Tíminn - 22.12.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.12.1967, Blaðsíða 3
V > FÖSTUDAGUR 22. desember 1967. TlMINN 3 „Borgaryfirvöld fara með okkur eins og hreppsómagaá<! BJ-Reykjavík, fimmtudag. Þrátt fyrir rigningu, var nokkuð fjölmennt á fundi Hús eigendafélags Reykjavíkur um hitaveitumálin í gærkvöldi. Voru þar mættir hitaveitu- stjóri Jóhannes Zoega og borg- arstjóri, Geir Hallgrímsson, og svör'iðu fyrirspurnum um hita veituna, sem brást svo hrapa- iega í kuldakastinu fyrir nokkr um dögum. Var gerð hörð hríð að þessum ráðamönnum og stjórnun hitaveitumála aimennt í Reykjavík. Páll S. PÓlsson, formaður Húseigendaféílagsins, setti fund inn um kl. 20,50, og var salur inn þá vel bálfsetinn. Sagði hann sérstakt tilefni til fund ar um hitaveitumálin, þar sem hitinn hafi fyrir skömmu horf ið með öllu á stórum svæðum í borginni. — Það má ekki koma fyrir aftur — sagði Páll og kvað fundarmenn hingað komna að hlýða á skýringar frá þeim, sem málum þessum ráða. Og tók þá til miáls fyrsti ræðumaðurinn, Jóhannes Zoega hitaveitustjóri. Flutti hann ianga ræðu, á köflum mjög tæknilega og í annan stað rugl ingslega, þannig að fólk skildi oft lítið hvað hann rœddi um. Þá talaði hann svo Mgt, að Htt neyrðLst um salinn boðskapur hans. Haiin hóf mál sitt með því að skýra frá ýmsum símtölum, er hann lenti í í kuldakastinu á dögunum, og hafi fólk þar iátið sig heyra ýmislegt óiþveg- ið. Hafi hann verið sakaður um „ailt frá bjálfahætti, lyg- unm. svikum og upp í morð- tiliaunir“. Vakti þetta hlátur nokkurn. Siðan rakti hann framkvæmd ír hitaveitunnar síðustu séx ár- in — kallaði það „framkvæmda ár“. Þessi „framkvæmdaár“ virtust einkum einkennast af tvennu: borholudælum, sem reynt var að gera nothæfar í öll þessi ár, og kötlum, er bilaðir hafa verið í fjögur ár — utan örfárra mánaða í fyrra. Ijælurnar í borholurnar taldi hann nú nothæfar, og yrði beim fyrirkomið í öllum bor- holunum nú í ár, og á næsta ári. Og eins og kunnugt væri hefði nú tekizt að koma hinum fræga katli í Elliðaárstöðinni gang. Taldi hann þetta vel gert, og ætti nú ekki að koma lil vatnsskorts, þótt hann ját- aði um leið að leiðslukerfið væn ábótavant á nokkrum stöð um víðs vegar um gamla bæ- mn. Hitaveitustjóri kom með at- hygiisverðar tillögur um varma þörf borgarinnar, og varma- framieiðslu. .Sagði hann, að í kuidakastinu hafi varmamagn hitaveitunnar verið 125—130 gigakaloríur, en varmaþörfin í borginni 150—160 gigakaloríur! Var furða að mörgum yrði kalt'. „Þessi mikla varmaþörf í Kuldakastinu“ — sagði hita- veitustjóri, — „kom okkur í hitaveitunni, engu síður en íbú um i gamla bænum (kallað fram háti og skýrt: „auðvitað aiveg á óvart!“) — eh, kom okkur á kaldan klaka“. Bætti hann þvi við að nú, þegar kyndi slóðiu í Árbæ og ketillinn frægi við Elliðaár væri kominn i nolkun, væri varmamagn hita veilunnar orðið 192 gigakalorí- ar, og því nóg vatn þótt annað kuldakast kæmi. Jói'nannes ræddi síðan um fjármagn hitaveitunnar, og sagðisí vera „óvinsælasti mað- ur borgarinnar, ekki aðeins vegna kuldans á stórum svæð- um, heldur einnig fyrir að vilja hækkun hitaveitugjalda“. Gerði hann grein fyrir því, hversu mikla hækkun hann vildi á þeim gjöldum — en 'oorgarstjórn hafi ekki farið að oskum sínum í því efni nema að hiuta til. „Ef ég hefi einhvern tímann iogið einhverju", sagði hann að lokum, — „þá^ief