Tíminn - 22.12.1967, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. desember 1967.
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
; Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarmn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson .lón Helgason og tadriOi
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur > Eddu-
búsinu. simar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræö 7 Af-
i greiöslusimi: 12323 Auglýslngasimi: 19523 AOrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán Innanlands — t
lausasölu kr 7 00 elnt. - Prentsmiðjan EDDA h. f.
Nýju höftin
Menn munu vafalaust minnast þess enn, hvert var
höfuðvígorS stjórnarflokkanna íyrir seinustu þingkosn-
ingar. Þetta höfuðvígorð var, að aldrei skyldi aftur
gripið til hafta, eins og verða myndi, ef ríkisstjórnin
biði ósigur. Alþýðuflokkurinn lagði engu minni kapp
á þennan áróður en hinn stjórnarflokkurinn. Sennilega
hefur það hjálpað Alþýðuflokknum til að reyta eitthvað
af atkvæðum af Sjálfstæðistiokknum.
Vafalitið átti þessi áróður stjórnarflokkanna tals-
verðan þátt í því, að þeim tokst að halda meirihluta
sínum. Þeim tókst að blekkja ýmsa til að trúa því, að
andstöðuflokkar þeirra væru haítaflokkar og öll höft,
sem komið hefðu við sögu á undanförnum áratugum,
væru runnin undan rif jum þeirra. Þess vegna myndi fljótt
sækja í hið fyrra horf, ef þeir fengu aukin áhrif.
Eina örugga leiðin til að verjast höftunum væri því að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn.
Nú geta þeir, sem þessu trúðu, dæmt um, hve öruggt
það hefur reynzt að treysta þessum loforðum stjórnar-
flokkanna.
í dag búa þeir, sem fást við verzlun og atvinnurekstur,
við strangari höft en hér hafa nokkru sinni verið- Verð-
lagsliöft og lánsfjárhöft hafa aldrei verið strangari hér
á landi. Ekki verður Framsóknarflokknum eða komm-
únistum kennt um þessi höft. S'álfstæðisflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn eru búnir að stjórna samfleytt í 9 ár.
Góðæri hefur aldrei verið meira en á þessum tíma. Aldrei
hefði átt að vera auðveldara að losna við höftin. í dag
blasir samt sú satðreynd við, að höft hafa aldrei verið
meiri og víðtækari hér á landi en einmitt nú.
Vafalaust geta stjórnarflokkaimr fært ýmsar ástæður
fyrir þessum höftum sínum og réttlætt þau með ýmsym
rökum. Um það verður ekki rætt að þessu sinni- En
ljóst mætti það nú vera öllum, hvílíkar blekkingar það
voru, þegar stjórnarflokkamir voru að prédika fyrir
kosningarnar í vor, að þeir hefðu sérstaka andúð á
höftum!
Stjórnarflokkarnir hafa staðið að þeim mestu höftum
sem hér hefur verið beitt áður fyrr. í dag beita þeir svo
strangari og víðtækari höftum en áður hafa hér þekkst.
Fyrir kosningar þykjast þeir saml vera miklir andstæð-
ingar haftanna. Hversu lengi ætla menn að láta blekkjast
af þeim áróðri þeirra?
Lélegar efndír
Eins og kunnugt er, samdi ríkisstjórnin við verka-
lýðshreyfinguna um hinar svonefndu Breiðholtsfram-
kvæmdir. Verkalýðshreyfingin gerði þetta í trausti þess,
að lán til annarra íbúðabygginga yrðu ekki skert. í stað
þess lætur ríkisstjórnin helminginn af árlegum lánveit-
ingum Byggingasjóðs ríkisins renna til þessara fram-
kvæmda. Afljeiðingin af þessu er m.a. sú, að um 2000
fullgildar umsóknir munu óafgreiddar hjá Húsnæðis-
málastofnuninni og eru engar horfur á, að þeim verði
fullnægt næstu misseri.
Samt felldu stjórnarflokKHrnir við 3. umr. fjárlaga,
tillögu frá Framsóknarmönnum og Alþýðubandalags-
mönnum, um 50 milljón kr. hækkun á framlagi ríkisins
til Byggingasjóðsins. Þetta var vel hægt, þar sem fjár-
lagafrumvarpið var afgreitt með miklum greiðsluafgangi.
Það sést á þessu, að ríkisstiórnin hefur ekki mikinn
áhuga á heiðarlegum efnöum á samningum sínum
við verkalýðshreyfinguna.
