Alþýðublaðið - 13.10.1988, Page 13

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Page 13
Fimmtudagur 13. október 1988 13 legt slys ef þessi auðlynd væri eyðilögð. Fleira má nefna, eins og t.d. verslunina. Það hefur ekki verið gert neitt heildarskipulag á verslun á höfuðborgarsvæð- inu, hvað þá að það hafi í því tilliti verið tekið tillit til sam- gangna, til að auðvelda fólki sem t.d. ferðast með almenn- ingsfarartækjum að komast að þessum verslunarstöðum. Menn hafa um tvo kosti að velja sem stendur viövíkjandi svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins. Annar er sá að gera eins og strútarnir, stinga höfðinu í sandinn og gera ekki neitt. Það kostar auðvitað ekki neitt en kemur hinsvegar til með að koma í bakið á okkur með marg- földum kostnaði á við það sem heildarskipulagning myndi kosta. Á hinn bóginn geta menn byrjað að velta þessum vandamálum fyrir sér í alvöru og rannsaka hvað hinar ýmsu breytingar hefðu í för með sér. Það gerist að vísu ekki öðruvísi en með mun nánari samvinnu þess- ara sveitarfélaga sem héreiga hlut að máli og sömuleiðis með því að hið opinbera, ríkið, hætti að skipta sér af smá- málum í hverju sveitarfélagi, hvort bílskúrsþak megi halla svo og svo mikið o.s.frv., heldur einbeiti sér að því að mynda heildarstefnu viðvíkj- andi þróun þessasvæðis sem einstök sveitarfélög gætu síðan unnið eftir.“ HLUTUR HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS AF ÍBÚA- FJÖLDA LANDSINS. 1 þykkt beina eykst þar til um dur. Mikilvægt erað bein hafi ilum styrk og þroska þegar m ágerist. Einnig verðurað oess að fá nægilegt kalk úr )unni til að hamla á móti beingisnun. \ , ' * 70 é '1 ^ m,t m Við eðlilegar aðstæður getur mjólk dregið úr tannskemmd- um. Hið háa hlutfall kalks, fosfórs og magnium er verndandi fyrir tennurnar. Hvernig ertu inn viö beinið? Hefurðu hugsað út í það að beinin eru kalkbanki líkamans-banki sem er í stöðugri endumýjun, líka á fullorðinsárum. Ef líkaminn fær ekki nægilegt kalk úr fæðunni gengur hann á forða kalkbankans og úrkölkun beina (beingisnun) á sér stað. Þess vegna er afar mikilvægt að tryggja sér nægilegt magn af kalki úr fæðunni alla ævi. Mjólk og mjólkurvörur eru lang mikilvægasti kalkgjafinn og alhliða næringargildi mjólkurinnar er með því besta sem við þekkjum. Kalkþörfin er mismunandi eftir kyni og aldri frá 2-4 mjólkurglös á dag. Tilþess að beinabygging verði eðlileg þarfhlutfall hinna ýmsu steinefna í fæðunni að vera rétt. I mjólk eru þessi hlutföll mjög hagstæð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.