ég aldrei gerl pað visvitandi, og ekki log- ið meiru en að mér hefur verið iogið“! pór undrunarkliður um salinn við þessa yfirlýsingu. Að lokinni þessari löngu og lognmollulegu ræðu, átti Krist ián Flygering, verkfræðingur, að haida ræðu um hitaveituna, en gat ekki mætt. Þess í stað las Pall helztu kafla úr ræð- unni. Þar var fyrst minnzt á pann útreikning, er hitaveitan bendir oft á, um að hitun §é fast að helmingi ódýrari með aitaveitu en olíukyndingu. bagði hann þessa útreikninga öraunhæfa. Þá benti hann á, að Hitaveit an væri byggð fyrir sex stiga frosl. en það hefur komið fram í viðtölum við opinhera aðila. Þetta taldi hann furðulegt; nauðsynlegt væri að tryggja kaupendum þjónustu hitaveit- unnai nægan hita í 10—15 st. frosli. Það væri lágmarkskrafa. Gjaldmæla hitaveitunnar kvað hann miða við magn, en ekki þann hita er notendur fengju. Erlendis væru hitamæl ar aftur á móti komnir í notk un, enda væru þeir mun eðli legri og réttlátari. Kaupendur ættu að greiða fyrir þahn varma, er þeir fengju. Þá benti hann á þá stað- reynd. að leiðslukerfið í gamla bænum væri úr sér gengið, og vrði nú þegar að vinna að því að endurnýja það og jafnvel koma þar upp tvöföldu kerfi. Vakti þetta mikla ánægju og kallað var úr salnum: „Getum við ekki fengið Kristján fyrir hitaveitustjóra?" Var góður rómur gerður að ræðu Krist- iáns. Þvi næst hófust almennar umræður, og skyldu menn beina fyrirspurnum til hita- veitustjóra og borgarstjóra. Kristján Þorsteinsson steig fyrstur í ræðustól og flutti mál sitt hátt og snjallt. Hann benti a, að síðustu daga — eftir kulda kastið — hefðu 40 gigakalóríur vatnsmagn bætzt við hjá hita- veitunni Þessi aukning byggð- íst verulega á gömlum ketils- ræfii. sem starfsmenn hitaveitu unnar hefðu verið að reyna að iappa upp á viku eftir viku. Kvaó hann þar furðulegt for- sjáis'eysi að ætla að treysta á betta tæki, eins og það hefði reynzt undanfarin ár. Hann sagði, að ágætt væri að fá alls konar útreikninga, eins og t.d. ræðu hitaveitu- stjóra. en „framkvæmdir verða að fylgja á eftir“ (kallað „heyr“ og mikið kappað). Þá benti hann á, að mörgum skiidist, að mælamir í húsun- um mældu ekki aðeins heitt valn, heldur einnig kalt vatn og loft. Spurði hann hitaveitu- stjóra, hvort hann teldi það heiðarlegt að notendur þyrftu að borga fyrir kálda vatnið og loftið (hlátur og lófaklapp). Hiann benti á, að þótt rúmtak þeiira húsa ,er við hitaveitu nolasi hafi tvöfaldazt, þá vant aðí nokkuð upp á að hitamagnið heíði tvöfaldazt. Hitaveitan hefoi verið leidd í mun fleiri hús en vatnsmagnið leyfir. „Og svo er rokið upp til handa og fóta. þegar allt er komið í kuida og óefni. Þetta er ekki nægt Viðunandi forsjálni verð ur að ráða hjá yfirvöldunum, svo að ekki þurfi að bölva hitaveitustjóra ár eftir ár“, sagði Kristján og taldi, að nú- verandi á-stand væri að allt of rmkiu leyti sjálfskaparviti". Hafliði Jónsson tók nœstur íil roáls, og rakti þróun hita- veitunnar miðað við persónu- lega reynslu sína. Sagði hann, a'ð þegar hitaveitan hófst í lok stríðsins hafi oft þurft að kynda í verstu kuldunum. Þá fcafi fólk sætt sig við þetta, oví um nýjung var að ræða. Árið 1948 hafi hitaveitan aftur a móti verið orðin svo góð, að ekkeri þurfti að kynda. Hafí áslandið verið nokkuð gott í mörg ár - úrbætur alltaf kom ir, begar halla tók til hins verra En 1962, um