TÍMINN
Gangandi gestur með glöggt auga
og næma heyrn í Færeyjum
Eyjamar átján
eftir Hannes Pétursson.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Ég get ekiki neitað því, að ég
opnaði reisubók Hannesar Pét-
ursscmar frá Færeyjum .neð tölu
verðri eftirvæntiagu og las hana
í skyndi. Að lestri loknum var
ég ákaflega lítils fróðari um
Færeyinga og líf þeirra, en eyj
amar átján, björg þeirra, gras
og sjór, höfðu birzt mér sem
lifandi myndir og æst mjötg löng
un mína til þess að sjá þvílíka
dýrð, sem ég hef því miður ekki
augum litið. Þesi bók er öll í lit
um og hljómum, og natúralá'kari
landslagsmálara hef ég varla fyr-
irihitt á prenti. Það er engu líkar
en Hannes hafi gengið um eyjarn
ar með huliðshjálm, skyggn vel
heyrnarnæmur, fólk hafi varla
séð hann, oig hann verið ófær um
að gefa sig á tal við það. Hann
finnur þetta sjálfur og taiar í
bókarlok um „uppburðarleysi
sitt við heimsóknir" og að sér
„finnist heimsóknir til ókunn-
ugs fólks allt annað en létt verk,
að vaða inn í hús upp úr þurru,
eiga sér ekkert erindi". Þessi
bók er því „fró Færeyjum“ eins
og hann segir sjálfur, en ekki
um Færeyjar og þaðan af úður
um Færeyinga. Meira segja á
Ólafsvökunni er hann að mestu
hljóður áhorfandi og hlu§tandi.
En þegar ég lokaði bókinni
fannst mér einnig, að ékki væri
um þetta að sakast, og Hannes
hefði einmitt valið bezta kos‘
sinn, reynt að skynja Færeyjar
með sínu lagi og segja frá því,
sem hann sá og heyrði, og hugs
unum þeim, sem það vakti með
honum, og koma þannig til dyr
anna sjálfum sér samkvæmur og
skáldlegri einrænu sinni. Honum
hefði illa látið að þvinga sjálfan
sig til þess að kafa ofan í hvem
mann, sem á vegi hans varð, og
reyna síðan að endunsegja þá
færeysku á bók. Ég held, að það
hefðu orðið hroðaleg mistök.
f upphafi bókarinnar er all-
drjúgur, smáletraður fróðleiks
kafli um Færeyjar, sem Hannes
hefur tekið saman í eins konar
grunn undir bók sína. Ég verð
að játa að ég hljóp yfir hann. Síð
an hefst reisudagbókin. Hannes
segist hafa skrifað mangt í vasa
Hannes Pétursson
kompu sína hvern dag í Fær-
eyjum, og hér birtdst sumt af því
óbreytt, en aðra kafla kveður
hann ritaða síðar upp úr dagbók
arbrotunum.
Sýnilega brestur ekikert á at-
hyglisgáfu Hannesar á sífelldu
labbi hans um eyjarnar, og hann
segir frá mörgu smálegu, sem
vekur áhuga lesandarrs. Mér
þótti t. d. ekki ónýtt að fá um
það fregn, að í kirkjunni í Gjá
er altaristaflan gerð með ó-
fimlegu handbragði, „en lauk-
rétt hugsuð frá alþýðulegu trúar
sjónarmiði og áreiðanlega jafn-
gild mörgum stólræðum. Hún
sýnir mann sjóklæddan, sem
fallið hefur fyrir borð af fiski-
bát skammt útundan Gjá, og
er norðurhorn Karlseyjar í bak-
sýn. Kristur stendur á lygnum
bletti á sjónum og heldur i hönd
honum, en félagarnir horfa á
úr bátnum, sem er spölkorn í
burtu. Málarinn er frá Eiði."
Þannig á að túlka og „heim
færa" trúarboðskap Krists. Þvi
miður eru fáar slíkar altaristöfl
ur til á íslandi — nema þá altar
istaflan hans Jóns í Möðrudal —
en þess má minnast, að eitthvert
frægasta málverk spænsks stór
meistara frá fimmtánudu eða
sextándu öld sýnir hina heilögu
fjölskyldu eins og spænskt
bændafólk, sem er að leggja af
stað í ferð og kveður þorpsbúana
vini sína.
