálin, verð ur haldinn á mi@vikudagiinn í Sig- túni og hefst kl. 20,30. Á fundi þessum mæta þeir Geir líallgrímsson, borgarstjóri og Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri, og gera grein fyrir hitaveitumál- unum frá sjónarmiði borgaryfir- valda. Eru allir velkomnir á þenn an fund. KRISTINN FINNBOGASON ENDURKJÖRINN FORMAÐ- UR FRAMSÓKNARFÉL. R. FB-Reykjavík, föstudag. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur var haldinn í Fram- sóknarhúsinu við Fríkirkjuveg fimmtudaginn 14. des. s. 1. For- maður, Kristinn FinnbogaSon, setti fundinn og skipaði Jón A. Ólafsson fundarstjóra og Sigurð Björnsson fundarritara. í upphafi skýrslu formanns minntist hann látinna félaga á árinu og risu fuadanmenn úr sæt- um og vottuðu þeim virðiagu sína. f skýrslunni kom fram, að starf- semi félagsins hafi verið mjög fjölbreytt á árinu, og að yfir 6000 manns hefðu sótt fumdi og skemmt anir félagsins á starfsárinu. Gjaldkerj félagsins, Þórður Hjaltason, flutti skýrslu um fjár- hag félaigsins og kom í ljós, að hann var mjög góður. Þá fór fram stjórn'arikosniing. Kristinn Finn- bogason var endurkjöriam formað- ur og aðrir í stjórm me® honum Jón S. Pétursson. Hanmes Páls- son, Kristján Friðrdksson, Jónas Jónssoa, Þórður Hjaltason og Jón A. Ólafsson. í varastjórn Björn Stefánsson, Markús Stefáns 9on, Eimar Eysteimsson og Gissur Gissurarson. Endurskoðendur Ólafuir Kristjámsson og Sigurður Jóhannesson. Þá voru kosnir 49 fulltrúar í fulltrúaráð Framsókn- arfélaganma. Þá samþykkti fumd- urinn, að gera 17 af elztu félög- um félagsins að æviflélögum. Að Loknum aðalfundarstörfum flutti Kristján Benediktsson borg arfuiltrúi ræðu um fjárhagsáætl- un Reyk j avíkurborgar fyrir árið 1968 og svaraði síðan fyrirspurn- um fumdarmammia. mm Glæsilegasta bingóið! VINNINGAR AÐ VERÐMÆTI YFIR 100 ÞÚSUND KRÓNUR DREGNIR ÚT Einar Ágústsson Jólabingó Framsóknarfélags Reykjavíkur verður að Hótel Sögu annað kvöld, sunnudag, og hefst kl. 20,30. Stjórnandi verður Baldur Hólmgeirsson. Meðal vinninga eru: Þvottavél, Faeo-herrafatnaður, Coróna-föt, Gefjunarföt, kvenkjóll úr Karnabæ, Rómer-kvenúr, plötu spilarj, hárþurHia, Vicomat- kaffivél, útvarpstæki, útvarps- borð, flugfar með Loftleiðum til Kaupmannahafnar og heim aftur, sex glæsilegar matar- körfur með jólamat, gjafakort frá Rímu, Ritsafn Jóns Trausta, ávextir, segulband, brauðrist, leikföng, Lesbók Tímans frá upphafi og fleira og fleira. Að loknu bingóspili flytur Einar Ágústsson ávarp og síðí>n verður dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur. Aðgöngu- miða má fá á skrifstofu Fram- sóknarflokksins, Hringbraut 30. og afgreiðslu Tímans, Banka- stræti 7, til kl. 12 á hádegi og á Hótel Sögu í dag frá kl. 4 til 6 og sunnudag frá kl. 5 síðd. Baldur Hólmgeirsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.