veturinn, hafi i fyrsta sinn síðan 1944, alll órðið vátnslaust. Það hafi þó komið fljótlega aft- ur. Næsta ár, um sumarið, þeg ar heitast var, hafi hitaveitan verið mjög slöpp, enginn þrýst ingur. Hafi meðalhitinn verið 5.8 stig 25. júH það ár. Síðan hallaði enn undan. Haustið 1964 var eintómur kuldi. Sagt var þá í blöðunum, að þetta hafi komið hitaveitunni alveg á óvart, en allt ætti að vera i lagi í franitíðinni. Þann vetur kom ekki meira frost að ráði, og heldur ekki næsta vetur. Reyndi því ekki á loforðin. En, — sagði Hafliði, — í nóvember og desember 1965 kom frost, og þá varð allt kalt. Við höfðum aðeins vatn hálf an sólarhringinn. Þá var sagt af ráðamönnum, að nóg vatn væri til — þetta væru aðeins einstök tilfelli! „Veturinn 1965—‘66 var mað ur svo alltaf að drepast úr kulda. Við færðum rafmagns ofnana á milli herbergja. Og hdð sama var að segja í haust, þegar fyrsta kuldakastið kom fyrr í þesum mánuði," — sagði Hafliði, og bætti við: — „Ástæð an er einfaldlega, að hitaveitu nefndin og hitaveitustjóri hafa hreíniega svikizt um að sjá um endurnýjun og uppbyggingu hitaveitukerfisins á svæðin frá Rauðarárstíg og allt vestur eft- ir.“ Hann sagði hitaveituna leidda í ný hverfi, hvað eftir annað, en ekkert hugsað um gamla hverfið. Gífurlegur fjöldi nýrra bygginga, stórhýsa sem íbúðarhúsa, hefði risið upp í gamla hverfinu, og tengt við gamla kerfið án endurnýjunar. Hvernig væri hægt að gera ráð fyrir, að þetta kerfi gæti borið þetta mikla álag? Hann sagði, að forráðamenn borgarinnar hefðu komið illa fram við elztu viðskiptavini hitaveitunnar í bænum: „Við h-eimtum að fá þá vöru, sem við erum að borga fyrir, og það ósvikna", sagði hann og fékk mikið klapp fyrir. Frú Lára Sigurbjörnsdóttir sagði engu líkara, en Hitaveit an færi í sumarfrí á sumrin, og hugsaði ekkert um hitaveitunot endur fyrr en veturinn kæmi! Fólkið í Vesturbœnum væri orðið frægt fyrir langlundar- geð í þessum málum, því þegar mest væri þörfin fyrir hita- veituna, þá brygðist hún. Hún sagði, að íbúarnir í gamla bæn um ættu kröfu á jafn góðri þjómistu og aðrir borgarbúiar, og nauðsynlegt væri að fá tvö falt kerfi i gamla bæinn. Það vrði að koma. Hún benti á, að ekki bætti úr, þegar hitaveitan brygðist, að mjög erfitt væri að fá kol. Hefðu margir þurft að standa klukkustímum saman í biðröð til að fá það litla, sem til var. Næstur tók til máls Halldór Blöndal, og var sá eini sem studdi Mtaveitustjóra og borg arstjóra. Halldór, fyrrverandi erindreki Sjálfstæðismanna á Akureyri og náfrændi Bjarna formanns, titlaði • sig blaða- mann, og kvaðst furðu losjhnn yfir látum fólks í „smákulda- kasti." Rakti hann hjúskap sinn á Akureyri, þar sem olíukynd ing hans bilaði, s'kilnaðarmál sín og fleira- Var gert hróp að honum og fundarstjóri varð að róa mannskapinn og bað fólk halda fundarsköp. Halldór kvaðst ekkert skilja í þessum æsingi manna; þetta hefði ekk ert verið, og óþarfi að halda fund út af svona smákulda. (kallað úr salnum; Það er bara hitaveitustjóri, sem er ánægð ur með þig). Fundarstjóri: Við skulum halda fundarsköp Er ræðuinaður búinn? Halldór: Nei. (Þögn) Ég virðist vera talinn óæskilegur hér í ræðu stól. En ég er nú eins og ég er. (hlátur). Nú, ég ætlaði bara að segja gleðileg jól (þögn). Ég meina (kallað fram úr sal: Þú veizt ekkert hvað þú mein- ar. (Löng þögn) Eftir r.okkur slík atvik gekk