Hannes bregður fyrir sig yrk
inigum, sem varla er furða um
Skáld, sem fer þvílíkum einför
um, og hann dundar einnig við
að þýða smákvæði eftir Heine
sen. Að þeim hagleik þarf ekki
að spyrja.
Aðall þessarar bókar er h:.ð
myndríka og mjúkláta mál, sem
Hannes skrifar,- tungutak, sem
er nærri því í fullkomnu sam
ræmi við skynjun hans og sjón
myndir. Þess vegna finnst rnanni
jafinan sem maður standi furðu
lega nærri Hannesi á vettvangi
og sjái það sama og hann. í þvi
skynjar maður seiðmagn og vald
frásagnarlistar hans.
Ekki getur lesandi varizt
þeirri hugsun, að Hannes sé i
eins konar pílagirimsför að leií.i
alveg ákveðinna blæbrigða og
samlöðunar einfalds mann'dfs og
ferskrar náttúru. En hann finn
ur þetta á fáum stöðum og verð
ur dapur við. En þegar hann firn
ur það, sem hann leitar að, t. d.
í Húsavík eða Gjá, Ijómar hugur
hans í þakklátri frásagnargleði
Og hálft í hvoru finnst manni
sem Hannies hafi leikið á Fær-
eyinga. Hann hefur hugtekið
land þeirra einn og óháður en
þeir hafa ekki bomizt upp með
neinn áróður.
Nokkrar teikningar eru í hók
inni eftir Sven Havsteen-Mikk
elsen, fremur svipdaufar og ekki
í teijandi samræmi við lýsingar
Hannesar, en þó í mjög færeysk
um dráttum.
Þegar minnzt er á þessa reisu
dagbók Hannesar Péturssonar
kemur í hugann annað ílangl
smákver, sem geymir ferðadag
bók hans um Evrópulönd. Þetta
fallega kver lét Setberg prenta
sem handrit, og forstjórinn sendi
ýmsum kunningjum sínum. Það
ber mjög sama svip og Færeyja
bókin, en augljóst er, að Hannes
er auðmjúkari gagnvart þeirri
fornfrægu menningarleifð, sem
hann skoðar þar og krefst ekki
fyrir fram ákveðinna hluta. Þvi
verður frásögn hans af þeirri
skynjun ferskari og glaðari.
—AK.
Frumvarp um frestun hægri-
aksturs og þjóöaratkvæöi
Fimm alþingismenn, Steingrím-
ur Pálssoin, Þórarinn Þórarinsson,
Jónas Áraason, Ágúst Þorvalds-
son og Stefán Valgeirsson, flytja
frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 65 frá 13. maí 1966, um
hægri handar umferð.
Frumvarpið er þannig: máls
grein 17. gr. laganna orðist þamn-
ig: — Ákvæði 1. gr. koma þó eigi
til framkvæmda fyrr eo á þeim
degi apríl-, maí- eða júnímánaðar
1969, sem dómsmálaráðherra
ákveður, að fenginni tillögu fram-
kvæmdanefndar, enda hafi þá áð-
ur verið samþykkt við bjóðarat-
kvæðagreiðslu að taka uipp hægri
handar umferð".
Með þessu frumvarpi er lagt
til að fresta framkvæmd hægri
handar umferðar á íslamdi í eitt
ár. Eins og kunnugt er, hefur nú
verið boðuð stórkostleg kjara-
sberðing, og það hefur verið sér-
staklega brýnt fyrir þjóðinni, að
Mn verði að sýna þegnskap og
þjóðhollustu með þvi að taka á
sínar herðar tímabundna kjara-
skerðingu og hjá því verði ekki
komizt, — en á sama táma er svo
ákveðið að breyta umferð frá
vinstri til hægri — framkvæmd,
sem ef til vill mun kosta hundruð
milljóna króna. Þó að kostnaðar-
áætlun varðandi breytinguna sé
talin vera 50 milljónir króna, er
vitað, að hún verður margfalt dýr
ari. T. d. áætluðu Svíar að breyt-
ingin hjá þeim mundi kosta rúm-
lega 500 milljónir sænskar, en
vitað er, að þegar breytingin var
framkvæmd frá vinstri til hægri,
kostaði hún um 800 milljónir
sænskra króna, og ekki eru öll
kurl komin til grafar hjá þeim
Þess vegna má reikna með, að
brejdiingin hjá okkur kosti ékki
undir 100 milljónum króna og
hugsanlega mun meira, og þá er
Framhald á bls. 12.