ræðumaður úr ræðustól. Óskar Bjartmarz á Bergstaða stígnum kvaðst aðeins hafa heyrt orð og orð af ræðu hita veitustjóra, þetta hafi verið svoddan tuldur. Minnti það hann á atburð í gamla daga. þegar menntaður maður að sunnan var að halda ræðu yfir bændum úti á landi og einn þeirra sagði eftir á: Það er alltaf gaman að heyra mennt aða menn tala, þá skilur maður ekki eitt einasta orð! Þetta hæfði vel við ræðu hitaveitu stjóra. Annars væri ranginefni að kalla þetta hitaveitu, þvi að síðustu 4—5 árin hefði ekki verið dropa af heitu vatni að fá ef 2—5 stiga frost hafi kom ið. Fólk reyndi þá að bjarga sér með rafmagnsofna, þar til öryggin færu. og bæði myrkur og kuldi væfu i íbúðunum. Gat hann nokkurra íbúða er hann hefði eftirlit með. Þar hafi frosið í leiðslunufn, þrír ofnar sprungið, og vatn farið út um allt. Þá sagði hann leiðslurnar í gamla bænum ekki aðeins lé- legar, heldur hálf lokaðar, og spurði borgarstjóra, hvort þess ar gömlu leiðslur ættu að halda áfram að grotrna niður án þess nokkuð væri gert til úrbóta. Sig. Sigurjónsson . tók næst- ur til máls og minnti á skrif í blaðinu einu þess efnis, að hitaveitustjóri væri mesta skáid vorra tíma! Hann minnti m. a. á þá hemla, er hitaveitan hyggst nú setja á heimaæðar í hÚBum, og á að allt kæmi jafnt niður, og allur bærinn yrði hita veitulaus! Væri það eins og með strompinn á Kletti; þegar hann var hækkaður fengu allir borgarbúar að njóta óþefsins! Frú Valgerður Sæmundsdótt ir hélt mjög skörungslega ræðu. Kvaðst ekki vilja þakka hitaveitustjóra ræðuna, því hún hafi verið lognmollulþvæil! En þar sem hann hefði nú haft 13 daga til að kynna sér málefni hitaveitlinnar gæti hann vænt anlega svarað fyrirspurum þar að lútandi. Spurði hún margs, m. a. um einkaflugvélina, er hann hafði fengið, þá staðhæf ingu , blaði einu að iðnaðar- menn hefðu flækzt hver fyrir öðrum í viðgerðinni frægu á ketilsgarminum í Elliðaárstöð- inni vegna stjórnleysis, hvort borgarlæknir hefði athugað hversu mörg hús í borginni væru óíbúðarhæf vegna kulda o. s. frv. Hun penti á fullyrðingu hita veitustjóra um, að vitandi vits hefði hann, eða borgaryfirvöld ekki lofað of miklu, né logið, og sagði: „Er hitaveitustjóri að láta liggja að því að borgar- stjórinn sé fáviti? Ég held að hann sé a.m.k. ekki meiri fá- viti en hitaveitustjóri!“ Hún sagði, að borgaryfirvöld sem ættu að vera þjónar fólks ins færu með fólkið eins og hreppsómaga — og jafnvel verr, því þeir hefðu þó hér áður fyrr fengið heitt vatn til þess að þvo sér fyrir jólin! Þá sagðist hún hafa komið á Hvatarfund, enda Sjálfstæðis- kona, og viljað ræða þar um málefni hitaveitunnar. En kon an í forsæti hafi staðið „ei,ns og hæna á priki“ og veifað að henni. Hafi það væntanlega þýtt, að ekki mætti ræða um nitaveituna. HUr, sagðist allt þetta geymt en ekki gleymt. „Fulltrúar okk ar i borgarstjórn eru ekki störf um sínum vaxnir, og við verð um að vinna að því að fá því breytt", sagði hún og fékk mik ið lófaklapp. Er hér var komið, tilkynnti fundarstjóri að borgarstjóri myndi svara fyrirspurnum. Því var þó breytt að ósk borgar stjóra, og svaraði hitaveitn- stjóri í þess stað. og kom litið nýtt fram, nema hvað hann taldi óiíklegt að mælarnir mældu loft, þótt það gæti vissu lega komið fyrir. Afsiláttur vær aftur á móti yfirleitt ekki Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.